Morgunblaðið - 18.06.2014, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Níu sæmdir fálkaorðunni
2. Stöðvar ólögleg gjaldeyrisviðsk.
3. Æxlið góðkynja, segir sig svikinn
4. Lést af slysförum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Bandaríski barítónsöngvarinn
Wintley Phipps heldur tónleika í Að-
ventkirkjunni, Ingólfsstræti 9, annað
kvöld kl. 20 og er aðgangur ókeypis.
Phipps er virtur söngvari og hefur
m.a. sungið fyrir Bandaríkjaforseta,
Barack Obama, og Nelson heitinn
Mandela. Þá hefur hann einnig sung-
ið í Páfagarði, fyrir Evrópuráðið og í
sjónvarpsþætti Opruh Whinfrey, svo
fátt eitt sé upp talið. Tónleikarnir hér
á landi eru styrktartónleikar fyrir US
Dream Academy, góðgerðarsamtök
sem Phipps stofnaði til að hlúa að
menntun barna sem eiga foreldra í
fangelsi að því er fram kemur í til-
kynningu. Þeir sem vilja styrkja mál-
efnið geta keypt geisladisk með tón-
list Phipps annað kvöld.
Wintley Phipps syng-
ur í Aðventkirkjunni
Galleríið i8 tekur þátt í listkaup-
stefnunni Art Basel sem hófst í
gær í Sviss og sýnir þar verk eftir
þrjá myndlistarmenn úr SÚM-
hópnum sem starfaði á árunum
1965-1972, bræðurna Sigurð og
Kristján Guðmundssyni og Hrein
Friðfinnsson. Galleríið valdi til sýn-
ingar verk frá árunum 1970 til 1980
sem og nýleg verk
eftir listamennina.
Meðal verka eru
myndir úr syrpu
Sigurðar, Situ-
ations, sem hann
vann á áttunda
áratugnum.
Sýningin
stendur til
22. júní.
Verk þriggja SÚM-
ara sýnd á Art Basel
Á fimmtudag og föstudag Suðvestan eða breytileg átt, 3-8
m/s. Skýjað um allt land og dálítil súld eða rigning með köflum
en léttskýjað með köflum á Suðausturlandi. Hiti 7 til 16 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Styttir að mestu upp en síðan skýjað eða
þokuloft. Hiti 8 til 17 stig en hlýjast norðaustanlands.
VEÐUR
Önnur umferð riðlakeppni
heimsmeistaramótsins
hófst í gærkvöldi þegar
gestgjafar Brasilíu mættu
Mexíkó. Þrátt fyrir marka-
lausan leik var hann frábær
skemmtun þar sem Guill-
ermo Ochoa fór á kostum í
marki Mexíkó. Hann hélt
Neymar í skefjum og var því
líkt við frammistöðu Gord-
ons Banks í marki Englands
gegn Pele og brasilíska lið-
inu árið 1970. »1
Önnur umferð
hafin formlega
Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska
landsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki
bara náð í Aron Jóhannsson til Ís-
lands, heldur er hann með marga fleiri
leikmenn af erlendu bergi brotna í sín-
um hópi. John Brooks, sem skoraði
sigurmark Bandaríkjanna gegn Gana í
fyrrakvöld, er einn af
fimm í hópnum
hjá Klinsmann á
HM frá Þýska-
landi og þá er
einn sem er
fæddur og
uppalinn í
Noregi í
hópn-
um. »4
Vildi finna þá bestu með
bandarísk vegabréf
„Alfreð hafði grun um að ég væri að
fara í annað lið en raun varð á. Þegar ég
sagði honum undir fjögur augu hvert ég
væri að fara mildaðist hann og óskaði
mér og fjölskyldunni velfarnaðar,“ segir
Guðjón Valur Sigurðsson. Opnuviðtal
við Guðjón Val og Aron Pálmarsson um
brottför þeirra frá Kiel og viðskilnaðinn
við Alfreð Gíslason, þjálfara liðsins, má
finna í íþróttablaðinu í dag. »2-3
Guðjón Valur til í að
spila fram yfir fertugt
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hálft í hvoru var þessi tilfærsla á
steininum prakkaraskapur – en
endar kannski með því að verða
minnisvarði um sjálfan mig,“ segir
Gunnar Olsen á Eyrarbakka, fyrr-
verandi verkstjóri hjá Vegagerð-
inni. Á löngum ferli sínum þar kom
Gunnar að framkvæmdum víða á
Suðurlandi, sem fæstar ef þá nokk-
ur er honum merkt. Og þó; glöggir
vegfarendur sem eiga leið austur
fyrir fjall hafa sjálfsagt margir tek-
ið eftir stökum steini sem stendur
uppi á klapparholti norðan Suður-
landsvegar, við bæinn Kross
skammt austan við Hveragerði.
Einhverjir ætla líklega sem svo að
steininn hafi dagað þarna uppi í
þann tíð þegar landið var í mótun.
En sú er ekki raunin, þetta eru
mannanna verk. Margir vita að sú
er raunin en hér er sagan af því öll
loksins sögð. Leyndamálið upplýst.
Í hálfgerðu brasi
Núverandi Suðurlandsvegur frá
Reykjavík til Selfoss var tekinn í
notkun haustið 1972. Var hann
gerður af starfsmönnum Þórisóss
hf., Ístaks og fleiri verktakafyrir-
tækja sem áberandi voru á þessum
tíma. Þegar vegagerðinni sjálfri var
lokið tóku starfsmenn Vegagerðar-
innar við og sáu um frágang við
vegstæðið, svo sem að sá í vegkanta
og setja upp ýmis merki og girð-
ingar.
„Þetta hefur sennilega verið árið
1973. Við lentum í hálfgerðu brasi
með stein sem var í miðju stæðinu
þar sem setja átti upp staura og
strengi. Á þessum tíma var lenska í
svona framkvæmdum að koma
stórum steinum fyrir hér og þar.
Því flaug mér í hug að þessum
kletti, sem vegur nokkur tonn, væri
vel fyrir komið þarna á klöppinni
sem blasir við vegfarendum,“ segir
Gunnar Olsen og heldur áfram.
„Lúðvík Haraldsson, bóndi á
Krossi og landeigandi þarna, gaf
leyfi og með það var hafist handa.
Óttar Gunnlaugsson frá Rækt-
unarsambandi Flóa og Skeiða kom
á Caterpillar D6, heljarstórri ýtu á
mælikvarða þess tíma, bifaði þessu
áfram og stillti steininn af sem
þarna stendur enn.“
Bifaðist ekki
Óhætt er að segja að steinninn
stóri, þetta áberandi kennimark við
hringveginn, sé í öruggum sessi.
Upptök jarðskjálftans 29. maí 2008
voru nánast beint þar undir. Bjarg-
ið bifaðist ekki, þó svo að hundruð
húsa löskuðust eða eyðilegðust,
vegir skemmdust og skriður féllu
úr fjöllum.
„Það ég best veit fylgdi engin
helgi eða sérstök saga steininum í
Ölfusinu, sem er nafnlaus,“ segir
Gunnar Olsen. Vísar þar til þess að
við vegagerð og skyldar fram-
kvæmdir má ekki raska helgum
blettum og stundum þarf að ná
samkomulagi við álfa og huldufólk.
Má þar nefna að árið 1999, þegar
Vesturlandsvegur við Grafarholt í
Reykjavík var breikkaður, þótti
nauðsynlegt að fara varlega þegar
svonefndur Grásteinn var færður
til, enda til sagnir um meintar álfa-
byggðir í honum. Var þá vísað til
ýmissa óhappa sem orðið hefðu
þegar vegurinn var lagður um 1970.
Margar samtóna sögur eru til sem
margir taka alvarlega en aðrir telja
hindurvitni.
Lítið ævintýri
„Í girðingarvinnunni í Ölfusinu,
sunnan við Ingólfsfjallið, þurftum
við að þrasa við fjölda fólks sem var
með allt á hreinu. Rifjuðu margir
upp þjóðsöguna um Sængurkonu-
stein og þarna átti nánast annar
hver klettur að vera sá. Sæng-
urkonusteinn er hins vegar sam-
kvæmt heimildum talsvert norðar
og austar,“ segir Gunnar, sem
minnist tilfærslu klettsins við Kross
sem ofurlítils ævintýris á ferli sín-
um hjá Vegagerðinni. Þar starfaði
hann í rúmlega þrjátíu ár.
Leyndarmálið í Ölfusinu
Klettur á klöpp
er minnisvarði
vegagerðarmanna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Steinn Gunnar Olsen við hið áberandi kennimark við bæinn Kross í Ölfusi. Steinninn, sem vegagerðarmenn komu
þar fyrir, blasir við þeim sem fara um Suðurlandsveg. Nú er steinninn orðinn hluti af landslaginu og prýði að.