Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 26

Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 Um leið og ég finn lykt af nýslegnu grasi fer mig að langa ágolfvöllinn. Ég á von á dætrum mínum þremur og mínufólki hingað heim í kaffi í tilefni dagsins en vonandi kemst ég á æfingasvæðið á Hvaleyrarholtinu síðdegis,“ segir Guðmundur Blöndal gullsmiður sem er sextugur í dag. Guðmundur er Reykjavíkurbarn. Á menntaskólaárunum hóf hann störf í Herradeild P&Ó. Hann keypti verslunina 1987, gerðist kaup- maður og vann þar til verslunin lagðist af árið 1991. „Þetta var skemmtilegur tími. Í búðinni kynntist maður fjölda fólks sem maður er að rekast á enn í dag,“ segir Guðmundur sem réð sig til starfa hjá flugfélaginu Atlanta þegar verslunarrekstrinum sleppti. Fór um veröld víða og var staddur í Epyptalandi árið 1993 þegar hann varð fyrir líkamsárás. Hann lamaðist á báðum fótum, fór í gegnum að- gerðir og langa spítalalegu. Með mikilli elju hefur honum tekist að berjast í gegnum lífið og unnið mikla sigra. „Golfið gerði mér gott. Ég á kennurunum mínum, þeim Arnari Má Ólafssyni og Magnúsi Birgissyni, mikið að þakka,“ segir Guð- mundur sem hóf gullsmíðanám 2005 og hefur nú lokið meistaraprófi í sínum fagi. Hann segist þannig í raun hafa skapað sér nýja framtíð og möguleika, enda sé lífið stútfullt af tækifærum. sbs@mbl.is Guðmundur Blöndal er 60 ára í dag Morgunblaðið/Golli List Hefur skapað nýja framtíð og möguleika, enda er lífið stútfullt af tækifærum, segir Guðmundur Blöndal sem á merkisafmæli í dag. Meistaragullið og Herradeild P&Ó Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ása Lind Aradóttir, 9 ára, og Alexandra Kolbrún Gísladóttir, 10 ára, voru með tom- bólu á Svalbarðseyri. Þær söfnuðu 5.350 kr. og færðu Rauða krossinum ágóðann. Hlutavelta Ólafsvík Daníel Berg fæddist 29. september kl. 9.26. Hann vó 3.335 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Berglind Long og Gunnar Berg- mann Traustason. Nýir borgarar Reykjavík Emil Nói fæddist 9. sept- ember. Hann vó 1.415 g og var 41 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Sig- ríður Pétursdóttir og Hjalti Þór Hall- dórsson. T inna Þórdís Gunnlaugs- dóttir er fædd í Reykjavík 18.6. 1954, yngst fjögurra systkina. Þau voru fædd á sex árum svo það var oft líflegt á bernskuheimilinu. Systurnar Snæ- dís og Tinna voru nánar í uppvext- inum og léku sér mikið saman allt þar til Snædís byrjaði í gagnfræða- skóla, þá skildu leiðir að nokkru. „Við áttum forláta safn af dúkku- lísum sem við höfðum teiknað og litað sjálfar, allt miklir karakterar með sterk persónueinkenni. Þetta var fjársjóður sem við skemmtum okkur mikið yfir og deildum með fleiri vinkonum. En einn daginn til- kynnti Snædís mér að nú væri þessum leik lokið. Hún væri að byrja í gagnfræðaskóla og gæti ekki lengur leikið sér við smábörn og hún lét ekki sitja við orðin tóm, heldur afhenti mér formlega allt dúkkulísusafnið.“ Lagði upp í ævintýraför Tinna ólst upp í Vesturbænum og gekk í Melaskóla og Hagaskóla og fór síðan í MR. Hún var stúdent aðeins 18 ára og ákvað að taka þetta aukaár sem hún átti inni í að skoða heiminn áður en nokkrar ákvarðanir yrðu teknar um frekara nám eða framtíðarplön. Hún vann sér inn farareyri í fiskverkun og sem kokkur á báti og lagði svo upp í mikla ævintýraför ein síns liðs með bakpoka á bakinu og tók stefnuna á Suður-Evrópu. „Þetta var frábær tími, ég þvældist aðallega um grísku eyjarnar, stundum ein en oftast með skemmtilegum ferðafélögum sem ég hitti á leiðinni. Á tímabili var ég komin hálfa leiðina til Indlands í hipparútu en ákvað þegar ég var komin til Afganistans að þetta væri orðið gott og sneri heim á leið.“ Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri – 60 ára Fjölskyldan Efri röð f.v.: Esther Talía Casey, Ólafur Egill, Gunnlaugur, Gunnur Von Matern. Neðri röð f. v. Ragn- heiður Eyja, Tinna Vigdís, Egill með Egil yngri, Tinna og Ellen. Leiklistartaug í ættinni Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þrjár kynslóðir leikkvenna af sömu ætt Tinna Hrafnsdóttir, Tinna Gunn- laugsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir. Garðsláttur. Hafðu samband, þetta gæti verið ódýrara en að kaupa sér nýja sláttuvél. FÁÐU GARÐSLÁTTINN Í ÁSKRIFT Í SUMAR. Til fjölda ára hefur Garðlist þjónustað viðskiptavini sína með garðslátt í formi áskriftar. Við bjóðum upp á fjölmargar lausnir sem miða af viðhaldsþörf hverrar lóðar. TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 24 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.