Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
Jólaeplin í ár gómsæt Jólin byrja snemma hjá þessum litla skógarþresti sem nartaði í gómsætt epli við kertaljós á skínandi skreytingu við Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit. Þar eru jól allt árið.
Skapti Hallgrímsson
Sjaldan ef nokkru
sinni hefur starfsstétt í
verkfallsaðgerðum not-
ið meiri samúðar og
stuðnings meðal al-
mennings og íslenskir
læknar. Það kemur
ekki á óvart enda hafa
Íslendingar metið
lækna meira og betur
en flesta aðra.
Um það verður ekki
deilt að íslenskir læknar hafa dreg-
ist aftur úr starfsbræðrum sínum í
nágrannalöndunum, bæði hvað
varðar kjör og allan aðbúnað. En
það á við um fleiri stéttir og ekki að-
eins innan heilbrigðiskerfisins.
Deilan virðist í vítahring og út úr
honum verði ekki brotist nema með
sameiginlegu átaki lækna og rík-
isins. Himinn og haf er á milli þess
sem ríkið hefur boðið og kröfugerð-
ar lækna. Til skamms tíma blasir sá
vandi við að fjárhagslegt bolmagn
ríkissjóðs til að bæta kjör lækna er
takmarkað. Verkefnið er enn flókn-
ara og erfiðara þegar reynsla umlið-
inna áratuga er höfð í huga. Aðrar
stéttir innan heilbrigðiskerfisins
munu illa sætta sig við lakari bót á
kjörum en þá er læknar ná fram.
Þannig fer boltinn af stað. Undir-
alda á almennum vinnumarkaði
eykur ekki svigrúmið.
Þjóðarsáttmáli
Til lengri tíma litið er nauðsyn-
legt að mörkuð verði sú stefna í
heilbrigðismálum að Ísland verði
samkeppnisfært við önnur lönd um
heilbrigðisstarfsfólk – hvort heldur
það eru læknar, hjúkrunarfræð-
ingar eða aðrir sérmenntaðir starfs-
menn. Slík stefna verður ekki mót-
uð né verður henni hrint í
framkvæmd nema að um hana ríki
sátt og að hún njóti víðtæks stuðn-
ings almennings.
Flest bendir til að góður jarð-
vegur sé fyrir einskonar þjóðarsátt-
mála um að tryggja samkeppn-
isfærni þjóðarinnar á sviði
heilbrigðismála, hvort heldur er
varðar kjör eða aðbúnað. Þetta er í
góðu samræmi við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks þar sem undir-
strikað er að íslenskt heilbrigð-
iskerfi verði „að vera samkeppn-
isfært við nágrannalönd um
tækjakost, aðbúnað sjúklinga og að-
stæður starfsmanna“.
Hvatar og breytt
fjármögnun
Samkeppnisstaðan
um starfskrafta lækna
og annarra heilbrigð-
isstarfsmanna verður
aðeins bætt til fram-
búðar ef hægt verður
að innleiða skyn-
samlega hvata inn í
kerfið, auka framleiðni
enn meira og meta ár-
angur og ávinning af
þjónustunni með nýj-
um hætti. Nauðsynlegt er að gjör-
breyta fjármögnun sjúkrahúsa og þá
ekki síst Landspítalans, beita for-
skrift og greiða fyrir unnin skil-
greind verk. Þannig verði horfið að
mestu af braut fastra fjárframlaga.
Með sama hætti verður að ákveða
framlög til rekstrar einstakra heil-
brigðisstofnana út frá íbúafjölda,
ýmsum lýðræði- og félagslegum
þáttum og tryggja jafnræði milli
landshluta og heilbrigðisumdæma.
Með þessu opnast nýir og auknir
möguleikar á að gera þjónustusamn-
inga við lækna um einstaka þætti
líkt og þekkist vel í þeim löndum
sem við viljum bera okkur saman
við. Takist samhliða að innleiða
greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigð-
isþjónustu gjörbreytist staðan jafnt
fyrir sjúklinga sem starfsmenn.
Breytingar af þessu tagi gerast
ekki á einni nóttu og verða ekki af-
greiddar eða ákveðnar við samn-
ingaborð ríkissáttasemjara og
lækna. En breytingarnar eru nauð-
synlegar með sama hætti og upp-
bygging Landspítalans er lífs-
nauðsynleg.
Skyldur ríkisins
Kjaradeila lækna og umræðan um
uppbyggingu Landspítalans undir-
strikar enn og aftur mikilvægi þess
að rétt sé staðið að ákvörðun um
hvernig takmörkuðum fjármunum
ríkissjóðs er varið. Þó að sitjandi
ríkisstjórn hafi rétt kúrsinn erum
við enn á villigötum.
Fyrir réttu ári hélt undirritaður
því fram, hér á þessum stað, að á Ís-
landi væri almenn sátt um grunn-
hlutverk ríkisins þótt deilt væri um
hversu langt skyldi ganga.
Grunnhlutverk (-skyldur) ríkisins:
Tryggir heilbrigðisþjónustu.
Tryggir menntun.
Ver mannlega reisn, aðstoðar þá
sem standa höllum fæti og hjálpar
fólki til sjálfshjálpar.
Tryggir innra og ytra öryggi
landsmanna – dómstólar, lögregla,
landhelgisgæsla.
Setur lög og reglur.
Sinnir samskiptum við önnur
lönd.
Tryggir innviði samgöngu-
kerfisins.
Þegar fyrirhuguð útgjöld rík-
issjóðs, samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi komandi árs, eru skoðuð
út frá ofangreindri skilgreiningu
kemur í ljós að nær 120 milljarðar
króna falla utan við grunnskyldur og
að auki renna rúmir 84 milljarðar í
fjármagnskostnað. Þannig fer um
þriðja hver króna í annað en standa
undir grunnskyldum ríkisins.
Breytt vinnubrögð
Til þess að ná árangri í rekstri rík-
isins, hvort heldur þegar kemur að
uppbyggingu velferðarkerfisins eða
jafnvægi í ríkisbúskapnum og nið-
urgreiðslu skulda, er nauðsynlegt að
breyta vinnubrögðum við fjár-
lagagerðina og fella úr gildi fjölda
laga sem binda hendur fjár-
málaráðherra og Alþingis.
Með nokkurri einföldun á að
skipta fjárlagagerðinni upp í þrennt:
1. Fjármögnun á grunnskyldum
ríkisins
2. Fjármagnskostnað
3. Fjármögnun á öðrum verk-
efnum.
Fyrsta verkefni fjárveitingavalds-
ins – Alþingis – er að tryggja fjár-
mögnun á öllum grunnskyldum rík-
isins. Að því loknu þarf þingið að
tryggja fjármuni til að greiða fjár-
magnskostnað en um leið leggja
grunn að róttækri lækkun skulda.
Þá standa eftir önnur verkefni sem
mörg hver eru mikilvæg, önnur síð-
ur og enn önnur eru hrein sóun fjár-
muna. Um fjárveitingar til þessara
verkefna geta þingmenn tekist á, en
þó aldrei fyrr en þeir hafa tryggt
fulla fjármögnun á grunnverkefnum.
Með vinnubrögðum af þessu tagi
verður betur tryggt en áður að fjár-
munum sé forgangsraðað með þeim
hætti sem almenningur – skattgreið-
endur – telur nauðsynlegt. Þá hefði
sérstök umræða á Alþingi um Rík-
isútvarpið, að ósk formanns Sam-
fylkingarinnar, verið látin bíða en
þingmenn þess í stað einbeitt sé að
málefnum heilbrigðiskerfisins. En
pólitískir tækifærisinnar reyna allt-
af að slá keilur. Þess vegna var kraf-
ist að árlega yrðu sett hundruð millj-
óna króna til viðbótar í rekstur
ríkisfjölmiðils auk þess sem rík-
issjóður yfirtæki milljarða skuldir.
Fjórum dögum síðar fóru læknar í
fyrsta skipti í verkfall.
Hvorki málshefjanda né öðrum
þingmönnum sem kröfðust aukinna
fjármuna til ríkisrekstrar fjölmiðils,
kom til hugar að hugsanlega mætti
nýta peningana með öðrum hætti.
Sama dag og umræðan um Rík-
isútvarpið fór fram birtist áhuga-
verð ábending í Viðskiptablaðinu.
113 milljarðar króna
Skattgreiðendur munu sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi greiða
nær þrjá milljarða til Ríkisútvarps-
ins á komandi ári. Ef framlag skatt-
greiðenda helst óbreytt um ókomna
tíð, er núvirði framlagsins til Rík-
isútvarpsins, m.v. við ávöxt-
unarkröfu lengstu skuldabréf rík-
issjóðs, um 113 milljarðar króna.
Það liggur fyrir að heildarkostnaður
við uppbyggingu Landspítala geti
orðið allt að 80 milljarðar.
Með öðrum orðum: Ef ríkið seldi
Ríkisútvarpið eða hreinlega gæfi
það starfsmönnum eða öðrum sem
hafa áhuga á, gæti ríkið hafist handa
við að reisa nýjan og fullkominn
Landspítala og jafnframt skuld-
bundið sig til styrkja innlenda dag-
skrárgerð um einn milljarð króna á
hverju einasta ári, án þess að auka
skuldbindingar eða skuldir ríkisins.
Forgangsröðun af þessu tagi má
varla ræða enda líkt og guðlast í
hugum þeirra sem telja ríkisrekna
fjölmiðlun heilaga. Verst er að millj-
arðarnir sem renna úr vasa skatt-
greiðenda til Ríkisútvarpsins eru
langt í frá eina dæmið um hvernig
vitlaust er gefið úr sameiginlegum
sjóði landsmanna.
Eftir Óla Björn
Kárason
» Breytingarnar ger-
ast ekki á einni nóttu
og verða ekki ákveðnar
við samningaborð rík-
issáttasemjara og
lækna. En breyting-
arnar eru nauðsynlegar.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks.
Læknadeila í vítahring – forgangsröðun og uppstokkun
Utan við grunnhlutverk ríkisins
hlutfall útgjalda sem eru utan við grunnhlutverk af
heildarútgjöldum ráðuneyta skv. fjárlagafrumvarpi
Skipting útgjalda
ríkissjóðs
2,6%
41,4%
33,3%
35,3
84,9%
26,6%
6,8%
34,8%
81,0%
Æðsta stjórn
Forsætisráðuneyti
Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Utanríkisráðuneyti
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti
Innanríkisráðuneyti
Velferðarráðuneyti
Fjármálaráðuneyti
Umhverfisráðuneyti
Vaxtakostnaður
13,8%
Grunnhlutverk
66,5%
Utan
grunnhlutverks
19,7%