Morgunblaðið - 01.09.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 01.09.2014, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014 Með andláti Tommy Ramone í síð- asta mánuði var hljómsveitin The Ramones öll. Aðdáendur sveit- arinnar geta þó reynt að brosa í gegnum tárin því þótt meðlimirnir séu allir farnir yfir móðuna miklu þá heldur arfleifðin áfram. Í við- tali fyrir skemmstu við tímaritið Bollboard varpaði Jeff Jampol, annar umsjónarmaður eigna hljómsveitarinnar, því fram að bandaríski stórleikstjórinn Martin Scorsese hygðist leikstýra kvik- mynd um The Ramones. Scorsese er vel sjóaður í tónlist- arþenkjandi kvikmyndagerð en hann hefur meðal annars tæklað kvikmyndir um Bob Dylan, George Harrison og The Rolling Stones. Meðal annarra kvikmynda hans má nefna Taxi Driver, Rag- ing Bull og The Wolf of Wall Street. Auk kvikmyndarinnar um The Ramones mega áhangendur, að sögn Jampol, eiga von á heim- ildarmynd, bók, leikriti og endur- unninni tónlist sveitarinnar. dav- idmar@mbl.is Bíómynd Verk um sveitina The Ramones í leikstjórn Scorsese er í bígerð. Scorsese leikstýrir mynd um Ramones arsdóttur. Hvítt hrátt rýmið hentaði verkinu vel. Sviðsmyndin var mynd- bandsverk sem var varpað á gólfflötinn þar sem þau dönsuðu. Verkið var létt og ljúft en það vantaði nokkuð upp á frumleik- ann.    Í Kassa Þjóðleikhússins vorusýnd tvö sólóverk undir yfir- skriftinni Double Bill. Steinunn Ketilsdóttir steig fyrst á svið þar sem hún gerði heiðarlega tilraun til þess að opna sál sína. Verk hennar, sem nefnist This is it, er mjög persónulegt og það hefur líklega reynt mjög á listamann- inn að sýna það. Það var ekki beint uppbygging eða efnisþættir verksins sem gerðu það áhuga- vert, heldur tilraunin og ein- lægnin sem skein í gegn í fram- setningunni. Hún vann með þemu sem hún hefur fengist við í fyrri verkum sínum, en í þessum einleik tók hún efnið alla leið. Seinna verk sólótvennunnar Double Bill var verkið Saving History eftir Katrínu Gunn- arsdóttur. Í verkinu vinnur hún með spor sem hún fær að láni og gerir að sínum. Katrín notast við dansspor sem hafa haft áhrif á hana sem dansara og setur þau saman á nýjan hátt. Það var eng- in tónlist við verkið og lýsingin var eins frá upphafi til enda. Það var því líkami Katrínar og hljóðin sem hann framkallaði í hreyfingunni sem áttu fulla at- hygli viðstaddra. Þrátt fyrir gjörólíka úrvinnslu kallaðist verk Katrínar á við Second Hand T-Shirtology sem fjöldi við- staddra hafði séð deginum áður. Í verkinu bendir Katrín á það augljósa. Listin snýst ekki um það að finna upp hjólið, það er samsetningin sem skiptir höf- uðmáli. Stundum tekst það vel, stundum ekki. » Listin snýst ekkium það að finna upp hjólið, það er samsetn- ingin sem skiptir höf- uðmáli. Stundum tekst það vel, stundum ekki. Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Róðarí (Aðalsalur) Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Mið 24/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Kameljón (Aðalsalur) Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Petra (Aðalsalur) Fös 5/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Margt fólk skemmti sér á bæj- arhátíðum á Akureyri og í Mos- fellsbæ um helgina. Hátíðin Í túninu heima var haldin í Mosfellsbæ og var ánægja með veðurguðina fram eftir laugardags- kvöldi. Þá var að mestu þurrt, önd- vert við það sem óttast hafði verið, en eitthvað hefur trúlega dregið úr ánægjunni í gær. Á laugardags- kvöldið stigu systkinin Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigrún Hjálmtýs- dóttir á svið við fögnuð viðstaddra. Akureyrarvöku lauk í fyrrakvöld með gjörningi sem nefndist Frið- arvaka. Að loknum kraftmiklum tón- leikum í Listagilinu var fórnarlamba stríðsátaka minnst með kyrrð- arstund. Bæjarbúar röðuðu kertum í kirkjutröppurnar með aðstoð björg- unarsveita og dvöldu um stund í kyrrð. Allur ágóði af kertasölunni fer til PMRS, læknasamtaka sem starfa á Gaza-svæðinu. Á Akureyrarvöku var menningin í hávegum höfð og voru yfir 100 við- burðir víðsvegar um bæinn. Ak- ureyrarkaupstaður á 152 ára afmæli um þessar mundir og var þema vök- unnar ,,Almenning fyrir almenning“. Söngur, ást og friður á bæjarhátíðum Morgunblaðið/Þorgeir Friðarvaka Fórnarlamba stríðs- átaka minnst með kyrrðarstund. Morgunblaðið/Golli Söngur Systkinin Páll Óskar og Diddú Hjálmtýsbörn tóku lagið í Mosó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.