Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Nú eru innanríkisráðuneytið ogSamband íslenskra sveitarfé- laga búin að láta kanna fyrir sig hvað skýri dræma kosningaþátt- töku í sveitarstjórnarkosningunum í vor.    Þeir sem spurðireru í könnun- inni og kusu ekki gefa fyrir því ýmsar ástæður, svo sem þá að ekkert framboð- anna hefði höfðað til þeirra, 41% gaf þá skýringu, og að ekki skipti máli hver yrði kosinn, 32% voru þeirrar skoðunar.    Sumir stjórnmálamenn hafa lagtofuráherslu á að fela allan skoðanaágreining á milli flokka. Þetta á ekki síst við í sveitar- stjórnum, þar sem leynimakk á milli flokkanna á bak við luktar dyr hefur farið vaxandi en um leið hef- ur dregið úr opinni pólitískri um- ræðu.    Jafnvel heilt aðalskipulagReykjavíkur fór í gegn án þess að nokkur yrði þess var að flokk- arnir hefðu á því ólíkar skoðanir.    Þessi vinnubrögð þykja sumumfín og til eftirbreytni en þau hafa það meðal annars í för með sér að kjósendur sjá lítinn mun á flokk- unum og litla ástæðu til að kjósa.    Kjósendur finna síður flokkasem höfða til þeirra ef þeir vita ekki fyrir hvað flokkarnir standa eða hvort minnihlutaflokkar hafa aðrar skoðanir en meiri- hlutaflokkar í helstu málum.    Þeim finnst líka síður skipta málihver stjórnar ef allir eru meira og minna sammála um allt. Og er nokkuð óeðlilegt að kjósendur dragi þá ályktun? Til hvers að kjósa? STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.10., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 5 rigning Akureyri 4 rigning Nuuk -1 léttskýjað Þórshöfn 11 skúrir Ósló 1 skúrir Kaupmannahöfn 11 súld Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 5 skúrir Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 17 alskýjað London 21 heiðskírt París 20 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 15 heiðskírt Berlín 12 heiðskírt Vín 11 skýjað Moskva 2 þoka Algarve 22 heiðskírt Madríd 23 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal 5 léttskýjað New York 11 léttskýjað Chicago 4 snjókoma Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:12 17:12 ÍSAFJÖRÐUR 9:29 17:04 SIGLUFJÖRÐUR 9:12 16:47 DJÚPIVOGUR 8:44 16:38 „Ástæðan fyrir þessum breytingum er sú að ekki hefur verið sátt um nú- verandi reglur. Við leggjum til fag- legt og vonandi réttlátt ferli við val og veitingu prestsembætta. Segja má að þetta sé margra ára vandi sem við tökum á,“ segir Inga Rún Ólafs- dóttir, formaður nefndar sem vann tillögu að breytingu á starfsreglum kirkjunnar um val og veitingu prestsembætta, á kirkjuþingi 2014. Þinginu var frestað í fyrradag. Gert er ráð fyrir því að kirkjuþing komi aftur saman í desember. Söfnuðurinn velur sjálfur prest „Aðkoma viðkomandi sókna á öll- um stigum ráðningarferilsins, þar sem söfnuðurinn hefur endanlegt ákvörðunarvald um veitinguna með kosningu prests eða með því að hafna öllum umsækjendum.“ Þetta stendur m.a. í tillögunni. Tvisvar að undanförnu hefur verið gripið til almennra kosninga um prestsembætti innan safnaða. Ef breytingarnar verða samþykktar mun liggja fyrir í upphafi, áður en umsókn er lögð fram, hvort almenn kosning verður. Breytingar á reglunum liggja nú hjá löggjafarnefnd kirkjuþingsins til umsagnar. Niðurstaða mun liggja fyrir eftir seinni umræðu. „Kappkostað verður að gera heim- sókn á staðinn [Skálholt] áhuga- verða og gefandi fyrir innlenda og erlenda gesti með metnaðarfullri mannvirkjagerð, listsköpun, fræða- starfi og umhverfismótun.“ Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu um til- lögu til þingsályktunar um uppbygg- ingu ferðaþjónustu í Skálholti. Bygging menningarhúss í mið- aldastíl í Skálholti hefur verið tekin á dagskrá að nýju. Kirkjuráð ákvað að vinna áfram að hugmyndinni ásamt áhugamönnum og hagsmuna- aðilum, en síðla árs 2013 ákváðu áhugamenn um byggingu menning- arhússins að hverfa frá áformum sínum. Stofnaður var samráðsvettvangur um uppbyggingu ferðaþjónustu á Skálholtsstað sem nefnist SAM- FERÐ. Þar eiga sæti biskup Íslands, Kirkjuráð, Skálholtsstað- ur, Gestaþjónustan ehf., Landsbréf Icelandic Tourism Fund 1. Umrædd viljayfirlýsing lýsir ein- göngu vilja fyrrgreindra aðila til uppbyggingar en ekki er tekin ákvörðun um með hvaða hætti eigi að byggja þar upp. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Kirkjuþing Samferð, samráðsvettvangur um uppbyggingu ferðaþjónustu á Skálholtsstað, samþykkti viljayfirlýsingu á nýafstöðnu kirkjuþingi. Tekið á vandan- um við ráðningar  Menningarhús í miðaldastíl í Skálholti Skartgripalínan Drífa fæst í verslun Aurum, Bankastræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.