Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Sagnabálkur Elís Freyssonaraf þeim heimi sem varð tilvið Sundrunguna, þegargamla heiminum var eytt og nýr varð til, verður umfangs- og áhrifameiri með hverri bók, auk- inheldur sem Elí fer fram sem rit- höfundi. Fyrst í sagna- bálkinum var Meistari hinna blindu sem kom út fyrir þremur árum, þá kom Ógnarmáni, og svo kallið og nú Kistan. Í fyrstu bók- inni var Mikael aðalpersóna, í ann- arri var það Kody en í þeim tveim sem síðast komu er höfuðpersónan unglingsstúlkan Katja sem hefur þá köllun að berjast við hið illa, enda er hún ein af Rauðkuflunum ofurmann- legu. Fyrsta bókin hófst þar sem læri- meistari birtist Kötju og tekur hana að sér, kennir henni að verða víga- maður. Í þeirri bók var mikil áhersla lögð á þjálfun Kötju, en minni í inn- viði hennar, við fengum ekki nógu skýra mynd af persónunni. Í Kist- unni leggur Elí meira í persónu- sköpun með góðum árangri og glíma Kötju við örlög sín er trúverðug – það hvernig hún tregar hlutskipti sitt að vissu leyti, það að geta ekki verið venjuleg, en að sama skapi skilur maður kraftinn sem drífur hana áfram í baráttunni gegn myrk- um öflum. Eins og ég nefndi í upphafi fer Elí fram með hverri bók og þá ekki bara í persónusköpun, heldur verður flétta sögunnar þéttari og hnitmið- aðri – nánast hvert atvik í bókinni skipti máli varðandi framvindu hennar og smám saman raknar úr flækjunni með spennuþrungnum köflum og hrikalegri orrustu í lokin – þessi bók er ekki fyrir myrkfælna. Ekki er nauðsynlegt að hafa lesið allar bækurnar til að átta sig á sögu- sviðinu, en það var óneitanlega gam- an að sjá gamlan kunningja úr fyrstu bókunum tveim birtast í bók- inni þó að hann hafi ekki gegnt veigamiklu hlutverki. Kápa bók- arinnar er listavel gerð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Spenna Elí fer fram með hverri bókinni sem hann skrifar um heim- inn sem varð til við Sundrunguna. Ævintýri Kistan bbbnn eftir Elí Freysson. Höfundur gefur út. 269 bls. kilja. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Ekki fyrir myrkfælna Mosfellsbær stendur fyrir haustmenningarhátíð sem hefst í dag og stendur til laugardags. Á næstu dögum verður boðið upp á ýmsa tónlistar- og menningar- viðburði þar sem mosfellskir listamenn koma fram og er aðgangur ókeypis á alla viðburði. Í kvöld kl. 20 verður svonefnt Laxnesskvöld í Lága- fellskirkju þar sem fram koma m.a. söngvararnir Diddú og Einar Clausen, Matthías Stefánsson á fiðlu, Bjarki Bjarnason rithöfundur, Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum, og kirkjukórinn. Annað kvöld kl. 20 sýnir Jeanne Bøe einleik sinn Með tröll í hjarta sem byggist á Pétri Gaut eftir Henrik Ib- sen. Einleikurinn verður fluttur á ensku í Bæjarleik- húsinu í Mosfellsbæ. Bøe lærði leiklist við The Aca- demy of Live and Recoded Arts í London og hefur komið fram víðsvegar um heim. Hún er frá Skien sem er vinabær Mosfellsbæjar í Noregi. Föstudaginn 31. október les Sara Hrund fyrir börn á jarðhæð í Kjarnanum í Þverholti 2 milli kl. 16 og 17. Sama kvöld kl. 20 flytur Jeanne Bøe fyrrnefndan ein- leik á norsku í Þjóðleikhúskjallaranum í samstarfi við norska sendiráðið. Laugardaginn 1. nóvember kennir Ragnheiður Jó- hannsdóttir byrjendum að hekla frostrós á Bókasafni Mosfellsbæjar milli kl. 12.30 og 16.30. Áhugasamir þurfa að skrá sig með því senda tölvupóst á netfangið mos@mos.is. Haustmenningarhátíð hefst í dag Fjölhæf Norska leikkonan Jeanne Bøe flytur einleik sinn um Pétur Gaut bæði á ensku og norsku. Interstellar, kvikmynd Christopher Nolan sem tekin var upp að hluta hér á landi, verður frumsýnd í Bandaríkjunum 7. nóvember nk. og er nú farin að birtast gagnrýni um hana, m.a. í Variety, Hollywood Re- porter, Time Out London, Tele- graph og Guardian. Flestir gagn- rýnendur eru ánægðir með myndina og þá sérstaklega rýnar Time Out London og Variety. Myndin er með meðaltalseinkunn- ina 77 af 100 á vefnum Metacritic. Interstellar almennt vel tekið Geimferð Matthew McConaughey á íslenskum jökli í Interstellar. Tæplega 300 ungmenni skráðu sig í söngkeppnina Jólastjarnan en skráningu lauk fyrir helgi. Dóm- nefnd keppninnar hóf störf í gær og mun sigurvegarinn, Jólastjarnan 2014, syngja á jólatónleikum Björg- vins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, 13. desember í Laug- ardalshöll. Ungmenni 16 ára og yngri geta tekið þátt í keppninni sem er nú haldin fjórða árið í röð. Þátttakendur sendu inn myndbönd af sér að syngja og mun dómnefnd- in fara yfir þau og velja úr tíu bestu söngvarana. Söngvararnir tíu verða boðaðir í prufur. Sýnt verður frá keppninni í þætt- inum Ísland í dag á Stöð 2. Í dóm- nefnd sitja Björgvin Hall- dórsson, leik- stjórinn Gunnar Helgason og Jólagestirnir Gissur Páll og Jóhanna Guðrún. Um 300 ungmenni í Jólastjörnunni Björgvin Halldórsson Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku. Kenneth Máni (Litla sviðið) Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k. Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Sun 23/11 kl. 20:00 aukas. Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Gaukar (Nýja sviðið) Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Sun 9/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00 Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Sun 30/11 kl. 20:00 Fim 6/11 kl. 20:00 13.k. Fim 20/11 kl. 20:00 Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur Beint í æð (Stóra sviðið) Mið 29/10 kl. 20:00 Forsýning Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Lau 22/11 kl. 20:00 14.k. Fim 30/10 kl. 20:00 Forsýning Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k. Fös 31/10 kl. 20:00 Frumsýning Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Lau 1/11 kl. 20:00 2.k. Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fös 28/11 kl. 20:00 17.k. Sun 2/11 kl. 20:00 3.k. Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 20:00 18.k. Þri 4/11 kl. 20:00 4.k. Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Mið 5/11 kl. 20:00 5.k. Fim 20/11 kl. 20:00 12.k. Fim 6/11 kl. 20:00 6.k. Fös 21/11 kl. 20:00 13.k. Forsala í fullum gangi - Frumsýning 31. október Gaukar –★★★★ , A.V. - DV Musteri lifandi steina er ný bók þar sem saga frímúrara er rakin og siðum þeirra lýst í máli og myndum. Bókin skýrir margt í starfi þeirra sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings á Íslandi. Frímúrarar hafa löngum verið sveipaðir dul og því orðið upp- spretta ýmissa misjafnra sagna og ranghugmynda. Musteri lifandi steina er fyrsta bókin á íslensku um sögu frímúrara, uppruna, þróun, siðaathafnir, táknfræði og hugsjónir. Njörður P. Njarðvík og Bera Þórisdóttir eru höfundar bókarinnar. nbforlag.com Musteri lifandi steina Bók um sögu og siði frímúrara Hvað erfrímúrari? ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Fim 30/10 kl. 20:00 Útlenski drengurinn (Aðalsalur) Sun 16/11 kl. 15:00 Lau 22/11 kl. 14:00 Fim 4/12 kl. 20:00 Fös 21/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00 GOOD/BYE + this is it (Aðalsalur) Fim 6/11 kl. 20:00 Sun 9/11 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 14:00 Lau 15/11 kl. 14:00 Coming Up (Aðalsalur) Lau 15/11 kl. 20:00 Sun 23/11 kl. 20:00 Útgáfutónleikar Siggu Eyrúnar (Aðalsalur) Lau 22/11 kl. 20:00 Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós) Fös 31/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.