Morgunblaðið - 01.11.2014, Page 30

Morgunblaðið - 01.11.2014, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Um nýyrðasmíð í íslensku var fjallað í fyrsta skipti opinberlega ístofnskrá Lærdómslistafélagsins sem kom út 1780 eins og lesa máum í bók Kjartans G. Ottóssonar, Íslensk málhreinsun. ForsetiLærdómslistafélagsins var Jón Eiríksson, skrifstofustjóri í rentu- kammerinu, en þar var farið með atvinnu- og fjármál danska ríkisins. Hið ís- lenska lærdómslistafélag var stofnað í Kaupmannahöfn 1779 og gaf félagið út ársrit frá 1781 til 1796. Þar var mest fjallað um ýmis hagnýt efni, m.a. tengd at- vinnuvegum og vísindagreinum sem hafði lítið verið ritað um áður á íslensku. Markmiðið var að uppfræða almenning og því var mikilvægt að þorri fólks gæti skilið það efni sem kæmi frá félaginu. Af ritum Lærdómslistafélagsins má nefna t.d. Um gagnsmuni af sauðfé, Um not af nautpeningi, Um sjávarafla og fleiri vatnaveiðar á Íslandi, Um matar- tilbúning af mjólk, fiski og kjöti, Um grastegundir og fóður á Íslandi, Nokkur íslensk jurta-, fiska og fuglaheiti, Um þær einföldustu grunnmaskínur, Mann- fækkun af hallærum og Um barnadauða á Íslandi. Fjölmörg nýyrði koma fyr- ir í ritum Lærdómslista- félagsins, t.d. kyrrðarstjarna (nú fastastjarna), atvinnu- meðal (nú atvinnuvegur), sugudýr (nú spendýr) og málmmóðir (nú málmgrýti). Af orðum, sem hafa náð fótfestu í málinu, má nefna t.d. brjóskfisk, farfugl, fellibyl, gróðurhús og steinolíu. Einnig fengu nokkur tökuorð að fljóta með í ritum félagsins, t.d. grashoppa og papagói. Nokkur heiti rita Lærdómslistafélagsins minna reyndar á kaflaheiti í samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið en þar er fjallað um ýmis efni sem tengj- ast búskap, fiskveiðum, iðnaði, vísindum og tölfræðilegum upplýsingum eins og gert var í þessum merku ritum frá 18. öld. Af skyldum viðfangsefnum í EES- samningnum má nefna landbúnað, dýra- og plöntuheiti, orkumál, iðnað, tæki, vélar og hagskýrslugerð. Í þýðingastarfinu er í raun unnið að sama markmiði og gert var hjá Lærdómslistafélaginu, þ.e. að koma efni til almennings á skýru og skiljanlegu máli. Í EES-samningnum er að finna fjölda íslenskra nýyrða og má nefna t.d. ýmsar samsetningar með orðinu hlot í köflum um umhverfismál, t.d. landvatns- hlot, grunnvatnshlot og viðtökuvatnshlot. Nýyrðið hlot (sbr. hlutur) er að finna í hinu vandaða riti Umhverfistækni – Íðorðabók) sem Orðanefnd byggingar- verkfræðinga gaf út árið 2007. Þar er hugtakið skilgreint sem afmörkuð heild af efni. Í Orðasafni byggingarverkfræðinga um jarðfræði er einnig nefnt til skýringar að ský sé hlot úr vatnsdropum. Hlot er dæmi um nýstofn í íslensku sem er sjaldgæf orðmyndun en flest nýyrði í málinu eru ýmist samsett orð eða orð mynduð með forskeytum eða viðskeytum. Í landbúnaðarköflum EES-samningsins eru enn fremur ýmsar samsetn- ingar með orðinu yrki, t.d. vetraryrki, blendingsyrki og varðveisluyrki. Nýyrð- ið yrki (plöntuyrki) er frá Jóhanni Pálssyni grasafræðingi og er skilgreint sem, ræktað afbrigði fóður-, mat- og skrautjurta. Þessi yrki njóta oft einkaleyfis- verndar. Af hlotum og yrkjum Tungutak Sigrún Þorgeirsdóttir sigrun.thorgeirsdottir@utn.stjr.is Morgunblaðið/RAX Það er að sjóða upp úr á vinnumarkaði.Læknar í verkfalli, tónlistarkennararþramma um götur og þeir sem hafa stuttSamfylkinguna í þeirra hópi hafa sagt sig úr henni vegna afstöðu Reykjavíkurborgar til kjaramála þeirra. Þingi Alþýðusambands Íslands er nýlokið og í ályktun þess segir: „41. þing ASÍ harmar þá stöðu, sem upp er komin á íslenskum vinnumarkaði. Sjaldan eða aldrei hafa kjarasamningar skilað jafn ólíkum launahækkunum og á yfirstandandi ári … Sjái viðsemjendur okkar sem og ríkisvaldið ekki að sér er ljóst að það stefnir í erfiðar kjaraviðræður upp úr áramótum og átök á vinnumarkaði.“ Tónninn í launþegasamtökunum og reyndar sam- félaginu öllu bendir til þess að það vopnahlé, sem samið var um á vinnumarkaði 1990 – eftir margra áratuga stórátök – undir forystu Einars Odds Krist- jánssonar, Ásmundar Stefánssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar og staðið hefur í aldarfjórðung sé að renna út í sandinn. Það má ekki gerast. Samfélag okkar er enn í sárum eftir hrunið og mun ekki þola nýtt tímabil stöðugra átaka, verkfalla og skæruhernaðar. Heimilin þola það ekki og fyrirtækin þola það ekki. Það þarf ekki lengur að deila um stað- reyndir. Það liggja allar upplýsingar fyrir, um launaþróun, um stöðu fyrirtækja og um stöðu sveitarfélaga og ríkis. Það fer ekki á milli mála að nú gætir á ný sterkrar tilhneigingar til þess að þeir sem eru í stöðu til þess á annað borð taki meira til sín heldur en sann- gjarnt getur talizt og samfélagið er sátt við. Til þess vísar þing ASÍ, þegar það í ályktun talar um „ólíkar launahækkanir“. En þing ASÍ er ekki samkvæmt sjálfu sér. Í álykt- un þess segir: „41. þing ASÍ krefst þess að atvinnurekendur leið- rétti þann mun á launaþróun …“ Hverjir eru þessir „atvinnurekendur“? Það eru ekki sízt stóru fyr- irtækin á Íslandi, sem nú eru að verulegu leyti í eigu lífeyrissjóða en lífeyrissjóðirnir eru í eigu sjóðfélaga, sem um leið eru félagsmenn í launþegafélögunum, sem aðild eiga að ASÍ. Þegar þing ASÍ gerir kröfur á hendur „atvinnurek- endum“ er það í raun að tala við sjálft sig að veru- legu leyti. En þegar sama þing ASÍ reynir að horfast í augu við sjálft sig í því hlutverki fer það undan í flæmingi eins og sjá má á ályktun þess um launakjör stjórn- enda. Lausnin á að vera sú að fjárfesta ekki í fyrir- tækjum, sem „misbjóða siðferðisvitund alls almenn- ings“. Hvað um fyrirtækin, sem þegar misbjóða þeirri siðferðisvitund, jafnvel þótt lífeyrissjóðir eigi ráðandi hlut í þeim? Ætla þeir að selja þá hluti? Og hvar ætla þeir að fjárfesta í staðinn? Þingi ASÍ mistókst að takast á við þá nýju stöðu, sem upp er komin í atvinnulífinu. Það gafst upp við það verkefni. En stóra verkefnið á vinnumarkaðnum er þetta: Það þarf að takast langtímasamkomulag í samfélagi okkar um skiptingu kökunnar. Það þarf ekki að vera erfitt. Það er svo tiltölulega lítill hópur, sem er að brjótast um og reyna að misnota stöðu sína. Enginn er að krefjast þess að launamunur verði þurrkaður út en hann þarf að vera hóflegur. Þeir mælikvarðar ruku út í veður og vind síðustu árin fyrir hrun. Þá þarf að endurreisa. Launamunur var hóflegur á Við- reisnarárunum fyrir hálfri öld, svo dæmi sé tekið. Fáum þjóðum í Evrópu hefur tekizt betur til en Þjóðverjum að skapa langtíma frið á vinnumarkaði. Viðleitni til þess hófst nokkrum árum eftir heims- styrjöldina síðari og takmarkaðist í fyrstu við kola- og stáliðnað. Hún byggðist á þátttöku starfsmanna í stjórnun fyrirtækja. Sú hugsun, sem þar lá að baki var síðar með lögum yfirfærð á atvinnulífið allt. Hún gengur undir nafninu Mitbestimmung á þýzku. Á síðustu 50 árum eða svo eru tvö dæmi um að tekizt hafi að ná breiðri samstöðu á milli stjórnvalda, vinnuveitenda og verkalýðsfélaga um stefnuna í kjaramálum. Hið fyrra er náið samstarf þessara aðila á kreppuárunum 1967-1969, sem leiddi til þess að samfélagið náði sér ótrúlega fljótt á strik eftir eina dýpstu efnahags- kreppu 20. aldarinnar. Hið síð- ara eru þjóðarsáttarsamningarnir 1990, sem áður var minnt á. Það er tímabært að stjórnvöld hefji nú þegar við- ræður við aðila vinnumarkaðar og stjórnarandstöðu um slíka breiða samstöðu um lausn á þeim kjaradeil- um, sem nú eru komnar af stað eða eru framundan. Og ekki fráleitt að horfa með öðru auganu til þess hvernig Þjóðverjar hafa tekizt á við þessi úrlausn- arefni. Ástæðan er sú að þeirra aðferð er í takt við tíðarandann. Það er ekki lengur hægt að reka fyrir- tæki án náins samráðs við starfsmenn og án þess að halda þeim vel upplýstum um reksturinn. Kannski hafa stjórnmálamenn gengið of langt í að berja kjark í fólk með of bjartsýnum yfirlýsingum um að við séum komin vel á veg upp úr öldudalnum eftir hrun. Sú vegferð er vissulega hafin en það er löng leið eftir. Það er enginn grundvöllur fyrir launa- hækkunum af því tagi, sem einstakir starfshópar gera kröfur um. Við höfum líka dæmi í nútímasögu okkar um afleið- ingar þess að ganga of langt í launahækkunum. Það var gert með sólstöðusamningunum 1977. Væntan- lega þarf ekki að minna forystumenn þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn á þá samninga. Sömu flokk- ar voru þá í ríkisstjórn. Pólitískar afleiðingar þeirra samninga voru hrikalegar fyrir báða flokkana. Þáver- andi ríkisstjórn gerði ekki þá samninga. En hún og þjóðin sátu uppi með afleiðingar þeirra. Þing ASÍ réð ekki við verkefnið Það þarf samkomulag til langs tíma um skipt- ingu kökunnar. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á alþjóðamótum dansaði EinarOlgeirsson, formaður Sósíal- istaflokksins 1939-1968, ætíð við finnska kommúnistann Herttu Ku- usinen, þegar því varð við komið. Var hann eflaust jafnfimur við það og að dansa hverju sinni eftir línunni frá Moskvu. Hertta fæddist í finnsku smáþorpi 1904 og var dóttir Ottos V. Kuusinens, eins þægasta þjóns Stal- íns. Kuusinen var forsætisráðherra leppstjórnar, sem mynduð var í bænum Terijoki, þegar Rauði herinn réðst inn í Finnland 30. nóvember 1939. Finnar vörðust svo frækilega, að Kremlverjar hættu við að hertaka landið. Eftir það minntust Kreml- verjar ekki á Terijoki-stjórnina. Hertta gerðist átján ára starfs- maður Alþjóðasambands komm- únista í Moskvu. Ári síðar giftist hún finnskum hermanni, Tuure Lehén. Hún kenndi um skeið dulmálssend- ingar í þjálfunarbúðum fyrir bylt- ingarmenn í Moskvu, en þær sóttu nokkrir ungir íslenskir kommún- istar. Í sömu búðum kenndi maður hennar skipulagningu óeirða. Hertta skildi við hann 1933 og fór skömmu síðar á laun til Finnlands í því skyni að stunda undirróður. Hún var handtekin þar 1934, sat í fangelsi í fimm ár, starfaði neðanjarðar 1939- 1941, en var aftur handtekin 1941. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Tuure Lehén, var innanríkis- ráðherra í hinni skammlífu lepp- stjórn Kuusinens (þótt Þjóðviljinn fullyrti raunar 16. desember 1949, að Lehén væri ekki til). Hertta var látin laus eftir sigur Rauða hersins í stríðinu 1941-1944 við Finna, en eftir það hófu Kreml- verjar afskipti af finnskum stjórn- málum. Kommúnistar stofnuðu Finnska Alþýðubandalagið með nokkrum jafnaðarmönnum og sak- leysingjum, og Hertta varð þing- maður og ráðherra. Hún giftist 1945 einum leiðtoga kommúnista, Yrjö Leino. Hann varð um þær mundir innanríkisráðherra. Næstu ár und- irbjuggu kommúnistar valdarán. Hægri sinnaðir lögregluforingjar voru reknir og kommúnistar ráðnir í stað þeirra. En efasemdir sóttu á Leino. Finninn í honum varð loks kommúnistanum yfirsterkari, og hann varaði yfirmenn finnska hers- ins við vorið 1949. Þeir gerðu ráð- stafanir til að verjast valdaráni. Leino hætti þátttöku í stjórnmálum, brotinn maður, og Hertta skildi við hann 1950. Hún lést í Moskvu 1974. Hefði valdaráni kommúnista ekki verið afstýrt í Finnlandi, þá hefðu þau Einar Olgeirsson og Hertta Ku- usinen eflaust haldið glaðbeitt áfram að dansa saman. En lítið hefði þá orðið um dans í Finnlandi. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Einar dansaði við Herttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.