Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Reykvíkingar létu ekki rigninguna í
gær aftra sér frá því að halda upp á að
70 ár voru frá stofnun lýðveldisins.
Fólk á öllum aldri fjölmennti í miðbæ-
inn og fylgdist með dagskránni og
mannlífinu og lét gráu skýin ekki hafa
teljandi áhrif á sig.
Þegar blaðamaður kom í miðbæinn
stóðu Gunni og Felix á stóra sviðinu
við Arnarhól fyrir framan troðfullt
tún af áhorfendum og skemmtu sjálf-
um sér og öðrum eins og þeim einum
er lagið. Með þeim á sviðinu voru ung-
ir nemendur úr Dansskóla Birnu
Björns sem dönsuðu af eldmóð og
komu gestum í mikið stuð. Síðar steig
Bjartmar Guðlaugsson á svið, en einn-
ig komu fram Sirkus Íslands, Dans-
flokkurinn Rebel, Gói og Gloría úr
Stundinni okkar og Pollapönk ásamt
fleirum. Brúðubíllinn renndi í hlað í
Hljómskálagarðinum og á Ingólfs-
torgi var Sirkus Íslands með sirkus-
sýningar og sirkusskóla þar sem gest-
um og gangandi bauðst að reyna við
hinar ýmsu kúnstir.
Þá var mikið um lifandi tónlist á
dagskránni og tónleikar voru víða. Á
Austurvell söng sænskur kór fyrir
gesti og White Signal steig á svið áður
en orðið var gefið laust svo að gestir
gátu gripið í míkrófón og sungið við
undirspil Pálma Sigurhjartarsonar.
Nýtt Akratorg á Akranesi
Þjóðhátíðardagurinn var haldinn
hátíðlegur með pomp og prakt víðs-
vegar um land í gær. Á Akranesi var
nýtt og endurbætt Akratorg tekið í
notkun í tilefni dagsins. Regína Ást-
valdsdóttir bæjarstjóri opnaði torgið
formlega með því að setja þar af stað
nýjan gosbrunn ásamt Einari Bene-
diktssyni, formanni framkvæmdaráðs
bæjarins. Einar er ættaður frá bæn-
um Skuld sem stóð áður þar sem gos-
brunnurinn er í dag. Þá var einnig
opnuð róbótasýning á Akranesi í dag
en þar gefur að líta á sjötta hundruð
róbóta og geimtengdra leikfanga allt
frá árinu 1950 til dagsins í dag.
Á Akureyri hófst hátíðardagskráin
um hádegisbil þegar Lúðrasveit Ak-
ureyrar lék í Lystigarðinum og Eirík-
ur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
flutti hátíðarávarp. Ungskáldið Agnes
Ársælsdóttir flutti eigið ljóð en einnig
las ljóð Hafsteinn Davíðsson, sigur-
vegari í Stóru upplestrarkeppninni.
Votviðrið ekki til vandræða
Reykvíkingar héldu upp á þjóðhátíðardaginn í rigningu Margmenni í mið-
bænum og mikið að sjá Hátíðarhöldin gengu vel fyrir sig víðast hvar um landið
Morgunblaðið/Eggert
Einbeiting Á stóra sviðinu við Arnarhól var bæði dansað og sungið. Nemendur úr Dansskóla Birtu Björns stóðu sig með eindæmum vel og einbeitingin skein úr augunum.
Skrúðganga Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Reykjavíkur blésu.
Þær Christel, Kristín Karólína, María Perla, Saga Lísa, Sara,
Camilla og Aníta létu regnið ekki á sig fá. „Við reynum að
vera undir regnhlíf svo að okkur rigni ekki niður,“ segir
Christel. Þeim eldri fannst hátíðarhöldin árið 1989 vera mjög
eftirminnileg þegar snjór féll í Reykjavík.
Snjórinn 1989 var eftirminnilegur
Þær Tinna, Katla, Hekla, Karen, Telse og Íris voru mættar
alla leið frá Garðabæ til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum í
miðbænum í gær. „Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt.
Meira að gera hér og meira nammi,“ segir Karen, en stelp-
urnar höfðu að eigin sögn prófað allar gerðir sætinda í gær.
Markmiðið að borða mikið nammi
Edda Margrét Jensdóttir hefur vanið komur sínar í miðbæinn
17. júní alveg frá barnæsku. „Eftirminnilegastir eru dagarnir
þegar það er sumar og sól,“ segir Margrét og bætir við:
„Þetta er sennilega fyrsti dagurinn þar sem hægt er að labba
með regnhlíf vegna þess að það er alltaf rigning og rok.“
„Tilefni til þess að klæða sig vel“
Morgunblaðið/Eggert
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson
forsætisráð-
herra flutti
hátíðarræðu
á Austurvelli
í gær. Í ræð-
unni sagði
Sigmundur
meðal ann-
ars að mikilvægt væri að byggja
upp sterka innviði á lands-
byggðinni og tryggja öruggar og
greiðar samgöngur og aðra
þjónustu hins opinbera. Þá lagði
hann áherslu á að æskilegt og
eðlilegt væri að dreifa opinber-
um störfum jafnar um landið.
Sigmundur gerði sjávarútveg-
inn einnig að umtalsefni:
„Tekjur af sjávarútvegi þurfa til
dæmis að nýtast þeim stöðum
þar sem þær verða til og stuðla
að auknum stöðugleika og fjöl-
breytileika atvinnulífs,“ sagði
Sigmundur í ræðu sinni.
Tækifærin
eru til staðar
ÍSLANDI GENGUR VEL
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson