Morgunblaðið - 01.11.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.11.2014, Qupperneq 10
PIT er fjörugt og hressandi spil sem hefur þann helsta kost að það er ætl- að breiðum aldurshópi. Þau yngstu geta nefnilega spilað þetta spil á jafnréttisgrundvelli, hvort sem þau kunna að lesa eður ei. Gangur spilsins er sá að hver og einn leikmaður, sem geta verið frá þremur og upp í átta, reynir að vera fyrstur til að safna saman öllum spil- um einnar dýrategundar. Spil sem leikmenn hafa ekki not fyrir eru lögð niður samtímis og sé heppnin með leikmönnum sjá þeir um spil sem þeir geta nýtt sér. Hverri dýrategund fylgja 9 spil og sá sem fyrstur nær að safna 9 eins slær á bjölluna sem spilinu fylgir og er það með búinn að vinna lotuna. Aldur: 7+ Leikmenn: 3-8 Sölustaðir: Bókabúðir, Hagkaup og fleiri staðir. Verð: Frá 2.498 kr. Spil vikunnar: PIT Þegar bjallan glymur er leiknum að öllum líkindum lokið 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Í búar í Reykjanesbæ hafa vanist því að ný revía líti dagsins ljós með reglulegu millibili, nánast eins reglu- lega og sveitarstjórnarkosn- ingar eru. Stjórnmálamenn hafa enda löngum verið skotspónar revíu- höfunda og í nýrri revíu Leikfélags Keflavíkur „Með ryk í auga“ er eng- in undantekning þar á. Reyndar eru stjórnmálamennirnir ekki þeir einu sem horft er á með spégleraugum, heldur á ýmsa menn og málefni, enda bæjarfélagið stórt og oft og tíð- um í fréttum. Handritshópur reví- unnar er fjölmennur, margir reynsluboltar en einnig nýliðar sem hafa verið að læra af þeim eldri og reyndari. Blaðamaður hitti Hjálmar Hjálmarsson leikstjóra og Arnar Inga Tryggvason, Arnór Sindra Sölvason, Jón Bjarna Ísaksson og Ómar Ólafsson úr röðum höfunda. Aðrir sem koma að handritsgerðinni eru Davíð Örn Óskarsson, Gustav Helgi Haraldsson og Júlíus Guð- mundsson. Arnór Sindri Sölvason og Jón Bjarni Ísaksson eru yngstu höfund- arnir í handritshópnum, sá fyrri flutti að fyrir átta árum en sá síð- arnefndi er fæddur hér og uppalinn. Þeir segja ólíka handritshöfunda einmitt vera kostinn við þessa sam- vinnu. „Handritshópurinn er á mis- munandi aldri og öll upplifum við bæjarfélagið á mismunandi hátt. Við erum heldur ekki öll héðan, t.d. ég, svo skiptir líka máli hvort þú ert Keflvíkingur eða Njarðvíkingur,“ sagði Arnór Sindri. Á hugar- flugsfundunum var ýmsum hug- myndum og spurningum kastað á loft, eins og „Hvað dettur okkur í hug þegar við heyrum orðið Reykja- nesbær?“ og unnið var út frá því. Hvað er gott, hvað er slæmt? Jón Bjarni sagði þá Arnór hafa unnið mikið saman og þegar kæmi að laga- textum væri Arnór sérstaklega lunkinn. Söngur er alltaf vinsæll í revíum. Pólitíkin sjálf hálfgerð revía Aðspurðir hvort alltaf væri af nógu að taka í Reykjanesbæ stóð ekki á svari. „Þetta ár hefur verið stórt og viðburðaríkt. Það voru kosningar og upp úr þeim kom ný bæjarstjórn og nýir einstaklingar settust við völd. Það er auðvitað ekki langt síðan nýr meirihluti var mynd- aður en við erum að fara yfir allt sem hefur verið í gangi sl. 3 ár. Hér er líka horft á hvernig fyrri meirihluti sjálfstæðimanna brást við þegar nýr meirihluti kom að völdum.“ Ómar Ólafsson og Arnar Ingi Tryggvason voru sammála um að pólitíkin væri þannig að það væri svo auðvelt að fjalla um hana í þessu leikformi, auk þess sem hún sæi jafnan um sig sjálf, væri oft hálfgerð revía. „En hlutirnir verða oft skýrari í svona spéspegli, þegar maður greinir kjarnann frá hisminu þá kemur oft myljandi fyndni í ljós,“ sagði Ómar. Arnar Ingi bætti við að þetta væri eiginlega bara naflaskoðun á sam- félaginu í víðu samhengi og sagðist lofa miklu fjöri. Bæjarlífið eins og þau sjá það Leikfélag Keflavíkur frumsýndi í gærkvöldi revíuna „Með ryk í auga“ . Margir höfundar koma að gerð revíunnar, enda sjá augu betur en auga þegar skoða á spaugilegu hliðar mannlífsins í sveitarfélagi með yfir 14.000 manns Samherjar? Þeir Gunnar Þórarinsson og Árni Sigfússon virðast sannarlega ekki sleppa undan handritshöfundum. Sjóræningi Trausti Björgvinsson leiðtogi Pírata í Reykjanesbæ sleppur ekki frá revíuhöfundum þó ekki hafi hann komist að í pólitíkinni. Á morgun, sunnudaginn 2. nóvember, munu félögin Hola, félag spænsku- mælandi á Íslandi, og El Molcajete, félag Mexíkóa búsettra á Íslandi, halda upp á „Día de los muertos“ eða „dag hinna dauðu“ á 1. hæð í aðal- safni Borgarbókasafnsins á milli klukkan 14 og 16. Að venju verður sett upp altari hinna dauðu, boðið upp á „pan de muerto“, eða brauð hinna dauðu, og skemmtiatriði fyrir börnin. Allir eru velkomnir á viðburð- inn. „Día de los muertos“ er uppruna- lega mexíkóskur frídagur og er hon- um fagnað um allt Mexíkó sem og annars staðar í hinum spænskumæl- andi heimi. Þennan dag, 1. nóvember, safnast fjölskylda og vinir saman til að minnast þeirra sem látnir eru og er hann tengdur allraheilagramessu eða allrasálnamessu sem er 2. nóv- ember. Nánar á www.hola.is. Vefsíðan www.hola.is AFP Hátíð „Día de los muertos“ verður fagnað á Borgarbókasafninu á morgun. Degi hinna dauðu fagnað Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.  „Með ryk í auga“ þótti gott nafn á revíuna þó að ekki sé ver- ið að slá ryki í augu áhorfenda.  Nafnið vísar hins vegar til há- tíðartónleika Ljósanætur undanfarin þrjú ár sem hafa gengið undir yfirskriftinni „Með blik í auga“ eftir samnefndu dægurlagi en þar hefur verið farið yfir íslenska tónlistarsögu, tónlistarmenn og áhrifavalda. Tilvísun til Ljósanætur GOTT NAFN Á REVÍU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.