Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
Andríki minnir á hvernig reyntvar að notfæra sér stjórnmála-
lega angist þjóðarinnar til að koma
henni inn í ESB:
En jafnskjótt og
viðhorfskann-
anir sýndu
meirihluta Ís-
lendinga á ný
andsnúinn að-
ild var hægt á aðildarvélinni og á
rúmum fjórum árum tókst vinstri
stjórninni jafnvel ekki að „kíkja í
pakkann“ þannig að sæist í helstu
mál á borð við sjávarútvegsmál.
Vinstri stjórnin sem vildi ljúkaaðlögun Íslands að ESB var
ekki nálægt því að takast það á fjór-
um árum. Þá heimta menn að ríkis-
stjórn sem er andvíg aðildinni ljúki
henni hið snarasta!
Það gleymist nefnilega oft að tilþess að ljúka „viðræðum“ við
ESB þurfa umsóknarríki að laga
sig svo að sambandinu að þau falli
eins og flís við rass. Það er fjar-
stæðukennd krafa að íslensk stjórn-
völd, þing og ríkisstjórn, sem eru
andvíg aðild að ESB haldi áfram að
laga landið að þessu sama ESB. Ís-
land verður ekki aðili að ESB á
þessu kjörtímabili. Ríkisstjórn og
meiri hluti Alþingis eru andvíg að-
ild, rétt eins og meirihluti að-
spurðra í viðhorfskönnunum. Jafn-
vel þótt svo ólíklega færi að
ríkisstjórn með aðra stefnu tæki við
að loknum þingkosningum árið
2017 og gengi betur að ljúka
aðlöguninni en þeirri síðustu sem
það reyndi ættu menn eftir að gera
breytingar á stjórnarskrá sem
heimila slíkt valdaframsal sem ESB
aðild væri.
Á sjötugsafmæli lýðveldisinshorfir því betur fyrir sjálf-
stæðu Íslandi en nokkur undan-
farin ár. Það má fagna af minna til-
efni.“
Fagnaðarefni
STAKSTEINAR
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Kamasa verkfæri
– þessi sterku Veður víða um heim 17.6., kl. 18.00
Reykjavík 12 rigning
Bolungarvík 12 alskýjað
Akureyri 17 skýjað
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 15 léttskýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 10 skýjað
Lúxemborg 18 léttskýjað
Brussel 18 léttskýjað
Dublin 21 léttskýjað
Glasgow 25 léttskýjað
London 20 heiðskírt
París 17 skýjað
Amsterdam 17 skýjað
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 23 léttskýjað
Moskva 12 skúrir
Algarve 23 skýjað
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 28 skýjað
Winnipeg 15 skýjað
Montreal 23 skýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 29 alskýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:55 24:03
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:10 23:48
Áætlað er að rúmlega tvö þúsund
nemendur muni brautskrást úr
grunn- og framhaldsnámi við Há-
skóla Íslands á laugardaginn og er
það, samkvæmt upplýsingum frá
HÍ, metfjöldi nemenda við vor-
brautskráningu. Nærri 780 kandí-
datar munu útskrifast úr fram-
haldsnámi og tæplega 1.300 úr
grunnnámi.
Flestir brautskrást frá félags-
vísindasviði, tæplega 700, og næst-
flestir frá heilbrigðisvísindasviði, í
kringum 460. Tæplega 340 munu
brautskrást frá menntavísinda-
sviði, um 320 frá verkfræði- og
náttúruvísindasviði og í kringum
260 manns munu útskrifast frá
hugvísindasviði. Endanlegur fjöldi
brautskráðra kandídata mun
liggja fyrir á morgun, fimmtudag.
sh@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
HÍ Brautskráning á laugardaginn.
Metfjöldi
útskrifast
frá HÍ
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Hamborgarabúlla Tómasar opnaði í
gær nýtt útibú í Kaupmannahöfn,
við götuna Høkerboderne í Kød-
byen. Aðstandendur staðarins gáfu
hamborgara í gær og að sögn Valdi-
mars Geirs Halldórssonar rekstr-
arstjóra tóku gestir staðarins vel í
uppátækið.
„Það er búið að vera nóg að gera
hjá okkur í dag og það er stöðugt
flæði af fólki. Við erum núna með
röð sem samanstendur af 450
manns og við erum búin að afgreiða
um 900 hamborgara. Það er bara
rosa góð stemning og fólk er mjög
ánægt með hamborgarana. Tommi
er síðan búinn að rölta hérna um
svæðið og gleðja fólk,“ sagði Valdi-
mar í gær, en þrautþjálfað lið frá
Íslandi var flutt inn til Danmerkur
til að hjálpa til við undirbúninginn.
„Við tókum eiginlega bara besta lið-
ið frá Íslandi með okkur út og það
mun sjá um að þjálfa Danina og sjá
til þess að ekkert fari úrskeiðis
næstu daga. Við erum mjög bjart-
sýn á framhaldið og Búllan er kom-
in til að vera í Kaupmannahöfn,“
segir Valdimar en utan Kaup-
mannahafnar er Hamborgarabúllan
einnig með starfsemi í Berlín og
London, auk nokkurra staða hér á
landi.
Segir Búlluna komna til að vera
Ljósmynd/Valdimar Geir Halldórsson
Hamborgarar Mikil röð myndaðist
fyrir utan Hamborgarabúlluna.
Nýr staður í Kaupmannahöfn Gestir fengu borgara frítt