Morgunblaðið - 01.11.2014, Side 36

Morgunblaðið - 01.11.2014, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 ✝ Már Adolfssonvar fæddur í Vestmannaeyjum 19. maí 1942. Hann lést á Landspítal- anum 20. október 2014. Foreldrar hans voru Adolf Ander- sen, f. 5.12. 1913, d. 20.9. 1987, og Kristjana Geirlaug Einarsdóttir, f. 29.6. 1919, d. 2.2. 2002. Systkini hans eru Óli Einar, f. 1941, Svanlaug, f. 1944, Marinó, f. 1945, Guðmundur Helgi, f. 1949, Guðni, f. 1953, Sigrún, f. 1954 og Erna, f. 1955. Við tveggja ára aldur fluttist fjöl- skylda hans frá Vestmanna- irlifandi eiginkonu sinni Guð- rúnu Magnúsdóttur sem er fædd 26. júlí 1946. Foreldar hennar voru: Magnús Ingvars- son, f. 1908, d. 1997, og Ingi- björg Sveinsdóttir, f. 1919, d. 1993. Synir þeirra eru: a) Steinn, f. 1967 sambýliskona hans er Helga Dagrún Helga- dóttir, f. 1969, dætur þeirra eru: Ingibjörg Jónína, f. 1996, Helga Þóra, f. 1998, og María Ósk, f. 2005, b) Drengur, an- davana, f. 1972, c) Magnús Ingi, f. 1973, unnusta hans er Ingunn Bjarnadóttir, f. 1971, sonur hennar Kristófer Jens Brynj- ólfsson, f. 1997. Þau hjón bjuggu sitt fyrsta búskaparár í Kópavogi og svo á Hellu og hafa búið á Heiðvangi 8 frá 1974. Útför Más fer fram frá Oddakirkju í dag, 1. nóvember 2014, kl. 11. eyjum að Ytri- Sólheimum í Mýr- dal en fluttust þau síðar að Önundar- horni undir Eyja- fjöllum. Már fór ungur að heiman til vinnu, m.a. við sveitastörf í næsta nágrenni og á ver- tíðir. Hann lauk trésmíði við Iðn- skólann í Reykja- vík og síðar meistaranámi. Hann vann sem trésmiður við Kaupfélagið Þór á Hellu þar til hann tók yfir rekstur á verk- stæðinu sem hann rak eftir það. Árið 2000 stofnaði hann ásamt syni sínum Húsblikk. Hann kvæntist 25.11. 1967, eft- Nú ert þú farinn, faðir minn og flýgur um óþekkta heima. Með söknuð í hjarta og sorgina finn, minninguna mun ég alltaf geyma. Elsku besti pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Til dæmis að kenna okk- ur að reikna áður en við lærð- um að lesa, eins allar þær stundir sem við unnum saman, og alla þá visku sem þú kenndir okkur við smíðarnar. Eins og að það væri ekki sama hvort spýtan væri 56 eða 58 mm. Við bílaviðgerðir veittir þú okkur mikla aðstoð og kennslu ásamt mörgu öðru. Öll kvöldin og næturnar sem þú hjálpaðir okk- ur svo við kæmumst í jeppa- ferðir eru okkur mikils virði. Það er ómetanlegur sá tími sem við áttum með þér, þú varst alltaf reiðubúinn að koma og hjálpa okkur sama hvar við vorum á landinu og hvaða tími dagsins sem var. Það eru marg- ar stundir sem við áttum saman og því munum við aldrei gleyma. Án þín værum við hálf- ir menn. Það verður skrítið að geta ekki hringt í þig þegar við erum með spurningar eða okk- ur vantar ráð um eitthvað. Takk fyrir allt. Með þakklæti og hlýhug við hugsum til þín, og fáum ei þakkað þau atlotin þín. Hjálpsemi og alúð í verkum þú fannst, sem átti að koma okkur báðum til manns. Steinn og Magnús Ingi. Elsku Már, mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman þessi fáu ár sem við þekktumst. Sérstaklega þykir mér vænt um að þú tókst honum Kristófer mínum eins og einu af þínum eigin afabörnum, það var einstakt. Kristófer leit upp til þín og þið áttuð í raun margt sameig- inlegt, það hefði jafnvel mátt halda að þið væruð skyldir. Hafðu kæra þökk fyrir það, elsku afi. Samband okkar var einnig alveg einstakt, oft var skotið í báðar áttir og höfðum við bæði gaman af. Við skildum hvort annað, oft sagðir þú „Það eru ekki margir sem gera mig orð- lausan,en það getur þú“. Og þá brostum við bæði. Elsku Már, guð geymi þig og varðveiti. Það eru forréttindi að hafa fengið að þekkja þig. Elsku Guðrún mín og fjöl- skylda, megi allir heimsins englar vefja vængjum sínum um ykkur á þessum erfiða tíma. Guð blessi ykkur öll. Ingunn og Kristófer. Elsku afi minn, það verður mjög skrítið að koma til ömmu og þú verður ekki þar. Ég veit ekki hvernig þetta á eftir að verða þegar ég get ekki hringt í þig eða komið niður á verk- stæði til þín. Það sem þú ert ekki búinn að gera fyrir mig síðan ég fæddist, passa mig, fara með mér í ferðalög útum allt. Þú gerðir allt sem mig lang- aði að gera og hringdir stund- um í mig og baðst mig um að koma út á verkstæði því þú ætl- aðir að tala við mig en réttir mér svo pening og baðst mig um að segja ekki ömmu frá þessu. Elsku besti afi minn, þú stóðst afa hlutverkið alveg 110%. Ég á eftir að sakna þín mikið. Guð geymi þig. Ingibjörg Jónína. Kæri vinur, hvíl í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Guðrún og fjölskylda, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Minning um góðan vin lif- ir með okkur. Steinunn og Jón. 15. maí 2006 kynntist ég Má Adolfssyni á hjartadeild LSH, báðir að fara í hjartaaðgerð. Már nýorðinn 64 ára og ég 50 ára. Báðir fæddir í maí (naut). Við vorum saman á stofu og sama dag, 6.6. ’06, fórum við í aðgerðina. Á sjúkrahúsinu gafst okkur góður tími að kynnast. Ýmisleg rætt og skrafað. Ekki hægt að segja að okkur hafi leiðst. Góður tími til að hug- hreysta hvor annan fyrir að- gerðina, báðir kvíðnir fyrir að- gerðardegi. Eftir aðgerð vorum við á sama róli og vorum út- skrifaðir 16. júní, tilbúnir að halda þjóðhátíð. Hann fór heim á Hellu og ég í Hafnarfjörð. Um haustið hitt- umst við aftur í endurhæfingu á Reykjalundi. Reykjalundartím- inn var góður og þar hittust margir sem voru á hjartadeild sumarið 2006, nú komnir í end- urhæfingu. Að henni lokinni hélt hópurinn sambandi og vor- um við með ýmsar uppákomur, t.d. kaffihúsaferðir og bíóferð. Þorgeir og Sigurþór hafa verið duglegir að hafa samband við okkur og boða til hittings. Í dag eru þrír úr hópi Hjartavina farnir á fund forfeðranna, það eru þeir séra Bragi Benedikts- son, Þorvaldur Jónsson rithöf- undur og nú Már Adolfsson. Við leiðarlok er hugsað um góða nærveru með Má þegar við vorum á LSH og Reykja- lundi. Ég hefði mátt vera dug- legri að rækta sambandið. Við Már ræddum þó oft í síma. Ég og eiginkona mín heimsóttum Guðrúnu og Má á fallega heim- ilið þeirra á Heiðvangi 8, Hellu. Guðrún hrærði í pönnukökur og stóð með tvær pönnur, hvora í sinni hendi, og var bakað á fullu, nóg til fyrir gestina. Gest- risni og gott viðmót var það sem þau sýndu okkur. Már sýndi mér heimilið og vinnuað- stöðu sem hann hafði á neðri hæð hússins. Hann var greini- lega maður sem gat tekið að sér ýmis verk. Már hafði skemmtilega kímnigáfu, bros- mildur og kátur maður, var fræðandi og ávallt tilbúinn að aðstoða þá sem þess þurftu í leik eða starfi. Á lífsleiðinni var hann búinn að taka að sér mörg verk við byggingar húsa og fleira. Eftir skurðaðgerð ræddi Már stundum um það við mig að nú væri kominn tími til að fara að njóta lífsins. Þau Guð- rún keyptu sér M. Benz-húsbíl og lágu ferðir okkar nokkrum sinnum saman og þá var gaman að hittast og ræða málin. Nú á þessu ári var Már lagður inn á hjartadeild – önnur viðvörun. Már sagði þá við mig: „Þetta er nú að verða alvarlegt með mig, nú er mér alveg bannað að reykja. Hvað má maður?“ Stuttu eft- ir heimsókn mína veiktist ég líka og var lagður inn – önnur viðvörun. Líf okkar hefur legið saman í þessum hjartaveikind- um. Mánudagsmorguninn 20. október hringir síminn. Þetta var sonur hans og sagðist vilja tilkynna mér að Már hefði látist um nóttina. Þögn. Ég hugsa strax: hefur hjartað gefið sig? Spyr hvað hafi komið fyrir. Hann segir að Már hafi verið mikið veikur síðastliðinn mán- uð, sýktur af krabbameini. Kæri „hjartans“ vinur, Guð geymi þig og varðveiti og blessi þá sem syrgja að þú hefur kvatt okkur sem eftir lifum. Elsku Guðrún og fjölskylda, Guð blessi ykkur og styrki vegna fráfalls eiginmanns, föð- ur, afa og langafa. Blessuð sé minning Más Adolfssonar. Guðjón St. Garðarsson. Nú þegar leiðir skilur um sinn langar mig að minnast vin- ar míns Más Adolfssonar. Vorið 1958 réð ég mig í byggingavinnu á Selfossi til Guðmundar Sveinssonar sem þá var að reisa Kaupfélags- smiðjurnar, þar sem nú eru til húsa Jötunvélar o.fl. Þetta var nokkuð stór vinnustaður þar sem unnu menn á öllum aldri, þó var stærsti hópurinn strákar og ungir menn. Þar á meðal voru tveir bræður undan Eyja- fjöllum Óli og Már. Við Óli vor- um þá 17 ára en Már árinu yngri. Með okkur tókst ágætur kunningsskapur. Eins og við er að búast gekk ýmislegt á í svona strákahóp, stundum varð vinnan að víkja um stund vegna þess sem eldri mennirnir köll- uðu ólæti. Einn var þó sem ekki tók þátt í þeim, hélt ótrauður áfram með sitt verk, það var Már og kom þá strax í ljós hans ótrúlegi dugnaður og vinnu- semi. Leiðir okkar lágu næst sam- an áratug síðar á Hellu þar sem við byggðum hús sem standa hvort á móti öðru við Heiðvang- inn. Þá var Már búinn að læra húsasmíði og naut ég þess að sækja til hans ráð og aðstoð sem gerðist æði oft. En Már var ekki bara húsasmiður, ef bíll bilaði eða eitthvað annað sem nöfnum tjáir að nefna var gott að hlaupa yfir götuna til hans og leita ráða og aðstoðar sem var fúslega látin í té. Ég hef oft sagt að mér brá mest við þegar við fórum frá Hellu að geta ekki hlaupið og spurt Má. En lífið á Heiðvang- inum var ekki bara bygginga- vandamál og bilanir, við Guð- laug nutum þess að skemmta okkur með Guðrúnu og Má, Ingvari og Svanlaugu o.fl. góðu fólki. Þá eru minnisstæðar fjall- rekstrarferðirnar frá Geldinga- læk sem við tókum þátt í. En Már var ekki sloppinn þó að við færum frá Hellu, til hans var leitað þegar þurfti að byggja eða breyta. Þegar við settum járnið á loðdýrahúsið á Efri-Þverá var leitað til ná- granna og vina um aðstoð, að því loknu sagði Daði á Bark- arstöðum að þetta hefði verið mjög lærdómsríkt, hann hefði aldrei vitað jafn skipulega að verki staðið. Þannig var Már fljótur að sjá bestu leiðina. Þegar við fluttum hingað að Brú fékk ég hann í endurbætur á íbúðarhúsinu og byggingu fjárhúss. Hér blasa verkin hans alls staðar við, hvort sem nefna má flísarnar á þvottahúsinu eða traktorinn sem stendur úti á hlaði, sem einu sinni var með ónýt bretti en Már smíðaði ný, þannig gæti ég lengi upp talið atvik stór og smá sem orðið hafa á langri samleið. Fyrir stuttu komum við Guð- laug á Heiðvang 8, þá hittist þannig á að Má hafði verið sagt að hann væri með krabbamein, hann var þó hinn hressasti og kvaddi með gamanyrði á vörum eins og svo oft áður. Það hvarfl- aði ekki að mér að hálfum mán- uði síðar yrði ævi hans öll sem þó varð raunin. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir að eiga vináttu Guðrúnar og Más og þeirra fjölskyldu og biðjum við þeim blessunar á erfiðum tím- um. Guðgeir Ólason og fjölskylda. Már Adolfsson Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA E. ÞORSTEINSDÓTTIR, fyrrverandi ljósmóðir, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík fimmtudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 3. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeild Þórkötlu. . Kristján Finnbogason, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Ragnar Eðvarðsson, Stefán Þ. Kristjánsson, H. Sandra Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, HULDA RAGNA EINARSDÓTTIR, Álftamýri 20, lést fimmtudaginn 30. október. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, . Jón Pálsson Jón Guðmundsson Helgi Guðmundsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, bróðir, afi og langafi, JÓNAS ALFREÐ PÁLSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnu- daginn 19. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Flugbjörgunarsveit Reykja- víkur. Ásta Baldvinsdóttir, Tómas Reynir Jónasson, Hallbjörg Þórarinsdóttir, Þóra Jóhanna Jónasdóttir, Haraldur Pétursson, Hulda Soffía Jónasdóttir, Sigurlaug Lilja Jónasdóttir, stjúpbörn, systkini, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir minn, mágur og móðurbróðir, HARALDUR SIGURBERGSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 27. október. Útför fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Anna Guðný Sigurbergsdóttir, Tómas Símonarson, börn og barnabörn, Ólafur H. Ólafsson, Hilmar Skúli Ólafsson, Valur Jóhann Ólafsson, Ingigerður Bjargmundsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru og yndislegu INGIBJARGAR ÓSKAR ÓSKARSDÓTTUR, Skipasundi 46, Reykjavík. Hörður Smári Hákonarson, Anna María Gestsdóttir, Ellert Hlíðberg, Óskar G. Gunnarsson, Sjöfn Magnúsdóttir, Haraldur R. Gunnarsson, Ragna Ársælsdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.