Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Efni í súkkulaði getur orðið til þess að snúa við aldurstengdu minnis- leysi hjá fólki á aldrinum 50-69 ára. Skýringin er sú að efnið veld- ur auknu blóðflæði í ákveðnum hluta heilans. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Columbia- háskóla. Í frétt Guardian um málið segir að rannsókn vísindamannanna sýni í fyrsta sinn fram á að aldurstengt minnisleysi megi rekja til breyt- inga á ákveðnum svæðum í heil- anum. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem rannsókn sýnir að hægt sé að snúa við minnisskerðingu með breyttu mataræði. Rannsóknin var framkvæmd með því að útbúa sérstakan kakó- drykk fyrir 37 þátttakendur. Drukku þeir kakóið daglega í þrjá mánuði. Í drykkjum sumra þátttak- enda var stór skammtur af efni sem kallast flavanól og finnst í náttúrulegu kakói sem og í ýmsum ávöxtum og grænmeti. Í drykkjum hinna þátttakendanna fyrirfannst efnið varla. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að minni þeirra sem fengu stór- an skammt af flavanóli batnaði um- talsvert á rannsóknartímabilinu. Þá sýndu myndir af heila þeirra að magn blóðs í ákveðnum hluta heil- ans hafði einnig stóraukist. Rannsóknin var birt í Nature Neuroscience. sunna@mbl.is Súkkulaði bætir minni fólks AFP Gott Belgískt meðal við minnistapi. Lýðræðissinnar með regnhlífar í miðborg Hong Kong í gær þegar mán- uður var liðinn frá því að mótmæli hófust þar til að krefjast frjálsra og lýð- ræðislegra kosninga í bresku nýlendunni fyrrverandi. Viðræður milli full- trúa mótmælendanna og yfirvalda í Hong Kong báru lítinn árangur í vikunni sem leið. Formaður samtaka námsmanna sagði í gær að hann hygðist óska eftir fundi með forsætisráðherra Kína, Li Keqiang, ef emb- ættismenn Hong Kong kæmu ekki kröfum mótmælendanna á framfæri við stjórnina í Kína. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum í gær. AFP Mánuður frá því að mótmælin hófust Jim Yong Kim, forstjóri Alþjóða- bankans, skoraði í gær á lækna og hjúkrunarfræðinga að bjóðast til að taka þátt í baráttunni gegn ebólu í Vestur-Afríkulöndum. Kim sagði að þörf væri á að minnsta kosti 5.000 heilbrigðis- starfsmönnum í viðbót en margir læknar og hjúkrunarfræðingar væru hræddir við að fara til Vest- ur-Afríku vegna smithættu. Yfir 10.000 manns hafa smitast af ebólu- veirunni og nær 5.000 dáið, lang- flestir í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sett nýjar reglur um eftirlit með heilbrigðisstarfsfólki sem kemur þangað eftir að hafa annast ebólusjúklinga í Vestur-Afr- íku. Samkvæmt nýju reglunum á að fylgjast grannt með heilbrigðis- starfsmönnunum en þeir verða ekki settir í sóttkví eins og ætlunin var. Nokkur ríki Bandaríkjanna höfðu fyrirskipað að heilbrigðis- starfsmenn, sem kæmu þangað eft- ir að hafa unnið með ebólu-sjúk- lingum, skyldu settir í stofufangelsi eða sóttkví í þrjár vikur eftir kom- una heim. Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, og talsmaður Bandaríkjaforseta höfðu gagnrýnt fyrirmælin. Breytingin á reglunum var gerð eftir að hjúkrunarfræðingur í New Jersey kvartaði yfir því að hafa verið sett í sóttkví við komuna heim frá Vestur-Afríku. Hún hótaði að fara með málið fyrir dóm þar sem þetta væri brot á mannréttinda- ákvæði stjórnarskrár Bandaríkj- anna. Hjúkrunarfræðingurinn var látin laus í fyrradag og hún fór til heimaríkis síns, Maine. Hún segir að komið hafi verið fram við hana eins og glæpamann þegar hún kom til Bandaríkjanna. Sóttvarnastofnunin hefur ekki vald til að framfylgja reglunum í öllum Bandaríkjunum. Ríkisstjóri New Jersey varði þá ákvörðun að setja hjúkrunarfræðinginn í sóttkví þótt hann hefði ekki fengið ein- kenni sjúkdómsins og hafnaði reglum sóttvarnastofnunarinnar. Þörf á þúsundum sjálfboðaliða  Skortur á heilbrigðisstarfsfólki í Vestur-Afríku vegna ebólufaraldursins AFP Hjálp Mótmælendur í Marseille í Frakklandi krefjast aukinnar að- stoðar við Afríkuríki vegna ebólu. Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Til í þremur lengdum: 15,18 og 20 cm. 70 kr. stk. Nýt t Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gla›legar bóka- sto›ir Ugla eða Kisa Kr. 3.600 settið (2 stk.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.