Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjáreignir fjármálafyrirtækja námu
alls 14.778 milljörðum króna í lok
síðasta árs og voru eignir fjármála-
fyrirtækja í slitameðferð þar af
3.220 milljarðar króna. Þetta kemur
fram í greiningu Hagstofu Íslands
sem gefur nú út í fyrsta sinn heild-
stætt kerfi fjármálareikninga fyrir
Ísland fyrir árin 2003–2013.
Þar sem fastafjármunir eru ekki
með í þessum reikningum notar
Hagstofan hugtakið fjáreignir.
Til að setja 14.778 milljarða í sam-
hengi er áætlaður hluti ríkisins af
rekstrarkostnaði Landspítalans í
fjárlögum 2015 um 45 milljarðar.
Fjáreignir fjármálafyrirtækja voru
því ríflega 328 sinnum hærri.
Heildarfjáreignir í fjármálageir-
anum eru bornar saman við heildar-
fjáreignir ríkisins í grafi hér til hlið-
ar. Þar má m.a. sjá að heildar-
fjáreignir fjármálafyrirtækja í
slitameðferð voru ríflega 3.220 millj-
arðar um síðustu áramót, eða um
þrefaldar heildarfjáreignir ríkisins.
Fjáreignir erlendra aðila innan ís-
lenska hagkerfisins námu 12.929
milljörðum króna í árslok 2013 og
var það 690% af landsframleiðslu,
eða nærri sjöföld landsframleiðsla.
Spurð um nýmæli í þessari
samantekt segir María Finnsdóttir,
sérfræðingur á þjóðhagsreikninga-
deild Hagstofu Íslands, að nú sé búið
að einangra eignarhaldsfélögin út úr
öðrum fyrirtækjum. Um er að ræða
svonefnd bundin fjármálafyrirtæki,
sem er þýðing á erlendu hugtaki [e.
captive financial institutions]. Lána-
skuldir þeirra urðu mestar árið
2009, eða samtals 2.623 milljarðar,
og höfðu hækkað frá árinu 2007 um
tæpa 270 ma. kr. er þær stóðu í 2.354
ma. kr. Árið 2008 var hlutafé og eig-
ið fé slíkra félaga 2.554 milljarðar.
Eignabruni eignarhaldsfélaga
Til samanburðar var hlutafé og
annað eigið fé slíkra félaga metið á
3.482 milljarða í árslok 2007, sem var
1.128 milljarða umfram lánaskuldir.
Með öðrum orðum lækkaði
hlutafé og annað eigið fé íslenskra
eignarhaldsfélaga um 928 milljarða
milli ára 2007 og 2008. Lækkunin
hélt áfram 2009, þá lækkaði hlutafé
og annað eigið fé um 1.290 milljarða
og var komið niður í 1.264 ma. í árs-
lok 2009. Allar þessar tölur eru á
verðlagi hvers árs og miðast við ára-
mót.
„Eitt af því sem sérkennir ís-
lenska hagkerfið eru eignarhalds-
félögin fyrir og eftir hrun og gífurleg
eignasöfnun þeirra fyrir fjármála-
hrunið, þegar eignarhaldsfélögin
fóru að stækka og þeim að fjölga.
Það er kortlagt með þessum tölum,“
segir María.
Spurð út í áætlaðar heildarfjár-
skuldbindingar fjármálafyrirtækja í
slitameðferð segir María að skráðar
skuldir á efnahagsreikningi þeirra
séu að mestu leyti bundnar við er-
lenda kröfuhafa. Hér séu lagðar
fram samanlagðar tölur eins og þær
birtast á efnahagsreikningi þeirra.
„Ljóst er að skuldastaðan breytist
mikið í fjármálareikningum þegar
búið er að gera upp gömlu bankana,“
segir María.
Heildarfjáreignir fjármálafyrir-
tækja voru 464% af vergri lands-
framleiðslu árið 2003 og stighækkaði
síðan hlutfallið í 1.468% árið 2007.
Það þýðir að heildareignir fjármála-
fyrirtækja voru þá tæplega fimm-
tánföld landsframleiðsla. Hlutfall
eignanna hrundi niður í 1.013% 2008
og hefur síðan lækkað ár frá ári í
789% í árslok 2013. Eignirnar voru
því tæplega áttföld landsframleiðsla
síðustu áramót. Hlutfallslega eru
þær því um 70% meiri en þær voru
2003.
Fjármálakerfið enn stórt
Segir á vef Hagstofunnar að Ís-
land sé enn með eitt „umfangsmesta
fjármálakerfi“ Evrópu, þrátt fyrir
að það hafi minnkað á síðustu árum.
Heildarfjárskuldbindingar fjár-
málafyrirtækja voru 468% af lands-
framleiðslu árið 2003 og jukust í
1.633% árið 2008, er þær náðu há-
marki. Þær hafa síðan lækkað og
voru 1.088% af landsframleiðslu um
síðustu áramót, eða tæplega ellefu-
föld landsframleiðsla. Hlutfall slíkra
skuldbindinga hjá fjármálafyrir-
tækjum var því meira en tvöfalt
hærra um áramótin en í árslok 2003.
Eins og fram kemur á grafinu hér
fyrir ofan voru fjárskuldbindingar
fjármálafyrirtækja í slitameðferð
um 9.705 milljarðar um síðustu ára-
mót. Samkvæmt talnaefni Hagstof-
unnar voru þar af 914,6 milljarðar á
formi sjóða og innstæðna og tæpir
5.169 milljarðar á formi verðbréfa,
annarra en hlutabréfa. Segir María
að þar sé einkum um skuldabréf að
ræða, sem séu að stærstum hluta í
eigu erlendra kröfuhafa þrotabúa
bankanna. Lánaskuldbindingar fjár-
málafyrirtækja í slitameðferð voru
3.512 milljarðar um síðustu áramót
en viðskiptaskuldir 110,4 ma.
Nær sjöföld landsframleiðsla
Fjáreignir erlendra aðila innan íslenska hagkerfisins námu 12.929 milljörðum í árslok 2013
Hagstofa Íslands birtir nýtt yfirlit yfir gríðarlegan eignabruna eignarhaldsfélaga í hruninu
Samanburður á heildarfjáreignum
Staðan í árslok 2013 í milljónum króna
16.000.000
14.000.000
12.000.000
10.000.000
8.000.000
6.000.000
4.000.000
2.000.000
0
Fjármála-
fyrirtæki
Innláns-
stofnanir
Verðbréfa-,
fjárfestinga-
og
fagfjárfesta-
sjóðir
Önnur
fjármála-
fyrirtæki
Fjármála-
fyrirtæki
í slita-
meðferð
Lífeyris-
sjóðir
Ríkið
Heimild: Hagstofa Íslands/fjármálareikningar 2003-2013
14
.7
77
.8
82
3.
08
1.
78
7
59
1.
57
6
1.
36
1.
51
3
3.
22
0.
71
5
2.
70
1.
77
7
1.
06
2.
14
1
Hjá erlendum
kröfuhöfum
» Á vef Hagstofunnar segir að
fjárskuldbindingar fjármála-
fyrirtækja í slitameðferð hafi
numið 9.705 mö. í árslok 2013
og hafi að mestu verið bundn-
ar við erlenda kröfuhafa.
» Heildarfjáreignir innlendra
efnahagsgeira námu 1.289%
af landsframleiðslu í árslok
2013.
Heildarfjáreignir og fjárskuldbindingar fjármálafyrirtækja í milljónum króna
Stofnstærðir 31.12. hvert ár – á verðlagi hvers árs
Eignir Eignir EignirEignir Eignir
Fjárskuld-
bindingar
Fjárskuld-
bindingar
Fjárskuld-
bindingar
Fjárskuld-
bindingar
Fjárskuld-
bindingar
Fjármálafyrirtæki Innlánsstofnanir
Verðbréfa-, fjárfestinga- og
fagfjárfestasjóðir Önnur fjármálafyrirtæki
Fjármálafyrirtæki í
slitameðferð
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
4.029.804
5.845.462
9.061.131
13.624.980
20.164.674
15.679.747
14.464.370
13.933.155
14.890.074
14.688.960
14.777.882
200.336
275.974
371.718
453.898
696.758
212.133
195.243
284.248
516.302
563.026
591.576
1.467.839
2.217.658
3.983.466
6.323.771
9.631.722
3.837.720
3.010.208
2.751.379
2.871.982
2.945.598
3.081.787
741.432
881.541
1.053.078
1.440.344
1.210.996
1.462.846
1.489.524
1.434.676
1.402.636
1.381.390
1.361.513
..
..
..
..
..
2.883.138
3.578.072
3.272.072
3.066.670
3.294.058
3.220.715
4.065.310
5.857.341
9.154.940
14.394.458
20.152.647
25.270.450
24.305.917
22.474.761
22.066.784
20.588.417
20.386.906
200.477
276.574
382.146
453.903
696.758
212.133
195.242
284.249
370.674
415.511
461.632
1.476.604
2.236.197
3.883.949
6.335.753
9.699.061
4.347.825
3.066.060
2.881.350
3.059.058
3.063.945
3.149.437
688.789
861.002
1.026.395
1.305.657
1.296.988
1.340.628
1.256.809
1.205.995
1.178.915
1.168.124
1.162.731
..
..
..
..
..
11.503.457
12.454.931
11.733.705
10.409.991
10.241.700
9.705.381
Heimild: Hagstofa Íslands/fjármálareikningar 2003-2013
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavík séð frá Höfðatorgi Greining Hagstofu Íslands sýnir m.a. eignir
erlendra kröfuhafa vegna fjármálafyrirtækja sem eru í slitameðferð.
Af 2.885 starfandi hjúkrunarfræð-
ingum í Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga geta 900 farið á eftirlaun á
næstu þremur árum og 630 á næstu
tveimur árum. Þetta kom fram í
máli Ólafs G. Skúlasonar, formanns
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, á málþingi á vegum Samtaka
fyrirtækja í velferðarþjónustu í gær.
„Á þessum þremur árum getur einn
þriðji starfandi hjúkrunarfræðinga
farið á eftirlaun, kjósi þeir svo. Sam-
kvæmt mannaflaspá sem við gerðum
árið 2007 útskrifum við 145 hjúkr-
unarfræðinga á ári sameiginlega
bæði úr Háskóla Íslands og Háskól-
anum á Akureyri. Það gerir um 435
hjúkrunarfræðinga á þessum þrem-
ur árum. Það sjá því allir að við mun-
um ekki ná að mennta helminginn af
þeim fjölda sem má fara á eftirlaun,“
sagði Ólafur G. í ávarpi sínu. Í fyrra
útskrifuðust 134 hjúkrunarfræð-
ingar og segir Ólafur að átaks sé
þörf til að fá ungt fólk til þess að
hefja nám í hjúkrunarfræði.
Þriðjungur getur
farið á eftirlaun á
næstu þremur árum
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.