Morgunblaðið - 01.09.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.09.2014, Qupperneq 11
eru starfandi 26 kvenfélög. „Þetta var stór stund þegar við afhjúpuðum teppið og frábært að finna að hægt er að framkvæma svona bjartsýnis- hugmynd með samvinnu. Einnig var sérlega ánægjulegt að finna stuðn- ing hvar sem við leituðu aðstoðar. Ullarvinnslan á Þingborg gaf okkur ullarkembur og íslenskt kambgarn til að prjóna úr fengum við gefins frá Nettó á Selfossi. Við létum útbúa gjafa- og samúðarkort með mynd af veggteppinu og verður það til sölu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til að byrja með. Allur ágóði fer til líknarmála.“ Afhjúpun og afhending F.v. Margrét Þórðardóttir, Jónína Valdimars- dóttir, Elinborg Sigurðardóttir, Kristín Stefánsdóttir, Rósa Finnsdóttir og Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir. Stoltar hjá teppinu góða við afhendingu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014 Samband sunnlenskra kvenna (SSK) hefur gefið nýburum sem fæðast á Heilsustofnun Suður- lands á Selfossi gjafir sem kvenfélagskonur prjóna. Þetta byrjaði með húfuverk- efni sem Kvenfélagasamband Íslands stóð fyrir 2010-2011, en svo ákvað SSK að halda áfram með samskonar verkefni og hafa konurnar gefið hosur og smekki en nú gefa þær treyjur. FALLEGAR GJAFIR Prjóna handa nýburum Við mannfólkið sláum oft hlut-unum á frest. Við finnumokkur ýmislegt til dundurs frekar en að skrifa ritgerðina, panta tíma hjá lækninum, gera skatta- skýrsluna ofl. Gerum frekar það sem er skemmtilegra eða minni áreynsla og höfum fyrirsláttinn á reiðum höndum. Við ætlum að gera hitt seinna og lendum svo í tíma- þröng og veseni. Fyrst að lesa póst- inn, fara aðeins á netið, gá hvað er að gerast á facebook. Úps! dagurinn bara hvarf! Að ákveða að gera seinna er ekki vont í sjálfu sér, ef fyrir því er skyn- samleg ástæða. En oft vinnur frest- un gegn manni; veldur stressi, sektarkennd, dregur úr afköstum og getur haft slæm áhrif á samskipti og framgöngu okkar í vinnu, skóla og lífinu almennt. Af hverju gerum við þetta? Er þetta óttinn um að standa sig ekki nógu vel? Verkefnið er yfirþyrm- andi; „þetta er svo mikið og ég verð að gera það fullkomið.“ Trúin á að maður vinni best undir pressu; Er það kannski bara ein undankomu- leiðin frá verkefninu? Sókn í vellíðan á trúlega drjúgan þátt í frestun; við forðumst nei- kvæða líðan og ýtum frá okkur erf- iði. Gott til skamms tíma en verra seinna. Úr vanlíðan yfir í vellíðan strax. Frestun endurspeglar eðl- islæga sókn lífverunnar í að líða vel núna, bregðast við aðstæðum hér og nú fremur en til lengri tíma. Getum við hugsað það til enda ef eðli okkar væri ekki slíkt; að sækja úr van- yfir í vellíðan? Ber okkur ekki að virða og meta eiginleika okk- ar og eðli – vera þakklát fyrir það sem við höfum og erum? Við erum mannleg en ekki vélmenni. Við erum mistæk, gerum ekki alltaf alla hluti vel, en reynum oftast að gera okkar besta. Við höfum einnig kostinn góða – sveigjanleika. Tölvan frestar ekki, hún er óskeikul en einnig ósveigjanleg. Hún framkvæmir ná- kvæmlega það sem hún er beðin um eða er frosin eða biluð og gerir ekk- ert; um hana má gilda „fullkomið eða ekki neitt!“ Jú, oft drögum við verkið fram á síðustu stundu, en kýl- um svo á það og klárum „nógu snemma“ – Er það þá ekki bara allt í lagi? Kannske stress, en líka ögr- andi! Næ ég þessu? Nútíminn gefur okkur meira val um hvernig við verj- um tíma okkar. Á tímum erfiðrar lífsbaráttu var það dyggð „að falla aldrei verk úr hendi“, en tölum við ekki núna um það sem vandamál að vera „vinnualki“? Okkur er líka hollt að hvíla stund- um hug og hönd og dunda okkur. Sem leiðir hugann að Bangsimon og félögum; Jakob þótti skemmtilegast að gera „ekkert“ og Bangsimon spurði á sinn einstaka hátt: „Nú, hvernig gerir maður það?“ Jakob svarar: „Það er svoleiðis að full- orðna fólkið spyr: Hvað ertu að fara að gera? og þú segir: Ekkert. Og svo ferðu bara og gerir það!“ Ef reynslan kennir okkur að „gott strax en verra seinna“ (fá dótið núna – borga seinna) sé ekki alltaf þess virði, þá lærum við að það virkar oft vel að fresta ánægjunni og uppskera ríkulega síðar. Njótum þess að vita til þess að eitthvað sé á leiðinni til okkar. Erum við þá ekki komin með „Gott strax og gott seinna?“ Eft- irvænting er notaleg tilfinning; mun betri en sú sem fylgir: „Oh, að ég skuli ekki vera komin með…“ Í raun er þetta spurning um val: Þú ákveður hvað þú vilt vera og gera. (Lengri útgáfa á heilsustod- in.is) Stofnum bandalag frestara ……. á morgun! Bangsimon Góður í að gera ekkert. Heilsupistill Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafa- þjónusta Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 0 7 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.