Morgunblaðið - 01.09.2014, Side 22

Morgunblaðið - 01.09.2014, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014 Guðjón ÖrnMagnússon,Mýramaður, er umsjónarkennari 7. bekkjar í Grunn- skóla Hornafjarðar og kennir nátt- úrufræði í unglinga- deildinni. „Þetta er mjög gefandi, en þó krefjandi starf,“ segir Guðjón, en á sumrin, þegar hann er ekki að kenna, er hann húsdýragarðs- stjóri í Hús- dýragarðinum í Hólmi á Mýrum í Hornafirði. Það á vel við að á stórafmælisdaginn fer 5. til 10. bekkur í Grunnskóla Hornafjarðar í gönguferð um heimasveit Guðjóns. „Nemendurnir í 5. til 10. bekk munu koma í gönguferð um mína heima- sveit, Heinabergs- svæðið, þar sem ég mun fræða þau um sveitina og staðhætti.“ Afmælinu verður síðan fagnað á flottum veitingastað. „Ég ætla að fara fínt út að borða um kvöldið. Ég hugsa að ég fari á veit- ingastaðinn Pakkhús á Höfn, sem er að mínu mati flottasti stað- urinn á Höfn, og fái mér humar.“ Guðjón þrífst mikið í tónlist. „Ég er mikið í söng, en ég er í Hornfirska skemmtifélaginu og við setjum alltaf upp haustsýn- ingar með ákveðnu þema og þemað í ár er sjómannalög. Söng- urinn er aðaláhugamálið mitt þessa dagana.“ Þá er hann mikill vínylplötusafnari. „Ég byrjaði að safna vín- ylplötum í ágúst í fyrra og á yfir 500 plötur,“ segir Guðjón, en hann á sérstaklega mikið af „progressive rock“ vínylplötum. isb@mbl.is Guðjón Örn Magnússon er 30 ára í dag Söngvari Guðjón er í Hornfirska skemmtifélag- inu og vinnur nú að haustsýningu félagsins. Mýramaður sem safnar vínylplötum Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Stefán Björn Stephen- sen hélt tombólu og seldi gamalt dót sem hann átti. Samtals safn- aði hann 2.019 krónum sem renna til hjálpar- starfs Rauða krossins. Hlutavelta S gurður Ágúst Þórarinsson fæddist 1. september 1964 á Húsavík en hefur alltaf búið á bænum Skarðaborg í Reykja- hverfi. „Ég gekk í skóla á Hafralæk í Aðaldal en eftir grunnskólann lauk formlegri skólagöngu. Maður ílengdist heima og fór í búskapinn.“ Sigurður vann einnig í sláturhúsinu á Húsavík í nokkur ár, byrjaði að vinna þar 15 ára gamall. Að öðru leyti hefur hann unnið við bústörfin á Skarðaborg. Skarðaborg er nýbýli, byggt árið 1949 út úr landi Skarða í Reykja- hverfi. Eigendur og ábúendur voru þá foreldrar Sigurðar, þau Þórarinn og Sigurveig. Foreldrar Þórarins, Jón Þórarinsson og Sólveig Unnur Jónsdóttir, bjuggu í Skörðum og hefur þessi jörð verið í eigu fjöl- skyldunnar frá árinu 1853. Í dag eru Skörð dvalarstaður ættingja þeirra hjóna Jóns og Sólveigar. Sigurður og Helga, kona hans, tóku formlega við búinu árið 1999 en þar áður hafði það verið fé- lagsbú. Á Skarðaborg eru um 800 vetrarfóðraðar kindur og markvisst hefur verið unnið að kynbótastarfi Sigurður Ágúst Þórarinsson, sauðfjárbóndi á Skarðaborg – 50 ára Fjölskyldan Samankomin í afmælisveislu þeirra hjóna síðastliðið laugardagskvöld. Er með átta hundruð vetrarfóðraðar kindur Kjötvinnslan í Skarðaborg Skarðaborg hefur verið í samtökunum Beint frá býli frá árinu 2010 og eru afurðir búsins hangikjöt, bjúgu, hakk, file o.fl. Ljósmynd/Lukasz Mahul Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. Verktakar – húsbyggjendur ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.