Morgunblaðið - 01.09.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 01.09.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr. 67.300 Netverð á mann frá kr. 67.300 á Pella Steve m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 91.500 á Pella Steve m.v. 2 fullorðna í íbúð. 4. sept. í 11 nætur. Krít 39.900Flugsætifrá kr. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Harðar deilur eru milli hluthafa í DV ehf. Eigendur meirihluta hluta- bréfa í blaðinu eru ósáttir við að vera í minnihluta í stjórn blaðsins. Reynir Traustason, ritstjóri DV, telur hins vegar að um sé að ræða árás á ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðsins. Halda átti aðalfund DV síðast- liðnn föstudag en honum var frest- að um viku vegna ágreinings um ársreikning félagsins. Hafa bara einn fulltrúa í stjórn Þorsteinn Guðnason, einn hlut- hafa DV ehf., segir í fréttatilkynn- ingu að þeir sem eigi meirihluta í DV ehf. hafi ekki fulltrúa kjörna í stjórn í samræmi við hlutafjáreign. „Krafa okkar sem eigum meiri- hluta í DV ehf. er að fá fulltrúa kjörna í stjórn í samræmi við hlutafjáreign. Brölt Reynis Traustasonar undanfarið miðar að því að skapa sér stöðu, með afar ógeðfelldum aðferðum, til að nú- verandi stjórn sitji áfram óbreytt. Reynir og þrír aðrir stjórnarmenn eiga saman um 10% hlutafjár en við, sem eigum saman góðan meiri- hluta í félaginu, eigum einn full- trúa. Tilraunir Reynis til að taka yfir stjórnina með þessu eru í óþökk eigenda og því fjandsamleg- ar.“ Vill ekki skerða sjálfstæðið Þá svarar hann þeirri gagnrýni, að hann ætli sér að skerða rit- stjórnarlegt sjálfstæði blaðsins. „Ég hef sem stjórnarformaður aldrei skipt mér af einstökum fréttum í blaðinu DV eða á vefnum dv.is. Á hinn bóginn hef ég um skeið haft áhyggjur af því að til- tekin öfl hafi óeðlileg áhrif á rit- stjórnarstefnu blaðsins. Orðrómur þess efnis hefur magnast upp á síð- kastið og hefur nú leitt til þess að ásakanir hafa verið settar fram á opinberum vettvangi af Sigurði G. Guðjónssyni hrl. og Elliða Vign- issyni, bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum.“ Reynir fékk lán frá Guðmundi Sigurður G. Guðjónsson hélt því fram á Pressunni að Reyni Traustasyni hefðu áskotnast 15 milljónir króna frá útgerðarmanni til að leggja fram sem hlutafé í DV ehf. Þá hefði blaðið skrifað fréttir um deilur útgerðarmannsins við annan útgerðarmann á forsendum þess fyrrnefnda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hélt því fram í kjölfar yfirlýsingar Sigurðar að út- gerðarmaðurinn umræddi væri Guðmundur Kristjánsson, sem kenndur er við Brim, og fullyrðir að DV hafi fjallað „á óvæginn og skekktan máta“ um deilur Vinnslu- stöðvar Vestmannaeyja og Guð- mundar í Brimi. Bæði Guðmundur og Reynir hafa staðfest að lánið átti sér stað. Guðmundur sendi frá sér frétta- tilkynningu í kjölfar ásakananna, þar sem fram kemur að hann ætli að stefna Elliða Vignissyni fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð sitt. Jafnframt segir hann að það sé rangt og fjarri öllum raunveruleika að hann hafi stjórn- að ritstjórnarstefnu DV. Hluthafar deila hart um stjórn  Guðmundur í Brimi ætlar að stefna Elliða Vignissyni fyrir rógburð Af ummælum Elliða » Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sagði Guð- mund Kristjánsson í Brimi hafa lánað Reyni Traustasyni 15 milljónir og gaf í skyn að láninu hefði fylgt jákvæð umfjöllun. » Guðmundur og Reynir stað- festa að lánið átti sér stað, en hafna því að það hafi haft áhrif á ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðsins. » Guðmundur hyggst stefna Elliða fyrir ummælin. Morgunblaðið/Ómar Deilur Reynir Traustason og Sig- urður G. Guðjónsson á aðalfundi DV. Ljósmynd/Halldór Elís Ólafsson Á fiskmarkaði í Japan Fyrstu túnfiskarnir úr afla Jóhönnu Gísladóttur boðnir upp í Tókýó. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrstu 11 túnfiskarnir sem Jó- hanna Gísladóttir GK veiddi á þessu hausti voru boðnir upp í tveimur áföngum á fiskmarkaði í Japan í liðinni viku. Hver fiskur var seldur á um 680 þúsund krónur að meðaltali. Meðalvigt fiskanna, eins og þeir voru seldir, var 132 kíló og var kílóverðið því rúmlega fimm þúsund krónur að meðaltali. Vonast er til að hærra verð fáist fyrir tún- fiskinn þegar líður á haustið. Sendingin vakti athygli Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir að gæði fisksins hafi verið mjög góð og þessi sending frá Íslandi hafi vakið töluverða athygli á markaðnum. Fiskurinn eigi hins vegar eftir að fitna í ætisgöngu sinni á norðurslóðir og segir Pétur að þá muni væntanlega fást hærra verð fyrir hann. Icelandic annaðist söluna fyrir Vísi. Jóhanna Gísladóttir kom til hafn- ar í Grindavík í fyrrinótt með 14 túnfiska til viðbótar og er aflinn því orðinn 25 fiskar á vertíðinni. Um tíu tíma sigling er á miðin en þau eru núna um 100 mílur suður af landinu. Vegna brælu var túrinn heldur styttri en vonir stóðu til og var hún notuð til að landa úr skip- inu í gær. Aflanum var síðan pakk- að fyrir flutning með flugi til Jap- ans í dag. Aflinn verður væntanlega boðinn upp á miðvikudag eða fimmtudag. Höfum lært mikið „Á einni viku í þessum veiðiskap höfum við lært mikið og við erum bjartsýnir á að það sé hægt að búa til sambærilega afkomu á túnfisk- veiðum og á öðrum veiðum,“ segir Pétur Pálsson. „Þegar Japanar voru hér að veiðum um síðustu aldamót fengu þeir allt að 30 fiska á dag, en þeir voru með tvöfalt til þrefalt lengri línu heldur en við höf- um verið með. Fyrst á haustin er túnfiskurinn nær Íslandi, en fjarlægist þegar líð- ur á og þá eru veður venjulega orð- in erfiðari. Við þurfum að finna okkur veiðiryþma, stilla inn á flug og læra á geymslutíma fisksins án þess að hann falli í verði. Við höfum áhuga á að geta selt til Japans há- gæðatúnfisk sem er eftirsóttur í sushi,“ segir Pétur. 15 fiskar sem meðafli Vísi var úthlutað 25 tonnum af 30 tonna túnfiskkvóta Íslendinga og auk þess var tekið frá fyrir meðafla á makrílveiðum og til mögulegra veiða með sjóstöng. Í síðustu viku fékk Bjarni Ólafsson AK 15 fiska sem meðafla í einu hali fyrir austan land og áður hafði Beitir NK fengið nokkra fiska. Hver túnfiskur á um 680 þúsund krónur  Rúmlega fimm þúsund krónur fengust fyrir kílóið á upp- boði í Japan  Fjórtán túnfiskum landað í Grindavík í gær Karl og kona voru flutt til Reykja- víkur á slysadeild eftir að húsbíll sem þau voru í valt og splundraðist í miklu hvassviðri á Suðurlandsvegi við Hvamm undir Eyjafjöllum í gær. Fólkið, sem er erlendir ferða- menn, er ekki sagt vera alvarlega slasað. Atvikið átti sér stað skammt frá Seljalandsfossi á tí- unda tímanum í gærmorgun. Sjúkrabifreið ók fólkinu á slysa- deild í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli er bíllinn í tætlum. Mestu vindhviðurnar undir Eyjafjöllum náðu tæplega 50 metrum á sek- úndu í gær og ferðaveður fyrir húsbíla því afar erfitt. Þrír til viðbótar vindi að bráð Bíllinn fór út af og endaði ofan í skurði og dreifðust innanstokks- munir um allt eftir að veggir bíls- ins gáfu sig. Viðvörunarskilti eru við Seljaland og víðar á svæðinu sem vara fólk við að vera á ferð þegar vindhraði er svo mikill. Að minnsta kosti þrír húsbílar til viðbótar skemmdust annars staðar á landinu í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og fyrrinótt. vidar@mbl.is Húsbíll splundraðist Ljósmynd/Sigurður Guðjónsson Stormur Húsbíll erlendra ferðamanna splundraðist og endaði ofan í skurði á Suðurlandsvegi. Gríðarlegur vindhraði var á svæðinu í gærmorgun.  Karl og kona sluppu vel  Gríðarlegur vindhraði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.