Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
8" 8"
Haier Pad D85·8"·3GHaier Pad 781·8"·WiFi
Kr. 39.900,- Kr. 39.900,-
Stýrikerfi: Android 4.2 · Örgjörvi: 1.6 GHz, RK3188 Quad Core ARM Cortex A9
· Minni: 8GB, stækkanlegt með Micro SD korti · Upplausn: 1024 x 768
· Þyngd: 290 gr · Stærð: 198.7x134x6.6 · Myndavél: 5 MP að aftan, 2 MP að framan
Stýrikerfi: Android 4.2 · Örgjörvi: 1.2 GHz, MTK8389 A7 Quad Core
· Minni: 8GB, stækkanlegt með Micro SD korti · Upplausn: 1024x768
· Þyngd: 395 gr · Stærð: 200.5x135x8.4 · Myndavél: 5 MP
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS · Verslanir um land allt
Opið virka daga kl.10-18 / Lokað laugardaga í sumar
Haier er risafyrisrtæki í framleiðslu
á heimilistækjum, sjónvörpum,
spjaldtölvum og snjallsímum.
Veltan er 30 milljarðar US$. Allt eigin
framleiðsla með dreifingu og sölu um allan
heim. Eitt af fremstu fyrirtækjum heims í
vöruþróun og hönnun og talið með átta
framsæknustu fyrirtækja heims á því sviði.
„Haier – The #1
Global Major Appliances Brand
For 5th Consecutive Year.“
Euromonitor International
Þynnsta 7"/8" spjaldtölva í heimi – 6.6mm Sími og spjaldtölva með 3G
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Liðsmenn ISIS-samtakanna færast
sífellt nær Bagdad, höfuðborg Íraks.
Nýjasta skotmark samtakanna er
borgin Baquba, sem er aðeins 60
kílómetrum norðan við Bagdad.
Hafa uppreisnarmennirnir náð yfir-
ráðum í nokkrum hverfum borgar-
innar. Þeir sem kunnugir eru lands-
háttum fullyrða að ef samtökin nái
borginni á sitt vald, sé leiðin greið til
Bagdad. Blikur eru þó á lofti, sam-
tökin hafa mætt sterkri andstöðu í
Baquba. Fjölmargir sjálfboðaliðar
úr röðum shía-múslima hafa komið
herliði ríkisstjórnarinnar til aðstoð-
ar. Virðist leiftursókn ISIS samtak-
anna því loks vera að hægja á sér.
Yfirvöld í Bagdad óttast þó áhlaup
uppreisnarmannanna á borgina og
þar hafa menn vígbúist undanfarna
daga. Þá streyma að sjálfboðaliðar
hvaðanæva af landinu sem orsakast
af því að aukin yfirráð súnníta vekja
ugg í samfélagi shía-múslima.
Þá hafa Bandaríkin mikla hags-
muni að verja í landinu. Ef uppreisn-
armenn ná höfuðborginni á sitt vald
er landið að mestu leyti fallið. Mun
þá meirihluti þeirrar vinnu sem
Bandaríkin hafa lagt í innviði lands-
ins, vera unninn fyrir gýg. Banda-
rísk yfirvöld hafa gefið út yfirlýs-
ingu um að 275 manna herlið verði
sent til landsins til að verja sendiráð
þeirra í Bagdad. Þá vilja þau ekki
útiloka frekari íhlutun.
Írak að skiptast í þrennt
Útlit er fyrir að landið, eins og við
þekkjum það á landakortum, muni
mögulega líða undir lok. Kúrdar
hafa lengi ráðið lögum og lofum í
norðausturhluta landsins í eins kon-
ar sjálfstjórnarhéraði. Þá hafa súnn-
ítar lengi verið ósáttir við ríkisstjórn
shía-múslima, en samt sem áður hef-
ur ríkt ákveðið jafnvægi í landinu.
Allt þetta hefur breyst með til-
komu ISIS-samtakanna. Nú virðast
samtökin hafa náð undirtökum í
nyrðri helming landsins og ekkert
bendir til þess að þau losi um tak
sitt.
Þá hafa Kúrdar, í skjóli átakanna
undanfarin misseri, styrkt stöðu
sína verulega og náð mikilvægum
svæðum í norðurhluta landsins á sitt
vald. Ef fram heldur sem horfir mun
fátt geta komið í veg fyrir að landið
liðist í sundur. Því þarf að koma í veg
fyrir að átökin stigmagnist.
Vesturlönd treysta á Íran
Leiðtogar Vesturlanda hafa gefið
til kynna aukið traust til yfirvalda í
Íran. Talið er að í þessu felist við-
urkenning á því að Íran sé í raun
eina landið sem aðstoðað getur Írak,
því Vesturlönd hafi lítinn grundvöll
til innrásar í landið. Stjórnvöld í Íran
hafa vissulega töluverðra hagsmuna
að gæta, landið er höfuðvígi shía-
múslima og vilja þau halda trú-
bræðrum sínum við völd í nágranna-
landinu, Írak. Hafa þau sent hátt-
settan hershöfðingja til Íraks sem
ráðleggur nú yfirvöldum í Bagdad
hvernig verjast skuli komandi árás.
Átökin í Írak færast sífellt
nær höfuðborg landsins
Landið gæti mögulega liðast í sundur Stjórnvöld í Íran koma til aðstoðar
AFP
Yfirsýn Liðsmaður hersveita Kúrda tekur sér stöðu og fylgist með hermönnum ISIS-samtakanna þar sem þeir fara
yfir landið. Írak virðist nú vera skipt í þrjú yfirráðasvæði á milli Kúrda, súnníta og shía. Búist er við meiri átökum.
ISIS-samtökin
» Stofnuð í apríl 2013 eftir
klofning frá al-qaeda.
» Hafa yfir að ráða þúsundum
bardagamanna.
» Leiðtogi þeirra er Abu Bakr
al-Baghdadi, fæddur 1971.
» Talin eiga í kringum tvo
milljarða bandaríkjadala.
» Markmið þeirra er nýtt ísl-
amskt ríki í Mið-Austurlöndum.
„Gasflutningum
til landsins hefur
nú verið al-
gjörlega hætt,“
segir orku-
málaráðherra
Úkraínu, Yuri
Prodan. Alexei
Miller, stjórnar-
formaður hins
ríkisrekna gas-
fyrirtækis í Rússlandi, Gazprom,
segir að nú þurfi Úkraína að borga
fyrirfram fyrir gas frá Rússlandi.
Úkraína skuldar Rússlandi nú þeg-
ar fyrir gasinnflutninginn síðustu
ár og nemur skuldin rúmum fjórum
milljörðum bandaríkjadala. Útlit er
fyrir að gasbirgðir Úkraínu dugi
fyrir þarfir landsins fram í desem-
ber.
ÚKRAÍNA
Rússar skrúfa fyrir
gas til Úkraínu
Alexei Miller
Leiðtogi árás-
armanna sem
réðust á aðsetur
ræðismanns
Bandaríkjanna í
Benghazi árið
2012 var tekinn
höndum á sunnu-
daginn. Banda-
rískir hermenn
réðust þá til at-
lögu að híbýlum mannsins. „Þegar
ráðist er á landsmenn okkar finnum
við þá sem eru ábyrgir og sækjum
þá til saka,“ sagði Barack Obama
Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu. 11.
september 2012 réðust menn vopn-
aðir byssum á aðsetur ræðismanns-
ins, myrtu fjóra og kveiktu í bygg-
ingunni.
LÍBÝA
Handtekinn fyrir
árásina á Benghazi
Barack Obama
Brasilísk toll-
gæsluyfirvöld
gerðu upptækt
mikið magn af
karamellusmjöri
þegar úrúgv-
æska knatt-
spyrnulandsliðið
kom til landsins.
Í yfirlýsingu
frá tollgæslunni
segir að þar sem smjörið sé mjólk-
urvara þurfi gögn um heilbrigð-
isvottun, en þau skorti. Smjörið er
mjög vinsælt í Úrúgvæ og vilja
margir stuðningsmenn meina að
tap liðsins gegn Kosta Ríka megi
rekja til skorts á smjörinu. Lið Úrú-
gvæ etur kappi við lið Englands
annað kvöld.
HM Í BRASILÍU
Úrúgvæ skortir
karamellusmjör
Luis Suarez
Áform eru uppi um að opna á ný
sendiráð Bretlands í Teheran,
höfuðborg Írans, en því var lokað ár-
ið 2011 eftir að það varð fyrir árás ír-
anskra mótmælenda. William
Hague, utanríkisráðherra Bret-
lands, segir að nú sé gott tækifæri til
að opna sendiráðið á ný, þar sem
samskipti ríkjanna hafi batnað veru-
lega síðustu mánuði. Þá hafa samn-
ingar tekist um kjarnorkuáætlun Ír-
ans, sem hefur lengi verið umdeild.
Að hluta til skýrist þetta af tilkomu
Hassans Rouhani, sem á síðasta ári
var kosinn forseti Írans. Tók hann
við af Mahmoud Ahmadinejad, sem
þótti herskárri í garð Vesturlanda.
Telja sérfræðingar að þessi öra
þróun í samstarfi ríkjanna beri þess
vitni að Vesturlönd þurfi sterka
bandamenn í Mið-Austurlöndum í
komandi átökum við ISIS-samtökin.
Hyggjast enduropna
breska sendiráðið í Íran
AFP
Blóðugt Handarför íranskra mótmælenda á skilti breska sendiráðsins í Ír-
an. Nú eru áform uppi um að opna sendiráðið á ný. Því var lokað árið 2011.