Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þegar ég vel saman verk á efnisskrá tónleika
horfi ég auðvitað til þess hversu vel verkin
passa saman, hvernig þau kallast á og mynda
jafnframt nauðsynlegt mótvægi hvert við ann-
að. En hins vegar stjórnast ég ekki af vitrænni
hugsun einni saman heldur fylgi tilfinningum
mínum og stjórnast þannig af brennandi þörf
fyrir að leika tiltekin verk,“ segir argentínski
píanóleikarinn Nelson Goerner um efnisskrá
tónleika sinna sem hefjast klukkan 20 í Norður-
ljósasal Hörpu sunnudaginn 2. nóvember og
eru hluti af tónleikaröðinni „Heimspíanistar í
Hörpu“. Á efnisskránni eru Sonata K282 eftir
W.A. Mozart, Kreisleriana Op 16 eftir R. Schu-
mann, sem Goerner lék inn á plötu í fyrra, og 24
Preludes, Op 28 eftir F. Chopin.
Verkin þurfa að verða hluti af mér
„Verkin sem ég leik á tónleikunum á Íslandi
hef ég leikið reglulega um mjög langt skeið.
Verk Chopins er það verk sem ég hef leikið
hvað lengst opinberlega, því ég kynntist því á
táningsaldri,“ segir Goerner og tekur fram að
sér þyki ávallt nauðsynlegt að leggja tónverk til
hliðar um tíma eftir að hafa unnið með þau af
mikilli ákefð þannig að hann hafi tíma til að
melta þau. „Verkin þurfa að ná að verða hluti af
mér og það gerist aðeins með tíma.“
Aðspurður segir Goerner að ofangreind tón-
skáld séu í hópi uppáhaldstónskálda sinna, en
tekur fram að sá hópur sé raunar fjölmennur.
„Ég hef nefnilega enga trú á of mikilli sérhæf-
ingu. Þannig hef ég ekki viljað einskorða mig
við örfá tónskáld. Mér er nauðsynlegt að takast
á við fjölbreytta tónlist og ólíka tónlistarstíla.
Ég ber mikla virðingu fyrir flytjendum sem
sérhæfa sig í flutningi verka eftir tiltekin tón-
skálda, en slíkt ætti alls ekki við mig. Ég þarf að
hafa víðan sjóndeildarhring og úr ólíkum verk-
um að velja.“
Spurður hvar hann leiti sér innblásturs sem
listamaður segist Goerner svo lánsamur að hafa
heyrt mikla tónlistarmenn leika og orðið fyrir
innblæstri af túlkun þeirra. „Ég varð fyrir mikl-
um áhrifum af Mörthu Argerich þegar ég
heyrði fyrst í henni. Af öðrum stórkostlegum
píanóleikurum má nefna Radu Lupu og Grigory
Sokolov auk síðasta kennara míns, Mariu Tipo
sem kenndi mér við Tónlistarakademíuna í
Genf. Marga frábæra tónlistarmenn þekki ég
síðan aðeins af upptökum, en ég get nefnt tvo
sérstaklega, þá Alfred Cortot og Sergei
Rachmaninov. Ég hef lært mjög mikið af því að
hlusta á upptökur eftir framúrskarandi tónlist-
arflytjendur og -túlkendur fortíðar. Tónlistar-
upptökur slíkra meistara veita núlifandi flytj-
endum ómetanlegan innblástur. Mér finnst ég
alltaf geta heyrt eitthvað nýtt í hvert sinn sem
ég kem aftur að þessum upptökum.“
Upptökur lærdómsríkar
Goerner hefur sjálfur verið iðinn við að hljóð-
rita tónlist og því liggur beint við að spyrja af
hverju það sé honum mikilvægt. „Það er mjög
lærdómsríkt að hlusta á upptökur af eigin flutn-
ingi, því skynjun manns á eigin spilamennsku
kemur ekki alltaf heim og saman við það sem
maður heyrir svo af upptökum. Vinnan í
tengslum við upptökur er allt annars konar en
vinnan sem fram fer fyrir tónleika. Á tónleikum
skiptir mestu að vera spontant og leyfa tónlist-
inni að flæða nánast ósjálfrátt. Í upptökum er
hins vegar mikilvægast að ná að skilgreina og
túlka tónlistina á skýran og skilmerkilegan en
ekki síst fallegan hátt. Maður lærir því ótrúlega
mikið af upptökuferlinu.“
Starf einleikarans krefst mikilla ferðalaga og
því ekki úr vegi að spyrja hvernig þau leggist í
Goerner. „Vissulega tekur á að vera á stöð-
ugum ferðalögum um heiminn. En ég kvarta
ekki því ég er svo lánsamur að geta starfað sem
tónlistarmaður, sem var alltaf draumur minn.
Svo heppilega vill til að mér hefur, frá unga
aldri, alltaf fundist sérdeilis gaman að ferðast,
ekki síst á framandi staði,“ segir Goerner og
þakkar í framhaldinu foreldrum sínum fyrir að
hafa leyft sér að lifa eðlilega barnæsku. „Ég var
svo lánsamur að foreldrar mínir og píanókenn-
ari reyndu ekki að koma mér á framfæri sem
undrabarni. Ég fékk því frið til að þroskast sem
listamaður samhliða því sem ég naut þess að
eiga hefðbundna barnæsku,“ segir Goerner að
lokum og segir útilokað að spá fyrir um hvar
hann verði staddur eftir tíu ár. „Ég reyni ávallt
að einbeita mér að núinu og mér finnst það
mikilvægast. Ég gef áhorfendum hlutdeild í lífi
mínu á öllum tónleikum og ég verð því að lifa í
núinu. Ég vona að ég beri gæfu til að þroskast
sem listamaður og manneskja.“
„Ég verð að lifa í núinu“
Nelson Goerner leikur verk eftir Mozart, Schumann og Chopin í Hörpu nk. sunnudag kl. 20.00
„Ég vil ekki sérhæfa mig of mikið, því ég þarf að hafa víðan sjóndeildarhring,“ segir píanistinn
Ljósmynd/Jean-Baptiste Millot
Þroski „Ég vona að ég beri gæfu
til að þroskast sem listamaður og
manneskja,“ segir argentínski
píanistinn Nelson Goerner.
Verk eftir ítalska endurreisnarmál-
arann Caravaggio (1571-1610) eru í
fréttum þessa dagana. Mina Greg-
ory, einn mesti sérfræðingur sam-
tímans í verkum Caravaggios,
kveðst vera sannfærð um að hún
hafi fundið frummynd endurreisn-
armeistarans af Maríu Magðalenu á
einkaheimili í Evrópu. Hún vill ekki
segja hvar það er en málverkið,
sem Caravaggio gerði árið 1606 og
var í farangri hans þegar hann lést
árið 1610 á leið til Rómar úr útlegð
eftir að hafa orðið mannsbani, var
kópíerað að minnsta kosti átta sinn-
um eftir lát hans en óvíst var hvar
frummyndin væri niðurkomin.
„Það er stórkostlegt,“ segir
Gregori um verkið. „Ég var sann-
færð um leið og ég sá það.“ Merk-
ingar á baki verksins renna stoðum
undir greiningu hennar.
Á sama tíma er málflutningur
fyrir hæstarétti í Bretlandi, vegna
verks sem sýnir svik í spilum. Það
var sagt vera eftir fylgismann
Caravaggios þegar Sotheby’s seldi
það árið 2006 fyrir 42.000 pund.
Safnarinn og Caravaggio-
sérfræðingurinn Sir Dennis Mahon
var kaupandinn og lýsti því strax
yfir að um frummynd verksins væri
að ræða og mat það á tíu milljónir
punda – tvo milljarða króna. Selj-
andinn fer fram á bætur frá upp-
boðshúsinu.
Sælustund Hluti einnar af átta kunnum endurgerðum málverks Cara-
vaggio af Maríu Magðalenu. Frummyndin er nú sögð komin í leitirnar.
Kastljós á Caravaggio
Frummynd meistarans fundin
Tekist á um málverk fyrir rétti
Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Fataskápur
Hæð 2100 mm
Breidd 800 mm
Dýpt 600 mm
Tegund: Strúktúr eik
TIL Á LAGER
S KÁPATI LB OÐ
Verð58.900,-m. vsk.