Morgunblaðið - 18.06.2014, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Ég er úti að mála húsið mitt,“ segir
tónlistarkonan Hafdís Huld þegar
blaðamaður slær á þráðinn til að
ræða við hana um nýútkomna breið-
skífu hennar, Home. Platan átti að
koma út fyrir einu og hálfu ári, að
sögn Hafdísar. „En svo eignaðist ég
barn, eins og stundum gerist. Lífið
hefur annað plan en plötufyrirtækið
þannig að ég frestaði útgáfunni um
eitt og hálft ár og var heima með
dóttur mína. Hún var svolítið óvær
og það var ekki mikil stemning fyrir
tónleikaferðalagi,“ segir Hafdís, létt
í lund að vanda. Platan kom út í
Bandaríkjunum og Kanada í apríl sl.
og Evrópu 5. maí og er gefin út af
Reveal Records í Evrópu og OK
Good í Ameríku. Hafdís segir plöt-
una meira í anda þjóðlagatónlistar
en fyrri plötur hennar sem hafi verið
poppaðri. „Hún er að fá mjög fína
dreifingu og ég er ofsalega ham-
ingjusöm með það, sérstaklega í ljósi
þess hvað var löng bið eftir plöt-
unni.“
Spurð að því hvort þessari miklu
dreifingu fylgi ekki mikið tónleika-
hald segir Hafdís svo vera. Hún sé
nýkomin heim úr tónleikaferðalagi
um England með Boo Hewerdine
sem sé einnig á mála hjá Reveal Re-
cords. „Hann er þekktur innan
þessa þjóðlagageira, hefur samið
mikið fyrir sjálfan sig og aðra og við
spiluðum í menningarhúsum og
gömlum leikhúsum í maí,“ segir
Hafdís. Nú sé hún komin í örlítið frí
og farin að mála húsið sitt, þöku-
leggja garðinn sinn og skipuleggja
tónleikaferð um Ísland í júlí. Hafdís
heldur útgáfutónleika í kaffihúsinu
Álafossi í Kvosinni í Mosfellsbæ
fimmtudaginn 3. júlí.
Tónleika- og skoðunarferð
„Maðurinn minn, Alisdair Wright,
er útlendingur og ég fékk þá góðu
hugmynd að rúnta með honum um
landið og sýna honum það og halda
tónleika í leiðinni,“ segir Hafdís kím-
in. Þau Alisdair hafi gert plötuna
saman, enginn annar hafi komið að
gerð hennar fyrir utan hljóðblöndun.
„Þetta er mikið „beint frá bónda“
stemning. Við gerðum hana alveg
frá grunni á þeim tíma þegar við
vorum heima með lítið barn þannig
að við gerðum þetta alveg eftir eigin
höfði. Við vorum að tala um það um
daginn að það hefur einhvern veginn
aðra merkingu þegar plata sem þú
gerðir algjörlega sjálfur fær flotta
dóma því þetta er svo persónulegt
verkefni,“ segir Hafdís og á þar við
erlenda dóma. „Hún er búin að fá
fjórar og fjórar og hálfa stjörnu
hingað til þannig að ég er voða ham-
ingjusöm með það, sérstaklega af
því ég leyfði plötufyrirtækinu ekki
að hlusta á plötuna fyrr en hún var
tilbúin. Ef maður leyfir öllum að fara
að tjá sig hafa allir skoðun á því
hvernig platan eigi að vera. Það get-
ur verið varasamt því þá verður
þetta ekki platan sem einhver einn
hafði í huga heldur málamiðlun.
Þannig að mér fannst ég orðin það
fullorðin að ég gæti tekið þetta á
þrjóskunni og sagt „ég ætla að gera
þetta svona“. Vonandi fílar fólk það
og þess vegna þykir mér svo vænt
um móttökurnar sem platan er að
fá.“
Mótvægi
– Tónlistin á plötunni er létt og
falleg, á heildina litið en textarnir
eru þó ekki allir um blóm og ham-
ingju...
„Nei, enda væri það nú kannski
svolítið einsleitt. Til þess að þetta
fallega sé fallegt og hafi meiri þýð-
ingu skiptir máli að það sé eitthvað
mótvægi, að þú hafir eitthvað til að
bera það saman við. Og ég held að
það sé enginn alltaf í góðu skapi,“
svarar Hafdís sem virðist þó alltaf
vera í góðu skapi.
– Það virðast vera býsna drunga-
legar sögur á bakvið suma textana,
t.d. við lagið „Wolf“.
Hafdís hlær. „Það er eina lagið
sem ég hef ekki sagt söguna sem býr
að baki. Ég hef sagt fólki að það
verði að hlusta og búa sér til sína
eigin sögu. Þetta er byggt á sann-
sögulegum atburðum,“ segir Hafdís
og hlær. Sagan sé þó ekki eins ógn-
vekjandi og textinn gefi til kynna.
„Þetta er svona sveitadrama. Fólk
verður að geta í eyðurnar.“
Hafdís og Alisdair hafa nú unnið
saman að þremur plötum en Hafdís
segir hann þó hafa verið í hljóm-
sveitinni hennar frá árinu 2006.
Þannig hafi þau kynnst upphaflega.
Spurð að því hvort Alisdair eigi jafn-
stóran þátt í lögunum hennar og hún
sjálf segir Hafdís svo ekki vera en á
Home hafi hann samið með henni
um helming laganna. Þá vinni þau
allar útsetningar saman og Alisdair
leiki auk þess á flest hljóðfæri sem
komi við sögu. „Hann hefur mikil
áhrif á hvernig þetta hljómar,“ segir
Hafdís en Alisdair sá einnig um
myndskreytingar fyrir umslagið og
hönnun þess.
Nik Kershaw!
„Svo eru þarna einstaka lög samin
með Nik Kershaw og Boo Hewer-
dine en meirihlutann eigum við Alis-
dair saman,“ segir Hafdís. Blaða-
maður hváir, á Hafdís við enska
söngvarann og lagahöfundinn Kers-
haw, þann sama og sló í gegn á ní-
unda áratugnum með smellum á
borð við „I Won’t Let the Sun Go
Down on Me“? Jú, sá er maðurinn.
„Hann langaði að semja með mér lag
fyrir síðustu plötu, Synchronised
Swimmers og hafði samband við um-
boðsmanninn minn,“ segir Hafdís en
Kershaw samdi lagið „Pop Song“
með Hafdísi fyrir Home. Hafdís seg-
ist ekki hafa þekkt til Kershaw fyrir,
enda of ung til þess að hafa verið
táningur á sítt-að-aftan tímabilinu,
ólíkt blaðamanni.
Beint frá
bónda
Hafdís Huld þurfti að fresta útgáfu
Home um eitt og hálft ár vegna barn-
eigna Enska poppstjarnan Nik Kers-
haw samdi með henni lag á plötunni
Heima Nýjasta breiðskífa Hafdísar, Home, er ekki eins poppuð og þær fyrri, að hennar sögn.
Fjölhæfur Myndina á umslaginu
teiknaði eiginmaður Hafdísar, Alis-
dair Wright.
Vefsíða Hafdísar: hafdishuld.com
KLASSÍSK ÍSLENSK
GÆÐA ARMBANDSÚR
www.gilbert.is