Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 Mér finnst rigningin góð Blessuð börnin láta það ekki á sig fá þó aðeins rigni á þjóðhátíðardaginn, þeim finnst alltaf jafn gaman að fagna með mannfjöldanum og gæða sér á sleikjó. Eggert Í ræðu sem Bjarni Benediktsson hélt á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins á Þingvöll- um 18. júní 1943 benti hann á að engan skyldi undra að erlendar þjóðir hefðu yfirleitt látið sig sjálfstæðis- baráttu íslensku þjóðarinnar litlu skipta. Þekking þeirra á málefnum Íslands væri eðlilega lít- il og áhuginn enn minni: „Þeim, sem lítið þekkja til lands eða þjóðar, hlýtur að sýnast það ganga kraftaverki næst, ef svo lítilli þjóð sem Íslendingum tækist að halda uppi sjálfstæðu ríki í jafn- erfiðu landi sem Íslandi. Menn eru tregir að trúa kraftaverkum nú á dögum og hafa því löngum látið sér fátt um finnast tilraunir okkar til að öðlast fullt frelsi.“ Þótt Bjarni Benediktsson, sem síðar varð forsætisráðherra, væri fullur bjartsýni á framtíð fámennrar þjóðar skal dregið í efa að hann hafi látið sig dreyma um þann gríðarlega árangur sem náðst hefur. Fáum hefur tekist betur til Þrátt fyrir ýmis áföll – síldar- brest, óðaverðbólgu, atvinnuleysi og hrun fjármálakerfisins – hefur okk- ur Íslendingum vegnað vel frá því að lýðveldið var stofnað 17. júní 1944. Fáar þjóðir hafa notið meiri vel- gengni eða bætt lífskjör meira en Ís- lendingar á síðustu 70 árum. Við rekum öflugt heilbrigðiskerfi – sjúkrahús, heilsugæslu og hjúkr- unarheimili um allt land. Við höfum lagt vegi, byggt brýr og borað jarðgöng. Við rekum grunnskóla í öll- um sveitarfélögum, fjölmarga framhalds- skóla og fjölbreytta há- skóla. Við höfum komið upp viðamiklu velferð- arkerfi. Sterkt lífeyr- iskerfi er öfundarefni annarra þjóða. Húsa- kostur er óvíða betri. Okkur hefur tekist það sem fáum þjóðum hefur tekist: Gert sjávarútveg að arðbærri atvinnugrein. Við höfum nýtt vatnsorkuna til rafmagnsframleiðslu, byggt undir fjölbreyttara atvinnulíf og tryggt ódýrara rafmagn en í flestum ná- grannalöndum. Við höfum hagnýtt heita vatnið og flytjum tækniþekk- ingu okkar til annarra landa. Við höfum í flestu nýtt auðlindir okkar af meiri skynsemi en flestar aðrar þjóðir. Hreint vatn er ein helsta auðlind okkar Íslendinga, þótt við leiðum yfirleitt aldrei hug- ann að því en göngum að því sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut. Þær þjóðir sem hafa aðgang að nægu hreinu vatni geta staðið öðrum þjóð- um framar á komandi áratugum. Við eigum listamenn sem hafa vakið heimsathygli; tónlistarmenn, rithöfunda, myndlistarmenn, leikara og kvikmyndagerðarmenn. Íslenskir íþróttamenn hafa náð ótrúlegum ár- angri. Fjölmörg verkefni þarf að leysa Allt þetta hefur okkur tekist og meira til, þrátt fyrir að hafa verið mislagðar hendur í mörgu. En við eigum mörg verk að vinna á kom- andi árum: Við þurfum að ná tökum á skuld- um ríkisins, skera upp ríkis- reksturinn og koma aga á fjármál sveitarfélaga og ríkisins. Við komumst ekki hjá því að stokka upp skattkerfið, draga úr jaðarsköttum og lækka beinar álög- ur á launafólk. Með samkeppnis- hæfu skattaumhverfi er hægt að flytja verslunina aftur til landsins og skapa frjóan jarðveg fyrir allt atvinnulífið. Við verðum að innleiða samkeppni á öllum sviðum til að tryggja hag- kvæma nýtingu fjármagns og vinnu- afls, góða þjónustu og hagstætt verð. Við þurfum að tryggja jafnræði milli atvinnugreina. Það er rangt að láta eina atvinnugrein greiða auð- lindagjald en undanskilja aðrar sem nýta náttúruauðlindir. Það getur ekki gengið til lengdar að sumir starfi í vernduðu umhverfi, njóti skjóls hins opinbera í formi tolla og innflutningshafta á meðan fyrirtæki sem eru í harðri samkeppni [oft ríkisstyrktri] á alþjóðlegum mörk- uðum, eru skattlögð sérstaklega um- fram samkeppnisaðila í öðrum lönd- um. Við þurfum að losa landbúnaðinn úr viðjum ofstýringar og afskipta og nýta þau ótrúlegu tækifæri sem eru til lands og sjávar þannig að Ísland verði fyrirmynd í matvæla- framleiðslu. Við verðum að endurnýja utanríkisstefnuna, byggja á grunni vestrænnar samvinnu og opnu hag- kerfi. Þannig er efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði best tryggt. Við eigum að gera það aftur eftir- sóknarvert að stofna og eiga fyrir- tæki – setja sjálfstæða atvinnu- rekandann aftur á sinn stall. Þannig á að hætta að refsa framtaks- mönnum fyrir að ná árangri í rekstri. Við eigum að opna alla stjórnsýslu hins opinbera þannig að almenn- ingur geti fylgst með gerðum og ákvörðunum stjórnmálamanna og embættismanna. Við þurfum að skera upp dóms- kerfið, koma á fót millidómstigi og nýjum hæstarétti. Við skulum ráðast í umfangsmikla fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu – fjárfestingu sem er ekki aðeins ein sú arðbærasta sem við eigum kost á, heldur mun hún auka lífsgæði allra landsmanna ef rétt er að verki stað- ið. Við verðum að huga að grunn- þáttum menntunar. Það er eitt að setja sér háleit markmið um að eiga háskóla sem er í hópi þeirra bestu heiminum og annað að byggja upp grunnstoðir menntakerfisins – grunnskólann sem er undirstaða alls í menntamálum þjóðarinnar. Við getum leiðrétt eitt mesta óréttlætið sem hefur fengið að grafa um sig. Þjóðinni hefur verið skiptist í tvo hópa. Annar hópurinn nýtur ríkisábyrgðar á lífeyrisréttindum. Hinn hópurinn þarf að sætta sig við skert lífeyrisréttindi ef illa gengur. Til að auka enn á óréttlætið þarf síð- ari hópurinn að axla þyngri byrðar til að tryggja lífeyrisréttindi þeirra sem tilheyra fyrri hópnum. Við skulum leggja grunn að því að ungt fólk eigi a.m.k. ekki síðri tæki- færi til að eignast eigið húsnæði en foreldrar þess, afar og ömmur. Ef reisa á skjaldborg á hún að vera um séreignastefnuna þannig að fólk eigi raunverulegt val um hvort það vill eiga eða leigja þak yfir höfuðið. Við getum sameinast um að fjölga tækifærunum – valkostum okkar á öllum sviðum, allt frá samgöngum til skóla, frá læknisþjónustu til búsetu, frá listum til fjölmiðlunar o.s.frv. Þori að hugsa sjálfstætt Þetta eru aðeins nokkur af þeim sameiginlegu verkefnum sem við Ís- lendingar ættum og þurfum að sinna á komandi misserum og árum. Stjórnmálamenn geta undirbúið jarðveginn með skynsamlegum ákvörðunum en þeir leysa ekki verk- efnin fyrir okkur. Við verðum hvert og eitt en einnig sameiginlega að taka til hendinni – vera virkir borg- arar líkt og Bjarni Benediktsson brýndi fyrir landsmönnum þegar 25 ára afmæli lýðveldisins var fagnað: „Menn koma engu góðu til vegar, nema þeir séu sjálfir virkir þjóðarfélagsþegnar, geri upp eigin hug, þori að hugsa sjálfstætt, fylgja hugsun sinni eftir og átti sig á því, að fátt næst fyrirhafnarlaust. Menn verða í senn að nenna að leggja á sig hugsun og vinnu, ef þeir í raun og veru vilja knýja fram þær umbætur, er löngun þeirra stendur til.“ Eftir Óla Björn Kárason » Við verðum hvert og eitt en einnig sam- eiginlega að taka til hendinni – vera virkir borgarar líkt og Bjarni Benediktsson brýndi fyrir landsmönnum. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. „… að nenna að leggja á sig hugsun og vinnu“ Óli Björn Kárason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.