Morgunblaðið - 18.06.2014, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Beltone First gengurmeð iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPadminimeð Retina, iPadmini og iPod touch (5. kynslóð)með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First™
Snjallara heyrnartæki
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu og prófaðu, það er engu líkt!
manna á hverjum degi. Álagið á
göngustígana er því mikið og nú
stendur til að styrkja þá. Settar
verða upp tröppur í gilinu við fossinn,
sem eykur mjög öryggi, enda er
stígurinn þangað niður brattur og oft
ófær á veturna þegar svellbunkar
liggja yfir. Þá verður komið upp nýju
handriði á brúnni neðan við fossinn,
til að draga úr sjónrænum áhrifum,“
segir Guðmundur.
Auk þessa stendur til að stækka
bílastæði við þjónustumiðstöðina í
Skaftafelli. Þau eru oft fullskipuð og
á síðasta ári var hluta tjaldsvæðis
verið breytt í bílastæði. Sú lausn var
þó aðeins til bráðabirgða. Nú hefur
svæði á malarkambi við innkeyrsluna
að þjónustuhúsum í Skaftafelli verið
markað af. Þar verða væntanlega
komin ágæt stæði fyrir bíla innan
nokkurra vikna.
Hálft landið er undir
Skaftafell er hluti af Vatnajök-
ulsþjóðgarði, sem nær frá Skeiðarár-
sandi og norður í Öxarfjörð. Segja
má að hér sé hálft landið undir og
verkefnin eru fjölbreytt. Þjóðgarð-
inum er skipt upp í fjögur rekstrar-
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Göngugarpar Á göngu í hæðunum ofan við tjaldsvæðið í Skaftafelli. Ægifagrir Kristínartindar í baksýn.
svæði og hafa þjóðgarðsverðir og
starfslið þeirra aðsetur á
Kirkjubæjarklaustri, á Skriðu-
klaustri á Héraði, í Ásbyrgi í Jökuls-
árgljúfrum, Mývatni, Höfn í Horna-
firði og loks Skaftafelli.
Á síðastnefnda staðnum standa
Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörð-
ur og Guðmundur Ögmundsson vakt-
ina árið um kring og yfir sumarið
bætast starfsmenn, til að mynda
landverðir, við. Hafa þeir með hönd-
um vörslu á tjaldsvæðum og víðar,
fara fyrir skipulögðum fræðslu- og
gönguferðum um svæðið og sinna
minniháttar framkvæmdum og um-
hverfisbætum meðal annars. Í
Skaftafelli hafa sumarstarfsmenn
þeirri aðstöðu í gömlu húsunum í
Bölta. Þar var lengi stundaður bú-
skapur og síðar gistiþjónusta. Nú
hefur sú starfsemi verið lögð af og nú
er Böltahúsið – eins og aðrar bygg-
ingar á svæðinu – nýtt í þágu þjóð-
garðsins.
Hjallanes, Heinaberg og Hoffell
„Verkefnin hér eru í raun enda-
laus,“ segir Guðmundur, sem nam
ferðamálafræði við Hólaskóla í
Hjaltadal. Til starfa í Skaftafelli kom
hann fyrir fimm árum. Segir hann
margt hafa breyst á þeim tíma en
stóra breytingin sé líklega sú að nú
sé varla lengur til það sem heiti
ferðamannavertíð. Ætlað sé að 90%
þeirra ferðamanna sem í Skaftafell
kom séu útlendingar, sem séu á ferð-
inni árið um kring. „Breytingin er al-
veg ótrúleg hvað vetrargesti varðar.
Í janúar og febrúar 2010 komu 242 í
gestastofuna en 4.050 í þessum sömu
mánuðum á þessu ári. Þetta sýnir
best hver breytingin er. Við höfum
raunar lagt okkur eftir því að fjölga
vetrargestum hér með því að vera á
skrefi á undan með að bæta þjónustu.
Skrefin þurfa samt að vera fleiri og
stærri – það er í í Skaftafelli, en
sömuleiðis þarf að gera fleiri staði
hér á Vatnajökulssvæðinu ferðafólki
aðgengilegri,“ segir Guðmundur.
Segir þarna horft til Hjallaness í Suð-
ursveit, Heinabergssvæðisins á Mýr-
um og Hoffells í Suðursveit, en þar er
þjóðgarðurinn í samstarfi við heima-
menn um uppbyggingu áfangastaða.
Allt séu þetta áhugaverðir staðir sem
vert sé að gefa gaum.
Áning Í undirbúningi er að stækka matstofuna við þjónustumiðstöðina í
Skaftafelli, sem er sennilega meðal vinsælustu veitingastaða landsins.