Morgunblaðið - 01.09.2014, Page 16

Morgunblaðið - 01.09.2014, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fljótlega eft-ir að Ya-nukovich, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum vegna óeirða sem urðu í landinu var á leiðtogum ESB og Rússlands að skilja að engin lausn væri sjáanleg í deilunni sem fór versnandi. Í þessu lausnalausa tómarúmi tóku menn að árétta harða andstöðu við „lausn“ sem enginn hafði sett fram kröfu um. Forystumenn Þýskalands og fleiri valda- menn í ESB sögðu, eins og upp úr þurru, að alls ekki kæmi til greina að skipta landinu upp í Austur- og Vestur-Úkraínu. Pútín, forseti Rússlands, sagð- ist einnig útiloka skiptingu Úkraínu sem lausn á vand- anum. Þetta hefði átt að hringja aðvörunarbjöllum en gerði það ekki. Rússar leystu tíl sín Krím- skaga fyrirhafnarlítið. Þeir sögðust vera að bregðast við ótvíræðum óskum þorra íbúa skagans sem litu á upplausnina í Úkraínu sem tilvalið tækifæri til að leiðrétta fljótræðislegan gjafagerning Nikita Krutsj- effs. Krím og Rússland hefðu átt samleið í 300 ár. Vestræn ríki mótmæltu og það hefði verið látið duga, ef árásin á farþegaþotuna hefði ekki kom- ið til. En nú er Pútín tekinn að viðra það opinberlega að dreg- in verði lína til að skilja að fylkingar í Úkraínu. Hrjáðir íbúar Úkraínu hafa þegar áttað sig á að Pútín get- ur farið sínu fram í Úkraínu. Vestræn ríki benda á, að Úkraína sé ekki í Nato og því gildi 5. grein sáttmála banda- lagsins ekki um hana. Fimmta grein samnings Nato er sam- hljóða því sem gilti um skytt- urnar 3 (eða 4): Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Pútín hefur sótt í sig veðrið. Hann segir beinlínis að ESB og Bandaríkin verði að gæta sín þegar Rússland eigi í hlut. Það sé beinlínis ekki viðeig- andi að þessi ríki derri sig óhóflega við Rússa. Rússland sé jú annað mesta herveldi í veröldinni, þegar horft sé til þeirra vopna sem best bíta, kjarnorkuvopnanna. Pútín hefur sem betur fer ekki hótað að nota slík vopn. En hvers vegna er hann farinn að nefna þau til sögunnar? Það eitt vekur óróa í vestrænum ríkjum. Eystrasaltslöndin þrjú eru í Erópusambandinu. Það hefur litla eða enga hernaðarlega þýðingu. En þau hafa hins veg- ar sett allt sitt traust á Nato. Þau eru fullgildir meðlimir í bandalaginu. Árás á eitt þeirra virkj- ar 5. grein sátt- mála Atlantshafs- bandalagsins. Árásin sú væri þar með árás á Nato. En það þarf ekki lengi að hlusta á raddir áhrifamanna í þessum ungu Nato-löndum til að merkja miklar áhyggjur. Innst inni eru þeir ekki nægj- anlega vissir um það, að í þeirra tilviki myndi 5. greinin halda, ef á reyndi. Þótt þeim sé þá bent á að sjálfar undir- stöður Nato myndu hrynja, ef þannig færi, dugar það ekki til. Efasemdir þeirra eru eftir sem áður til staðar. Atburðirnir í Úkraínu hafa ýtt undir þennan óróa og minnkandi traust á vilja og getu vesturveldanna til að standa við skuldbindingar sínar. Ráðamenn ESB reyndu ekki að halda aftur af ESB- sinnuðum Úkraínumönnum og fá þá til að flýta sér hægt, svo undirbúa mætti jarðveginn betur. Þvert á móti þá ýttu þeir undir ágreining á milli forseta landsins og þingsins um þau mál og hvöttu til að skref væru stigin, þótt grund- völlur þeirra væri veikur. Og nú horfir heimurinn upp á það, að Úkraína er skilin eft- ir á berangri og þegar hafa á þriðja þúsund manns fallið í innbyrðis átökum íbúa lands- ins. Ný stjórn í Úkraínu sendi herlið til að brjóta „aðskiln- aðarsinna, hlynnta sambandi við Rússa“ á bak aftur. Það lá algjörlega fyrir að forseti Rússlands myndi aldrei leyfa stjórninni í Kiev að ljúka slíku verki. Hann hefur gripið til að- gerða og segist vera að koma í veg fyrir að lífið sé murkað úr saklausum borgurum, sem sé refsað fyrir það eitt að hafa í atkvæðagreiðslu lýst vilja til að eiga náið samband við Rúss- land. Hver og einn getur haft sína skoðun á þeirri skýringu Pút- íns. En hitt er mikilvægara að almenningsálitið í Rússlandi er þannig nú, hvað sem síðar verður, að Pútín myndi missa allan sinn trúverðugleika heima fyrir og þá stöðu sem hann hefur, tækist Úkraínu- stjórn að yfirbuga aðskiln- aðarsinna og niðurlægja Pútín. Pútín tekur því frekar þá áhættu, að Obama forseti muni við þessar aðstæður gera 15 mínútna hlé við 5. holu á golf- vellinum og segja við frétta- menn að ekki sé hægt að úti- loka að efnahagsþvinganir verði enn hertar, vegna óheppilegrar framgöngu Rússa. ESB hefur haldið skelfilega á mál- efnum Úkraínu} Endirinn var óskoðaður É g hef tekið eftir því að nokkur uppkomin tombólubörn hafa undanfarið setið fyrir í mynda- tökum fyrir kynningarátakið Göngum til góðs sem Rauði kross Íslands stendur fyrir. Landssöfnunin Göngum til góðs fer fram næstu helgi þar sem safnað er fyrir innanlandsverkefnum Rauða krossins og í tilefni þess fékk einhver þessa smellnu hugmynd; að finna fréttatilkynningar úr gömlum dagblöðum þar sem tombólubörn eru mynduð þegar þau gefa Rauða krossinum ágóðann af tombólunni sinni. Þá hafa „gömlu“ tombólubörnin í framhaldinu mörg verið mynduð á ný eins og þau eru í dag – tvö, þrjú, fjögur eða fleiri saman á mynd eftir því hversu mörg tombólubörn stóðu vaktina sam- an. Ef allt hefði farið að óskum og eins og mann dreymdi væri til svona mynd af undirritaðri en hún er því miður ekki til þrátt fyrir að ég hafi lagt töluvert á mig til að eignast eina slíka. Það skal viðurkennt að trúlega var þetta ekki hreinræktuð hugsjón sem fékk mann til að ganga hús úr húsi og biðja fólk að gefa sér dót á tombólu til styrktar þeim sem minna mega sín. Það var þessi mynd sem margir félagar í hverfinu höfðu fengið af sér í blöðunum – sitjandi á tröppum með peningakrukkuna, tannlaus í úlpunum sínum. Englar á einni nóttu. Hús úr húsi hentist maður eins og vindurinn, bankaði á dyr og rogaðist heim með allt frá þjóðbúningadúkku upp í laskaðan skíðasleða. Þetta var merkt af kostgæfni með númerum og í hatt voru núm- er einnig sett og svo var dregið með happa- og glappa-aðferð upp úr hattinum eftir að bú- ið var að borga. Mér sýnist að flestar tomból- ur séu í dag meiri bein sölumennska þar sem maður fær að velja, sem er ekkert verra. Við vorum lukkuleg með ágóðann og skipu- lögðum för í kirkjuna til að afhenda hann. Höfðum heyrt að hverfiskirkjan gæti komið peningunum áleiðis til Hjálparstarfs kirkj- unnar, eða eitthvað þannig, það væri að minnsta kosti ein boðleiðin. Í kirkjunni beið okkar engin móttökunefnd og ekki var einni mynd smellt af. Þess í stað sátum við inni á skrifstofu prestsins og urð- um fljótt fremur niðurlút því presturinn var ekkert svakalega upprifinn yfir heimsókn okkar. Ábúðarfullur benti hann okkur vin- samlegast á, án þess að ræða fátæka fólkið frekar, að það mætti líka halda tombólur til að safna fé til styrktar byggingarfrakvæmdum og frágangi kirkjunnar sjálfrar og næsti tombólubaukur okkar mætti vel fara í það verk- efni. Auðvitað afhenti hann Hjálparstarfi kirkjunnar peninginn, en hvar var klappið á bakið fyrir þessa fá- dæma manngæsku okkar? Ég er ekki að réttlæta þessar móttökur en þarna feng- um við samt mátulega lexíu. Þetta sem maður hefur von- andi lært með tímanum. Að góðverk er ekki góðverk nema maður ætlist ekki til neins á móti. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexand- ersdóttir Pistill Glatað góðverk STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Lífsbaráttan er víða erfið ogheimur humla á Íslandivirðist þar ekki vera und-antekning. Þrjár algengar tegundir hafa heldur gefið eftir, en sú fjórða, rauðhumla, braggast vel, e.t.v. á kostnað hinna þriggja. Svipað virðist uppi á teningnum hjá geit- ungum, en aðeins ein tegund af fjór- um hefur suðað eðlilega á þessu sumri og virðast tvær vera horfnar með öllu. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun, fylg- ist grannt með lífinu í pödduheimum og heldur úti sérstakri fésbókarsíðu um þetta lífríki, Heimur smádýr- anna, auk þess sem margvíslegar upplýsingar er að finna á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. „Það er algengt að stærð stofna pöddutegunda sveiflist á milli ára og hjá humlunum virðist baráttan hafa verið hörð í sumar, ef ekki í lengri tíma. Þar er greinilega slegist um smjörið því þær sækja allar í blóma- hunang og frjókorn, sem er bæði bensín þeirra fullorðnu og næring fyrir lirfurnar sem verða næsta kyn- slóð,“ segir Erling. Hann segir ráðgátuna um vöxt og viðgang humlanna vera undarlega og málið verði tæpast skýrt alfarið með erfiðleikum vegna mikilla rign- inga sunnan- og vestanlands fram eftir sumri. Vissulega hafi margar plöntur átt erfitt vegna mikillar vætu á blómgunartíma og þá um leið fræv- ararnir, sem séu ekki eins duglegir í rigningu og í sól. Þetta dugi þó ekki til að skýra breytingarnar. Erfið samkeppni við frænkur „Við erum með nokkrar teg- undir af humlum hér á landi. Fyrst skal nefna þessa eldgömlu sem heitir móhumla og var hér út um allt og all- ir þekktu sem randaflugu eða villibý- flugu og gekk reyndar undir fleiri heitum. Hún finnst ekki í sama mæli og áður og rigningin skýrir varla fjarveru hennar vegna þess að það hefur áður rignt mikið í hennar tíð hér á landi. Ég held hins vegar að hún sé að verða illa úti í samkeppni við frænk- ur sínar. Móhumlan gerði það ágætt þangað til húshumlan kom til lands- ins fyrir 1980 og tók upp á þeim ó- skunda að fara út í náttúruna. Hún hélt sig ekki bara við garða í þéttbýli eins og margir nýbúar gera og húshumlan veitir móhumlunni greinilega harða samkeppni. Móh- umlan hefur verið á niðurleið um talsvert langan tíma, það lengi að maður er farinn að taka eftir því og hafa áhyggjur af henni. Garðhumlan er annað dæmi, en sú tegund kom til landsins um 1960 og átti hér lengi vel ansi góðan tíma. Hún hvarf síðan að miklu leyti eftir komu húshumlunnar og erfið rign- ingasumur á sama tíma, en hafði ver- ið að ná sér á strik þar til í sumar að við höfum ekki séð hana. Þessu til viðbótar úr humlu- heimum er að rauðhumla, sem fannst fyrst 2008, hefur náð sér einkar vel á strik, ef til vill á kostnað hinna teg- undanna. Baráttan er greinilega hörð og þar stendur rauðhumlan best að vígi í augnablikinu hver sem þróunin svo verður.“ Brest í uppskeru bláberja víða á Suðurlandi segir Erling að hugs- anlega megi rekja til fjarveru huml- anna að einhverju leyti. Almanna- rómur segi að bláberjalyng þurfi sólríkt sumar framan af til að geta þroskað ber. Fleira skipti þó máli því ef humlurnar séu ekki á ferðinni á blómgunartíma lyngsins verði minni frævun og því færri ber. Rauðhumlan stendur sig best í humluheimi Ljósmynd/Erling Ólafsson Rauðhumla Svo virðist sem hún hafi haft betur í lífsbaráttunni við frænkur sínar. Móhumla, sem oft var kölluð randafluga, hefur átt undir högg að sækja. „Hjá geitungum er líka eitt- hvað skrýtið í gangi,“ segir Er- ling. „Hingað voru komnar fjórar tegundir, en húsageit- ungur og roðageitungur virð- ast vera alveg horfnir af sjón- arsviðinu. Holugeitungur og trjágeit- ungur virtust hins vegar vera í góðum gír. Nú er staðan þann- ig að frá sjónarhóli trjágeit- ungs er staðan góð, en með það í huga að geitungar eru ekki sérstakir aufúsugestir hjá fólki þá er ástand holugeit- ungs gott frá okkar sjónarhóli séð. Satt best að segja veit ég ekki hvar hann hefur holað sér niður. Stærð stofnsins hefur sveiflast mikið frá aldamótum, en aldrei farið eins neðarlega og í sumar.“ Eitthvað skrýtið í gangi SVEIFLUR HJÁ GEITUNGUM Erling Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.