Morgunblaðið - 01.11.2014, Side 43

Morgunblaðið - 01.11.2014, Side 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 arafræðum vorið 2011. Karen vann á frístundaheimilinu Frístund, síðar Halastjarnan, með háskólanámi, en á sumrin vann hún við slátt á Laugarvatni og síðar hjá Skógrækt ríkisins í Haukadalsskógi. Hún hóf störf við leikskólann Vinagerði sumarið 2011 en fékk um næstu áramót afleysingastöðu í Foldaskóla sem umsjónarkennari 7. bekkjar. Haustið 2012 settist Karen svo aftur á skólabekk og tók annað ár í íslensku við Háskóla Íslands. Ekkert taflfélag í Grímsey? Eftir starf á ferðaþjónustubýlinu Efsta Dal II sumarið 2013 flutti Kar- en þvert yfir landið, á fjærstu byggðu eyjuna, til að kenna við Grímseyjarskóla í átta mánaða fæð- ingarorlofi þáverandi skólastjóra. Eitthvað teygðist úr þessum átta mánuðum en nú í haust var hún ráðin skólastjóri Grímseyjarskóla. Urðu það ekki viðbrigði að vera allt í einum komin út í Grímsey? „Jú, óneitanlega, svona fyrst um sinn. Helstu viðbrigðin voru kannski þau að geta ekki sest upp í bíl og ekið í burtu. En þó að þetta sé fámennt samfélag og afskekkt, er það afar líf- legt með miklu félagslífi. Hér eru all- ir bókaðir fram að jólum. Kvenfé- lagið er alltaf eitthvað að bralla, sem og Kiwanisklúbburinn. Auk þess halda Grímseyingar sinn eigin þjóðhátíðardag sem er fæðingardag- ur Daniels Willards Fiske, Íslands- vinar og skákáhugamanns sem gaf Grímseyingum bókasafn og hverju heimili taflmenn og skákborð á sín- um tíma.“ Hver er formaður Taflfélagsins? „Það er því miður ekki starfrækt í dag en skólinn heldur sína skákhátíð og auðvitað er hægt að tefla þó að ekki sé formlegur skákklúbbur.“ Karen starfar með kvenfélaginu Baugi í Grímsey: „Ég fer líka reglu- lega út að ganga með Ipodinn, dansa með og svo les ég mikið. Það hefur reyndar alla tíð verið mitt aðaláhuga- mál. Það má segja að ég hafi nánast farið lesandi í gegnum lífið.“ Fjölskylda Systkini Karenar eru Birta Huld Halldórsdóttir, 14.8. 1979, grunn- skólakennari á Hellu en unnusti hennar er Þorsteinn Darri Sigur- geirsson, grunnskóla- og íþrótta- kennari, og eiga þau fjögur börn, Al- mar Mána, Svövu, Halldór Darra og enn ónefndan dreng; Sævar Þór Halldórsson, f. 30.10. 1985, land- vörður og verkefnastjóri hjá þjóð- garðinum á Þingvöllum, stundakenn- ari við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og meistaranemi í landfræði við Háskóla Íslands, bú- settur á Laugarvatni en unnusta hans er Erla Dóra Vogler, verðandi ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, jarðfræðingur og óperusöngkona; Snorri Elís Hall- dórsson, f. 24.5. 1989, starfsmaður í þjóðgarðinum á Þingvöllum og nemi í kerfisfræði, búsettur á Laugar- vatni. Foreldrar Karenar eru Valgerður Sævarsdóttir, f. 14.2.1964, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, for- stöðumaður bókasafns Mennta- skólans að Laugarvatni og formaður byggðaráðs Bláskógabyggðar, og Halldór Páll Halldórsson, f. 29.8. 1957, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Þau eru búsett á Laugarvatni. Úr frændgarði Karenar Nætur Halldórsdóttur Karen Nótt Halldórsdóttir Finnur Sveinbjörnsson skipstj. í Eyrarsveit Halla Halldórsdóttir verkak. og húsfr. í Eyrarsveit Halldór Finnsson sparisjóðsstj. og oddviti í Grundarfirði Pálína Gísladóttir kaupm. og húsfr. í Grundarfirði Halldór Páll Halldórsson skólameistari Menntask. að Laugarvatni Gísli Karel Elísson verkam. í Eyrarsveit Jóhanna H. Jónsdóttir húsfr. í Eyrarsveit Guðmundur Kjartan Guðmundsson sjóm. á Siglufirði Valgerður K. Þorsteinsdóttir síldarstúlka og húsfr. á Siglufirði Jóhann Sævar Guðmundsson húsasm. á Selfossi Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarm. á Selfossi Valgerður Sævarsdóttir forstöðum. bókasafns ML og form. byggðaráðs Bláskógabyggðar Ögmundur Ólafsson vélstj. í Vestmannaeyjum Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Á fyrsta árinu Karen Nótt varð snemma mikill bókaormur. Björn Ólafsson verkfræðingurfæddist í Múlakoti í Hörg-landshreppi í Vestur- Skaftafellssýslu 1.11. 1930, sonur Ólafs Bjarnasonar, blikksmiðs í Reykjavík, og Sigríðar Jónínu Tómasdóttur húsfreyju. Foreldrar Ólafs voru Bjarni Bjarnason, bóndi í Hörgsdal, og k.h., Helga Pálsdóttir húsfreyja, en for- eldrar Sigíðar Jónínu voru Tómas Jónsson, bóndi á Saurum í Stað- arsveit, og k.h., Margrét Jónsdóttir húsfreyja. Eftirlifandi eiginkona Björns er Hulda Sigurbjörg Guðmundsdóttir, fyrrv. bankastarfsmaður og eign- uðust þau fjögur börn. Björn lauk stúdentsprófi frá MR 1952, fyrrihlutaprófi í bygging- arverkfræði frá HÍ 1955 og verk- fræðiprófi frá RWTH í Aachen í Þýskalandi 1962. Björn var verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins 1962-66 og starf- aði þá m.a. við hönnun og eftirlit með Reykjanesbrautinni og var umdæm- isverkfræðingur Suðurlands 1963- 66, var verkfræðingur og yfirverk- fræðingur hjá Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar í Reykjavík 1966-70 og starfrækti eigin verk- fræðistofu frá 1970 sem lengst af sá einkum um eftirlit, samninga, hönn- un og hönnunarstjórnun. Björn var framkvæmdastjóri byggingaráætlunar Vestmannaeyja 1973-75, hönnunarstjóri hjá fram- kvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins 1988, sá um hönnun, eftirlit og umsjón með framkvæmdum við flugvelli 1990, ásamt fleiru. Björn sat í Stúdentaráði, var for- maður Félags verkfræðinema, vara- borgarfulltrúi í Reykjavík og sat í stjórn Veitustofnana, í skipulags- nefnd Kópavogs, var bæjarfulltrúi í Kópavogi, sat þar í bæjarráði og var formaður bæjarráðs í tvígang, í ýms- um nefndum og ráðum á vegum bæj- arfélagsins, í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga, í stjórn SASÍR og SSH, var formaður nýt- ingar Krísuvíkurskóla og formaður skólanefndar Tækniskóla Íslands. Björn lést 12.6. 1992. Merkir Íslendingar Björn Ólafsson Laugardagur 90 ára Aðalbjörg Vigfúsdóttir 85 ára Elín B. Kristbergsdóttir Hafsteinn Ágústsson 80 ára Arnþór Sigurðsson Halla Haraldsdóttir Pálmi Jónsson Stefán Kjartansson 75 ára Esther Stefanía Guðmundsdóttir Gunnar Ágústsson Reynir Torfason 70 ára Anna Magnúsdóttir Anna S. Ingvarsdóttir Bergljót Frímann Björn Úlfar Sigurðsson Davíð Pétursson Erlendur Örn Eyjólfsson Hu Dao Ben Jón S. Friðjónsson Kjartan Kjartansson Margrét Dóra Jónsdóttir Margrét Geirsdóttir Viðar Norðfjörð Sigurðs- son 60 ára Bergljót Sigvaldadóttir Elín S. Kristjánsdóttir Jón Magnússon Kolbrún Guðmundsdóttir Kristján Ágúst Baldursson María Anna Þorsteins- dóttir Ragna Sigríður Kjartansdóttir Vilborg Hjálmarsdóttir Þórður Axel Ragnarsson 50 ára Aðalheiður Þorsteinsdóttir Anna Lóa Ólafsdóttir Arne Wehmeier Guðmundur L. Pálsson Guðmundur Skúli Hartvigsson Heiðar Stanley Smárason Hildur Guðnadóttir Iða Mary Guðmundsdóttir Ingunn Sigurðardóttir Kristrún Olly Smáradóttir Margrét Pétursdóttir María Gunnarsdóttir Nabeeh Tawfik Naimi Ólafur Guðjón Reynisson Sigríður Jóakimsdóttir 40 ára Atli Þór Þórsson Brynjólfur Borgar Jónsson Grzegorz Andrzej Halys Harpa Hrönn Grétarsdóttir Jóhann Þór Línberg Kristjánsson 30 ára Arnar Ómarsson Arngrímur Vídalín Stefánsson Birgir Alexandersson Birkir Helgason Brynhildur Jóhannsdóttir Brynjar Ýmir Birgisson Davíð Örn Þorkelsson Helga Dögg Reynisdóttir Hjalti Daðason Jón Viðar Viðarsson Orri Wiium Sigurður Haukur Bjarna- son Sóley Valdimarsdóttir Véný Guðmundsdóttir Sunnudagur 90 ára Sigríður Vilmundardóttir 85 ára Guðmundur Sigurðsson Hjördís A. Briem Jórunn Erla Þorvarð- ardóttir Sigríður V. Árnadóttir Valgerður Ólafsdóttir Þorsteinn Þórðarson 80 ára Haraldur Kristjánsson Jósep Guðmundsson Sigríður Kristín Árnadóttir 75 ára Davíð J. Óskarsson Pétur Haukur Jónsson Sveinbjörn Runólfsson Þórleif Skarphéðinsdóttir 70 ára Ari Guðmundsson Ágústa Bárðardóttir Ása Sigurjónsdóttir Einar Long Siguroddsson Guðjón Antonsson Halldóra Ragnarsdóttir Hjördís Björg Kristinsdóttir Jóna Garðarsdóttir Jón Guðlaugur Sigtryggsson Jón Sigfús Bjarnason Svanhvít Ragnarsdóttir Sveinbjörn Benediktsson Sveinbjörn Steingrímsson 60 ára Hansína Sigurðardóttir Hjalti Sævar Hjaltason Jóhanna Bogadóttir Jón Haukur Edwald Jón Oddsson Jón Reynir Sigurvinsson Lúðvík Matthíasson Magnea Traustadóttir Marvin Raiss Pétur Heimisson Þorvaldur H. Kolbeins Þröstur Elfar Hjörleifsson 50 ára Arnar Gústafsson Ágúst Liljan Sigurðsson Ásta Sigrún Helgadóttir Bergþóra Sigurðardóttir Guðni Elísson Hafsteinn Þ. Benediktsson Hulda Jóhanna Eðvaldsdóttir Hörður Harðarson Jacinto E. De O. Sousa Araujo Jóhann Gylfason Ólafur Haukur Ólafsson Ronald Björn Guðnason Sigríður Thorsteinson Stefano Rosatti Þór Sigfússon 40 ára Áslaug Baldursdóttir Bjarni Rúnar Hallsson Erla Sigurðardóttir Halldóra Halldórsdóttir Hjalti Guðjónsson Laufey Heimisdóttir Víðir Ágústsson 30 ára Björk Þorgrímsdóttir Finnur Loftsson Friðrik Steinn Friðriksson Hannes Þór Kvaran Heiðdís Jóna Ingibjörnsdóttir Karen Sif Sverrisdóttir Karl West Karlsson Katarzyna Ciechanowska Runólfur Þór Sanders Sif Hermannsdóttir Sindri Viðarsson Til hamingju með daginn Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum Með losanlegum grillplötum • Ný Permacoat húðun, viðloðunarfrí húðun sem veitir 3x lengri endingu • Bakki sem tekur við fitu • Allt að 42% fita lekur af kjötinu Nýju Russell Hobbs grillin (George Foreman) eru komin Með losanlegum grillplötum semmega fara í uppþvottavél 3 stærðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.