Morgunblaðið - 01.11.2014, Page 38

Morgunblaðið - 01.11.2014, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 ✝ Helgi Guð-mundur Hólm fæddist í Sporðs- húsum í Vestur- Húnavatnssýslu 2. júní 1933. Hann lést á heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 20. október 2014. Foreldrar Helga voru Andrea Sólveig Bjarnadóttir, f. 28. ágúst 1897 á Þóreyj- arnúpi, og Björn Leví Þórðar- son, f. 29. júlí 1887 á Litlu- Ásgeirsá. Systkini hans eru Þórður Leví, f. 1917, d. 1922, Þóra Margrét, f. 1919, d. 1996, Jakob, f. 1920, d. 1998, Þórður Leví, f. 1922, d. 2003, Unnsteinn, f. 1925, d. 2003, Heiðrún, f. 1926, d. 1987, Aðalheiður Ey- steinsína, f. 1930, d. 1980, Ágúst Bjarni Hólm, f. 1933, Geir Hörð- ur, f. 1937, og Eygló, f. 1942, d. 2012. Helgi eignaðist tvær dæt- ur 1) Fjólu Berglindi, f. 1959. Móðir hennar er Aðalbjörg Pét- ursdóttir, f. 1942. Fyrrverandi maður Fjólu er Vilhjálmur H. Bragason, börn þeirra eru a) Gréta Björg. Sambýlismaður hennar er Björgvin Lindi Sigur- jónsson, dóttir þeirra er Thelma Lind. Frá fyrra hjónabandi á Björgvin Lindi 3 börn. b) Bragi Freyr. Núverandi sambýlis- maður Fjólu er Guðjón Ólafsson og á hann 2 börn fyrir. Svandísi og Ólaf Þóri. 2) Báru Helenu, f. 1961. Móðir hennar er Þórey Gunnlaug Petra Þorsteinsdóttir, f. 1924, d. 1974. Fyr- ir átti Þórey börn- in Gísla Christian, f. 1948, d. 1975, Svövu Eyland, f. 1952, Jenný Ey- land, f. 1955, og Þorstein Karl Ey- land, f. 1957, d.1999. Maki Báru er Ron Miller. Fyrri maður Báru var Bart Stephens. Börn Barts og Báru eru a) Sandra Björk Stiglitz, f. 1982, gift Chris Stiglitz og eiga þau börnin Rayan Björn og Brynju Björk. b) Berglind Eva, f. 1983, gift Basil Lee og á hann 3 börn fyrir. c) John Daníel Stephens, f. 1987, giftur Okctav- iu og eiga þau soninn Asaya og fyrir átti Daníel dótturina Adrianu. Helgi fluttist ungur að árum að Gauksmýri og síðan að Neðri-Þverá. Hann var síðan í sveit í nokkur sumur á Ferstiklu í Hvalfirði og síðan á Stóru- Borg hjá Margréti og Pétri. Um tvítugsaldurinn flutti hann al- veg til Reykjavíkur og vann þar lengst af hjá Bjarna bróðir sín- um við hreingerningar. Síðustu árin bjó hann í Hveragerði, síð- an á Skagaströnd og nú síðast á Blönduósi. Útför Helga fór fram frá Blönduóskapellu 27. október 2014 í kyrrþey að ósk hins látna. Það var hálfskrýtinn dagur framundan þegar ég vaknaði á mánudagsmorgni og fannst mér allan daginn eins og ég þyrfti að gera eitthvað sérstakt en áttaði mig ekki á hvað það var. Seinnipart dagsins fór að hugsa norður til pabba míns og fannst að nú yrði ég að fara að hringja og frétta af honum. Fannst vera liðinn of langur tími síðan síð- ast. Ég varð of sein. Klukkan tæplega hálftíu um kvöldið var hringt frá Sjúkrahúsinu á Blönduósi og mér sagt að hann hefði verið að kveðja. Þá vissi ég að hann hafði verið að hugsa til mín allan daginn og reyna að minna á sig. Ég veit að við höfðum of lítið samband síðustu árin en, pabbi minn, nú veit ég að þú ert á góðum stað og núna líður þér vel. Takk fyrir allt og allt. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason.) Innilegar þakkir til Heil- brigðisstofnunar Blönduóss fyr- ir ómetanlega hjálp honum til handa. Minning þín lifir. Þín dóttir, Fjóla. Helgi Guðmundur Hólm Kæra Kristrún. Ekki átti ég von á að við myndum ekki hittast aftur þrátt fyrir veikindin þín og fréttirnar um að þú hefðir kvatt voru erfiðar að fá. Ég er afar þakklát fyrir tímann sem ég átti með þér í fyrrasumar fyrir norðan þegar þú komst með Dodda bróður og Garðari Helga í smá frí. Þú varst alltaf svo opin, jákvæð og skemmtileg, alltaf hress og kát. Met mikils allan stuðninginn og peppið í náminu mínu og áhugann sem þú sýndir mér og litlu fjölskyldunni minni í Álaborg, öll skilaboðin og kveðj- urnar sem þú sendir okkur. Hvíldu í friði, kæra Kristrún. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Garðar, Lísa, Villa og fjölskyldur, innilegustu samúð- arkveðjur frá okkur fjölskyld- unni í Álaborg. Sólveig Hallsteinsdóttir. Mikið finnst mér erfitt að þessi tími sé kominn. Það var Kristrún Stefánsdóttir ✝ Kristrún Stef-ánsdóttir fædd- ist 4. janúar 1955. Hún lést 20. októ- ber 2014. Útför hennar fór fram 30. október 2014. aðdáunarvert hversu hetjulega þú barðist við þennan grimma sjúkdóm sem herjaði á þig allt of oft. Þú varst mér ávallt einstaklega góð strax frá unga aldri þegar þú tókst að þér að passa mig. Mér fannst gott að vera hjá ykkur og kom ég oft í heimsókn. Ég hafði alltaf þá tilfinningu að þér fyndist þú eiga hlut í mér sem er svo satt á margan hátt. Ég á margar yndislegar minn- ingar af okkur Vilborgu Önnu saman með þér og mömmu í ferðalögum bæði hér heima og erlendis. Við frænkur vorum uppátækjasamar og þið höfuð einstaklega gaman af því. Á seinni árum urðuð þið ömmur og buðuð okkur ungu mæðrunum ýmiskonar heilræði og hófust þá oft skemmtilegar samræður. Af ömmudjásnunum þínum varst þú óendanlega stolt og þú sagðir mér svo margar sögur af þeim. Ég trúi því að þú haldir fast utan um myndina af ömmustráknum þínum sem þú barst í höndum þínum þegar þú kvaddir. Minning mín um þig verður fallega konan með brúna þykka hárið og „Krissulegu skórnir“. Elsku besti Gæi, Vilborg Anna, Lísa og aðrir aðstandend- ur, ég vona að þið finnið styrk í sameiningu í gegnum þennan erfiða tíma. Elsku Krissa, ég kveð þig með miklum söknuði. Hulda Karen Guðmundsdóttir. Okkar kæra frænka Kristrún hafði frumkvæðið að því að koma á fót frænkuklúbbi þannig að við hittumst reglulega þar sem hún var sjálfskipaður formaður eða fommi eins og hún kallaði það. Hún var óskoraður foringi hóps- ins og hélt okkur vel við efnið. „Og ekkert kjaftæði, gjöra svo vel að mæta, koma svo.“ Kristrún batt okkur sterkum frænku- og vináttuböndum. Hún var mikill spaugari og svo ótrú- lega skemmtileg. Hún var sú hressasta og alfrændræknasta af okkur og hafði góða yfirsýn yfir stórfjölskylduna alla. Hún hélt sömuleiðis vel utanum bræður sína og sinnti móður sinni af al- úð. Kristrún skipulagði eftir- minnilega gönguferð um Kjalveg fyrir frændfólkið og munum við halda hennar minningu á lofti með göngum sem hér eftir heita Kristrúnargöngur. Það var yndislegt að koma í Strúnukot, fallega sumarhúsið þeirra Garðars í Borgarfirðinum og þangað fóru þau Garðar um helgar og í fríum allan ársins hring. Kristrún lét sig varða aðstöðu og réttindi sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna. Það voru töggur í henni Kristrúnu. Hún var töffari í gegn. Samviskusöm og skipulögð með eindæmun og ekki síst á veikindatímabilum, hvernig hún tókst á við áföll og gat lyft sér upp á bataplanið með skynsemi og áræðni svo maður fylltist bjartsýni og aðdáun. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og elskaði að vera með gullmolunum sínum, dætr- unum og barnabörnunum, öm- mudjásnunum. Þau Garðar höfðu gaman af að ferðast og heimsóttu oft dóttur sína og fjöl- skyldu til Noregs og áttu þar líka góða vini frá skólaárunum sem þau nutu þess að heim- sækja. Og Kristrún var eldheitur stuðningsmaður Chelsea og var það fastur liður þeirra hjóna að fara til London á leiki. Kristrún hafði miklar skoðan- ir og sat ekki á þeim og endaði umræðan oft í hláturrokum þeg- ar Kristrún endaði á „ sei nó mor!“ Drifkrafturinn, dugnaðar- forkur, létta lundin og trygg- lyndi eru orð sem lýsa henni vel. Alltaf smekkvís og smart, það var hennar stíll. Hennar verður sárt saknað í hópnum og hún verður alltaf með okkur. Þuríður Dóra, Gerður, Sig- rún, Harpa, Guðrún og Lillý. Við kynntumst Kristrúnu haustið 1989 þegar við hófum saman nám í Lyfjatæknaskóla Íslands og komum hver úr sinni áttinni. Fljótlega skapaðist sterk og góð vinátta á milli okkar skólasystranna sem hefur hald- ist síðan. Margt var brallað bæði innan skólans og utan og stór ákvörðun tekin um að fara í út- skriftarferð að námi loknu. Kom þá strax í ljós hversu mikill leið- togi Kristrún var. Ýmsar fjáröfl- unarleiðir voru reyndar með góðum árangri og þar var það ekki síst Kristrún sem dreif okk- ur áfram með krafti sínum og dugnaði. Að leiðarlokum minnumst við Kristrúnar með þakklæti fyrir hennar góða þátt í því að halda hópnum okkar saman, hversu já- kvæð hún var, áræðin og fylgin sér. Hún var litrík, sterk og gef- andi persóna og umhyggjusöm um hagi okkar skólasystranna og okkar nánustu. Þá verður að halda því til haga að hún var afar skemmtilegur sögumaður og hafði einstaka hæfileika til að breyta hversdagslegustu atburð- um í bráðskemmtilegar sögur sem kitluðu hláturtaugarnar. Við skólasysturnar hittumst í lok ágúst og áttum þá yndislega stund saman þar sem Kristrún var hrókur alls fagnaðar eins og alltaf. Minning um góða konu lif- ir. Við vottum Garðari, dætrun- um og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Ásrún, Bergdís, Iða Marý, Vilborg Erla, Sigríður, Sig- þóra, Kristín og Valgerður. Davíð Ósvaldsson útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri Þá er hann horf- inn úr lífi okkar hann Ingólfur Sveinsson frá Fá- skrúðsfirði. Þó að maður hafi fylgst með stríði hans við þann vágest sem lagði hann að velli og fengið reglu- lega upplýsingar um heilsufar hans, þá einhvern veginn trúði maður því ekki að stundin væri komin og hann myndi kveðja þetta líf fyrir fullt og allt. Ingólfur var mikill vinur minn og við áttum margar stundir saman, enda bjuggum við hlið við hlið á Fá- skrúðsfirði. Þegar við Ingólfur vorum ungir menn lágu leiðir okkar saman á rúntinum á Fáskrúðsfirði og á rúntinum kynntist Ingólfur Önnu Björgu Pálsdóttur sem síðar varð eiginkona hans og samherji í blíðu og stríðu og móðir þriggja barna þeirra. Bæði Ingólfur og Anna Björg voru það sem hægt er að kalla eðalpersónur og gaman var að fylgjast með þegar þau voru að draga sig saman og hægt er að segja með sanni að þau elskuðu hvort annað afar mikið og fjöl- skyldan sem þau skópu saman er til algjörar fyrirmyndar í okkar samfélagi. Börn sem eiga slíka foreldra eins og Ingólf og Önnu Björgu eru Ingólfur Sveinsson ✝ IngólfurSveinsson fæddist 20. júní 1951. Hann lést 23. október 2014. Útför Ingólfs fór fram 31. október 2014. á grænni grein. Öll fjölskylda Ingólfs, eins stór og hún er, hefur skipað til borðs í þessu sam- félagi algjöru fyrir- myndarfólki og er mikill sómi að því. Gyða Ingólfsdóttir, móðir Ingólfs Sveinssonar, hefur á nokkrum vikum orð- ið að sjá á eftir eig- inmanni sínum, Sveini R. Eiðs- syni, og svo elsta syni sínum Ingólfi og féllu þeir báðir í valinn af völdum krabbameins. Gyða hefur misst mikið á ör- skotsstundu og votta ég henni innilega samúð mína, Gyða er stolt og heiður þessarar fjöl- skyldu. Anna Björg Pálsdóttir, eiginkonu Ingólfs, sem ég hef þekkt frá unglingsaldri, bæði þeg- ar við vorum á rúntinum á Fá- skrúðsfirði og eftir það, hefur misst mikið, því að þau Ingólfur og hún voru lífsförunautar frá því að þau voru nánast unglingar og þau og börn þeirra voru einstak- lega samhent fjölskylda. Ingólfur og Anna Björg voru foreldrar í sérflokki. Anna Björg og börn, við ykkur segi ég, það var heiður að umgangast Ingólf, hann var ætíð rólegur og yfirvegaður í samskipt- um við mig og ég mun sakna hans mikið. Það að þurfa að kveðja ekki eldri mann svona snemma mynd- ar mikið tómarúm hjá þeim sem eftir standa. Ég segi það með sanni að Ingólfur Sveinsson var það sem hægt er að kalla yndis- lega góð persóna og þakka ég samfylgdina við hann í þessu lífi. Gyða, Anna Björg, börn, barna- börn, systkini Ingólfs og allir ætt- ingjar og vinir, ég votta ykkur öll- um samúð mína með fráfall Ingólfs Sveinssonar, við misstum öll mikið, því að við sem þekktum Ingólf þekktum góðan mann, mann sem alltaf kom fram við fólk af virðingu og með jafnaðargeði. Vertu sæll, Ingólfur, það var heiður að keyra ykkur Önnu Björgu á rúntinum á Fáskrúðs- firði og eiga sinn þátt í því, að þið sköpuðuð ykkur líf saman. Eiríkur Stefánsson, Fáskrúðsfirði. Mætur maður er falinn í valinn langt um aldur fram og farinn á vit forfeðranna. Maður sem ég var svo lánsamur að kynnast og vera í miklum samskiptum við síðustu árin. Ingólfur Sveinsson var at- hafnamaður sem lét verkin tala. Á árum áður stýrði hann útgerð og fiskvinnslu hjá öðrum og einnig á eigin vegum. Seinni árin rak hann eigin ráðgjafar- og bókhaldsstofu en Ingólfur var viðskiptafræðing- ur að mennt með fjármál fyrir- tækja sem sérgrein. Glettnin var aldrei langt undan hjá Ingólfi og honum var lagið að sjá spaugilegu hliðina á tilverunni. En alvaran bjó undir niðri og oft áttum við samræður um stjórnmál og þjóðmál almennt. Við vorum sammála um að íslenska þjóðin hefði lítið sem ekkert lært af hruninu og verri eiginleikar mannskepnunnar hefðu oftar en ekki yfirhöndina. Oft vorum við ósammála um stjórnmál líðandi stundar en ávallt var Ingólfur rök- fastur og þurfti maður á öllu sínu að halda er skeggrætt var um málin. Greiðasemi Ingólfs var með eindæmum. Aldrei varð ég var við að nokkur færi bónleiður til búðar þegar hann átti í hlut. Og þá var ekki verið að krefjast endurgjalds hið snarasta og oft alls ekki. Ég veit að margir eiga honum mikið að þakka vegna margvíslegrar að- stoðar af hans hálfu. Ingólfur var mannvinur og vissi sem var að oft þyrfti að hjálpa fólki til sjálfs- hjálpar. Vinnusemi var Ingólfi í blóð borin. Upp snemma og unnið langt frameftir flesta daga meðan heilsu naut við. Snöggur með af- brigðum og afar talnaglöggur. Hafði ég oft gaman af því að sjá hvað hann var fljótur að leysa úr flóknum og erfiðum málum fyrir sína skjólstæðinga enda hafði Ing- ólfur yfirgripsmikla þekkingu í sínu fagi. Ingólfur var ríkur maður. Hann og eftirlifandi eiginkona, Anna Björg Pálsdóttir, komu þremur börnum sínum til manns, Gyðu sem er læknir, Agnari Páli sem tekið hefur við rekstri stof- unnar og er með meistaragráðu í endurskoðun og fjármálum fyrir- tækja og Sigurbirni Inga sem nam flugvirkjun og stundar nú fram- haldsnám. Og barnabörnin voru orðin nokkur og naut Ingólfur þess mjög að hafa stórfjölskyld- una nálægt sér. Missir þeirra er mikill að missa eiginmann, föður, afa og son en móðir Ingólfs, Gyða, lifir son sinn. Ég votta þeim mína dýpstu sam- úð. En minningarnar lifa og við munum ylja okkur við þær um ókomna tíð. Við getum ekki annað. Kristinn D. Gissurarson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.