Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
slík gæði tengjast ekki sönnum gild-
um varpa þau einungis ljósi á fátækt-
ina og ánauðina í lífi okkar
(In the spirit of happiness.)
Lindi hafði öll þau sönnu gildi
sem skapa ríkidæmi manns og í
því ríkidæmi höfum við í Álfta-
nesskóla fengið tækifæri til að
lifa og starfa með Linda. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Sveinbjörn Markús Njálsson,
skólastjóri Álftanesskóla.
Þegar ég kveð hann Linda
minn eftir meira en þriggja ára-
tuga samfylgd er ég þakklát for-
sjóninni að hafa fengið að kynn-
ast þessum stóra og góða manni.
Lindi var alltaf rósemin uppmál-
uð og skipti aldrei skapi þótt mik-
ið gengi á hjá ærslafengnum kór-
krökkum eða stressuðum
kórstjóra. Lindi var bílstjóri
Skólakórs Kársness, hann fór
með kórnum í tónleikaferðir og
æfingabúðir um allt land og ók
með okkur um borg og bý til að
syngja við öll hugsanleg tæki-
færi. Hann var nánasti ferða-
félagi minn því næst allan minn
starfsaldur. Lindi lenti líka í því
hlutverki að vera fararstjóri
kórsins og oftast sá eini í rútunni
sem var kominn af grunnskóla-
aldri fyrir utan kórstjórann.
Hann var vinur minn og afi kór-
félaganna sem öllum þótti vænt
um, enda var hann útnefndur
„besti barnakórabílstjóri í
heimi“. Lindi var bóngóður og fór
alltaf „strætóhring“ um Kársnes-
ið þar sem hann hleypti pils-
klæddum stelpum og úlpulausum
strákum út úr rútunni sem næst
heimilum þeirra. Þegar 56 börn
voru í bílnum gat þessi auka-
greiði tekið langan tíma sem þó
var aldrei rukkað fyrir. Lindi sá
líka um að bera kórpallana,
hljómborðið og matarkassana og
óbeðinn tók hann alla ruslapoka
eftir kórferðalög og fór með í
gáma. Oft mátti hann svo skjót-
ast til mín daginn eftir með
svefnpoka eða skó sem litlir far-
þegar höfðu gleymt í rútunni.
Aldrei fúll, aldrei reiður. Ekki
Lindi. Oft stóðust tímasetningar
kórstjórans illa, oft mátti hann
bíða og oft voru börnin miklu
fleiri en lagt var upp með, en ekk-
ert haggaði Linda. Brosti bara
kankvís og setti í gír.
Einhverju sinni var ég beðin
að gera grein fyrir því hvernig
ætti að byggja upp gott og far-
sælt kórstarf með börnum. Í
grallaraskap nefndi ég þrennt
sem hefði reynst barnakórastarf-
inu í Kársnesskóla heilladrjúgt. Í
fyrsta lagi hvatti ég væntanlega
kórstjóra að eignast mörg börn
sem gætu sungið, í öðru lagi að
giftast píanóleikara sem tæki að
sér undirleik án endurgjalds og
síðast en ekki síst að vanda valið
á rútubílstjóranum. Bílstjórinn
þyrfti að ganga í öll tilfallandi
verk, passa, snýta og hugga.
Allra best væri að bílstjórinn héti
Lindi og ætti konu sem héti Auð-
ur sem vissi fátt skemmtilegra en
að fara launalaus með kórnum í
ferðalög. Sú varð nefnilega raun-
in hjá okkur, Auður varð vinkona
okkar og amma. Ógjörningur er
að hafa tölu á öllum þeim sam-
lokum sem Auður smurði ofan í
svanga krakka eða hversu oft
hún skúraði og þreif heilu sum-
arbúðirnar meðan Lindi raðaði
börnum í sætin og staflaði far-
angri í lestina. Ég veit að það
urðu oft fagnaðarfundir þegar
kórbörnin urðu á vegi þeirra
hjóna síðar, þá orðin fararstjórar
í öðrum löndum, læknar á Land-
spítalanum eða fullvaxta þátttak-
endur í daglegu amstri.
Ég er ólýsanlega þakklát fyrir
vináttu og stuðning þeirra hjóna
öll þessi ár og fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar og allra kórbarna
úr Skólakór Kársness fyrr og nú
kveð ég Linda bílastjórann okkar
í virðingu og þökk. Guð blessi
fjölskyldu hans og minningarnar
góðu.
Þórunn Björnsdóttir
(Tóta).
✝ Helgi IngiIngimundarson
fæddist í Borgar-
nesi 6. maí 1936.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 10.
júní 2014.
Foreldrar hans
voru Ingimundur
Einarsson, verka-
maður og verk-
stjóri í Borgarnesi,
f. 21.3. 1898, d. 4.2.
1992, og Margrét Helga Guð-
mundsdóttur húsfreyja f. 21.7.
1893, d. 7.2. 1977. Ingi var næst-
yngstur sex bræðra, sem eru:
Guðmundur, f. 1927, Einar, f.
1929, d. 1997, Steinar, f. 1930,
Grétar, f. 1934, d. 1995, og Jó-
hann, f. 1938, d. 2009.
Ingi kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Jónínu Björg
Ingólfsdóttur, f. 26.12. 1938,
þann 15.11. 1958. Foreldrar
hennar voru þau Ingólfur Nikó-
demusson húsasmíðameistari f.
5.7. 1907, d. 31.7. 1991, og Unn-
ur Hallgrímsdóttir húsfreyja f.
8.1. 1918, d. 20.10. 1976.
Börn Inga og Nínu eru: 1)
Unnur, f. 29.9. 1957, gift Grími
Lúðvíkssyni. Börn þeirra eru: a)
Kristín, sambýlismaður Micael
Bratt og eiga þau dótturina
Danmerkur og Englands að
námi loknu hér heima og sam-
hliða starfi hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga í Borgarnesi. Þar
var hann fyrst verslunarstjóri
en síðan lengst af aðalgjaldkeri.
Frá árinu 1978 og það sem eftir
lifði starfsævinnar var Ingi
skrifstofustjóri hjá Sýslumann-
inum í Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu.
Ingi tók þátt í félagsmálum
og gegndi fjölda trún-
aðarstarfa. Hann átti sæti í
hreppsnefnd Borgarneshrepps
kjörtímabilið 1970-1974 og var
formaður skólanefndar í Borg-
arnesi 1962-1974. Ingi var um
tíma í fulltrúaráði Brunabóta-
félags Íslands og sat í stjórn
Sementsverksmiðju ríkisins og
Prjónastofu Borgarness. Endur-
skoðandi Sparisjóðs Mýrasýslu
var hann í nokkur ár. Á yngri
árum tók Ingi þátt í skáta- og
ungmennafélagsstarfi. Meðan
heilsan leyfði var hann þátttak-
andi í pólitísku starfi jafn-
aðarmanna. Um áratuga skeið
var Ingi félagi í Lionsklúbbi
Borgarness og lét þá til sín taka
í Lionshreyfingunni á landsvísu.
Um tíma var hann umdæmis-
stjóri og fjölumdæmisstjóri
Lions á Íslandi. Fyrir störf sín í
þágu Lionshreyfingarinnar
hlaut Ingi margar viðurkenn-
ingar, þar á meðal var hann út-
nefndur Melvin Jones-félagi.
Útför Inga fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 18. júní
2014, og hefst athöfnin kl. 14.
Perlu, b) Jón Ingi.
Stjúpdóttir Unnar,
dóttir Gríms, er c)
Guðbjörg Esther,
sambýlismaður
Tómas Arason,
börn: Helga Lilja,
Karen Margrét og
Viktoria 2) Brynja,
f. 5.10. 1962, gift
Magnúsi Sigurðs-
syni. Börn þeirra
eru: a) Hrafnhild-
ur, sambýlismaður Jóhann
Ólafur Sigurðsson, og eiga þau
soninn Ingimar Bjart, b) Sig-
urður Ingi, c) Unnar. 3) Ingi-
mar, f. 23.8. 1964, giftur Guð-
rúnu Margréti Hannesdóttur.
Börn þeirra eru: a) Nína Mar-
grét, b) Helena Ásta. Stjúpdótt-
ir Ingimars, dóttir Guðrúnar,
er c) Stefanía Hanna Pálsdóttir.
4) Anna, f. 10.7. 1973, sambýlis-
maður Sigurþór Leifsson. Börn
þeirra eru: a) Margrét, b)
Brynja. Stjúpsynir Önnu, synir
Sigurþórs, eru: c) Hlynur Þór,
d) Ragnar Smári.
Að loknu miðskólanámi í
Borgarnesi stundaði Ingi nám í
tvo vetur við Samvinnuskólann
í Reykjavík og útskrifaðist það-
an vorið 1955. Starfstengda við-
bótarmenntun sótti Ingi til
Hann fæddist á „Holtinu“ í
Borgarnesi vorið 1936, fimmti í
röð sex sona Margrétar Helgu
Guðmundsdóttur og Ingimundar
Einarssonar. Helgi Ingi í höfuð
foreldranna. Tók út vöxtinn við
óblíð kjör kreppu og umróts her-
setu. Sjálfsþurftin, seiglan og
baráttan skilaði alþýðufólki smá-
bæjarins til lands. Kalt stríð,
skömmtunarpólitík og höft réðu
ríkjum á árum mótunar og
þroska. Tími uppbyggingar og
athafna fylgdi árum Viðreisnar.
Ingi var í eðli sínu glaðvær og
ljúfur, uppörvandi, gerði gott úr,
ef í odda skarst. Sáttin og sam-
vinnan. Hlýjan, spjall og græsku-
laust gaman var hans leið. Prúð-
ur, skeytti ekki skapi – lét sér
ekki ljótt um munn fara. Átök og
illsakir voru lund hans svo fjarri,
því mikilsvirtur af samferðafólki.
Ábyrgðarkennd var Inga í
blóð borin. Vandvirkni, vinnu-
semi og metnaður til góðra verka
skópu honum traust og tækifæri.
Vettvangur átaka, auðs og valda
féllu ekki að gildum friðsams
manns. Hann fann sig ekki lengi
í eldi stjórnmála, þótt oft og fast
væri að honum lagt. Í oddastöðu
innan hreppsnefndar eitt kjör-
tímabil vildi hann hvoruga gömlu
valdablokkina styðja. Lagði þess
í stað til samvinnu allra og sátt.
Þannig var hann.
Kröftunum beindi hann til
mannúðarmála og Lionshreyf-
ingar og fjölskyldan átti hug
hans allan. Lífsins gæði sá hann í
samheldni, hamingju og ást, það
var í huga Inga öllum öðrum
verðmætum æðra. Þau gæði
voru að finna hjá Nínu og börn-
unum. Metnaðurinn varð fjöl-
skyldan. Lífið, ráðdeild og hóf-
semi – uppskeran ríkuleg. Allt
eins og í fallegu ævintýri, snoturt
og traust. Búið vel, en ekki stórt
eða dýrt á veraldarvísu – öryggið
skyldi öðru framar.
Varfærinn – skynsemin hans
förunautur, lífsgangan fetuð
smáum, hugsuðum skrefum.
Umbætur frekar en byltingu.
Jafnaðarmaður af lífi og sál,
maður sátta og samvinnumaður í
allri hugsun. Trúr hugsjónum
sínum og verkum, einlægur vilji
til að láta gott af sér leiða. Ráðin
jarðbundin og holl – ungæðisleg-
um oft torskilin og erfið fram-
kvæmdar.
Ingi var mörgum dyggðum
prýddur og viljinn allur á þann
veg að vera sannur og gera vel.
Gæfumaður eins og til var stofn-
að. En um ævikvöld sitt fékk
hann litlu ráðið. Heill á sinni og
skýr varð hann síðustu ár sín að
lúta fjötrum erfiðrar líkamsfötl-
unar. Þótt lífsgæðin væru honum
naumt skorin undir lokin hvarf
honum aldrei ljúfmennskan,
stutt í brosið og handtakið jafn
þétt og hlýtt og áður. Ég mun
sakna þess, og þín!
Með þessum orðum vil ég
þakka langa og trausta samferð.
Mikilsverður varst þú mér og
mínum, frændi. Nínu, börnunum
og fjölskyldum þeirra sem og
öðrum aðstandendum vil ég votta
mína dýpstu samúð. Tilgangur
jarðvistar er að vinna þörf og eft-
irbreytniverð verk. Meðal annars
þess vegna mun minningin um
Inga Ingimundarson lifa.
Ingimundur Einar
Grétarsson.
Nú er fallinn frá kær vinur,
Ingi Ingimundarson. Við Vigdís
kynntumst þeim hjónum Nínu og
Inga við Lionsstörf. Við fyrstu
kynni kom það eins og af sjálfu
sér að þarna voru bundin bönd
ævilangrar vináttu. Þau voru
ætíð með opinn faðminn en
kröfðust aldrei neins til baka,
slíkir samferðamenn verða sam-
ferðamenn alla leið. Ingi gegndi
æðstu metorðum í Lionshreyf-
ingunni og leiddi hreyfinguna á
þann hátt að hann var okkur hin-
um fyrirmynd. Ég minnist þess
ekki að nokkru sinni hafi hann
markað stefnu eða tekið ákvarð-
anir sem ollu ágreiningi eða deil-
um. Allt sem hann sagði var vel
hugsað og sett fram með þeim
hætti að aðrir gátu gert skoðanir
hans að sínum.
Eins og ávallt í veigamiklu
sjálfboðastarfi er samvinnan
sterk og þá er stutt í gleðistund-
irnar. Sem fulltrúar íslenskra
Lionsmanna sóttum við fundi,
þing og aðrar uppákomur víðs-
vegar um land og líka á erlendri
grundu. Á slíkum ferðalögum
voru eiginkonur okkar ávallt með
og vinskapur eiginkvennanna var
ekki síður mikilvægur en sam-
vinna okkar Inga. Hér heima
sóttum við Lionsþing í öllum
landsfjórðungum og mörg í sum-
um þeirra. Á milli þessara þinga
var starfið oft nánara, þá var
unnið í smærri hópum og ákvarð-
anir voru teknar um dagleg
stjórnunarstörf.
Á erlendum vettvangi var allt
framandlegra, þar var komið
saman fólk frá mörgum löndum
sem hvert og eitt var fulltrúi
sinnar þjóðar. Þar báru menn sig
saman um hvernig helst væri
hægt að verða þeim að liði sem
bjuggu við sára fátækt eða áttu
við aðrar hörmungar að glíma.
Þegar þarna var komið, var Ingi
á heimavelli, hann skildi og
skynjaði erfiðleika sem fólk í
fjarlægum löndum átti við að
eiga. Hann gat alltaf gefið af sér
og fært mál til betri vegar.
Að hafa kynnst fólki eins Nínu
og Inga gerir mann að betri per-
sónu. Samskipti okkar hafa verið
mjög góð í gegnum árin en eins
og vill verða, þá fækkar heim-
sóknum þó ekki sé langt á milli.
Öll erum við upptekin af börnum
og barnabörnum og aldrei meira
en eftir að við hættum að vinna.
Þó höfum við alltaf haldið góðu
sambandi, við sjáumst að vísu
sjaldnar en vináttan er alltaf til
staðar eins og áður. Við Vigdís
söknum Inga en færum þér Nína
mín og allri fjölskyldunni okkar
dýpstu samúð.
Halldór S. Svavarsson.
Mig langar að minnast gamals
vinar og starfsfélaga á sýslu-
skrifstofunni í Borgarnesi. Ingi
gegndi starfi aðalbókara við
embættið allan minn starfstíma
þar. Áður hafði hann gegnt
ábyrgðarmiklu starfi hjá Kaup-
félagi Borgfirðinga í Borgarnesi.
Ingi var mikill Borgnesingur
enda hafði hann alið þar allan
sinn aldur.
Ingi var afskaplega vandaður
starfsmaður sem leysti störf sín
af hendi af samviskusemi og
heiðarleika. Hann mátti þar
hvergi vamm sitt vita. Vel kom
sér í starfi bókara að hafa svo
fagra rithönd sem Ingi hafði og
eru fundargerðabækur sýslu-
nefnda Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslna gott vitni um það, en Ingi
var ritari sýslunefndanna allan
sinn starfsferil hjá embættinu og
allt þar til sýslunefndir voru
lagðar niður með lögum á árinu
1988.
Utan vinnu var Ingi mikill fjöl-
skyldumaður og setti hag og heill
fjölskyldunnar ævinlega í fyrsta
sæti. Hann var afar stoltur af
eiginkonu og börnum og fjöl-
skyldunni allri, enda mátti hann
vera það, þar sem þau eru öll af-
bragðsgott fólk. Ingi var mikill
félagsmálamaður og tók virkan
þátt í starfi ýmissa félaga, m.a.
gegndi hann æðstu trúnaðar-
störfum fyrir Lionshreyfinguna.
Hjónin Ingi og Nína voru oft
nefnd í sama orðinu, enda voru
þau afar samrýnd og gengu göt-
una saman í starfi og leik, en
Jónína vann með okkur á sýslu-
skrifstofunni. Þau ferðuðust
mikið saman bæði innanlands og
utan, ýmist tvö ein eða með fjöl-
skyldu og vinum og einnig oft í
hópferðum, ekki síst til útlanda.
Við hjónin urðum stundum
þeirrar ánægju aðnjótandi að
ferðast með þeim og voru það
einstakar ánægjustundir, sem
við geymum í sjóði minninganna.
Með okkur Auði og þeim hjón-
um myndaðist vinskapur og
auðgaði það líf okkar hjóna í
Borgarnesi, en þangað fluttum
við með börnin okkar, sem öll
voru á grunnskólaaldri og höfðu
þurft að sæta því að skipta um
skóla vegna búferlaflutninga
okkar foreldranna úr einum
landshluta í annan til að taka við
störfum á nýjum stað. Þau hjón-
in voru sannarlega betri en eng-
in þegar koma þurfti sér fyrir og
kynnast nýjum stað. Gestrisni
þeirra og væntumþykja átti sér
lítil takmörk. Ingi hefur átt við
veikindi að stríða um nokkurra
ára skeið. Þau ágerðust eftir því
sem tíminn leið og síðustu árin
hefur hann dvalið í Brákarhlíð,
dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi. Þótt honum væri orðið stirt
um mál fylgdist hann með öllu
sem fram fór, bæði fréttum og í
nærumhverfinu, og gladdist þeg-
ar hann fékk fjölskyldu og vini í
heimsókn, en Nína vitjaði hans
nánast daglega. Þannig hélt
hann ávallt í meðfædda gleði
sína og glaðværð og gat hlegið
og kímt af litlu tilefni.
Nú skilur leiðir um stund. Við
hjón og börnin okkar söknum
vinar í stað. Við sendum Nínu,
börnunum og fjölskyldum þeirra
hugheilar samúðarkveðjur og
vitum að þau geta yljað sér við
góðar minningar um látinn ást-
vin. Guð blessi minningu okkar
kæra vinar Inga Ingimundar-
sonar.
Rúnar Guðjónsson.
Látinn er í Borgarnesi góð-
vinur minn og Lionsfélagi Ingi
Ingimundarson. Ingi hafði um
langt skeið dvalið á heimili fyrir
aldraða í Borgarnesi og átt við
erfið veikindi að stríða um ára-
bil.
Hugur minn leitar langt aftur
í tímann, þegar samskipti okkar
voru samofin störfum okkar fyr-
ir Lionshreyfinguna, þegar við
vorum kosnir umdæmisstjórar
fyrir starfsárið 1986-1987. Ég í
umdæmi 109 A og hann umdæmi
l09 B. Á þessum árum var starf
Lions hér á landi afar öflugt og
þróttmikið. Klúbbarnir víðsveg-
ar um landið voru margir og fjöl-
mennir og unnið var af krafti að
hjálpar- og líknarstörfum í anda
Lionshreyfingarinnar.
Vorið 1986 fórum við ásamt
eiginkonum okkar til að sitja Al-
þjóðaþing Lionshreyfingarinnar
sem haldið var í borginni New
Orleans í Bandaríkjunum. ásamt
því að sækja skóla þar sem við
fengum fræðslu ásamt hundruð-
um verðandi umdæmisstjórum
víðsvegar að úr heiminum um
væntanlegt starf okkar. Þetta
var lærdómsrík ferð og
skemmtileg og við Katrín, eig-
inkona mín, kynntumst vel Inga
og konu han Nínu og nutum fé-
lagsskapar þeirra indælu hjóna.
Að loknu þingi fórum við í ferða-
lag með dönsku umdæmisstjór-
unum, sem var bæði vel heppnað
og skemmtilegt. Farið var til
New Orleans, Las Vegas, Los
Angeles, þar sem kvikmynda-
verin voru skoðuð, og að lokum
til Chicago.
Ingi Ingimundarson reyndist
dugmikill og farsæll umdæmis-
stjóri. Umdæmi hans skilaði
Lionshreyfingunni 6 Lionessu-
klúbbum á starfsárinu. Samstarf
okkar var ánægjulegt og gott. Á
þessum árum voru Samfundir
haldnir fyrsta mánudag hvers
mánaðar. Þetta voru skemmti-
legir fundir með samansafni
Lionsfélaga úr Reykjavík og ná-
grenni og oft félaga af lands-
byggðinni. Stjórnaði fjölumdæm-
isstjóri fundunum og oft voru
fjörlegar umræður. Við umdæm-
isstjórarnir fluttum munnlega
skýrslu þar sem við gerðum
grein fyrir heimsóknum okkar í
klúbbana og starfi þeirra. Fund-
irnir voru afar fjölsóttir og salur
Lionsheimilisins fullsetinn svo að
oft þurfti að bæta við sætum.
Ingi Ingimundarson var ein-
lægur Lionsmaður, hreinskipt-
inn, fullur starfsorku og skilaði
starfi sínu fyrir Lionshreyf-
inguna með miklum sóma. Ingi
gegndi starfi fjölumdæmisstjóra
starfsárið 1987-l988 og var far-
sæll í starfi eins og vænta mátti.
Mikill öðlingur og góður drengur
er genginn. Ég þakka allar góðar
stundir á liðinni tíð og sendi Nínu
og fjölskyldunni mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þórhallur Arason.
Ingi Ingimundarson, félagi
okkar og vinur er fallinn frá, 78
ára að aldri, en hann lést 10. júní
sl. Ingi gekk til liðs við Lions-
klúbb Borgarness árið 1966 og
hefur hann verið félagi alla tíð
síðan. Hann hafði því starfað í
klúbbnum í 48 ár er hann lést.
Hann var alla tíð mjög virkur og
góður félagi og ávallt tilbúinn að
taka að sér smá sem stór verk-
efni fyrir Lionshreyfinguna.
Hann sat nokkrum sinnum í
stjórn klúbbsins sem siðameist-
ari, ritari og var formaður starfs-
árið 1971-1972. Það var varla
haldinn nokkur viðburður á veg-
um klúbbsins okkar að Ingi
kæmi þar ekki við sögu. Ingi var
gerður að heiðursfélaga Lions-
klúbbs Borgarness fyrir nokkr-
um árum.
Síðan tók hann að sér starf
umdæmisstjóra í okkar umdæmi
og það sama ár var stofnaður hér
í Borgarnesi Lionessuklúbburinn
Agla, sem síðar varð Lionsklúbb-
urinn Agla. Ingi lét ekki þar við
sitja heldur bauð Lionshreyfing-
unni áfram krafta sína og var
kjörinn fjölumdæmisstjóri sem
er æðsta embætti Lionshreyfing-
arinnar á landinu. Því starfi og
öðrum sinnti hann af alúð og
lagði sig fram um að sinna þeim
vel.
Ingi var sá fyrsti í okkar
klúbbi sem fékk þá viðurkenn-
ingu af sínum klúbbfélögum að
vera gerður að Melvin Jones-fé-
laga. Síðar fékk hann sömu við-
urkenningu frá umdæminu.
Hann hafði átt við langvarandi
veikindi að stríða og naut hann
umönnunar nú síðustu ár í dval-
ar- og hjúkrunarheimilinu Brák-
arhlíð auk þess sem Jónína Ing-
ólfsdóttir, eiginkona hans,
heimsótti hann þar daglega og
fór með hann út í hjólastólnum
þegar veður var þannig að það
var hægt.
Við Lionsfélagarnir kveðjum
nú einn okkar besta félaga og
vin, sem við þökkum vel unnin
störf í þágu Lions og samfélags-
ins okkar. Fyrir hönd félaganna í
Lionsklúbbi Borgarness sendi ég
Nínu eiginkonu hans, börnum og
fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur.
Skúli Guðmundur Ingvarsson,
formaður Lionsklúbbs
Borgarness.
Ingi
Ingimundarson
Lokað
Lokað í dag, 18. júní, frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar
ERLENDS BJÖRNSSONAR.
Iðnmark ehf.,
Gjótuhrauni 5.