Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir. Meðferðin tekur 30-45 mínútur. HYDRADERMIE LIFT Andlitslyfting án skurðaðgerðar! Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur: Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044 Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070 Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025 Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262 Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791 GK snyrtistofa – s. 534 3424 Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120 Dekurstofan – s. 568 0909 Guinot-MC stofan – s. 568 9916 Snyrtistofan Þema – s. 555 2215 Snyrtistúdíó Önnu Maríu – s. 577 3132 SG snyrtistofa – s. 891 6529 Landið: Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616 Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200 Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700 Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867 Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366 www.guinot.is HYDRADERMIE LIFT Andlitslyfting án skurðaðgerðar! Með 6 meðferðum í Hydradermie Lift fylgir andlitskrem að andvirði 7.200 kr. Skipholti 50d | 105 Reykjavík | Sími 553 5044 | gydjan@gydjan.is Tilboðið gildir út nóvember. Ljósmynd/Anna Kristín Arnardóttir Dark Þema síðasta tölublaðs Dea Magazine var Dark. Hér má sjá eina af þeim myndum og tónar hún ágætlega við Hrekkjavökuna sem er á morgun. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við hvetjum fólk til að hittaokkur fyrir myndatökunaí smáspjall svo við getumaðeins fengið að kynnast þeim, þannig getum við nálgast það með myndavélinni á persónulegri hátt,“ segir Heiðdís Gunnarsdóttir ljósmyndari en hún og kærasti hennar, Styrmir Kári, sem líka er ljósmyndari, taka að sér að mynda ástfangið fólk, hvort sem það er að gifta sig, trúlofa eða fagna ástinni á einhvern annan hátt. „Við Styrmir Kári höfum ferðast saman um allt Ísland með myndavélarnar í far- teskinu, enda fyllir íslensk náttúra okkur andagift. Fyrir okkur er ljós- myndun frábær leið til að svala for- vitni okkar og búa til sögur. Okkur finnst skemmtilegt að kynnast nýju fólki og öllu því sem heillar það í líf- inu og takast svo á við það ögrandi verkefni að segja sögu þess í mynd- um. Bestu sögurnar eru stútfullar af tilfinningum og þess vegna er frá- bært að mynda ástfangið fólk, slíkar myndir verða alltaf kraftmiklar.“ Gifting á fjallstindi Heiðdís og Styrmir Kári fara saman í myndatökurnar, annað þeirra myndar brúðina og hitt brúð- gumann. „Með því að vera tvö í myndatökunni fáum við fjölbreyttari sjónarhorn. Við fylgjum brúðhjón- unum allan daginn, líka í undirbún- ingnum en í þeim myndum er oft mikil stemning,“ segir Heiðdís og bætir við að þau Styrmir Kári vilji líka gjarnan sinna myndatökum sem eru á einhvern hátt öðruvísi en venjulega, til dæmis gifting á fjalls- tindi, í hlöðu eða að heiðnum sið. Frábært að mynda ástfangið fólk Ljósmyndaparið Heiðdís og Styrmir Kári fara tvö saman þegar þau mynda ást- fangið fólk, þannig fá þau fleiri sjónarhorn og geta fylgt báðum aðilum eftir. Heið- dís gefur líka út ljósmyndatímarit á netinu til að gefa ungum ljósmyndurum tæki- færi til að kynna sig fyrir veröldinni. Kínverjar eru duglegir að skoða myndirnar. Ástin blómstrar Heiðdís og Styrmir fóru á Snæfellsnes með Hrefnu og Kalla til að mynda þau í haustlitum í seiðandi náttúrunni þar. Óp-hópurinn er félagsskapar nokk- urra óperusöngvara sem hófu sam- starf fyrir nokkrum árum og halda reglulega tónleika. Hópurinn hefur ráðist í krefjandi verkefni undanfarin misseri, m.a. uppsetningu ópera og styttri sýninga. Á morgun, fimmtu- dag, ætla nokkrar úr hópnum, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Erla Björg Káradóttir sópran, Hörn Hrafnsdóttir messósópran og Jóhanna Héðins- dóttir messósópran, að halda tón- leika undir heitinu Dúettadýrð, í Salnum í Kópavogi kl. 20. Gesta- söngvarar verða Jóhann Smári Sæv- arsson bass-bariton, Egill Árni Páls- son tenór, Rannveig Káradóttir sópran og píanistinn Hrönn Þráins- dóttir. Þau ætla að flytja marga af fallegustu dúettum óperubók- menntanna. Vefsíðan www.op-hopurinn.is Glæsileg Gestasöngvararnir Jóhann og Egill ásamt nokkrum af söngkonunum. Dúettadýrð á einni kvöldstund Opið hús verður í Bláa lóninu Lækn- ingalind í tilefni af alheimsdegi Psori- asis í dag frá kl. 14 til 20. Gestum gefst kostur á að koma og kynna sér Bláa lóns-psoriasis- meðferðina og aðstöðuna í Lækn- ingalindinni. Einnig verður kynning á Blue Lagoon-meðferðarvörum en þær eru mikilvægur hluti af Bláa lóns- psoriasismeðferðinni. Hún er einstök náttúruleg meðferð sem byggist á lækningamætti jarðsjávar Bláa lóns- ins. Náttúrulegt umhverfi, ferskt loft, hreint vatn og Blue Lagoon-húðvörur leika einnig mikilvægt hlutverk í meðferðinni. Meðferðin er viður- kenndur meðferðarvalkostur hjá ís- lenskum heilbrigðisyfirvöldum og hefur verið veitt um árabil. Endilega … … kíkið við í Lækningalind Morgunblaðið/Árni Sæberg Bláa lónið Alheimsdagur psoriasis. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.