Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 22

Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 ✝ Guðný Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 29.10. 1925. Hún lést á Landspítal- anum í Fossvogi 4.6. 2014. Foreldr- ar hennar voru Guðmundur Ey- leifsson skipstjóri, f. í Gestshúsum á Seltjarnarnesi 8.7. 1883, d. 2.9. 1943, og Guðrún Guðbrandsóttir, f. á Bolafæti í Hrunamannahreppi 28.3. 1899, d. 31.10. 1954. Al- systir Guðnýjar er Kristine, f. 21.12. 1927, gift Kormáki Sig- urðssyni, f. 6.9. 1924, d. 23.12. 2003. Dóttir þeirra er Guðrún, f. 6.10. 1963. Fóstursystir Guð- nýjar var Aldís Einarsdóttir, f. 17.2. 1940, d. 16.6. 2005, gift Birgi Erni Birgis, f. 23. 9. 1942. Börn þeirra eru Guðrún Hulda, f. 18.2. 1961, Birgir Svanur, f. 15.2. 1968, og Einar Örn, f. 27.9. 1973, d. 8.11. 2000. Systkin sam- feðra eru Sigríður, f. 23.11. 1908, d. 25.3. 1990, og Birgir, f. 13.7. 1925, d. 7.8. 1948. Guðný ólst upp með fjöl- skyldu sinni á Grettisgötu 20a. Hinn 12.8. 1955 giftist hún 5.9. 1979, Stefanía Björk sál- fræðinemi, f. 2.4. 1990. Sam- býlismaður hennar er Eyþór Þorsteinsson ljósmyndanemi, f. 22.9. 1990, og Birgitta Hrönn, f. 20.7. 1995. Áður átti Guðný dótt- irina Guðrúnu Hallfríði, þroska- þjálfa, myndlistarkonu og kenn- ara, f. 21.4. 1949. Faðir hennar var Bjarni Ingimar Júlíusson vélstjóri, f. 13.9. 1923, d. 16.8. 2000. Maki Guðrúnar er Ed- ward Kiernan læknir, f. 6.3. 1947. Börn þeirra eru Sigurður Hrafn verkfræðingur, f. 19.9. 1969. Maki hans er Hildur Njarðvík lögfræðingur, f. 15.11. 1969. Börn þeirra eru Pétur, f. 29.9. 1996, og Hilmar, f. 27.4. 2004; Sverrir Þór læknir, f. 1.6. 1971. Maki hans er Marisa Punzi líftæknifræðingur, f. 23.8. 1986; Guðmundur Birgir flugmaður, f. 26.3. 1979. Maki hans er Katrín Þrastardóttir, verkfræðingur, f. 25.3. 1980. Börn þeirra eru Þröstur Arnar, f. 24.7. 2006, og Edward Orri, f. 3.6. 2010. Guðný vann í Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins, Nýborg, fram að hjúskap er hún fór að sinna fjölskyldunni og uppeldi barna sinna. Eftir að börnin urðu stór fór hún að vinna í eld- húsi Kópavogshælis og síðar í vinnustofum hælisins þar sem hún aðstoðaði vistmenn við vefnað. Útför Guðnýjar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 18. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Jóni Óskari Guð- mundssyni frá Nýp, Skarðströnd, Dala- byggð, deildar- stjóra á Skattstofu Reykjavíkur, f. 18.2. 1929. For- eldrar hans voru Guðmundur Egg- ertson, bóndi á Nýp, f. 1.3. 1890, d. 18.10. 1942, og Sig- ríður Guðmunds- dóttir, f. 20.7. 1885, d. 12.11. 1963. Börn Guðnýjar og Jóns eru: 1) Sigríður, sjúkraliði og lyfjatæknir, f. 20.7. 1956. Maki hennar er Halldór Sigurþórsson bifreiðasmiður, f. 13.12. 1954. Börn þeirra eru Anna Sigríður hjúkrunarfræðingur, f. 15.10. 1978, maður hennar er Berg- sveinn Þórsson listfræðingur, f. 4.5. 1983. Börn þeirra eru Bjart- ur Elí, f. 20.4. 2007, Eldar Máni, f. 1.10. 2009, og Auður Embla Náttsól, f. 2.4. 2013. 2) Guð- mundur Birgir, f. 26.4. 1958, d. 9.9. 1975. 3) Jón Óskar raf- magnsiðnfræðingur, f. 1.7. 1961. Maki hans er Jóhanna Margrét Jóhannesdóttir tanntæknir, f. 29.10. 1962. Börn þeirra eru Berglind Þ. Björgvinsdóttir, f. Mamma bjó á Grettisgötu 20a, í húsi móðurbróður síns, Hjörleifs, ásamt fjölskyldu sinni. Ættin var stór og ættartengslin mikil, skyldmenni frá Auðsholti og Skálmholti gistu á Grettis- götunni þegar sækja þurfti til Reykjavíkur. Mamma ólst þar af leiðandi upp í húsi sem iðaði af lífi. Hjörleifur stundaði búskap í bakhúsunum á Grettisgötunni, hélt kindur, kýr og hesta fram á miðjan 6. áratug síðustu aldar. Þar sem amma ólst upp í Auðs- holti í Biskupstungum, hjá ömmu sinni og afa og fjölskyldu móðurbróður síns, voru tengslin við Auðsholt sterk og eyddi mamma ásamt móður sinni og systrum sumrunum í Auðsholti þar til hún byrjaði að vinna fyrir sér í Reykjavík, lengst af í Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins, Nýborg. Mamma stundaði skíði á veturna ásamt vinkonum sínum og gistu þær gjarnan í Skíðaskálanum. Hún vann þar eitt sinn til sigurs í svigkeppni. Mamma var söngelsk og söng við öll störf. Hún saumaði og prjónaði allt á sig og okkur börnin, þegar við voru lítil, ásamt dyggri aðstoð systur sinnar Kristínar. Seinna tók pabbi við prjónaskapnum, en hann sér enn um að skaffa ull- arleista og vettlingana. Honum kynntist hún í „Áfenginu,“ þeg- ar hann byrjaði að vinna í Ný- borg og það var ekki aftur snú- ið, hann hafði valið sér konu. En áður hafði hún eignast dótturina Guðrúnu Hallfríði með Bjarna Júlíussyni, vélstjóra. Svo pabbi fékk hana sem búbót. Amma dó 1955, stuttu eftir að mamma og pabbi kynntust, en hún hafði verið stoð og stytta mömmu og missirinn var mikill. Pabbi flutti inn og þau hófu sinn búskap á Grettisgötunni. Á með- an þau bjuggu á Grettisgötunni eignuðust þau Sigríði 1956 og Guðmund Birgi 1958. 1960 fluttu þau í nýbyggt raðhús í Kópa- voginum, Vallartröð 6. Þar fæddist Jón Óskar 1961. Mamma var elst sinna systra svo hún tók við stóra móðurhlut- verkinu er móðir hennar lést. Mamma var sívinnandi, þó ekki bæri alltaf mikið á því, en verkin voru unnin en oft svona eins og af sjálfu sér. En hún sá líka til þess að aðrir gerðu sitt, við börnin áttum að hjálpa til og við áttum að bera ábyrgð hvert á öðru, það var skylda okkar að sinna fjölskyldunni, það var skýrt tekið fram. Bróðir okkar, Guðmundur Birgir, lést í slysi 1975. Hafa mamma og pabbi borið þessa þungu sorg æ síðan. Mömmu var þetta áfall óyfirstíganlega erfitt og gat hún lengi vel ekki rætt um Guðmund eftir þetta áfall vegna sársauka er það olli henni. Eftir að börnin fóru að vaxa úr grasi, þá sótti mamma um starf á Kópavogshæli, starfaði þar fyrst í eldhúsinu og síðan á vinnustofunum þar sem hún að- stoðaði vistmenn í vefnaði. Mamma naut sumarsins, var mikill sólarunnandi. Hafði ánægju af því að eiga garð, þar sem hún atti pabba stöðugt í garðstörfin með sér. Hún var alltaf fín, fór aldrei út án þess að punta sig, hafði unun af fal- legum fötum og naut þess að fara í búðir. Elskaði skó og dúka. Mamma var ánægð með okk- ur börnin sín og það sem úr okkur varð, enda var hún góður uppalandi og mikið erum við þakklát fyrir að hafa átt hana sem móður. Guðrún Hallfríður, Sigríður og Jón Óskar. Meira: mbl.is/minningar Elskuleg tengdamóðir mín, Guðný Guðmundsdóttir, lést að kvöldi 4. júní eftir erfið og ströng veikindi síðustu árin á 89. aldursári. Aðdáunarvert var að fylgjast með æðruleysi því sem einkenndi hana í þessum veik- indum hennar og hve sterk hún raunverulega var fram að enda- lokum, þó fann ég að undir lokin var hún orðin örmagna og þráði hvíldina. Tengdafaðir minn hef- ur staðið eins og klettur við bak eiginkonu sinnar en þau hafa alltaf verið mjög samrýmd. Eiginkona mín Guðrún Hall- fríður var frumburður Guðnýjar, fædd 1949 og var Guðný ein- stæð móðir fyrstu árin eða þar til Jón Óskar Guðmundsson kom inn í líf þeirra 1955. Guðný bjó með móðir sinni Guðrúnu Guð- brandsdóttur, yngri systur Kristínu og fóstursystur Aldísi. Í þessu umhverfi ólst Guðrún eiginkona mín upp fyrstu ár ævi sinnar í mikilli hlýju og ást þess- ara fjögurra kvenna. Jón Óskar er ættaður úr Dalasýslu en hafði ungur flust með móður sinni til Reykjavíkur. Guðný og Jón Óskar eignuðust 3 börn, Sigríði, fædda 1956, Guðmund Birgi, fæddan 1958 og Jón Óskar, fæddan 1961. Jón Óskar gekk Guðrúnu í föðurstað og átti hún yndislega æsku í faðmi fjölskyldu sinnar. Rétt fyrir jólin 1968 kom ég síð- an inn í fjölskylduna og var strax vel tekið og varð hluti hennar og leið alla tíð vel í ná- vist þeirra hjóna. Fyrstu 6 árin bjuggum við hjónin á neðri hæð- inni á heimili þeirra hjóna í Kópavogi og vorum í fæði hjá þeim allan tíman. Við fengum mikla hjálp við uppeldi elstu drengjanna okkar og voru þeir mjög hændir að ömmu sinni og afa og verður þeim seint þakk- aður þeirra mikli stuðningur. Við vorum nýlega flutt í okk- ar fyrstu íbúð í Breiðholti þegar mikill harmur skók fjölskylduna, þegar eldri drengur þeirra hjóna, Guðmundur Birgir, þá 17 ára, lést af slysförum. Ótrúlegt var að fylgjast með þeim hjón- um hvernig þau fóru í gegnum þá sorg að missa barn sitt í blóma lífsins og ég veit að Guð- mundur Birgir hefur alltaf fylgt þeim í huganum síðan og mun Guðný nú hvíla hjá syni sínum til eilífðar. Jón og Guðný fluttu í haust í 3 herbergja íbúð við Fannborg í Kópavogi. Þar leið þeim vel enda gamla húsnæðið óhentugt, á 3 hæðum. Þau nutu þess þó stutt að dvelja þar sam- an og þó vitað væri að hverju stefndi var harmur fjölskyldunn- ar mikill þegar að leiðarlokum kom og er Guðnýjar sárt saknað af eiginmanni, börnum, mökum þeirra, barnabörnum og barna- barnabörnum. Nú þegar komið er að leið- arlokum kveð ég þessa sóma- konu sem alltaf fékk mig til að líða vel í návist sinni. Ég veit að tengdafaðir minn á mjög erfitt núna og munum við stórfjöl- skyldan kappkosta að styðja hann á þessum erfiðu tímamót- um. Edward Kiernan. Við fráfall elskulegrar tengdamóðurr minnar vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Minningar mínar úr Vallartröðinni eru mér ljúfar og margs að minnast eftir 27 ára samfylgd. Er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari fallegu og glæsilegu konu og var það umtalað hvað hún var smekkleg og glæsileg. Guðný hafði dálæti á fínum föt- um og hún elskaði fallega skó. Minnist ég þess að er ég keypti mér einhverjar flíkur, þá fór ég með þær til Guðnýjar og oftar en ekki þá sagði Guðný „Farðu í þetta og leyfðu mér að sjá“ og það skipti mig verulegu máli hvað henni fannst. Guðný var ötul við að varðrveita gamla hluti og bar hún mikla virðingu fyrir þeim. Einnig var henni mjög dýrmætt að hafa fjölskyld- una ætíð nálægt sér. Á sumrin voru gömlu hjónin iðin við að rækta garðinn sinn í Vallartröð- inni og þótti Guðnýju einstak- lega vænt um hann enda var hann mjög fallegur og oft var líf og fjör bæði innan dyra og utan þegar allir komu saman að grilla útí garði. Ikeaferðirnar voru ófáar og stelpunum fannst nú ekki leiðinlegt að borða með ömmu og afa í Ikea. Elsku Guðný mín, nú þegar ég kveð þig þá fyllist ég söknuði og jafnframt þakklæti fyrir að hafa kynnst þér. Hvíldu í friði, elsku Guðný mín. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir Hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. (Hulda Ólafsdóttir) Þín tengdadóttir, Jóhanna M. Jóhannesdóttir. Við fráfall ömmu langar okk- ur að segja nokkur minningar- orð um hana. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa. Okkur þótti svo æðislegt þegar við fórum alltaf í Ikea og borðuðum sænskar kjöt- bollur. Okkur fannst svo gaman þegar amma talaði um gömlu tímana þegar hún var ung. Amma var svo yndisleg í alla staði. Amma var alltaf svo sæt og fín. Við elskum þig og sökn- um þín elsku amma og mun minningin um þig lifa að eilífu. Hvíldu í friði elsku amma. Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningarnar lifa ævina á enda. (Hulda Ólafsdóttir) Kveðja, Birgitta Hrönn og Stefanía Björk. Guðný Guðmundsdóttir ✝ Kristín ÁrnýAlbertsdóttir fæddist 2. janúar 1941 í Hafnarfirði. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 6. júní 2014. Foreldrar hennar voru hjónin Albert Erlendsson, f. 8. maí 1896, á Ketil- völlum í Laugar- dal, Árnessýslu, d. 25. desember 1979, og María Ingibjörg Þórðardóttir, f. 28. nóvember 1894, á Kröggólfs- stöðum í Ölfusi, d. 3. janúar 1971. Systur Kristínar voru Margrét Albertsdóttir, f. 20. maí 1926, d. 19. október 2012, Ólafía Þórhildur Albertsdóttir, f. 9. maí 1930, Erla Albertsdóttir, f. 27. júlí 1932, d. 28. desember 1991, Ingveldur Sæmunda Alberts- dóttir, f. 11. maí 1943. Kristín bjó á Selvogsgötu 10 í Hafnarfirði, fyrst hjá foreldrum sín- um en síðan í um- sjón Ingu systur sinnar, alla sína ævi, eða þar til hún flutti á Hjúkrunarheim- ilið Sólvang fyrir sjö árum síð- an. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju, miðvikudaginn 18. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Stínu systur minnar sem nú er horfin til nýrra heim- kynna. Við Stína erum yngstar fimm systra og bjuggum með foreldrum okkar í gamla húsinu okkar á Selvogsgötunni, og bjuggum þar áfram eftir lát þeirra. Stína var einstaklega geðgóð og brosmild, þó svo að hún gengi ekki heil til skógar. Hún fæðist á þeim tímum þar sem fatlað fólk hafði litla mögu- leika í þjóðfélaginu, gekk ekki í skóla eða fékk að vinna á stöð- um sem voru við þess hæfi. Stína var þó svo heppin að pabbi átti nokkrar kindur uppi á Öldum og á sumrin fórum við með foreldrum okkar þangað í heyskap. Þar undi Stína sér vel við að fá að taka þátt í hey- skapnum og drekka kaffi undir fjárhúsveggnum á góðviðris- dögum. Seinna á ævinni vann hún svo dagpart í þvottahúsinu á Sólvangi og það fannst henni mjög gaman. Að fá útborgað fyrir vinnu sína og njóta sam- veru þeirra góðu kvenna sem þar unnu. Mínar bestu kveðjur og þakkir til þeirra sem þar unnu með Stínu. Framan af var Stína dugleg að fara í göngu- ferðir til systra sinna og sumra frændsystkina og fá kaffibolla og helst eitthvað sætt með, því hún var mikill sælkeri og þótti fátt betra en að fá nammi eða smákökur. Stína naut því lífsins á sinn einfalda hátt á meðan heilsan leyfði. Mér er minnis- stætt þegar hún hélt upp á sjö- tugsafmælið sitt. Það var haldið í salnum á Sólvangi. Þar var auðvitað boðið upp á alls konar kruðerí, en spenntust var Stína að bíða eftir að afmælissöng- urinn yrði sunginn, þá ljómaði hún og dagurinn var fullkom- inn. Það þurfti nefnilega ekki mikið til að gleðja hana bless- aða. Stína dvaldi sín síðustu ár á hjúkrunarheimilinu Sólvangi og naut þar frábærrar umönn- unar starfsfólks. Vil ég þakka þeim öllum innilega fyrir og bið þeim guðs blessunar. Stína mín, megir þú hvíla í guðs friði og þakka þér fyrir allt og allt. Þín systir, Ingveldur (Inga). Nú þegar Stína frænka hefur endað sitt æviskeið vil ég minn- ast góðrar frænku með miklum hlýhug. Stína var næstyngst fimm systra og er sú þriðja sem kveður þennan heim. Hún gekk ekki heil til skógar og fékk ekki þá skólagöngu sem eðlileg þætti í dag. Ég er viss um að hún hefði getað lært að lesa sér til gagns, ef aðstæður hefðu verið öðruvísi, því hún var stál- minnug á ýmsa hluti og mundi t.d. alla afmælisdaga stórfjöl- skyldunnar og geri aðrir betur. Stína var líka skemmtilega ákveðinn á sinn hátt, engin læti, en föst fyrir ef því var að skipta. Hún fékk sér stundum göngutúr á morgnana og ef dyrabjallan hringdi hjá okkur Ester snemma á sunnudags- morgnum, þá vissum við að þar var Stína á ferð. Þá þýddi ekk- ert að þykjast ekki heyra í bjöllunni. Hún vissi að við vor- um heima og beið þess að við opnuðum. Og þá sagði Stína „Var ég nokkuð að vekja ykk- ur“ og auðvitað sögðum við nei. Stínu fannst gott að fá kaffi og helst eitthvað sætt með, syk- urmoli var fínn, en súkkulaði eða smákaka enn þá betri. Svo hafði hún gaman af léttu spaugi og hló þá sínum hneggjandi hlátri og sagði svo „Nú ertu að djóka í mér“. Stína dvaldi sín síðustu ár á Sólvangi og verður aldrei fullþökkuð sú hlýja og umhyggja sem þar er viðhöfð gagnvart dvalargestum. Og það kunni Stína svo sannarlega að meta á sinn hógværa hátt. Ég kveð nú þessa góðu frænku mína og móðursystur og votta ég systrum hennar, þeim Ingu og Lóu, samúð mína. Albert Már og Ester. Elsku Stína, þú valdir fal- legan sólríkan dag til að kveðja okkur og lýsir það vel þeirri persónu sem þú hafðir að geyma, glaðleg, ljúf og skap- góð. Stína frænka, eins og ég kallaði hana alltaf, var móður- systir mín og bjó hún alla tíð á Selvogsgötu 10 í Hafnarfirði. Í fyrstu með foreldrum sínum og systrum og síðan, eftir lát for- eldra hennar, bjuggu hún og Inga systir hennar saman. Stína var einstaklega vandvirk, hún saumaði mikið út og prjón- aði einnig fallega sokka sem hún gaf frændum og frænkum allt var þetta vandlega gert hjá henni. Hún var einnig dugleg að ganga og fannst henni gam- an að heimsækja skyldfólk sitt í leiðinni og fá kaffisopa en Stínu fannst kaffisopinn góður og ekki fannst henni verra að fá eitthvað sætt með. Stína var einstaklega þakklát og þurfti lítið til að gleðja hana og aldrei fór hún frá manni án þess að þakka fyrir sig og þá ekki einu sinni heldur oft. Á seinni árum fékk Stína að vinna í þvottahús- inu á Sólvangi og gaf það henni mikið. Mér er minnisstætt þeg- ar henni var boðið að fara með, nokkur sumur, í vikuferð með vistmönnum Sólvangs til Hveragerðis. Það var gríðarleg tilhlökkun hjá henni í margar vikur áður en hún fór og svo talaði hún mikið um hvað gam- an hefði verið eftir að hún kom heim. Já, það þurfti ekki mikið til að gleðja hana Stínu. Stína dvaldi síðustu árin á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi þar sem vel var hugsað um hana. Stína mín, nú er komið að kveðjustund og veit ég að vel verður tekið á móti þér af for- eldrum þínum og systrum. Hvíl í friði. María Gunnarsdóttir (Maja frænka). Elsku Stína. Mér finnst svo skrítið að þú sért farin. Nú get ég ekki lengur heimsótt þig á Sólvang. Þegar ég heimsótti þig grínuðumst við og hlógum sam- an. Stundum púslaði ég líka með þér. Við áttum það sameig- inlegt að vera með fötlun. Við vorum líka með eins húmor. Þetta eru bestu minningarnar sem ég veit um. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín frænka, Hildur Ýr. Kristín Árný Albertsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.