Morgunblaðið - 01.09.2014, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Í fyrstu töldu menn að hraunflæðið
væri um 1.000 rúmmetrar á sekúndu
en nú er hins vegar áætlað að það sé
um 300 rúmmetrar,“ segir Víðir
Reynisson, deildarstjóri almanna-
varnadeildar ríkislögreglustjóra, og
bendir á að vísindamenn hafi í fyrstu
átt erfitt með að meta hraunflæðið
vegna slæms skyggnis, einkum yfir
það hraun sem rennur til vesturs. Til
stendur að senda TF-SIF, eftirlits-
flugvél Landhelgisgæslu Íslands, yf-
ir gosstöðvarnar í Holuhrauni í dag
og þá verður hægt að meta umfang
gossins af meiri nákvæmni.
„Það er mikill kraftur í þessu
ennþá og vonandi er þetta gosið sem
mun létta á spennunni í berggang-
inum,“ segir Víðir en ekki er hægt að
segja til um það fyrr en búið er að
lesa af GPS-mælum sem fylgjast
grannt með færslu vegna kvikuinn-
skots á svæðinu. Aðspurður segir
Víðir nýjar upplýsingar frá vísinda-
mönnum og nýtt hættumat munu
liggja fyrir um hádegi í dag.
Í gildi eru enn lokanir á hálendinu
norðan Vatnajökuls sem og í Jökuls-
árgljúfrum að Dettifossi, vestan-
megin. Litakóði Veðurstofu Íslands
fyrir flug er appelsínugulur fyrir
Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
„Hættumat okkar, sem snýr að
skyndilegu gosi undir jökli með flóði,
er enn í gildi. Þess vegna eru þessar
lokanir, því þær snúast um þau
skyndiflóð sem komið geta þarna
niður,“ segir Víðir og bætir við að
hafi gosið í Holuhrauni þau áhrif að
spenna minnki á svæðinu skapist
færi á að endurskoða hættumatið.
Veita mikilvægar upplýsingar
Hópur vísindamanna frá Jarðvís-
indastofnun Háskólans, Veðurstofu
Íslands og Cambridge-háskóla hefur
að undanförnu haft aðsetur í skál-
anum Dreka, sem stendur skammt
frá Öskju. Þegar gos hófst í Holu-
hrauni voru þeir því snöggir á vett-
vang. Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur segir það mjög
mikilvægt að hafa haft hópinn við
störf á gosstöðvunum.
„Hópurinn, sem er við rannsóknir,
er að mæla hraunið en hann var
kominn inneftir strax eftir fyrra gos-
ið. Þær upplýsingar sem við höfum
fengið um gosið nú, fyrir utan sjón-
rænar myndir úr vefmyndavélum,
koma frá þeim athugunum sem hóp-
urinn er að gera,“ segir Magnús
Tumi og bendir á að vel sé hægt fyrir
vísindamenn að nálgast hraungos á
landi. Sömu sögu er þó ekki að segja
af sprengigosum, þá þurfa vísinda-
menn gjarnan að halda sig í hæfi-
legri fjarlægð og fylgjast með úr lofti
eða notast við ýmis eftirlits- og rann-
sóknartæki á borð við radar.
Sigurlaug Hjaltadóttir hjá Veður-
stofu Íslands segir að skjálfti upp á
4,9 stig hafi orðið við Bárðarbungu-
öskju norðanverða laust eftir klukk-
an 16 í gærdag.
„Það hefur ekki komið stór skjálfti
síðan þá en það er áframhaldandi
smáskjálftavirkni í gangi,“ segir
hún. Um klukkan 23 í gærkvöldi
höfðu hátt í 900 skjálftar mælst frá
miðnætti.
Mikill kraftur í hraungosinu
Vonast er til að eldsumbrotin í Holuhrauni létti á þrýstingi í bergganginum
Um klukkan 23 höfðu hátt í 900 skjálftar mælst á svæðinu frá miðnætti
Ljósmynd/Ármann Höskuldsson
Holuhraun Hópur vísindamanna fylgdist grannt með eldgosinu í gær og sendi frá sér mikilvægar upplýsingar um stöðu gossins. Flogið verður yfir svæðið í dag með flugvél Landhelgisgæslunnar.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það er aðeins meira fútt í þessu
gosi en því sem var á undan,“ segir
Þorsteinn Jónsson, tæknimaður
hjá Jarðvísindastofnun Háskólans,
en hann var í fyrrinótt ræstur út af
Almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra vegna hraungossins í Holu-
hrauni. Er talið að gosið, sem er á
sama stað og gaus fyrir helgi, hafi
byrjað upp úr klukkan 4 aðfara-
nótt sunnudags. Þá var Þorsteinn
staddur ásamt hópi vísindamanna
frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu
Íslands og Cambridge-háskóla í
skálanum Dreka, skammt frá
Öskju í Dyngjufjöllum.
„Þeir hringdu um klukkan hálf-
sex og báðu okkur um að fara inn-
eftir til að skoða hvað væri í gangi.
Þegar við mættum var gosið í full-
um gangi en við sáum þó ekkert
fyrr en við vorum alveg komnir að
sprungunni því það var svo mikið
sandrok á svæðinu,“ segir Þor-
steinn. Hann var við gosstöðvarnar
í um hálftíma en þurfti síðan frá að
hverfa vegna veðurs. „Við vorum
meira að segja í tómum vandræð-
um með að komast til baka því
veðrið var alveg snarvitlaust.“
Spurður hversu nálægt gosinu
hann hafi farið svarar Þorsteinn:
„Við fórum alveg upp að hraun-
inu og fundum vel fyrir hitanum.“
En aðstæðum lýsir Þorsteinn svo
að stöðugt gosflæði hafi verið upp
úr sprungunni, sem áætlað er að
sé um 1,5 kílómetra löng, og
hraði á hrauninu mikill.
„Þetta er lifandi sprunga“
Ármann Höskuldsson eldfjalla-
fræðingur var einnig í hópi
þeirra sem mættu á gosstöðv-
arnar í gærmorgun. Hann lýsir
eldgosinu sem glóandi dreka í
náttúrunni. „Þetta er lifandi
sprunga og það vellur mikið
hraun upp úr allri sprungunni,“
segir Ármann.
„Þegar við sáum sprunguna [í
gærmorgun] var þetta eins og
glóandi dreki í landinu. Þetta var
mjög glæsilegt á að líta.“ Þegar
hópurinn mætti fyrst á vettvang
náðu gosstrókarnir upp í um 30
til 40 metra hæð en eftir því sem
leið á daginn teygðu þeir sig enn
lengra til himins og náðu á tíma-
bili um 100 metra hæð.
Spurður hver næstu skref gætu
orðið svarar Ármann: „Þau verða
væntanlega á þá leið að þetta fer
að einangra sig á einhverjum
ákveðnum gígum. Það er þó enn
ekki byrjað því öll sprungan log-
ar og það vellur vel úr henni.“
Fundu vel fyrir goshitanum
Gosstrókarnir teygðu sig upp í um 100 metra hæð Mikill hraði á hrauninu
Ljósmynd/Ármann Höskuldsson
Gosstöðvarnar Hópur vísindamanna, sem hefur aðsetur í skálanum Dreka,
var við vinnu í Holuhrauni í gær. Á myndinni er verið að safna sýnum.
Eldgos í Holuhrauni
Gunnar Bóasson, yfirverkstjóri
hjá Vegagerðinni á Húsavík,
segir að gosið sé á besta stað
fyrir sinn vinnustað. Þarna sé
engin hætta á ferðum en ef
gosið færist sé fyrst einhver
hætta. „Það eru engir vegir í
hættu og í raun ekkert í
hættu. Það er ekkert þarna
uppfrá.“
Gunnar segir að menn loki
ekki vegum að gamni sínu og
það eigi að virða lokanir. „Það
er heilmikið vandamál að fólk
virðir ekki lokanir, hvorki Ís-
lendingar né erlendir ferða-
menn. Fjölmargir ferðamenn
segjast ekki vita hvað skiltið
„Allur akstur bannaður“ þýðir.
Það er alþjóðlegt.
Við tókum einn við Detti-
foss ekki alls fyrir löngu og
hann var búinn að fara
framhjá skiltinu og vörubíl
með vélavagn sem var lagt
þversum á veginn. Hann var á
smájeppa og sagði okkur að
hann hefði haldið að þetta
væri bara í gildi fyrir fólks-
bíla. Skýringarnar sem maður
fær eru stundum kostulegar.“
Hverfur allt
í svona veðri
Gunnar segir að þótt gosið
verði fallegt að sjá þegar
veðrinu slotar sé engin
ástæða fyrir fólk að fara
þangað uppeftir. „Þetta eru
engir vegir. Árnar eru ekki það
versta. Ef það kemur sand-
stormur þarf að vera með
virkilega góða gps-punkta til
að rata til baka. Það hverfur
allt í svona veðri eins og var í
gær; himinn, jörð og haf.“
benedikt@mbl.is
Fólk virðir
ekki lokanir
á vegunum
VEGAVERKSTJÓRI Á HÚSAVÍK
Í afslöppun Gunnar Bóasson sat
hinn rólegasti í svokölluðu Ostakari
sem Húsvíkingar baða sig gjarnan í
eftir langan og strangan dag.
Morgunblaðið/Eggert