Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 46
Söfn • Setur • Sýningar Laugardagur 1. nóvember kl. 14: Ókeypis barnaleiðsögn um Silfur Íslands Sunnudagur 2. nóvember kl. 14-16: Áttu forngrip í fórum þínum? Sérfræðingar Þjóðminjasafns greina forngripi gesta. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal Natríum sól á Veggnum Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Maðurinn sem stal sjálfum sér örsýning á Torgi Spennandi ratleikir fyrir alla krakka Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar FERÐ – Finnur Arnar Arnarson 31. október – 21. desember Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnun - Net á þurru landi Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. STEINA & WOODY VASULKA - VÉLRÆN SÝN 3.10. - 2.11. 2014 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! Næstu sýningar: JÓN ÓSKAR - NÝ VERK 7.11. 2014 - 8.2. 2015 LISTASAFN ÍSLANDS 1884-2014 - VALIN VERK ÚR SAFNEIGN 7.11. 2014 - 8.2. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 30.11. 2014 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Lokað í des. og jan. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17. Verk úr safneign Elías B. Halldórsson Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is 46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Tónleikar í röðinni Ungir einsöngv- arar verða í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17. Fram koma þau Anna Guðrún Jóns- dóttir, Árný Björk Björnsdóttir, Davíð Ólafsson, Gyrðir Viktorsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Solveig Óskarsdóttir, ásamt píanóleikar- anum Kristni Erni Kristinssyni. Ungu einsöngvararnir syngja öll í Kór Langholtskirkju og stunda söngnám, annaðhvort í Söngskól- anum í Reykjavík eða Söngskóla Sigurðar Demetz. Á tónleikunum verður meðal annars flutt tónlist eftir Bizet, Strauss, Mozart, Weber og Gluck. Efnileg Ungir einsöngvarar koma fram á tónleikunum á morgun kl. 17. Ung syngja í Langholtskirkju TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hún er nokkuð einstök, stað-an sem Taylor Swift er ídag. Ekki jafn rosalega áberandi og kollegar á borð við Beyonce, Miley Cyrus, Rihanna, Lady Gaga eða Katy Perry vegna þess að hún sleppir því að stíma inn á sjokkmiðin en sölutölurnar á bak við hana eru á sama tíma sláandi. Plötur hennar og lög hafa selst í tugmilljóna tali og verðlaun af ýmsu tagi, í popp- og kántrígeir- anum, skipta tugum. En þó að hún sé lítið fyrir að glenna sig fetar hún heldur ekki dulúðugu slóðirnar sem Lorde og Lana Del Rey lötra eftir. Hún er þarna einhvers staðar á milli hins- vegar og þar með erum við komin að helsta styrk hennar. Hún er að brúa bil með mun árangursríkari hætti en í tilfelli allra þeirra sem ég taldi upp. Á meðan unglingarnir hrista hausinn við smellina og lepja upp myndböndin sitja menningar- rýnar nefnilega sveittir og rita djúpspaka langhunda um list henn- ar fyrir miðla eins og New York Times og Guardian (nú, eða Morgunblaðið). Þá á hún um leið stóreflis aðdáendahóp í Suður- ríkjum Bandaríkjanna en ferilinn hóf hún sem kántrístjarna. Það er eitthvað gamaldags við Swift, eitt- hvað klassískt og t.a.m. er hún ein af fáum listamönnum í dag sem moka út plötum í efnislegu formi. Þetta sem hægt er að handleika, man einhver eftir því? Popparkitekt Swift er fædd árið 1989, eins og titill nýjustu plötunnar undirstrikar og fyrsta plata hennar, samnefnd henni, kom út árið 2006. Hún hafði flutt til Nashville fjórtán ára gömul og fljótlega fór hún að vefja þessu rammgerða virki kántrítónlistar- innar um fingur sér. Önnur plata hennar, Fearless (2008) var mest selda plata Bandaríkjanna það árið og á henni hóf hún að færa sig úr kántríi yfir í poppaðri tónlist, ekki ósvipað og leiðin sem Shania Twain fetaði í upphafi tíunda áratugarins. Á síðustu plötu sinni, Red (2012), voru þessi umskipti orðin alger, tónlistin nútíma popp sem teygði sig í allar áttir og fangaði giska stóran og fjölskrúðugan hóp hlustenda. Megnið af plötunni samdi hún sjálf en þeirri staðreynd að hún geti raunverulega samið tónlist upp á eigin spýtur er hampað linnulaust í miðlum og kannski ekki að undra. Ein á toppnum Himnasæla Swift er flutt til New York og fjallar m.a. um það á plötunni. Meðsemjendur á þeirri plötu eru m.a. Gary Lightbody úr Snow Pat- rol, Ed Sheeran og Max Martin, sænski popparkitektinn sem átti mikilvæga hlutdeild í farsæld Brit- ney Spears á sínum tíma. Nýja platan er steypt í svipað mót og Swift hefur lýst því opin- berlega yfir að hún hafi nú rifið af sér síðustu kántrísnærin. Platan er því algert „popp“ og segist hún m.a. undir áhrifum frá glyskenndu meg- instraumspoppi því sem í gangi var er hún fæddist og nefnir til aðila eins og Fine Young Cannibals, Phil Collins og Annie Lennox. Platan er kulsæknari en fyrri verk, módern- ísk svo sannarlega, en aðdáendur taka þessu öllu saman opnum örm- um. Platan er ekki að seljast í bíl- förmum, gámum frekar, og þannig runnu 600.000 eintök út úr Target- búðunum bandarísku daginn sem hún kom út. Billboard spáir milljón eintaka sölu þessa fyrstu viku og ríflega það. Æðrulaus Merkilegur er þá áhugi popp- blaðamanna og -fræðinga á Swift sem lofa hana í hástert, einkum og sér í lagi fyrir tónlistina (já, það er skringilegt að þurfa að taka þetta sérstaklega fram). Á meðan þurfa Lady Gaga, Katy Perry og Beyonce venjulega að þola yfirlætisfull skrif úr póstmódernískum blekbyttum miðaldra karla þar sem ímynd, merking, pólitík – allt annað en tón- list – eru í brennideplinum. En hví þessi mikli áhugi úr þessari átt? Hvað er það sem þessir „synir al- búmsins“ eru að tengja við? Kannski fortíðarþrá eftir þeim tíma þegar listamenn eins og Bruce Springsteen, Michael Jackson, Ma- donna og Prince gáfu út plötur með lögum sem áttu eftir að standast tímans tönn, plötur sem fengust út í búð og ekkert meira með það. Þetta er auðvitað einföldun en það er ein- hver jarðtenging sem virðist heilla þennan hóp. Swift er um leið engin dúkka og hún vinnur meðvitað með þann sjarma sem hún hefur. Í ný- legu viðtali við Guardian sagði hún að þetta væri lífið sem hana hefði dreymt um síðan hún var krakki. Hún er æðrulaus í því spjalli, þakk- lát og áhugasöm og minnist aldrei á hlekki frægðarinnar sem svo marg- ir grípa í. Hættumerkin liggja hins vegar í því að Swift vill höfða til allra og eins og er þá er hún að komast upp með það en orkan sem fer í slíka viðleitni er oft á kostnað listarinnar. Red er eins og vel heppnað mósaík, heildstætt verk en samsett úr ólík- um brotum sem fanga athygli ólíkra hópa. Á 1989 er haldið á sömu mið. Hann er ekki amalegur, sá árangur að það er hægt að spjalla um þig við mömmu og Gumma frænda, skeggj- aða „hipsterinn“ sem vinnur á Kex. Það verður hins vegar forvitnilegt að sjá hvort Swift haldi þá metn- aðarfullu sendiför út næstu misseri. »Hún er æðrulaus íþví spjalli, þakklát og áhugasöm og minnist aldrei á hlekki frægðar- innar sem svo margir grípa í.  Taylor Swift er ein vinsælasta poppstjarna samtímans  Nýjasta plata hennar, 1989, kom út í upphafi vikunnar Á tónleikum í Háteigskirkju á sunnudag kl. 17 flytur Tríó aftan- blik tónlist eftir Johann Sebast- ian Bach og sálma eftir Björn Halldórsson í Laufási. Úr smiðju Bach verður flutt trúarleg tónlist; fögur sönglög og aríur sem tónlistarunnendur þekkja, á borð við „Slá þú hjartans hörpustrengi“, „Air“ og „Mein glaubiges herze“. Björn Halldórsson er eitt af kunn- ustu sálmaskáldum þjóðarinnar og orti bæði veraldleg ljóð og sálma. Þekktir sálmar hans, á borð við „Sjá himins opnast hlið og „Á hend- ur fel þú honum“, fá að hljóma á tónleikunum. Tríó aftanblik skipa Gerður Bolladóttir sópran,Victoria Tarevskaia sellóleikari og Katalin Lörencz á orgel. Flytja verk eftir Bach og Björn J. S. Bach Bandaríski bassabarítóninn Samuel Ramey mun syngja á jólatónleikum tenórsins Kristjáns Jóhannssonar sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu 7. desember nk. Ramey á að baki glæsilegan óperuferil og þykir einn besti bassabarítónn óperu- heimsins síðustu áratugi og búa yf- ir óhemjumikilli breidd. Auk Ramey syngja með Kristjáni Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Óperukórinn í Reykjavík og sinfón- íuhljómsveit leikur undir. Stjórn- andi á tónleikunum verður Garðar Cortes. Á vef umboðsskrifstofunnar Ave, sem sér um skipulag tónleikanna, kemur fram að þeir verði léttklass- ískir og hátíðlegir tónleikar með fjölda þekktra jólalaga, ásamt völd- um perlum úr heimi óperunnar í flutningi einvalaliðs frábærra lista- manna. Tónlistarstjóri er Sigurður Snorrason klarinettuleikari. Samuel Ramey syngur á jólatónleikum Kristjáns Stórsöngvari Ramey er einn besti bassabarítónn óperuheimsins. Ljósmynd/Tanja Niemann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.