Morgunblaðið - 01.11.2014, Side 4

Morgunblaðið - 01.11.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Einn starfandi læknir er á hverja 296 íbúa á Íslandi nú samanborið lækni á hverja 272 íbúa árið 2006. Til samanburðar voru 286 íbúar á hvern lækni annars staðar á Norður- löndum árið 2006 en þeir eru nú 240 á hvern lækni. Miðað við þessar tölur frá Lækna- félagi Íslands eru um 20% færri íbúar á hvern lækni í Skandin- avíu sem þýðir að mönnun lækna í heilbrigðiskerfinu er 20% verri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum að meðaltali. Hvað fjölda varðar er mestur skort- ur á heimilislæknum og samkvæmt þarfagreiningu frá Félagi íslenskra heimilislækna vantar að lágmarki 20 heimilislækna á höfuðborgarsvæð- inu en 40-60 á landsbyggðinni. Að sögn Þorbjörns Jónssonar, for- manns Læknafélags Íslands, hefur þessum skorti verið mætt með því að fjölga námsstöðum. Vel hefur tekist að manna þær. „Heimilislæknum bjóðast mjög góðir starfsmöguleikar erlendis og það er mjög auðvelt að fá starf við þetta í Skandinavíu,“ segir Þorbjörn. Hann segir jafnframt að yngri læknar hugi gjarnan meira að fjölskyldulífinu. Í því tilliti geti reynst eftirsóknarverðara að starfa erlendis þar sem dagvinnutími er styttri. Þegar horft er á mönnun sérfræð- inga á spítulum hérlendis nefnir Þor- björn að helst sé skortur á krabba- meins-, nýrna- og myndgreiningar- læknum. „Svo eru margar greinar skurðlækninga sem vantar lækna. Fáir sinna þeim í hverri sérgrein og það gerir það að verkum að það er svo stórt skarð höggvið ef þeir ákveða að snúa sér að einhverju öðru,“ segir Þorbjörn. 205 í læknisnámi erlendis Þegar horft er til nýliðunar eru 48 læknanemar teknir inn í læknadeild HÍ á hverju ári. Að sögn Þorbjörns klára nær allir námið. Að auki eru 205 Íslendingar í grunnnámi í lækn- isfræði í Ungverjalandi, Slóvakíu og Danmörku. Þar af eru 86 í Ungverja- landi, 80 í Slóvakíu og 39 í Dan- mörku. „Það er fín reynsla af fólki sem hefur lært í Danmörku og Ung- verjalandi. Hins vegar er ekki reynsla komin á Slóvakíu enda hefur enginn hópur útskrifast þaðan enn. Almennt er nám samt fínt í Evrópu.“  Læknum fækkað á Íslandi um 24 frá árinu 2006  Flesta vantar í heimilislækningar  205 Íslendingar í grunnnámi erlendis  Góðir starfsmöguleikar eru fyrir heimilislækna í Skandinavíu 20% færri íbúar á hvern lækni Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkfall Læknar telja verkfall ekki í ósamræmi við samviskueið. Þorbjörn Jónsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ekki kemur til þess í bili að stræt- isvagnar aki aftur um Hverfisgötu í Reykjavík, þrátt fyrir að end- urbótum á efsta hluta hennar, sem nær frá Barónsstíg að Snorrabraut, sé nú að ljúka. Gatan hefur á síð- ustu tveimur árum verið endurnýj- uð frá Klapparstíg að Snorrabraut. Skipt hefur verið um lagnir, lýsing endurnýjuð og allt yfirborð götu og gangstétta. Þá er búið að setja hita í stéttir og fleira. Eftir er – og óákveðið hvenær á – að taka neðri hluta götunnar frá Klapparstíg að Lækjargötu í gegn og á meðan er beðið átekta hjá Strætó bs. Hefur verið fjölfarin strætóleið „Við viljum ekki breyta þeim leiðum sem vagnarnir aka eftir þar til lokið hefur verið að fullu við end- urgerð Hverfsgötunnar,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir vagna fyrirtækisins síðustu misserin hafa farið um Sæbraut í stað Hverfisgöt- unnar, sem hefur verið fjölfarin strætisvagnaleið með Hlemm á enda götunnar. Um götuna hafa ekið vagnar á leið 1, 3, 6, 11, 12 og 13. Utan þess að framkvæmdum er ekki lokið við Hverfisgötuna alla, sem ræður því að Strætó breytir leiðum sínum ekki til fyrra horfs, bendir Guðrún á að eftir sé að ganga frá undirlagi götunnar. Því sé óvarlegt að fara á þungum vögn- um þar um, uns framkvæmdir við götuna alla, það er úr Kvos að Hlemmi, séu í höfn. Strætó ekki á Hverfisgötuna  Framkvæmdum við götuna að ljúka Morgunblaðið/Þórður Akstur Strætisvagn hér á ferðinni í átt að stoppistöðinni við Hlemm. Laugavegur 1 er til sölu. Eignin, sem stendur á mótum Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs, sam- anstendur af framhúsi sem er 336,5 fermetrar og 350 fermetra bakhúsi. Í framhúsinu eru reknar versl- anirnar Vísir, sem var stofnuð í húsinu 1915, og minjagripaverslunin The Viking en í bakhúsinu hefur fengist leyfi til að byggja fjórar íbúðir og skrifstofur. Samkvæmt skipulagi má byggja allt að 730 fermetra til viðbótar við þær byggingar sem fyrir eru á reitnum en heildarbyggingamagn má ekki fara yfir 1.417 ferm- betra. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eignamiðl- unar, sem hefur Laugaveg 1 á skrá, segir að óskað sé eftir tilboðum í eignina. Seljandinn er einkahlutafélagið Nónbil en að sögn Sverris hefur þeim verslunum sem eru í framhúsinu ekki verið sagt upp leigunni. Hann segist ekki efast um að eignin verði fljót að seljast „Ég ek nú mjög oft þarna um þetta svæði og ég get ímynd- að mér að það sé engin verslun á Íslandi sem fleiri ferðamenn fara framhjá,“ segir Sverrir. Hann sagði í gær að áhugasamir aðilar hefðu þegar sett sig í sam- band þótt eignin yrði ekki auglýst fyrr en í dag. Vel skreytt hús og fagur aldingarður Samkvæmt Reykjavík - Sögustaður við sund eftir Pál Líndal var framhúsið að Laugavegi 1 byggt árið 1848. „Var ætlunin að reka þar veitingastofu en sú starfsemi blessaðist ekki og var þeim rekstri hætt eftir rúmt ár. Þá keypti húsið einn af helstu embættismönnum bæj- arins, Jón Pétursson yfirdómari. Hann var bróðir þeirra Brynjólfs Fjölnismanns og Péturs biskups,“ segir Páll, sem vitnar einnig í lýsingu Benedikts Gröndal á húsi Jóns: „... þar býr nú ekkja hans, frú Sig- þrúður, og tveir synir hennar, Sturla kaupmaður og Friðrik cand. theol.; hafa þeir prýtt húsið mjög bæði utan og innan með dýrindis málverkum og ýmsu skrauti, en í hallanum þar fyrir neðan er fagur aldingarður, skrýddur mörgum tegundum fagurra blóma og jurtagróða...“ Freyja Jónsdóttir skrifaði um sögu Laugavegar 1 í Morgunblaðið árið 2003 og segir þar m.a. að hinn 5. desember 1915 hafi verslunin Vísir verið stofnuð í hús- inu en eigendur verslunarinnar og húseignarinnar voru þá Guðmundur Ásbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Hjálmar Þorsteinsson. Í vesturhluta framhússins hafa nokkrar verslanir verið gegnum tíðina, þ. á m. Gimli, leikfangaverslun og Bókin, sem verslaði með notaðar bækur og blöð. Einnig ráku þar verslun fatakeðjan REDGREEN og íslenska hönnunarmerkið ELM. Bak- húsið var á sínum tíma aðsetur listamanna. holmfridur@mbl.is Óskað eftir tilboðum í húsin við Laugaveg 1  Byggt undir veitingastofu 1848 en breytt í íbúðarhús Morgunblaðið/Árni Sæberg Löng saga Ýmsar verslanir hafa verið reknar í húsinu við Laugaveg 1, en Vísirþó langlengst, eða frá 1915. Sverrir Kristinsson Að sögn Þorbjarnar hefur farið fram umræða meðal lækna um Hippókratesareiðinn – sam- viskueið lækna. „Við teljum að með því að setja verkfallið upp á þennan hátt með þeim und- anþágulistum sem eru til staðar séum við ekki að svíkja eiðinn,“ segir Þorbjörn. „Fæstir áttu von á því að við myndum beita verk- fallsréttinum en flestir læknar telja hann ekki í ósamræmi við Hippókratesareiðinn. Honum hefur verið beitt á undanförnum árum í fleiri ríkjum en Íslandi, t.a.m. í Svíþjóð og Finnlandi.“ Ekki gegn eið HIPPÓKRATESAREIÐURINN Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM ...húfum, sparifötum, jólagjöfum, sængurgjöfum, afmælisgjöfum Ný sending af útigöllum... IanaReykjavik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.