Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
✝ Agnar Her-mannsson
fæddist að Fjalli í
Kolbeinsdal í
Skagafirði 3.9.
1933. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 9.6. 2014.
Foreldrar hans
voru Hermann Sig-
urvin Sigurjónsson,
síðast bóndi á Lóni í
Viðvíkursveit, f.
8.1. 1901 á Lækjarbakka á Upsa-
strönd hjá Dalvík, d. 5.6 1981 á
Sauðárkróki, og kona hans Rósa
Júlíusdóttir, f. 15.5. 1897 í Öldu-
hrygg í Svarfaðardal, d. 8.4.
1988 á Sauðárkróki. Systkini
Agnars voru 1) Kári, múrara-
rmeistari og verslunarmaður á
Sauðárkróki, f. 24.1. 1923, d.
24.12. 2007, kvæntur Sigurlínu
Árnadóttur, 2) Njáll, skrifstofu-
og verslunarmaður í Reykjavík,
f. 30.9. 1927, d. 18.6. 1975,
kvæntur Kolbrúnu Matthías-
dóttur. Skildu. 3) Guðfinna Kon-
kordía, f. 10.3. 1930, d. 11.8.
sama ár. 4) María, húsfreyja á
Sauðárkróki, f. 1.6. 1936, d. 31.5.
1985. Gift Kjartani Haraldssyni
með Rúnari. Dóttir þeirra Ása
Dóra. b) Sigurjón Leó. Sonur
hans Alexander Leó.
Agnar ólst upp hjá foreldrum
sínum á nokkrum bæjum í Hóla-
hreppi til 1938, að hann fluttist
með þeim að Lóni í Viðvíkursveit
þar sem hann átti heima í 25 ár.
Þar stofnaði hann sitt heimili en
fluttist með fjölskyldu sína til
Sauðárkróks árið 1963 þar sem
þau hjón reistu sér íbúð að Hóla-
vegi 28 og þar átti Agnar heimili
sitt til æviloka. Sumarið 1963 hóf
Agnar störf sem ýtumaður hjá
Búnaðarsambandi Skagfirðinga
og var þar óslitið til 1974 en það
sumar stofnaði hann ýtufyrir-
tæki með starfsfélaga sínum
Hjalta Pálssyni, og keyptu þeir
litla ýtu, Caterpillar D-3, hina
fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.
Árið 1980 keypti hann vélina alla
og rak síðan fyrirtæki sitt, Agn-
ar og Hjalta, í mörg ár, seinna í
félagi við Hermann son sinn.
Agnar vann á jarðýtum samtals
fjóra áratugi, einstaklega lag-
virkur vélamaður og eftirsóttur
til þeirra verkefna þar sem vand-
virkni þurfti að beita.
Í fjölmörg ár stundaði hann
einnig sauðfjársæðingar á veg-
um Búnaðarsambands Skagfirð-
inga.
Útför Agnars fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 18.
júní 2014, og hefst athöfnin kl.
14.
bifreiðarstjóra. 5)
Friðrika, verslunar-
maður á Sauðár-
króki, síðar búsett í
Reykjavík. Gift
Gunnlaugi Ólsen
tónlistarkennara.
Agnar kvæntist,
þann 26.12. 1959,
Önnu Lilju Leós-
dóttur frá Hvalnesi
á Skaga, f. 16.1.
1941. Börn þeirra
eru: 1) Ásta Rósa Agnarsdóttir,
matráður á Sauðárkróki, f.
21.11. 1959, ógift. Dóttir hennar
er Anna Rún Austmar, hennar
sonur Gabriel Ernir. 2) Hermann
Agnarsson, vinnuvélastjóri og
sjómaður á Sauðárkróki, f. 19.6.
1961. Kvæntur Geirlaugu Ingi-
björgu Jónsdóttur, sjúkraliða, f.
17.4. 1964. Þeirra börn eru: a)
Agnar, kvæntur Guðrúnu Jó-
hönnu. Börn þeirra: Dagný Lind,
Elmar Bjarki og Katla Björk. b)
Adam Smári. 3) Vilhjálmur Leó
Agnarsson, smiður og f.v. sjó-
maður í Hafnarfirði, f. 30.7.
1962. Kvæntur Höllu Sigurjóns-
dóttur, sölumanni, f. 1.2. 1963.
Þeirra börn: a) Rut, í sambúð
Þú átt skilið þökk og hrós,
þú átt framtíð bjarta.
Ef þú verður eilíft ljós,
inn í mínu hjarta.
Nú af sætum svefni vakna,
Þú í svefni birtist mér.
Ég finn hve sárt ég sakna,
að sjá þig ekki hér.
Ástarkveðja. Þín eiginkona,
Anna Lilja
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdaföður minn, hann Agnar
Hermannsson eða Agnar frá
Lóni eins og hann var oftast kall-
aður.
Það eru þrjátíu og fjögur ár
síðan ég kynntist Hermanni
(Hemma) syni hans og kom inn í
fjölskylduna. Agnar og Anna
kona hans tóku vel á móti mér, 16
ára krakkanum og hafa þau
reynst mér einstaklega vel alla
tíð. Aggi var ljúfur maður en gat
verið einþykkur, fannst gaman að
sitja og spjalla, stundum var hann
stríðinn en hann var lítið fyrir það
að láta stríða sér. Hann var ýtu-
karl sem hafði unun af öllu því
sem sneri að ýtunni hans, enda
vann hann í ein 40 ár á ýtu og síð-
ustu árin var Hemmi í samstarfi
með honum, allt þar til í mars
2006 þegar fyrirtækið var selt.
Árið 1982 eignuðumst við
Hemmi okkar fyrri son og fyrsta
barnabarn Agnars og Önnu, lít-
inn snáða sem var skírður í höf-
uðið á afa sínum. Stoltið skein af
Agnari yfir þessum litla nafna
sínum og sá hann ekki sólina fyrir
honum og var sá stutti fljótur að
finna það út að hann gat látið þau
snúast í kring um sig. Síðan komu
barnabörnin eitt af öðru og alltaf
var Agnar stoltari og stoltari,
ekki varð hann minna stoltur yfir
langafabörnunum sem eru flest
búsett fyrir sunnan þannig að
hann hitti þau ekki eins oft og
hann hefði viljað, en eitt lítið ljós
var hér á Krók, hann Gabríel
Ernir sem var oft hjá afa sínum
og ömmu og veitti þeim mikla
gleði og hafði Agnar gaman af að
hafa hann hjá sér.
Síðustu ár var Agnar mikið
heima og fór ekki mikið út á með-
al fólks en hann hafði gaman af
því ef einhver kíkti í kaffi og
„viltu kaffi“ var yfirleitt það
fyrsta sem hann sagði og síðan
var sest niður og spjallað. Eitt af
því sem hann mátti bara ekki
missa af voru allir fréttatímar og
hafði hann allt á hreinu í sam-
bandi við hvað var að gerast.
Það er ótalmargt sem fer í
gegnum hugann á þessum tíma-
mótum en það geymi ég í hjarta
mínu. Með þessu fallega lagi vil
ég kveðja tengdaföður minn:
Þér leiðist hér, ég veit það, kæri vinur.
Þú vilt á brott að kanna nýjan stig
en þig skortir kjark, þú hikar og hugsar
dag og nótt
og hræðist að þú munir særa mig.
Við áttum saman yndislega stund,
við áttum sól og blóm og hvítan sand
og skjól á köldum vetri er vindur napurt
söng
og von um gullin ský og fagurt lag.
Þó farir þú í fjarlægð, kæri vinur,
og fætur þínir stígi ókunn skref.
hve draumar ræst hafa’ aftur þú áður
sagðir mér,
þín ást var mín og brosin geymt ég hef
Góða ferð, góða ferð, góða ferð,
góða ferð, já, það er allt og síðan bros,
því ég geymi alltaf, vinur, það allt er
gafstu mér,
góða ferð, vertu sæll, já, góða ferð
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
(Jónas Friðrik)
Elsku Anna Lilja, Ásta Rósa,
Hemmi,Villi og aðrir fjölskyldu-
meðlimir, megi guð styðja okkur
öll og styrkja.
Guð veri með þér, elsku
tengdapabbi.
Þín tengdadóttir
Geirlaug (Gilla)
Um hádegi á mánudaginn 9.
júní var ég á leiðinni í mat til
ömmu og afa á Hólaveginum, eins
og svo oft áður. Eftir stutt símtal
við ömmu mína snerist dagurinn
við. Afi var kominn upp á spítala
og átti ekki afturkvæmt þaðan
heim á Hólaveg heldur endaði
lífsganga hans á Borgarspítalan-
um seinna þennan sama dag.
Þegar ég hugsa til afa míns
hugsa ég til besta manns sem ég
hef nokkurn tímann kynnst. Ég
hef alltaf haldið mikið uppá afa
minn og á vissum tímapunktum
vildi ég engan tala við nema hann.
Þegar ég var lítil og það þurfti að
greiða á mér strýið fékk helst
enginn að gera það nema afi,
hann var svo blíður og þolinmóð-
ur gagnvart hársárri dótturdótt-
ur sinni.
Ég var ekkert smá montin
þegar afi kom og sótti mig í skól-
ann á grænu bjöllunni, ég þurfti
helst að kalla á allar vinkonur
mínar og sýna þeim flottasta
kaggann í bænum. Svo þegar líf-
dagar grænu bjöllunnar voru
liðnir fengum við barnabörnin að
sitja í honum á planinu og
„keyra“ hann um allt en ansi oft
þurftum við að biðja afa að losa
stýrið því beygjurnar voru oft
mjög krappar og þá fór stýrið í
þennan óþolandi lás.
Afi var ýtukarl fram í fingur-
góma og var alltaf á þristinum
upp um allar trissur. En honum
fannst þó ýtustarfið ekkert fyrir
stelpur og fékk ég því ekki að fara
eins oft með honum á ýtuna eins
og strákarnir, og það fannst mér
ósanngjarnt. Þegar ég varð tví-
tug ákvað ég að sýna honum afa
mínum að stelpur gætu sko alveg
unnið á ýtum og gröfum og skráði
mig á vinnuvélanámskeið. Eftir
langt og strangt námskeið með 30
karlmönnum afhenti ég afa mín-
um skjalið sem vottaði að nú væri
stelpan komin með bókleg rétt-
indi á þungavinnuvélar. Það örl-
aði nú á stolti í kallinum þó hann
gerði nú ekki mikið mál úr þessu
við mig.
Afi hafði alltaf áhuga á öllu
sem við barnabörnin vorum að
bardúsa og vildi alltaf fá fréttir af
öllum. Hann var stoltur af okkur
og talaði mikið um alla dugnaðar-
forkana sína. Ansi oft heyrði mað-
ur hann t.a.m tala um að nöfn
þeirra bræðra, Agnars og Adams,
hefðu komið á skjáinn ef þeir
höfðu verið að vinna við einhvern
viðburðinn sem sýndur var í sjón-
varpinu. Ekki var stoltið minna
þegar langafabörnin bárust í tal.
Afi var nefnilega barnakall og
ósjaldan lét hann sig hverfa úr
eldhúsinu frá fullorðna fólkinu til
að finna eitthvað fyrir börnin,
hvort sem það voru teiknimyndir
í sjónvarpið eða leikföng.
Sonur minn hann Gabríel Ern-
ir átti sérstakan vin í afa sínum og
var samband þeirra ofar mínum
skilningi. Þó að þeir væru ekki
alltaf sammála var aldrei að sjá
að litla manninum sárnaði. Gabrí-
el vissi ekkert betra en að koma
til Agga afa og fá að borða bjúgu,
og geta svo setið hjá honum inná
holi og horft með honum á teikni-
myndir.
Raunveruleikinn hefur heldur
betur gert vart við sig síðustu
daga og það er með miklum trega
í hjarta sem ég kveð elsku besta
afa minn, hans verður sárt sakn-
að og ég geymi í hjarta mínu allar
þær yndislegu stundir sem við
áttum saman.
Elsku afi minn, nú segjum við
grand og ég lofa að athuga olíuna
reglulega.
Anna Rún.
Þegar skrifa skal minningar-
orð um gamlan vinnufélaga og vin
til margra ára verður margt sem
leitar á hugann. Fyrsta myndin
er af tvítugum dreng sem búinn
var að vinna á jarðýtu eina viku
og hélt e.t.v. að hann kynni eitt-
hvað. Síðkvöld eitt í júníbyrjun
fyrir sléttum 47 árum var honum
sagt að fara upp í Dalsmynni til
Agnars sem þar væri með ýtu og
ætti að vera með honum í sumar.
Drengurinn þekkti leiðina og var
vísað til svefnherbergis þar sem
Agnar var genginn til náða.
Stráksi var ekki mikill bógur en
reyndi þó að bera sig mannalega,
sagðist vera kominn og ætti að
fara að vinna með honum. Agnar
tók þessum staula hvorki vel né
illa, umlaði eitthvað og reis upp
við dogg, snaraði af sér sænginni
og gekk út með honum og sagði til
verka. Þetta var fyrsta nætur-
vaktin af óteljandi mörgum
næstu fjögur sumrin. Verkefnið
var að herfa flag. Strákur kunni
að setja í gang og snúa ýtunni svo
að þetta gekk sæmilega.
Drengurinn var sá er þetta rit-
ar. Agnar reyndist lærisveini sín-
um vel, kenndi honum vandvirkni
og verkhyggni, sýndi hvernig átti
að beita vélinni án þess að vera
með aðfinnslur. Ef það kom ein-
hvern tímann fyrir var það með
hófsemd gert. Um þriggja sumra
skeið vann ég með öðrum en síð-
an tókum við aftur upp samstarf,
keyptum litla jarðýtu sumarið
1974 og unnum á henni til ársins
1980, þegar Agnar keypti minn
hlut en mörg sumur síðan greip
ég í verk með honum.
Þótt Agnar væri að jafnaði
léttur í bragði átti hann til fálæti
og líkaði ekki jafnt við alla en
hann hafði ekki mörg orð um
slíkt. Ég minnist þess ekki að
Agnar hafi nokkurn tímann sýnt
mér ósanngirni eða okkur orðið
sundurorða. Samstarfið gekk af
fullum trúnaði og vinátta bast við
fjölskylduna. Þótt heimsóknir
hafi strjálast með tímanum hafa
hin gömlu og góðu kynni aldrei
gleymst og verða alltaf mikilvæg-
ur hluti af mínu lífi. Heimsókn á
áttræðisafmælinu var notaleg
stund. Síðustu árin voru Agnari
að nokkru leyti erfið því að heils-
an bilaði en ég held að hann hafi
kvatt sáttur.
Ég votta Önnu Lilju, börnum
þeirra og afkomendum samúð
mína og þakka áratuga vináttu og
samstarf.
Hjalti Pálsson frá Hofi.
Agnar
Hermannsson
HINSTA KVEÐJA
Með þessu ljóði kveð ég
þig, elsku afi.
Söknuður mikill sækir mér að
og sársauki bærist í hjarta.
Bænina okkar þá ég bað
um betri veröld og bjarta.
Afahöndin frábær var
hún fingurna mína huldi.
Þögul ástin leyndist þar
þó allstaðar væri kuldinn.
Fátt er betra en afa ást
ég fæ þig stundum að dreyma.
Samferða ert án þess að sjást
þú sársauka lætur mig gleyma.
(Heiða Jóns)
Guð veri með þér. Þinn
sonarsonur,
Adam Smári Hermannsson
Í bænum okkar, besti afi
biðjum fyrir þér
að Guð sem yfir öllu ræður,
allt sem veit og sér
leiði þig að ljóssins vegi
lát’ þig finna að,
engin sorg og enginn kvilli
á þar samastað.
Við biðjum þess í bænum okkar
bakvið lítil tár,
að Guð sem lífið gaf og slökkti
græði sorgarsár.
Við þökkum Guði gjafir allar
gleði og vinarfund
og hve mörg var ávallt með þér
ánægjunnar stund.
(Sigurður Hansen)
Þinn langafastrákur og
vinur,
Gabríel Ernir
✝ Kristján Breið-fjörð Finnboga-
son var fæddur í
Reykjavík 17. mars
1925. Hann lést á
Landspítalanum 8.
júní 2014.
Foreldarar hans
voru Finnbogi Rút-
ur Ólafsson, fæddur
í Múla í Gufudals-
hreppi í Austur-
Barðastrandasýslu
11. ágúst 1890, d. 3. júní 1947, og
Jóhanna Kristjánsdóttir, fædd á
Árgilsstöðum í Hvolhreppi í
Rangárvallasýslu 14. janúar
1882, d. 23. júní 1973. Systkini
Kristjáns eru 1. Guðrún Breið-
fjörð Finnbogadóttir Beaubien, f.
1915, d. 2003. 2. Sigurður Breið-
fjörð Finnbogason, f. 1916, d.
1995. 3. Kristrún Breiðfjörð Finn-
bogadóttir, f. 1917, d. 1986. 4.
Ólafur Breiðfjörð Finnbogason, f.
1918, d. 2010. 5. Valdimar Breið-
fjörð Finnbogason, f. 1920, d.
1942. 6. Steingrímur Breiðfjörð
Finnbogason, f. 1921, d. 1921, og
Geirþrúður Hjörvar, f. 1923.
Kristján kvæntist árið 1949 Krist-
rúnu Magnúsdóttur, f. 14. des.
1926 í Reykjavík. Foreldrar
Kristrúnar voru Magnús Brynj-
ólfsson frá Miðhúsum í Biskups-
tungum og Margrét
Ólafsdóttir frá Söð-
ulsholti í Hnappa-
dal. Kristján og
Kristrún eignuðust
þrjá syni. Þeir eru 1.
Magnús Breiðfjörð
Kristjánsson, f. 21.
janúar 1951. Sam-
býliskona hans er
Björg Hansdóttir. 2.
Jóhann Kristjáns-
son, f. 9. nóvember
1954. Sambýliskona hans er
Kristín Andersen. 3. Gunnar
Kristjánsson, f. 5. febrúar 1959.
Sambýliskona hans er Guðrún
Þórisdóttir.
Kristján hóf störf hjá danska
verktakafélaginu Höjgaard og
Schultz 1942 við framkvæmdir
og undirbúning hitaveitu í
Reykjavík. Voru þessi störf í
Reykjavík og Mosfellssveit ásamt
vinnu við eldri hitaveituæðar
milli sveitarfélaganna. Við stofn-
un Hitaveitu Reykjavíkur 1946
réðst Kristján til starfa þar og
starfaði þar óslitið til ársins 1995
er hann lét af störfum fyrir ald-
urs sakir.
Útför Kristjáns fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 18. júní
2014, og hefst athöfnin klukkan
13.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Kveðjur,
Guðrún (Rúna).
Elsku besti afi minn, núna ertu
farinn frá okkur og ég verð örugg-
lega mjög lengi að átta mig á því.
Ég á þér mikið að þakka fyrir
margar góðar samverustundir,
betri afa er ekki hægt að hugsa
sér. Þú gafst þér alltaf tíma í gott
spjall, hafðir mikinn áhuga á frétt-
um og gangi mála hjá barna-
barnabörnunum þínum eins og
skákfréttum og fótboltafréttum af
Aroni Daníel okkar. Hann Aron
Daníel nefndi það einmitt þegar
hann fékk þær fréttir að afi sinn
væri dáinn að hann ætti eftir að
sakna þess að tala við þig um bolt-
ann og fleira, því þú hafðir svo
mikinn áhuga á gangi mála hjá
honum og okkur öllum. En núna
ertu kominn á góðan stað og
örugglega kominn með sjónina
aftur, en mikið sem það var erfitt
fyrir þig og ömmu og okkur hin að
þurfa að kyngja því. Ég á svo
margar góðar minningar um þig
og ömmu á húsbílnum ykkar. Mik-
ið sem að þið voruð dugleg að
ferðast, það voru yndislegar
stundir þegar þið amma birtust í
sveitinni og alltaf eitthvað gott
bakkelsi með til að bjóða og njóta.
Ég man einnig mikið eftir öll-
um gistinóttunum þegar við Elvar
frændi gistum hjá ykkur ömmu,
þá var alltaf farið í Frúna í Ham-
borg áður en ljósin voru slökkt á
kvöldin og það var alltaf líf og fjör
hjá henni og mikið hlegið í kring-
um hana. Takk fyrir allar pizzu-
veislurnar, það var alltaf gleði og
hlátur á þeim stundum hjá ykkur
ömmu, mikið sem ég á eftir að
sakna þess. Þar varst þú, elsku afi,
alltaf hlæjandi og talandi á staðn-
um þínum við borðstofuborðið og
naust þín í botn að fá fréttir og
segja fréttir. Ég er óendanlega
þakklát fyrir nærveru þína á stóra
deginum okkar Kjartans í haust,
þá varstu ennþá með sjónina og
gast séð og notið þín vel. Þegar
hjónaleikurinn var um kvöldið í
veislunni stóðuð þið amma stolt og
flott síðust eftir, enda búin að vera
gift í fjöldamörg ár.
Ég kveð þig núna, elsku besti
afi minn, ég mun hugsa um ömmu
og segja henni fréttir af gangi
mála í boltanum hjá Aroni okkar.
Guð geymi þig og varðveiti, elsku
afi minn. Þín,
Sigrún.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Í dag kveðjum við elskulegan
afa okkar. Hans verður sárt sakn-
að en eftir standa margar góðar
minningar sem við gleymum aldr-
ei.
Díana, Elvar Gauti
og Kristján Ingi.
Elsku afi hefur kvatt okkur.
Við eigum eftir að sakna hans
mikið og erum svo þakklátar fyrir
allar stundirnar sem við áttum
með honum. Allir bíltúrarnir sem
við fórum í, allar sögurnar sem
hann sagði okkur og allt spjallið
sem við áttum í eldhúsinu í Máva-
hlíðinni eru núna minningar sem
við eigum eftir að halda fast í og
gleymum aldrei.
Síðustu mánuðir í lífi hans voru
honum erfiðir en alltaf tók hann
vel á móti okkur og var svo glaður
að fá okkur í heimsókn til að stytta
sér stundirnar.
Elsku afi, nú ertu haldinn á vit
nýrra ævintýra og segir okkur
sögur af þeim þegar við hittumst
næst. Hvíldu í friði.
Helena og Birna.
Kristján
Finnbogason