Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 Það er ekki lítið skarð höggvið í hóp okkar „HÚNN- ANNA“ í Sund- lauginni í Laugardalnum, þegar sá ágæti félagi Axel Henry Ben- der hefur kvatt og flutt yfir á annað tilverusvið. Hætt er við að ýmsar tímasetningar raskist nú eða fari forgörðum þegar tíma- vörðurinn hefur horfið svo óvænt og snöggt. Þá er ekki síður hætt við að þyngdarlögmálið drepist á dreif um sinn með ófyrirsjáan- legum afleiðingum þar til tekst að koma skikk á þau lögmál að nýju. Það var ánægjulegt og gott að kynnast þessum vandaða og um margt sérstaka manni sem Axel var. Skemmtilegt að kalsa við hann á léttum nótum um pólitík og kirkjuleg málefni. Þó að stundum væri skoðanamunur breytti það engu í dagfari manna, en dýpkaði og styrkti umræðuna á jákvæðan hátt. Það var ekki meiningin að hafa þessi kveðjuorð mörg, enda Axel manna ólíklegastur til að vilja það. Fyrst og fremst vildi ég minnast góðs og menningarlegs Axel Henry Bender ✝ Axel HenryBender fæddist 3. ágúst 1938 í Reykjavík. Hann lést 1. júní 2014. Út- för Axels Henrys var gerð 10. júní 2014. sundfélaga og votta hans mætu konu, Vigdísi Baldurs- dóttur, og fjöl- skyldu djúpa samúð mína. Með einlægri virðingu og samúð. Snær Karlsson. Elsku afi, það tók okkur dágóða stund að raða saman hugsunum okkar til að koma þeim saman í þessa minningar- grein til þín. Ekki er laust við að það sé hálf-óraunverulegt að þú sért farinn á annan stað og að við fáum ekki að njóta þinnar nærveru lengur. Skrítið er að hugsa til næstu stórhátíðar án þess að sjá þig með svuntuna að skera niður stórsteikina fyrir fjölskylduna eða sýna okkur blómin og trén í garðinum þegar við komum í heimsókn. Margar yndislegar minningar og stundir hefur þú gefið okkur og hefðum við svo gjarnan viljað að þær yrðu fleiri. Þín verður sárt sakn- að. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Sigrún Bender, Axel Bender og Arnar Bender. Sverrir Frank Kristinsson ✝ Sverrir FrankKristinsson fæddist 11. maí 1943 í Reykjavík. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu á Spáni 5. maí 2014. Sverrir var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 23. maí 2014. Sverrir minn. Það var gaman að vinna með þér á Sendibíla- stöðinni og rabba við þig. Þú varst alltaf svo hress og kátur og sagð- ir mér marga brand- ara. Ég sendi ættingj- um og vinum innilegar samúðarkveðjur. Guð geymi þig. Stefán Konráðs- son sendill. Mikið skelfing er lífið skrýtið núna, ekki grunaði okkur það að samveru- stundir okkar væru taldar þegar við kvöddum þig síðast, að Guð- björg fengi það erfiða hlutskipti í lífinu að ala dætur ykkar upp án þín, en þetta er víst allt orðið stað- reynd. Margs er að minnast, og al- veg óhætt að segja að allar þessar samverustundir hafa verið góðar, bæði á gleðistundum þegar oft var dregið fram spil að þínu frum- kvæði, og eins er fjölskyldan gekk í gegnum dimman dal t.d. við kveðjustundir Benna afa og ömmu Dúnu á síðastliðnu ári, og í veik- Jón Hákon Ágústsson ✝ Jón HákonÁgústsson fæddist 10. sept- ember 1975. Hann lést 15. maí 2014. Útför Jóns Há- konar fór fram 29. maí 2014. indaáföllum í fjöl- skyldunni, þá stóðum við ávallt þétt saman og þá var það oft þitt hlutskipti að koma sem rödd skynsem- innar og fara yfir staðreyndir málsins, og nú vantar okkur þig svo sárt sem varst allt í öllu við svona skipulag eins og það sem nú fer í hönd. En það er víst ekki í boði og allir verða að læra að dröslast áfram lífsins braut og fyrstu skrefin eru þung. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur, elsku Nonni okkar, til að hjálpa Guðbjörgu og dætr- um ykkar áfram og fylgja þeim eftir þar til þær verða farnar að vera léttstígar á ný. Ég veit þið eigið yndislega vini sem munu standa eins og klettar með okkur í gegnum þetta allt saman. Guð blessi minningu þína. Guðbjörg og Benedikt. Horfinn er á braut einn einlægasti jafn- aðarmaður hér á landi, Guðgeir Hall- ur, eða Hallur eins og hann var jafnan nefndur í dag- legu tali. Við munum ekki framar njóta mikillar nærveru hans á bæjarmálafundum, stjórnarfund- um eða í daglegu amstri stjórn- málanna og verklegra fram- kvæmda. Þar er skarð fyrir skildi. Hallur gegndi ýmsum störfum fyrir jafnaðarmenn á Akureyri og í Norðausturkjördæmi. Hallur kom strax til starfa í Samfylking- unni á Akureyri eftir stofnun fé- lagsins 2001. Hann átti uppruna í gamla Alþýðubandalaginu, en frjálslyndar stjórnmálaskoðanir hans, svo og að hann var einlæg- ur Evrópusinni, gerði það að verkum að Samfylkingin fékk notið krafta hans en ekki aðrir flokkar með svipaðan uppruna á þessum tíma. Hann var lengi gjaldkeri Samfylkingarinnar á Akureyri og það var reyndar óhugsandi að hann hætti því nokkru sinni, öruggur og sam- viskusamur og aldrei fjármála- vandræði eins og gjarnan fylgja pólitísku starfi. Hallur var kjör- inn formaður Kjördæmisráðs flokksins í NA-kjördæmi og Guðgeir Hallur Heimisson ✝ Guðgeir HallurHeimisson fæddist 26. sept- ember 1956. Hann lést 1. júní 2014. Út- för Halls var gerð 12. júní 2014. gegndi því starfi í tvö ár. Á aðalfundi Sam- fylkingarinnar á Ak- ureyri vorið 2013 var Hallur einróma kjörinn formaður fé- lagsins og gegndi því starfi þar til hann varð að láta af því embætti skömmu eftir ára- mótin þegar veik- indin gerðu honum ókleift að halda áfram starfinu. Við félagar í Samfylkingunni á Akureyri minnumst Halls með virðingu og söknuði. Alltaf var hann tilbúinn til verka, hvort sem það var að starfa í stjórnum, nefndum eða bjarga vandræðum í Lárusarhúsi. Hallur hafði sterka nærveru á fundum, lét sig varða alla málaflokka og tjáði sig gjarn- an um flest sem kom til umræðu. Laugardagsfundir í Lárusarhúsi verða ekki samir að Halli gengn- um. Við sem unnum með Halli minnumst hans með virðingu og söknuði og þökkum honum allar samverustundirnar og öll misvin- sælu verkin sem hann vann af ákafa og ánægju, auk þess að láta sér allt varða er sneri að vellíðan félaganna. Hann vildi að starf jafnaðarmanna á Akureyri væri öflugt og réttlátt. Félagar í Sam- fylkingunni á Akureyri senda fjölskyldu Halls samúðarkveðjur og þakka henni alla þá þolinmæði sem þurfti til þegar fjölskyldufað- irinn var fórnfús jafnaðarmaður. Það var gæfa fyrir jafnaðar- menn á Akureyri að fá að njóta krafta Halls Heimissonar. Fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar á Akureyri, Jóhann Jónsson. Fyrir rúmu ári fengum við vin- irnir háleita hugmynd um að sigla hringinn í kringum Ísland og spila í hverri höfn. Fyrir ári varð hugmyndin að veruleika, þrátt fyrir að fæstir sem að henni kæmu tryðu að hún yrði að veru- leika. Það var ekki fyrr en fréttir bárust um að hópur fólks ætlaði að sigla með okkur eða skutla okkur í hverja höfn. Þetta var hin raunverulega Áhöfn á Húna. Karlar og konur sem fylgdu skipi sínu í blíðu og stríðu í gegnum lífsins ólgusjó, sama hvað gekk upp og hvað gekk niður. Fólk með reynslu sem hafði ekki aðeins það hlutverk að passa upp á fallega skipið sitt heldur einnig passa upp á okkur, rokkarapopparana að sunnan og vestan sem fæst höfðum stigið ölduna af einhverju viti. Hallur var einn þeirra sem tóku á móti okkur og gerði lífið um borð, sem stundum gat ein- kennst af magapínu og svima, bærilegt. Í raun er bærilegt ekki rétta lýsingarorðið því að þrátt fyrir sjóveiki var lífið um borð fullt af fegurð og gleði. Það var ekki bara fegurð báts, lands og fjalla að þakka heldur fyrst og fremst fólkinu, Halli, og öllum þeim sem komu að þessu ævin- týri. Ævintýri sem var ekki auð- velt því verkin voru ófá og krefj- andi að inna að hendi um borð í veltandi eikarbát. Hallur var allt- af fyrstur að taka til hendinni, al- veg sama hvað það var sem þurfti að leysa, og hafði maður það á til- finningunni að orka hans væri óbilandi. Hann hentist upp og nið- ur með trommusett, bassabox, hengdi upp skjólveggi, tengdi raf- magn og sinnti þeim verkum sem þurfti hverju sinni. Það var ekki til neitt sem hét vandamál. Á meðan á tónleikum stóð fundum við sterkt fyrir nærveru hans, annaðhvort frá bryggju eða brú, eins og hann hafi stöðugt verið að senda okkur orku í gegnum loftið sem við önduðum að okkur. Minn- ing Halls er sterk og orkan hans svífur ennþá yfir vötnum. Við minnumst vinar okkar með sökn- uði og hlýhug og fyrst og fremst þakklæti fyrir þá væntumþykju og traust sem hann sýndi okkur frá fyrsta degi. Við sendum fjölskyldu hans og aðstandendum samhug og vænt- umþykju. Áhöfnin á Húna (rokkpoppút- gáfan), Örn Elías Guðmundsson (Mugison), Jónas Sigurðsson, Ómar Guðjónsson, Lára Rún- arsdóttir, Arnar Þór Gíslason, Guðni Finnsson, Garðar Þór Eiðsson, Janus Bragi Jakobs- son og Jón Þór Þorleifsson ásamt fjölskyldum okkar. HINSTA KVEÐJA Hallur minn. Í stórsjó við stefnið, stóðst sem stytta. Í ólgunnar basli í brúnni þú varst. Nú þín síðasta sjóferð á enda er komin, Þú kvaddir að kvöldi sjómannadags. (I.K.S.) Þakka þér fyrir sam- fylgdina Hallur minn. Ég á eftir að sakna þín. Innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldunnar í Byggðaveginum. Ingi Karl Sigríðarson. Þegar ég minnist frænku minnar, Valdísar Halldórs- dóttur frá Sævar- enda í Fáskrúðs- firði, er rétt að geta þess að móðir hennar, Guðný Þorsteinsdóttir, og afi minn, Þorsteinn Þorsteins- son Mýrmann, voru bræðrabörn. Afi var sonur Þorsteins eldri og Guðný var dóttir Þorsteins yngri en þeir voru synir Þorsteins Þor- steinssonar, bónda á Sléttaleiti og síðar Viðborði á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, sem var fæddur 9. júlí 1815 og lést 2. sept- ember 1861. Samkvæmt manntali 1. desem- ber 1940 var Valdís þá dvalar- gestur á heimili foreldra minna á Eskifirði og mun því sennilega hafa verið þar þegar ég fæddist, 22. nóvember sama ár. Einnig var hún gestur á heimili okkar þar yfir jól um miðja öldina. Skömmu síðar gaf hún mér frí- Valdís Halldórsdóttir ✝ Valdís Hall-dórsdóttir fæddist 6. apríl 1928. Hún lést 27. maí 2014. Útför Valdísar var gerð 4. júní 2014. merkjasafn sitt, sem var allmyndar- legt og vel frágeng- ið. Valdís og móðir mín, Anna Sigurðardóttir, voru góðar vinkonur og sýndi Valdís fjöl- skyldu okkar ávallt mikla ræktarsemi, en þess má geta að hún og foreldrar hennar bjuggu í sama húsi og við á Hjarðarhaga í Reykjavík um árabil. Hún mætti bæði í fimm- tugs- og sextugsafmæli mitt en þegar ég varð sjötugur gat hún ekki komið vegna heilsubrests. Sumarið 1955 var ég í brúar- vinnu í Fáskrúðsfirði og bjó í tjaldbúðum skammt frá Sævar- enda. Voru þá settar brýr á Dalsá og Sævarendaá. Á uppvaxtarár- um Valdísar munu þær hafa verið óbrúaðar og sýnir það hvernig samgöngum var háttað þar á þessum árum. Ég votta aðstandendum Val- dísar samúð mína. Með henni er gengin mikil heiðurskona sem lét alls staðar gott af sér leiða. Megi hún hvíla í friði. Þorsteinn Skúlason. Elsku afi. Það liggur við að ég segi mikið var, en ég geri það ekki. Það eru ekki allir sem ná því að vera hressir og kátir eftir 96 ár eins og þú. Það er nú reyndar ekki hægt að segja að þú hafir verið hress síðustu dagana en mikið er ég fegin að það voru ekki nema nokkrir dag- ar. Af mörgu er að taka eftir svo langa ævi og það fyrsta sem kom upp í hugann er brauð með jóla- köku ofan á, kaffi með ykkur ömmu og fleira fólki við eldhús- borðið á Breiðavaði, hænsnakof- inn, fjárhúsin, fjósið, hesthúsin og bridds. Gleymi því sennilega seint þegar kýrnar með hornin komu í Breiðavað. Ætli það hafi ekki verið í fyrsta sinn sem ég sá, með berum augum, kýr með horn. Þú baðst okkur, skjáturnar þínar, að varast þær og þó sér- staklega þegar önnur þeirra bar úti. Þá var kálfurinn settur í moksturstækin á traktornum og keyrður heim. Kýrin elti að sjálf- sögðu en þér leist ekki á að hafa okkur nálægt henni. Mér fundust þetta óþarfa áhyggjur hjá þér og þóttist óhrædd en hélt mig í fjar- lægð. Stundum fékk ég að fara með þér í Egilsstaði þegar þú fórst með egg. Sérstaklega minnisstæð er ein ferð þegar við fórum með egg í Valaskjálf. Þú sagðir mér að bíða í bílnum á meðan þú færir inn og mér fannst ég bíða í heila eilífð. Einn- ig man ég eftir atviki þar sem ég átti að fara með skilaboð til Jóa Gísla upp í fjós en ég mátti ekki láta ömmu heyra þau. Það fannst mér ekki rétt en þú vildir ekki valda henni áhyggjum. Ég fór Jóhann Magnússon ✝ Jóhann Magn-ússon fæddist 8. apríl 1918. Hann lést 2. júní. Útför Jóhanns fór fram 7. júní 2014. aftur upp í fjós og reyndi að hvísla að Jóa Gísla, þar sem hann og amma stóðu í mjaltabásn- um við mjaltir. Að sjálfsögðu fannst ömmu þetta eitt- hvað skrítið og fékk að heyra um hvað málið snerist. Ósjaldan komu gestir til ykkar ömmu og þá var oft tekið í spil. Bridds var oftar en ekki spilað og lætin þegar þið karlarnir skelltuð spilunum í borðið voru ótrúleg. Merkilegt að þið hafið ekki verið aumir í hnúunum eftir svona kvöld. Það var létt yfir þér síðustu ár- in og eitthvað segir mér að hún Jóna eigi þar hlut að máli enda varstu heppinn að eiga hana að. Þú varst stundum óþarflega hreinskilinn og gast hlegið mikið að sjálfum þér og því sem þú lést út úr þér stundum, enda ekki hægt annað. Þú sýndir barna- barnabörnunum mikinn áhuga og talaðir oft um að þau ættu að stunda íþróttir, þau hefðu jú erft íþróttagenin frá þér. Þótt þú hafir oftar en einu sinni haft á orði síðustu árin að þú værir tilbúinn að kveðja þetta líf og að þú hafir ekki átt von á því að lifa svona lengi þá leið þér vel, enda hugsuðu hjúkrunarkonurn- ar vel um þig. Þú kunnir svo sannarlega að heilla hjúkrunar- konurnar, alveg sama á hvaða aldri þær voru, og hef ég oft feng- ið að heyra hvað hann Jói gamli á Breiðavaði sé skemmtilegur. Þinn tími var kominn og ég veit að amma tekur vel á móti þér og hefur eflaust verið farin að bíða eftir þér. Ég efast ekki um að þið eigið eftir að fylgjast vel með okkur og senda okkur góða strauma þegar á þarf að halda. Takk fyrir allt, elsku afi. Guð blessi þig og varðveiti. Hrönn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.