Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Markaðurinn ræður, hvort sem okk- ur líkar það betur eða verr,“ segir Helgi Tómasson, prófessor í tölfræði og hagrannsókn- um við Háskóla Íslands. Hann hélt erindi um húsnæðismarkað- inn í gær á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í félags- vísindum. „Hús- næðiskerfið er oft mótað af hefðum sem hægja á gangverki markaðarins,“ segir Helgi. Hann segir margar þjóðir reyna að að stýra húsnæðismarkaðnum, með mismiklum árangri. Telur hann stýr- ingu varasama. Helgi rifjar upp að- gerðir íslenskra stjórnvalda árið 1986 þegar lífeyrissjóðirnir voru látnir lána út á 3,5% raunvöxtum, á sama tíma og markaðsraunvextir hafi verið um 7%. Lágu vextirnir buðust þeim sem höfðu greitt í sjóð- ina í eitt og hálft ár. Helgi var þá nýfluttur til landsins og hafði ekki greitt nógu lengi í ís- lenskan lífeyrissjóð til þess að geta nýtt sér kjörin. „Á meðan ég beið eft- ir að öðlast þau réttindi, tvöfaldaðist húsnæðisverðið,“ segir Helgi frá. „Þessi aðgerð var hugsuð til þess að hjálpa fólki að kaupa fasteign en gerði það ekki. Kaupendur skulduðu bara hærri fjárhæðir.“ Hann er þeirrar skoðunar að húsa- leigukerfi verði að byggast á við- skiptalegum forsendum. ,,Húsaleig- an verður einfaldlega að standa undir kostnaði.“ Þá varar hann við skyndi- legum breytingum á húsnæðiskerf- inu. „Ef gera á breytingar, verður að gera það rólega. Ekki er hægt að demba fjölda íbúða út á markaðinn. Óeðlilegt inngrip gerir það að verk- um að það myndast annaðhvort gíf- urleg eftirspurn og biðraðir eftir íbúðum, eða þær standa tómar.“ Sænski leigumarkaðurinn í rúst Í fyrirlestri sínum fjallaði Helgi um reynslu Svía. Vísaði hann m.a. í skýrslu sænskra stjórnvalda frá 2012 um leigumarkaðinn, sem ber heitið „Að leigja – frá rétti sífellt færri, til möguleika sífellt fleiri“. Niðurstaða skýrslunnar sé sú að sænskur leigumarkaður virki ekki, þar sem markaðsöflunum sé ekki leyft að verka. Leigu sé haldið niðri á svæðum þar sem eftirspurn sé mikil og slíkt hefti nýfjárfestingar. Á svipaðan hátt sé leigu haldið of hárri á svæðum þar sem eftirspurn sé lítil sem þýði að fjöldi íbúða standi ónotaður. „Svíar hafa lengi byggt á búseturéttarkerfi í stað leigukerfis. Sænski leigumarkaður- inn er í raun að grotna niður,“ segir Helgi. „Svíar gera sér fyllilega grein fyrir vandanum og vilja laga leigu- markaðinn.“ Höfundar sænsku skýrslunnar telja að æskilegar fyrirmyndir sé til dæmis að finna í Þýskalandi. Meiri- hluti þýska húsnæðismarkaðarins er leigumarkaður, eða 24 milljónir íbúða af 40 milljónum. Af leiguíbúð- unum eru um 40% í umsjón stærri aðila og afgangurinn í höndum minni aðila. Þá búa 60% íbúa Þýskalands í leiguhúsnæði og 60% af þeim leigja af einstaklingum sem eiga eina til fimmtán íbúðir. Að sögn Helga ákvarðast húsa- leiga að miklu leyti á frjálsum mark- aði í Þýskalandi. „Höfundum skýrsl- unnar líst til dæmis vel á hversu auðvelt þýskir leigusalar eiga með að hækka leiguna, þannig að hún ráðist af framboði og eftirspurn á markaði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann sé sammála skýrsluhöfundum, svarar Helgi: „Þessar ábendingar eiga fullan rétt á sér en hafa verður í huga að Svíar eru mjög bundnir af hefðum og hefðirnar skipta máli. Breytingar með áhlaupi geta endað með ósköpum.“ Vísar hann til undirmálslána í Bandaríkj- unum, þegar Clinton forseti ákvað að styðja lágtekjufólk þannig að fleiri gætu eignast eigið húsnæði. Fjöl- mörgum hafi verið att út í fasteigna- kaup sem þeir réðu ekki við og loks hafi „undirmálslánabólan“ sprungið með þeim skelfilegu afleiðingum sem flestum ættu að vera kunnar. Varasamt að stýra markaðnum Morgunblaðið/Ómar Húsnæðismarkaðurinn Helgi Tómasson segir húsaleigukerfi verða að byggjast á viðskiptalegum forsendum.  Prófessor í hagrannsóknum við Háskóla Íslands varar við of miklu inngripi hins opinbera í húsnæðis- markaðinn  Svíar hafa gefist upp á að stýra leigumarkaðnum og horfa nú til reynslu Þjóðverja Helgi Tómasson Fjárfestingar Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) og dótturfyrirtækja munu aukast talsvert næstu ár samkvæmt fjárhagsáætlun samstæðunnar. Áformað er að verja 10,3 milljörðum króna í fjárfestingar á næsta ári samanborið við 6,4 milljarða króna á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá OR. Verður fjárfestingum fyrirtækisins meðal annars ráðstaf- að til uppbyggingar vegna umhverf- ismála og eflingar veitukerfa, eink- um á Vesturlandi. Með innleiðingu á Planinu á fyrri hluta árs 2011 komst á jafnvægi í rekstri Orkuveitunnar. Góð tök hafa verið á útgjöldum og tekjur eru stöð- ugar, að því er segir í tilkynningu OR. Markmið Plansins var að bæta sjóðsstöðu fyrirtækisins um meira en 50 milljarða á árunum 2011 til 2016. Þar af eru um 30 milljarðar úr rekstrinum og 20 milljarðar með lán- um frá eigendum og leiðréttingu gjaldskrár. Allir þættir Plansins eru á áætlun og hafa, ásamt öðrum að- gerðum, skilað betri sjóðsstöðu en áætlað var. Eigið fé hækki um 7 milljarða Í fjárhagsáætlun Orkuveitunnar fyrir næsta ár er lögð áhersla á nið- urgreiðslu skulda og að viðhalda tryggri lausafjárstöðu. Gert er ráð fyrir að eigið fé Orkuveitu Reykja- víkur hækki um liðlega 7 milljarða á árinu 2015. Eiginfjárhlutfallið verði 34,6% í árslok 2015. Fjárhagsáætlun samstæðu Orkuveitunnar fyrir árið 2015 og langtímaáætlun fyrir árin 2016 til 2020 er fyrsta áætlunin sem gerð er eftir að fyrirtækinu var skipt upp. Í Plani Orkuveitunnar fólst meðal annars að fresta hluta framkvæmda við fráveitu á Vesturlandi. Fram kemur í fréttatilkynningu OR að á árinu 2015 hefjist þær framkvæmdir að nýju og ljúka á uppbyggingu nýs kerfis árið 2016. Til eflingar sjálfbærri nýtingu jarðhitans á Hengilssvæðinu leggur nýtt dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, Orka náttúrunnar ohf., nú gufulögn frá borholum við Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun. Er það sögð stærsta fjárfesting virkjunarekst- ursins. Morgunblaðið/Þorvaldur Planið Sjóðsstaða OR hefur batnað um 50 milljarða frá árinu 2011. OR fjárfestir fyr- ir tíu milljarða  Fjárfestingar munu aukast um 60% á næsta ári Hverjir hittu í mark á árinu? Markaðsverðlaun ÍMARK 06|11|2014 Markaðsverðlaun ÍMARK verða afhent fimmtudaginn 6. nóvember klukkan 12 á Hilton Reykjavík Nordica. Tilkynnt verður um val á Markaðsfyrirtæki ársins 2014 og Markaðsmann ársins 2014. Allir velkomnir! Skráning og nánari upplýsingar á imark.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.