Morgunblaðið - 01.09.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
Öflugar kvenfélagskonur Kvenfélagskona setur fyrstu prjónabútana í körfu hjá Kristínu Stefánsdóttur.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þegar hún Rosemarie íGeldingaholti, fráfarandiformaður SSK, kynnti fyr-ir okkur í afmælisnefnd-
inni hugmyndina að prjónagöngum í
ársbyrjun 2013, leist okkur ekki
meira en svo á. Hún hafði fengið
þessa leiftrandi hugmynd þegar hún
las um konu Halldórs í Bringum í
bók eftir Kiljan, en sú kona gekk á
milli bæja prjónandi og aldrei varð
hjá henni lykkjufall. Í fyrravor byrj-
uðum við svo að ganga og prjóna og
það reyndist auðveldara en við héld-
um, og heldur betur skemmtilegar
samverustundir. Efnt var til göngu-
ferða í sveitunum og gengið eftir
gömlum slóðum. Sumar konurnar
prjónuðu gangandi, aðrar prjónuðu
þegar þær settust niður,“ segir Elin-
borg Sigurðardóttir, núverandi for-
maður Sambands sunnlenskra
kvenna (SSK), en s.l fimmtudag af-
hjúpaði sambandið veggteppi á Heil-
brigðisstofnun Suðurlands á Sel-
fossi, en það er sett saman úr þeim
1200 prjónabútum sem konurnar
prjónuðu í prjónagöngunum. Á sama
tíma afhentu þær stofnuninni nýtt
fæðingarrúm.
Voru fljótar að prjóna
„Við vildum með þessu prjóna-
gönguátaki minnast formæðra okk-
ar en við vildum líka efla samveru og
hreyfingu kvenfélagskvenna á svæð-
inu. Og við vildum safna fyrir nýju
fæðingarrúmi sem við vissum að
vantaði. Allt gerðum við þetta í til-
efni af 85 ára afmæli Sambands
sunnlenskra kvenna,“ segir Elin-
borg og bætir við að konurnar hafi
ekki verið lengi að þessu, skiluðu öll-
um sínum tólfhundruð bútum á af-
mælishátíðinni í Þjórsártúni tveimur
mánuðum eftir að lagt var upp í
fyrstu gönguferðina. „Síðan voru
bútarnir sendir út í kvenfélögin aft-
ur til að sauma þá saman og það
þurfti líka að ganga frá bakhliðinni,
stinga þetta allt niður við léreft.
Einnig átti eftir að prjóna kant utan
um allt saman en það gerði einn
heiðursfélaginn, hún Halla Aðal-
steinsdóttir í Kolsholti. Við þæfðum
síðan Þjórsá inn í þetta og saum-
uðum gömlu brúna yfir hana. Að lok-
um saumuðum við í teppið hópa af
konum sem ganga í átt að Þjórsá,
þar sem samtökin voru stofnuð 30.
sept. 1928. Þar skín morgunsólin yf-
ir og gefur eilífa von um nýjan dag.“
Samvinna og stuðningur
Hún segir teppið vera táknrænt
myndverk af sambandssvæði kven-
félaganna, en svæðið nær yfir Ár-
nes- og Rangárvallasýslur og þar
Prjónuðu
gangandi út
um allar sveitir
Að ganga og prjóna samtímis er þónokkur áskorun,
en það gerðu þær einmitt konurnar í Sambandi
sunnlenskra kvenna sem prjónuðu tólfhundruð
prjónabúta sem þær svo settu saman og mynduðu
Heklu og Búrfell með Þjórsá flæðandi á milli. Auk
þess söfnuðu þær áheitum til að kaupa fæðingarrúm.
Á vinnslustigi Hekla og Búrfell að myndast við samsetningu bútanna.
Einn fremsti vísindamaður í tauga-
sjúkdómafræði í heiminum, dr. Mark
Holmes, mun halda fyrirlestur í Há-
skólanum í Reykjavík í dag kl 14.45 í
stofu M101. Holmes hefur s.l 20 ár
stundað rannsóknir í taugavísindum
(e. neuroscience) og þróun tækni
sem getur örvað heilastarfsemi.
Markverðar uppgötvanir hafa verið
gerðar með því að nota heilalínurit í
rannsóknum á einstaklingum með
flogaveiki. Í fyrirlestri sínum fer Mark
Holmes yfir nokkrar þeirra en heila-
línurit (EEG) er aðferð til að taka upp
rafboð í heila í gegnum höfuðkúpuna.
Háskólinn í Reykjavík hefur markað
sér skýra stefnu um eflingu
heilbrigðisvísinda á Íslandi og rann-
sóknir í taugavísindum.
Endilega...
...kynnið ykkur heilalínurit
Heili Margt merkilegt gerist þar.
Þessir agnarsmáu krókódílar, sem
rúmast í lófa manns, komu í heiminn
fyrir skömmu í dýragarði sem kallast
„Planet of Crocodiles“ eða pláneta
krókódílanna og er í Frakklandi. Þeir
virðast ósköp hissa á heiminum sem
fyrir augu þeirra ber og frekar ósjálf-
bjarga, greyin, en ekki líður á löngu
þar til þeir verða ógnvænlegri og lítt
árennilegir, þegar þeir hafa vaxið í
fulla stærð. Um tvö hundruð krókó-
dílar af hinum ýmsu tegundum haf-
ast við í þessum dýragarði.
Dýragarðsins líf
Krókódílakrútt
sjá heiminn
AFP
Krókódílar Agnarsmáir og sætir.
Haustdagskráin hjá Café Lingua
býður upp á margt spennandi þar
sem áhersla er lögð á fjölbreytt
tungumál og menningu. Auk þess
að taka þátt í ævintýralegri sögu-
stund, fræðast um tungumál eins
og nepölsku, tyrknesku, portúgölsku
og taílensku, gefst áhugasömum
tækifæri til að fara á „stefnumót“
við fulltrúa ýmissa tungumála og
kynnast rithöfundunum Amy Tan og
Gabriel García Márquez. Í dag verð-
ur fyrsti viðburður vetrarins þegar
José Antonio Nuñez Ukumari, frá
Perú, segir sögur á töfrandi hátt
með aðstoð þátttakenda og ýmissa
hljóðfæra. Sögustundin er á
spænsku með skýringum á ensku.
Hún fer fram í aðalsafni Borgar-
bókasafns, Tryggvagötu 15, kl.
17:30. Heitt á könnunni og allir vel-
komnir. Dagskrá vetrarins á borgar-
bokasafn.is og í facebook: Café
Lingua – lifandi tungumál.
Vefsíðan
www.borgarbokasafn.is
Tungumálateiti Sagnamaðurinn José frá Perú hefur frá mörgu að segja.
Sögur sagðar á
töfrandi hátt
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæða-
flokki frá þekktum ítölskum framleiðendum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Full búð af
flottum flísum