Morgunblaðið - 01.09.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 01.09.2014, Síða 14
VESTURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. Í fallegum dal er Meðalfellsvatn og nærri því er þétt sumarhúsa- byggð. Einnig snotur og vinsæll veit- ingastaður og sveitabúð, Kaffi Kjós, sem hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eiga. Í stuttri viðdvöl í Kjósinni hitt- um við líka vaska karla úr klæðn- ingaflokki Borgarverks hf. í Borg- arnesi. „Já, það þarf að setja klæðningu á smákafla hér innar í dalnum. Þetta er ekkert stórmál, bara skemmtilegt verkefni,“ sagði Eyjólfur Kristmundsson sem fer fyr- ir hópi harðduglegra stráka. Inn fjörð og fyrir voga Svo þræðum við okkur inn í fjörðinn og fyrir voga þar. Einnig um leiðina um hlíðina sunnanmegin og innst í firðinum, sem löngum þótti hættuleg. Þarna blasa við Þyrilnes, Múlafjall, Hvalfell og Botnssúlur. Þegar komið er norðanvert við Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hvalfjörður kemst um stundarsakir í þjóðbraut að nýju þegar hafist verð- ur handa um viðgerðir á Hvalfjarð- argöngum. Endurbæta á slitlagið í göngunum, sem enst hefur allt frá því þau voru opnuð árið 1998, fyrir sextán árum. Kemur þá til þess í ein- hverjum mæli að vegfarendur þurfi að aka fyrir fjörð, spotta sem er 61 km. Áður fjölfarin leið kemur úr fel- um. Morgunblaðið hefur hér Vest- urlandsferð sína, rétt utan formlegra landamæra svæðisins, með viðkomu á Kiðafelli í Kjós. Þar hefur sama ættin búið um langa hríð og á öðrum bænum eiga systkinin Þorsteinn, Margrét og Guðbjörg Þorvarð- arbörn sumarsetur. Þarna eru þau alin upp og eru af stórri ætt kenndri við Kiðafell. Allt frá árinu 1972 hefur verið rekin ferðaþjónusta á bænum; gist- ing og hestaleiga. „Það er ekkert ljúfara en koma frá Kaupmannahöfn, þar sem ég á mína heimahöfn, og vera hér á sumrin,“ segir Þorsteinn. Guðbjörg systir hans tekur í sama streng. Taugina við sveitina segir hún sterka og hafa með öðru ráðið því að hún lagði fyrir sig dýralækningar. Hún starfaði lengi sem slíkur víða út um land, en hefur undanfarin ár rek- ið Dýralæknastofu Dagfinns í Reykjavík. „Mér finnst þetta sveitalíf alveg yndislegt,“ segir Guðbjörg þar sem við stöndum á hlaðinu á Kiðafelli í Kjós og horfum yfir fjörðinn, til Akrafjalls, Skarðsheiðar og fleiri fjalla. „En mér líkar ekki stóriðjan. Þú heyrir hvininn og stundum sést mengandi útblásturinn sem stingur í augu,“ segir Þorsteinn sem bendir yfir fjörðinn og að Grundartanga þar sem iðjuverin standa. Svo ganga þau Þorsteinn og Guðbjörg með okkur í útihúsin og upp á loft í gamla fjósi, hvar marga kjörgripi er að finna. Samansafnið heitir þessi gullkista sem Kiðafells- bræðurnir Sigurbjörn og Þorkell Hjaltasynir hafa safnað til. Þarna er allt mögulegt að finna, svo sem eld- gamlan traktor af gerðinni John Deere. Einnig einn fyrsta ísskápinn sem kom til landsins, gamalt sjón- varp, búðarvigt, mjólkurbrúsa, tölv- ur, hrífur, skilvindu og svo mætti áfram telja. Ótrúlegt samansafn. Hvalur, klæðingar og kaffi Við Laxá í Kjós eru laxveiði- menn með stangir sínar. Inn fjörðinn stímir hvalbátur með stórskepnu á síðunni og skipinu fylgir rák á haf- fletinum. Af þessu er sprottið orðið kjölfar. Sjórinn mótar mállýskuna og það gerir sveitalífið líka. fjörðinn blasir Miðsandur við. Þar er enn heilleg byggð stríðsárabragga sem lengi hafa verið notaðir sem vinnubúðir verkamanna í hvalstöð- inni. Hér eru líka olíutankar frá þeim tímum er stríð var fyrir ströndum, en í síðari heimsstyrjöld var Hval- fjörður eitt helsta bólvirki skipalesta Fyrir fjörð sem er í felum  Hvalfjörður í alfaraleið þegar göng- unum verður lokað vegna viðgerða  Safn, sjoppur, herminjar og vegavinna Kiðafell Börnin eru Þorsteinn Björnsson og Celie Rock – og til hægri Guðbjörg og Þorsteinn Þorvarðarbörn. Safn Margt er til á Kiðafelli, svo sem gína, spunarokkur og skyrsátur. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslenskur sjávarútvegur snýst um fleira en fiskveiðar. Þekking og tækjabúnaður þarf að vera fyr- ir hendi til að meðhöndla aflann rétt frá því að hann er dreginn um borð og þar til honum er komið til kaupenda. Á þessu sviði hafa ís- lensk fyrirtæki náð langt á und- anförnum árum. Eitt þeirra er Skaginn á Akranesi sem um árabil hefur framleitt tækjabúnað fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu. Stólpi í atvinnulífinu Skaginn hefur verið einn helsti vaxtarbroddur atvinnulífs- ins á Vesturlandi. Á þessu ári átti fyrirtækið aðild að þriggja millj- arða króna samningi við Fær- eyinga um gerð og uppsetningu uppsjávarvinnslukerfis í Fugla- Hundruð starfa um land allt sköpuðust  Mikill uppgangur hjá Skaganum Skaginn Mikil tækniþekking er innan fyrirtækisins. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.