Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 26
Á flótta vegna átaka í Austur-Úkraínu Heimild: Flóttamanna- fulltrúi SÞ 430.059 Á flótta í Úkraínu KÆNU- GARÐUR Donetsk Krím UNGVERJALAND HVÍTA-RÚSSLAND SLÓV. PÓLLAND MOLDÓVA RÚMENÍA ÖNNUR ESB-LÖND Svarta- haf Sevastopol ÚKRAÍNA Innlimað í Rússland 100 km Lúhansk Á valdi aðskilnaðarsinna 387.355 RÚSSLAND 30.581 23.801 5.627 5.447 1.528 flóttamenn 6.600 95% frá austurhéruðunum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, var- aði í gær stjórnvöld í Rússlandi við því að viðurkenna úrslit kosninga sem aðskilnaðarsinnar í austurhér- uðum Úkraínu efna til á yfirráða- svæðum sínum á morgun, sunnudag. „Yfirlýsingar embættismanna í Rússlandi um að landið ætli að viður- kenna þessar svokölluðu kosningar sýna að Rússar halda áfram að grafa undan Úkraínu,“ sagði Stoltenberg. Hann bætti við að kosningarnar í „alþýðulýðveldum“ aðskilnaðarsinna í Donetsk og Lúhansk græfu einnig undan tilraunum til að binda enda á átök sem hafa kostað yfir 3.700 manns lífið frá því í apríl. Kosning- arnar væru brot á vopnahléssamn- ingi sem stjórn Úkraínu og leiðtogar aðskilnaðarsinnanna undirrituðu í Hvíta-Rússlandi í september. Stórt skref í sjálfstæðisátt? Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, Francois Hollande, forseti Frakk- lands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddu í gær í síma við Vladímír Pútín Rússlandsforseta og hvöttu hann til að viðurkenna ekki úrslit kosninganna. Talsmaður Pút- íns sagði að hann hefði hvatt til við- ræðna milli stjórnvalda í Úkraínu og aðskilnaðarsinna. Áður en stríðið hófst voru um fimm milljónir skráðra kjósenda á svæðunum þar sem kosið verður á morgun en hundruð þúsunda hafa flúið þaðan vegna átakanna. Allir frambjóðendurnir í leiðtogakosning- unum eru hlynntir sjálfstæði austur- héraðanna og auknum tengslum við Rússland. Engir alþjóðlegir eftirlits- menn hafa verið sendir á svæðin. Konstantín Kalatsjev, stjórnmála- skýrandi í Moskvu, telur að kosning- arnar geti verið mikilvægt skref í baráttu austurhéraðanna fyrir sjálf- stæði þótt óljóst sé hvaða ríki viður- kenni „alþýðulýðveldin“. Vara Rússa við því að viðurkenna leiðtogakjör  Aðskilnaðarsinnar sagðir grafa undan friðarumleitunum 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Rústir húss í yfirgefnu þorpi við eldfjallið Sinab- ung á vesturhluta eyjunnar Súmötru. Eldgos sem hófst þar í febrúar kostaði 17 manns lífið og 33.000 þurftu að flýja heimili sín. Þetta er annað gosið í Sinabung-fjalli frá árinu 2010 þegar það tók að gjósa eftir að hafa legið í dvala í fjórar aldir. Indónesía er á svæði sem nefnt hefur verið „Eldhringurinn“ og liggur umhverfis Kyrrahaf. Þar eru meira en 75% eldfjalla heimsins. Eldfjallið Sinabung olli usla eftir að hafa legið í dvala í fjórar aldir Yfir 33.000 manns flúðu heimkynni sín AFP Ítalskur maður sem skrifaði orð- in „staðfest“ og „ebóla“ á kaffi- bolla til að stríða dóttur sinni þarf að greiða 2.500 evrur, eða rúmar 383.000 krónur, í sekt vegna at- hæfisins. Maðurinn var í flugvél þegar hann skrifaði á boll- ann og mikið uppnám varð þegar áhöfn vélarinnar rak augun í text- ann. Maðurinn var á leið á ráðstefnu á Írlandi og voru kona hans og dóttir hans með í för. Þau voru öll hand- tekin við lendingu í Dublin. Svæðið í kringum flugvélina var einnig girt af. 142 farþegar voru í flugvélinni. Maðurinn sagði að dóttir sín væri frekar sýklahrædd og því hefði hann ákveðið að skrifa þetta á boll- ann til að stríða henni. ÍRLAND Farþegi sektaður fyrir ebólugrín Ebóla er ekkert grín. Blaise Compaore, forseti Búrkína Fasó, tilkynnti í gær að hann hefði sagt af sér vegna óeirða sem bloss- uðu upp þegar hann reyndi að knýja fram stjórnar- skrárbreytingu til að geta gegnt forsetaembættinu lengur. Compaore hafði verið við völd í 27 ár. Tugir þúsunda mótmælenda fögn- uðu ákaft á götum Ouagadougou, höf- uðborgar landsins, þegar talsmaður hersins greindi frá afsögn forsetans. Daginn áður kveiktu mótmælendur í þinghúsinu og stjórnarbyggingum eftir að Compaore boðaði breytingu á stjórnarskránni. Seinna sagði Com- paore að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en sitja áfram þar til á næsta ári. Stjórnandstaðan var ekki sátt við þetta og krafðist þess að for- setinn léti tafarlaust af embætti. Stjórnmálaskýrendur sögðu að fall Compaore gæti haft áhrif í öðrum Afríkuríkjum þar sem þaulsætnir þjóðhöfðingjar hafa íhugað stjórnar- skrárbreytingu til að halda völd- unum. Forsetinn knúinn til afsagnar Afsögninni fagnað.  Þaulsætinn leið- togi gaf loks eftir Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.