Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Lífið er eins og dans á rósum hjá þér
og þér finnst þú svífa um í draumi. Vinalegt
viðmót og hófstilltur talsmáti falla viðkom-
andi manneskju einmitt í geð.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú lætur gamminn geisa, ferð í stutt
ferðalög, verslar, kaupir og selur og lætur
móðan mása við nágranna og systkini. Not-
aðu tæknina til að afla þér upplýsinga og
svala forvitninni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vinátta þarfnast kannski meiri fyr-
irhafnar en þú ert til í að leggja á þig. Var-
astu að senda öðrum misvísandi skilaboð.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú kýst að lifa í sátt og samlyndi við
aðra vegna vinsælda sem af því hljótast.
Eitthvað mun þó koma þér á óvart. Gefðu
þér tíma til að bæta úr áður en lengra er
haldið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur lagt hart að þér og ert þreytt/
ur og vilt helst að aðrir taki við ábyrgðinni.
Bjóddu þeim sem þú hefur augastað á út.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Segðu það sem þú meinar því mein-
ingin skín hvort eð er í gegn. En vertu viðbú-
in/n því sem skoðunin leiðir í ljós.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er næstum ómögulegt að hafa yf-
irsýn yfir alla atburði dagins ef þú hugsar of
mikið. Farðu því að öllu með gát.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ertu að leita að felustað? Það er
merki um að þú þurfir að horfast í augu við
eitthvað. Haltu ótrauð/ur áfram á sömu
braut.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þegar allt kemur til alls er það
vináttan sem skiptir mestu máli. Hristu af
þér slenið og vertu iðin/n og jákvæð/ur. Ein-
beittu þér að því að gera það sem þú gerir
best.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það fer ekki vel á því að blanda
saman málum heimilisins og vinnustaðarins.
Hvít lygi er saklaus lygi ekki satt? Þú vildir
allavega vel!
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hafðu í huga að aukin ábyrgð
tengd börnum er líkleg á komandi misserum.
Með það í huga tekurðu skynsamlegri
ákvarðanir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það eru ýmsar nýjungar að banka
upp á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna
þeim öllum í einu. Haltu þig við það sem þú
veist og hugsaðu frekar meira um sjálfa/n
þig.
Fyrir helgi setti Ármann Þor-grímsson athugasemd á Leir-
inn: „Þetta hefur gerst áður“ og
bætti við:
Oft þó sæki á önnur mið
eftir fylgis slaka
alltaf kemur íhaldið
aftur heim til baka.
Svo að Ólafur Stefánsson gat
ekki orða bundist:
Þó að löngum standi styrr
um stórsannleik og lygi
Íhaldið er enn sem fyrr
okkar helsta vígi.
Hilmar Jóhannesson Sauðár-
króki orti:
Í mjúkum faðmi Framsóknar
finn ég skjól hjá vinum.
Þúsund litlir Þórólfar
þjóna okkur hinum.
Það er grafið í Leirinn að
Landsmót hagyrðinga verði á Hót-
el Heklu 20. september. Hótelið
var reist á Skeiðum/Brjánsstöðum
fyrir allmörgum árum, Það
kveikti neistann í Skírni Garðars-
syni:
Heklu að klífa hugnast mér,
á hátind stefni brattur
því klifurgarpur karlinn er,
kloflangur og fattur.
Ólafur Stefánsson hlakkar til
Landsmótsins:
Til Brjánsstaða ég flýti för,
hvar frægir smiðir þinga.
Sorgum firrtur sest við skör
súper-hagyrðinga.
Ingi Heiðmar Jónsson rifjaði
upp, að í nýju bókinni Íslenskar
úrvalsstökur sé hestavísa eftir
Stefán Vagnsson, sem Jói í Stapa
lærði af föður sínum:
Þykir heldur harðsnúinn
– hræðist keldu ei neina.
Þegar kveldar klárinn minn
kveikir eld við steina.
Hér kemur síðan önnur vísa all-
skyld, en höfundarlaus:
Ó, ég held að efli frið
og eyði hrelldra meinum
þegar á kveldin klárgreyið
kveikir eld á steinum.
Magnús Ólafsson skrifar afsök-
unarbeiðni á Leirinn: „ort þegar
ég gleymdi að mæta í klippingu en
fékk tíma daginn eftir“:
Í ellimörkin er að glitta,
ekkert þessu breyta fær
Enda gleymdi ég að hitta
yndisfagra konu í gær.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Um pólitík, landsmót
hagyrðinga og fleira gott
Í klípu
„BÁRÐUR VAR HRIFNASTUR AF
HAMINGJUSÖMUM HÆNUM. NEMA ÞEIM
SEM VORU FLJÓTAR Í FÖRUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ER TÉKKI FYRIR LEIGUNNI MINNI.
GETURÐU EKKI LÁTIÐ HANN FARA NOKKRA
HRINGI Í KRINGUM HNÖTTINN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að koma niður og sjá
að morgunmaturinn er
tilbúinn.
ÞEGAR ÉG VAR UNG BAÐ
ÉG ÞIG UM AÐ SENDA MÉR
EIGINMANN ...
... ÞÚ GERÐIR
ÞAÐ OG ÉG ER
ÞAKKLÁT!
EN ER OF SEINT AÐ BIÐJA NÚNA
UM LEIÐARVÍSI MEÐ HONUM?
NÚ ER KOMINN TÍMI TIL
AÐ BYRJA Á EINHVERJU.
NÚ ER KOMINN TÍMI
TIL AÐ HÆTTA AÐ ...Víkverji telur sig að mörgu leytiafar þjóðlegan einstakling og er
almennt mjög stoltur af landi sínu og
þjóð. Þó að sumir virðist iðulega
telja slíkt hina mestu frágangssök
og gangi jafnvel svo langt að tengja
það við einhverjar annarlega hvatir.
Víkverji vísar slíku að sjálfsögðu al-
farið á bug. Það er ekkert að þjóð-
legum hugsunarhætti á meðan hann
er heilbrigður og fer ekki út í neinar
öfgar. Bara eins og í öðru.
x x x
Hvers vegna ætti enda að veraeitthvað að því að vera stoltur
og ánægður? Er eitthvað ljótt við
það þegar foreldri er stolt af barninu
sínu sem kemur heim úr skólanum
með góðar einkunnir? Eða þegar
barnið stendur sig vel á íþróttamóti
og fær jafnvel verðlaun? Er þar með
eitthvað tekið frá öðrum? Víkverji
getur ekki með nokkru móti séð að
það geti staðist.
Eins stendur nú yfir heimsmeist-
aramótið í knattspyrnu eins og varla
hefur farið framhjá nokkrum manni.
Þar eru einmitt háðar viðureignir á
þjóðlegum forsendum. Þjóðir halda
allajafna með sínum liðum, eru
væntanlega sæmilega stoltar af
þeim og eru ekkert að taka neitt frá
neinum með því að gera það. Menn
skreyta sig í fánalitum heimalands-
ins og fagna þegar liðinu gengur vel
en syrgja þegar svo er ekki.
x x x
En eins og áður segir getur allt far-ið út í öfgar. Líkt og þegar farið
er að líta niður á aðrar þjóðir á for-
sendum eigin ágætis. Raunverulegs
eða ímyndaðs. En það er hins vegar
ekki heilbrigður þjóðlegur hugsun-
arháttur að mati Víkverja. Það er
ekkert að því að vera þjóðlegur og
vera stoltur af sér af sínum á meðan
það bitnar ekki á öðrum.
Þá er komið út í þjóðrembu sem
getur vart talist til eftirbreytni. Þeg-
ar fólk getur ekki látið sér nægja þá
heilbrigðu afstöðu að vera stolt og
ánægt yfir sínu heldur finnur hjá sér
þörf fyrir að misnota það til þess að
níðast með einhverjum hætti á öðr-
um. En þá erum við líka komin út í
allt aðra hluti. Líkt og í öðru ber að
forðast öfgar í þessu en um leið
brennimerkja það ekki sem öfgar
sem ekki á það skilið. víkverji@mbl.is
Víkverji
Munnur minn er fullur lofgjörðar um
þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag-
inn. (Sálmarnir 71:8)