Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að gefa sjálfum þér tíma þessa dagana. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á lausnina. 20. apríl - 20. maí  Naut Vikan öll einkennist af rómantík og uppákomum í félagslífinu. Eða þá að mjög óvenjuleg persóna verður á vegi þínum. Gerðu áætlun fyrr en seinna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki hugleiðingar um framtíð- ina skemma fyrir þér nútíðina. Ræktaðu garð- inn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú bókstaflega ljómar þessa dagana og vekur eftirtekt hvar sem þú kemur. Notaðu svo kvöldið fyrir sjálfa/n þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eins oft og þú hefur verið varaður/vöruð við því að sóa dýrmætum tíma er ljóst að tím- inn rennur þér úr greipum í dag. Notaðu hvert tækifæri til að leyfa sköpunargáfunni að blómstra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að varast allt yfirlæti gagnvart samstarfsmönnum þínum, einkanlega þegar þeir bera upp við þig vandræði sín. Njóttu frelsisins til jafns við ábyrgðina sem þú tekur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Valdið er vandmeðfarið og þú skalt varast það eins og heitan eldinn að láta kné fylgja kviði þótt þú hafir möguleika á því. Allir eru glaðir, hressir og jákvæðir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er góður dagur til að taka til hendinni þar sem hlutirnir eru að fara úr böndum. Reyndu að láta það ekki á þig fá þótt þeir standist ekki alltaf væntingar þínar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert félagslyndur og glaðsinna einstaklingur og ávallt reiðubúinn til að láta gott af þér leiða. Reyndu að verða á vegi já- kvæðra strauma svo þú getir ræktað hæfi- leika þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er alltaf affarasælast að taka öllu með nokkrum fyrirvara, sérstaklega þeg- ar um óvæntar uppákomur er að ræða. Sýndu umfram allt þolinmæði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú finnur til þarfar til þess að hjálpa náunganum í dag. Samskipti þín við foreldra þína, yfirmenn og aðra yfirboðara ættu einnig að skila þér góðum árangri. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma gjörðir þess. En þú sigrast smám saman á hræðslunni. Ekki nálgast óvin- inn á ógnandi hátt. Fyrir viku voru vísnagáturnartvær. Helgi R. Einarsson átti þessa: Ruggar henni báran blá, á borði liggur diski hjá, skella á það einum má, undur lífsins til og frá. Og síðan svarar Helgi sjálfum sér. Skeið á báru, skeið í munni, skeið þú leggur gæðing á. Í orðabók með íslenskunni æviskeiðið finna má. Guðmundur Arnfinnsson leysir gátuna þannig: Skeiðinni ruggar báran blá, á borði hjá diski liggur skeið, gæðingi skelli ég skeiðið á, skeið er mín grýtta ævileið. Harpa á Hjarðarfelli sendi lausn- ir á báðum gátunum í einni vísu. Skipskenning og skeið hjá diski, skeið hjá hesti og ævileið. Á ýmsar töflur ætla ég giski uppi á vegg, á blaði, í neyð. En seinni gátan, eftir Höskuld Búa, var þessi: Upp á dæmin ýmis sannast. Oft á skyggja prestar. Lárétt við þær línur hrannast. lækna gjarnan pestar. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Fyrst skal fjölda orða afla, í svo fara – skoðun nafla –, síðan rétt með stuðlum stafla. Staka fæðist, lausnin tafla. Eftir að Guðmundur hafði svarað fyrri gátunni hélt hann áfram bréfi sínu þannig: Við gátur snúnar að glíma ég gæti fallið á tíma, ég hár mitt slít heilann brýt, en veð um í villu og svíma. En leysir síðan seinni gátuna þannig: Upp í hugann ýmsu skaut, á mig komu vöflur við að leysa þessa þraut, en þetta munu töflur. Og enn hélt Guðmundur áfram með því að setja fram nýja gátu, sem svara verður ekki síðar en á miðvikudagskvöld: Í mínum skó er mjúk og þjál, í manni reynist stundum hál, málið, sem við mælum hér, á mörgum bæjum nafnið er. Pétur Stefánsson orti: Viðsjál er mín vísnabraut, veldur kvöl og pínu. Féll mér aldrei frægð í skaut á framabrölti mínu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skeið, töflur og snúnar gátur Í klípu „SLAPPAÐU AF, ÉG HEF GERT ÞESSA AÐGERÐ SVO OFT, AÐ ÉG GÆTI GERT HANA Í SVEFNI. EN ÞAÐ HEFUR BARA GERST Í TVÖ SKIPTI – SEM ÉG VIÐURKENNI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TJAKKURINN ÞINN RANN TIL!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... maðurinn þinn í einkennisbúningi. ÞÚ ERT ALDURS-MARTRÖÐ KVÖLDSINS? JEBSÍ- PEPSÍ EN ÞÚ ERT KAFFI. KAFFI ER EKKI HRÆÐILEGT. ...EN ÉG MYNDI EKKI SKIPTA LÍFI OKKAR SAMAN FYRIR NEITT! MYNDIR ÞÚ, KRÚTTÍPÚTTIÐ MITT? ÉG ER AÐ HUGSA! ÉG ER AÐ HUGSA! AAAAAHH ÉG ER KOFFÍNLAUS, MEÐ LÉTTMJÓLK OG GERVISYKRIÓ, NEI? VIÐ HÖFUM ÁTT OKKAR VANDAMÁL... ...KRÚTTAKRÚTT...?? Játning: Víkverji er kominn í smájólaskap. Það er kominn 1. nóv- ember og tíminn flýgur áfram. Það er því ekki alveg út í hött að dusta rykið af jólaskapinu og athuga hvar það er, að minnsta kosti. Það eru einungis fjórir sunnudagar þar til fyrsti í að- ventu ber upp. Jújú, Víkverji gerir sér grein fyrir því að fólk kanna að reikna og áttar sig sjálft á þessum staðreyndum. x x x Skortur á góðu skipulagi er eitt-hvað sem getur stundum hrjáð Víkverja. Hann ætlar því að leggja drög að mánuðinum svo hann geti slakað sér meira í jólamánuðinum sjálfum. Því einhvers staðar las hann það í einhverri sjálfshjálparbók að um leið og maður orðaði hlutina, segði þá upphátt, þá yrðu þeir að veruleika. Jólin verða afgreidd um helgina – er það ekki barasta. x x x Misjöfn eru áhugamál fólks. Vík-verji þreytist ekki á að sjá feg- urðina í áhugamálum annarra. Sumir þeysast heimshornanna á milli til að taka þátt í ofurmaraþoni þar sem hlaupið er stanslaust í margar klukkustundir. Aðrir kjósa að fara í hættulegar kappreiðar á ótömdum hrossum í marga daga og gista við fá- brotnar aðstæður. Aðrir spila brids í margar klukkustundir og sumir keppa á Íslandsmóti í hinum ýmsu borðspilum. Sjálfur kýs Víkverji að viðra sig úti í náttúrunni þegar tími gefst til. En það er gott að það eru ekki allir eins. x x x Hrekkjavakan í allri sinni dýrð var ígær. Af því tilefni skellti Víkverji sér í örlítið hrekkjavökupartí hjá yngri kynslóðinni. Þeim þótti þetta einstök upplifun, að fá að klæða sig eins og draugar og nornir og vera al- blóðug. Víkverji er ekki eins afhuga þessari hrekkjavökuvæðingu eins og ætla mætti. Í fyrstu fussaði hann og sveiaði yfir þessari „lágmenningu“ sem var að taka sér bólfestu hér en nú líkar honum bara mjög vel við þessa hefð. Að ári ætlar hann að mála sig kríthvítan í framan og blóðugan og mæta til vinnu. víkverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 106:1)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.