Morgunblaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  203. tölublað  102. árgangur  FERÐAST FYRIR HVALFJÖRÐ SEM ER Í FELUM PRJÓNUÐU GANGANDI KAREN STIGAMEISTARI EIMSKIPSMÓTARAÐ- ARINNAR Í GOLFI SÖFNUÐU ÁHEITUM 10 ÍÞRÓTTIR Á FERÐ UM ÍSLAND 12 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum búin að átta okkur aðeins betur á þessu og það er komið réttara mat á því hversu mikið flæðir þarna upp, en að meðaltali renna fram um 200 til 300 rúmmetrar af hrauni á sekúndu,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í gærkvöldi en fyrstu merki um gos í Holuhrauni, skammt norður af Dyngjujökli, sáust í vef- myndavél Mílu laust fyrir klukkan sex aðfaranótt sunnu- dags. Talið er að gos hafi hafist um fjögurleytið sömu nótt. Ekkert lát virtist vera á eldgosinu um klukkan 23 í gær- kvöldi. „Þetta er verulegt sprungugos en ekkert stórgos þótt það sé margfalt stærra en það sem varð á sama stað tveimur dögum áður,“ segir Magnús Tumi og bætir við að gosið líkist mjög Kröflueldum enda er um hliðstætt hraungos að ræða, bæði hvað varðar stærð og ákafa. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var í hópi þeirra vísindamanna sem fyrstir komu á gosstöðvarnar í gær. Hann lýsir eldgosinu sem glóandi dreka í náttúrunni. „Þetta er lifandi sprunga og það vellur mikið hraun upp úr allri sprungunni,“ segir Ármann. „Þegar við sáum sprung- una [í gærmorgun] var þetta eins og glóandi dreki í land- inu. Þetta var mjög glæsilegt.“ Flogið verður yfir gosstöðvarnar í dag Spurður hvort eldgosið í Holuhrauni kunni að hafa einhver áhrif á bergganginn sem myndast hefur að und- anförnu svarar Magnús Tumi: „Það sem er spennandi að vita er hvaða áhrif gosið mun hafa á ganginn – mun hann hætta að þenjast út eða mun hann halda því áfram? Mað- ur á frekar von á því að núna tappist af ofan á yfirborðið en ekki að gangurinn haldi áfram að stækka.“ Það kemur þó ekki í ljós fyrr en búið er að vinna úr frekari GPS- mælingum. „Færslurnar eru mældar á átta tíma fresti og þegar við sjáum það fer þróunin að skýrast.“ Spurður hvort farið verði í eftirlitsflug með TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslu Íslands, í dag kveður Magnús Tumi já við. „Helsti kosturinn við flugið er eink- um það að þá er hægt að fá nokkuð nákvæma mynd af út- breiðslu hraunsins, sem er ekki alveg eins auðvelt að gera á jörðu niðri vegna þess að ekki er hægt að fara inn í gas- mökkinn sem stígur upp af þessu. Menn verða því alltaf að halda sig hlémegin,“ segir hann. Glóandi eldvegg- ur minnti á dreka  Óvíst hvaða áhrif eldgosið mun hafa á bergganginn  Úr sprungunni koma um 200 til 300 rúmmetrar af hrauni Eldsumbrot í Holuhrauni » Laust eftir miðnætti 29. ágúst opnaðist um 600 metra löng gossprunga í Holuhrauni. » Hraunrennsli stöðvaðist um fjórum klukku- stundum síðar. » Tveimur sólarhringum síðar hófst eldgos á ný í Holuhrauni þegar um 1,5 km sprunga opnaðist. Ljósmynd/Ármann Höskuldsson Eldsumbrot Gossprungan í Holuhrauni, sem er talin vera um 1,5 km á lengd, opnaðist af miklum krafti aðfaranótt sunnudags. Um tíma teygðu tignarlegir gosstrókar sig í um 100 metra hæð. Eldgos hófst á ný í Holuhrauni um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags MEldgos í Holuhrauni »6 Túnfiskur frá Íslandi vakti athygli í Japan Ljósmynd/Halldór Elís Ólafsson Markaður Sérfræðingar meta fiskinn. Túnfiskur frá Íslandi sem seldur var á fiskmarkaði í Tókíó í síðustu viku vakti nokkra athygli. Hver fiskur var seldur á um 680 þúsund krónur að meðaltali, en meðalvigt fiskanna, eins og þeir voru seldir, var 132 kíló. Fyrir hvert kíló feng- ust því rúmlega fimm þúsund krón- ur, en vonir standa til að hærra verð fáist fyrir túnfisk þegar líður á haustið. Í gær var 14 túnfiskum landað í Grindavík í viðbót við þá 11 sem áður var búið að veiða. »6 Fresti til umsóknar um lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána lýk- ur í kvöld. Rúmlega 65 þúsund umsóknir hafa borist ríkisskatt- stjóra hingað til. Þá hafa um 24 þúsund manns sótt um óskerta greiðslu til þess að ráðstafa sér- eignarsparnaði til greiðslu hús- næðislána eða til húsnæðissparn- aðar. Tryggvi Þór Herbertsson, verk- efnisstjóri um framkvæmd höfuð- stólslækkunar íbúðalána, segir að útreikningar og yfirferð umsókna muni taka um mánuð. „Fjöldi um- sókna er í hærri kantinum, en partur af þeim umsóknum sem eru komnar er ógildur vegna gengislána, og við vitum ekki alveg hversu margar þær eru. Við áætlum að útreikningar og yfirferð um- sókna muni taka sirka mánuð, þannig að þeim ætti að ljúka um næstu mánaðamót og þá munum við geta birt niðurstöð- urnar.“ »2 Yfir 65 þúsund um- sóknir hafa borist Tryggvi Þór Herbertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.