Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
FRAKKAR – KÁPUR – ÚLPUR
Við hreinsum
yfirhöfnina
fyrir veturinn
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380
BRÁÐSKEMMTILEG
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Ísl. tal
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
16
L
FURY Sýnd kl. 7-10
BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50-8-10:10
KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5
TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND
UM EINKASPÆJARA SEM
FLÆKIST INN Í HEIM
EITURLYFJASALA
LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON
-H.S., MBL
verður síðan nokkurs konar skjól
Kötu þar sem hún missir tökin eftir
lyfjaneyslu og fer inn í annan heim.
Margir samtímamenn og -konur
eru nefnd á nafn, ýmist beint eða
óbeint. Rithöfundurinn Jón Kalman
kemur mikið við sögu, bækur hans
veita Kötu huggun á meðan hún
veit ekki um afdrif dóttur sinnar og
að auki dúkkar hann upp við hinar
ýmsu aðstæður. Þessi notkun á lif-
andi rithöfundi sést sjaldan í ís-
lenskum skáldverkum og erfitt að
segja til um hver tilgangurinn er
með því. Reyndar er Jón ekki eini
höfundurinn sem birtist á síðum
bókarinnar því Þórdís Elva Þor-
valdsdóttir, höfundur bókarinnar Á
mannamáli þar sem fjallað er um
kynferðislegt ofbeldi, kemur líka við
sögu og einnig blaðamaðurinn Jak-
ob Bjarnar. Sumar persónur eru
undir dulnefni, eins og t.d. ritstjóri
tímaritsins Nýtt líf og banamenn
Völu hafa óneitanlega skírskotun til
þekktra persóna úr samtímanum.
Sjálfur hefur Steinar Bragi sagt í
viðtölum að honum þyki tölur um
kynferðislegt ofbeldi og nauðganir á
Íslandi sláandi. Alvarlegt sé í
hversu fáum slíkum málum sé sak-
fellt. „Ef einn af hverjum fjórum
drengjum/körlum yrði fyrir kyn-
ferðisofbeldi á ævinni – hvað þá?
(…) Þá yrðu sett herlög í landinu,
útgöngubann eftir klukkan átta, Vi-
agra innkallað úr apótekum, dauða-
refsing við klámframleiðslu, bann
við ofdrykkju kvenna (…), lögregla
á hverju götuhorni.“ (246)
Og hvernig bók er svo Kata? Er
hún hefndardrama í anda Hamlets?
Spennutryllir, eins og segir í aug-
lýsingunum um bókina eða kannski
hversdagssaga úr bláköldum veru-
leikanum? Kata er þetta allt og
meira til. Ofbeldi gagnvart konum
og það sinnuleysi sem hefur verið
ríkjandi gagnvart þessum mála-
flokki er gegnumgangandi. En
þetta er líka saga um glæpi, rann-
sókn þeirra og þau áhrif sem glæpir
hafa. Þetta er líka saga um fólk í
leit að sjálfu sér.
Kraftmikil bók sem æðir áfram
með vænum skammti af þjóðfélags-
rýni og tekur lesandann með sér í
ferð þar sem engum er hlíft og
engu eirt. Það, að Kata skuli gefast
upp fyrir ofbeldinu í samfélaginu og
ákveða að beita því sjálf, vekur
ýmsar spurningar. Kannski að-
allega þessa: er ofbeldi einhvern
tímann réttlætanlegt?
Morgunblaðið/Ómar
sem engum er hlíft
Heiðrún
Ólafsdóttir
Matthías
Johannessen
Guðmundur S.
Brynjólfsson
Bjarni
Harðarson
frá Tannastöðum.“ Þegar eru
komnar út barnabækurnar Mía
kemur í heiminn eftir Lovísu Mar-
íu Sigurgeirsdóttur og Hatturinn
frá Katalóníu eftir Ólöfu Völu
Ingvarsdóttur.
Fyrr í haust komu út skáldsög-
urnar Gosbrunnurinn eftir Guð-
mund S. Brynjólfsson og Mörður
eftir Bjarna Harðarson og Leið
eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur. Einnig
hafa komið út ljóðabækurnar Mús-
in sem gelti á alheiminn eftir Rus-
sel Edson í þýðingu Óskars Árna
Óskarssonar, 52 sonnettur eftir
Þórð Helgason og Ódáinsepli eftir
Margréti Þ. Jóelsdóttur. Orkneysk-
ar þjóðsögur komu út á liðnu
hausti en þeim safnaði Tom Muir
og Jóna Guðbjörg Torfadóttir
þýddi. Nýverið kom úr prentun
bókin Gamansögur úr Árnesþingi
sem Jóhannes Sigmundsson hefur
tekið saman. Þá eru væntanlegar
úr prentun Króníka úr Biskups-
tungum eftir Bjarna Harðarson, en
þar er rakin 100 ára ættarsaga
mektarfólks frá Vatnsleysu. „Bók-
in dregur upp hvernig nútíma-
samfélag verður til þar sem þeir
íhaldssömu leiða byltingu nýrra
tíma.“ silja@mbl.is
„Bland í poka á miðvikudegi“ er yfirskrift tónleika Jó-
hanns Friðgeirs tenórs og Jónasar Þóris kantors í Bú-
staðakirkju í dag kl. 12.10. „Á efnisskránni eru valdar
perlur sem fluttar eru við íslenskar kirkjulegar athafn-
ir alveg frá háklassískum verkum til frægra dægurslag-
ara,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Tónleikarnir eru lokatónleikar í listamánuði Bú-
staðakirkju, en þetta eru fjórðu hádegistónleikar októ-
bermánaðar í Bústaðakirkju. Vakin er athygli á því að
aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á súpu og
brauð að tónleikum loknum.
Bland í poka í Bústaðakirkju í dag
Jóhann Friðgeir
Valdimarsson
Söngvarinn Þorvaldur Halldórsson heldur upp á sjö-
tugsafmæli sitt í kvöld með afmælistónleikum í Graf-
arvogskirkju sem hefjast kl. 20.30. Þorvaldur mun á
þeim rifja upp helstu lögin af ferli sínum, allt frá fyrsta
laginu sem hann söng opinberlega, lögin með hljóm-
sveit Ingimars Eydal og til laga sem hann hefur samið
og sungið allt til dagsins í dag, að því er fram kemur í
tlkynningu. Má þar m.a. nefna lagið „Á sjó“ sem líklega
er það þekktasta með Þorvaldi og aðeins á færi hyl-
djúpra bassa að ná neðstu tónunum í því.
Þorvaldur fæddist 29. október 1944 og á ættir sínar
að rekja til Siglufjarðar. Árið 1965 söng hann sitt
fyrsta lag inn á plötu, „Á sjó“, með hljómsveit Ingimars
Eydal og sló í gegn. Platan seldist eins og heitar lumm-
ur og í kjölfarið fylgdu fleiri smellir, að því er fram
kemur á vefnum Tónlist.is. Þorvaldur er enn virkur í
tónlistarflutningi og þá einkum á kirkjulegum vett-
vangi.
Þorvaldur fær valinkunna söngvara og hljóðfæra-
leikara til liðs við sig í kvöld. Helena Eyjólfsdóttir mun
taka lagið með honum og munu þau m.a. rifja upp
nokkra dúetta. Sonur Þorvalds og nafni mun syngja á
tónleikunum og eiginkona afmælisbarnsins, Margrét
Scheving, Kristjana Stefánsdóttir, Gísli Magnason, Alla
Þorsteins og Páll Magnússon. Á tónleikunum leikur
hljómsveit og hana skipa Gunnar Gunnarsson á píanó
og hljómborð, Jón Rafnsson á bassa, Sigurður Flosason
á saxófón og klarinett, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar
og Hannes Friðbjarnarson á trommur.
Sjötugsafmælistónleikar
Söngelsk Þorvaldur Halldórsson bassasöngvari með
eiginkonu sinni, Margréti Scheving, á góðri stund.