Morgunblaðið - 01.11.2014, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 01.11.2014, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sýningarnar Flatland eftir Sirru Sig- rúnu Sigurðardóttur og Veraldir og vegir með verkum austurríska myndlistarmannsins Gunter Dam- isch verða opnaðar í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur, í dag, laug- ardag, klukkan 16. Sýning Damisch, sem er fæddur árið 1958, gefur gott yfirlit yfir sköpun hans frá því snemma á níunda áratugnum til dagsins í dag. Hann sýnir grafíkverk og skúlptúr en listamaðurinn hefur gefið Listasafni Reykjavíkur verkin. Hann varð þekktur í Evrópu strax á níunda áratugnum sem einn „hinna villtu“, Neue Wilde, hóps ungra lista- manna sem brást við hnignum mál- verksins með því að mála kröftugar myndir. Hann hefur frá árinu 1992 verið prófessor við Listaháskólann í Vínarborg. Damisch segist hafa þekkt verk Errós síðan á unglingsárum og þau hafi haft mikil áhrif á sig. Þeir eru á mála hjá sama galleríi í Vín og það er að heyra sem það hafi haft áhrif á þá ákvörðun listamannsins að gefa safn- inu öll þess kröftugu og athygl- isverðu grafíkverk. „Ég hef árum saman verið afar áhugasamur um norræna menningu; upphaflega menningu kelta, þá ís- lenska og síðan skandinavíska,“ segir hann. „Ég er áhugasamur um krafta náttúrunnar og um bókmenntir – ég hef lengi verið aðdáandi Halldórs Laxness, og hef dáðst að því hvernig land jafn fámennt og Ísland getur al- ið svo marga áhugaverða listamenn. Nú hef ég unnið lengi að list minni og þar hefur farið mikið fyrir jafn- vægisdansi milli abstraksjónar og konkret hluta. Þessir konkret þættir eru í raun ekkert annað en lífið og at- hafnir mannanna. Í verkunum er leikur sem ég nýt, með staði og að- stæður manna og dýra.“ Damisch segist hafa alist upp við ríkulega sagnalist og þess megi sjá stað í verkunum. „Og ég held að slík- ur sagnaarfur sé nær yfirborði menningarinnar hér á Íslandi en í að minnsta kosti flestum öðrum lönd- um,“ segir hann. „Sögur skipta lík- lega enn meira máli í löndum þar sem fólk býr í nánu sambýli við öfluga náttúru. En mig hafði lengi langað til að koma til Íslands og lét loks verða af því síðasta sumar. Það var ánægju- legt að geta boðið safninu úrval verka eftir mig. Þetta eru allt grafíkverk en ég hef unnið í grafíkmikiðilinn síðan ég hóf ferilinn. Og þótt ég hafi málað mikið og gert skúlptúra, einnig samið tónlist, þá er grafíkin á vissan hátt kjarninn í allri minni sköpun. Í þess- um miðli er svo spennandi að koma hugmyndum á framfæri, og það er auðveldara líka en til að mynda í stórum málverkum.“ Í fyrra setti Damisch upp stóra sýningu með grafík í hinu virta Al- bertina-safni í Vín og hér gefst tæki- færi til að njóta hluta verkanna. Gengist inn á valdið Sirra Sigrún sýnir í salnum á jarð- hæð Hafnarhússins og meðal annars myndbandsverkið „Panoptigon“ í myrkvuðu átthyrndu rými sem hefur verið byggt í honum miðjum. „Það byggist á arkitektúrískri hugmynd sem kom upp undir lok 18. aldar sem form á fangelsi,“ segir hún. Á veggjum salarins má sjá að- greindar mannsmyndir sem eru kvikmyndaðar með innrauðri tækni. „Þetta átti að vera hringlaga bygging þar sem fanganir væru í einkaklefum með útveggjum, á mörgum hæðum. Þeir sæju ekki hver annan en í varð- turni í miðjunni þyrfti bara eitt vak- andi auga til að fylgjast með öllum. Það eru til svona byggingar, í Suður- Ameríku og Bandaríkjunum. Í dag birtist ákveðið sjónarhorn á þessa hugmynd, í þessu netvædda samfélagi þar sem hægt er að fylgj- ast með okkur öllum stundum. Og við göngumst flest inn á það vald.“ Titill sýningarinn, Flatland, er vís- un í bók sem kom út árið 1884. „Það er stærfræðiskáldsaga um ferning sem lifir í tvívíðum heimi. Svo fær hann heimsókn frá þvívíðum heimi og þá verður bylting. Mér fannst áhuga- vert að nota það sem útgangspunkt, að með því að skipta um sjónarhorn megi öðlast aðrar víddir.“ Austurrísk grafík og „Panoptigon“  Damisch og Sirra Sigrún sýna í Hafnarhúsinu Morgunblaðið/Einar Falur Damisch Austurríski listamaðurinn segir grafíkverk vera að vissu leyti kjarnann í sinni sköpun. Hann gefur Listasafni Reykjavíkur verkin. Morgunblaðið/Einar Falur Myndbandsverk Sirra Sigrún byggir þetta verk sitt, þar sem sjá má ein- angraðar manneskjur í hólfum, á hugmynd frá átjándu öld. Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að ungum leik- urum fyrir kvikmyndina Hjarta- stein eftir Guðmund Arnar Guð- mundsson sem áætlað er að fari í tökur í ágúst á næsta ári. Strákar á aldrinum 11-17 ára og stelpur 12-17 ára eru hvött til að sækja um en áheyrnarprufur verða haldnar í þessum mánuði. Hjartasteinn gerist um sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og upp- götva ástina, eins og segir í til- kynningu. Guðmundur er handrits- höfundur og leikstjóri myndarinnar sem verður fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Áhugasömum er bent á að sækja um með því að senda eina til þrjár ný- legar ljósmyndir og fullt nafn, aldur og hæð, símanúmer og nafn forráðamanns á netfangið cast- ing@joinmotionpictures.com fyrir 15. nóvember. Nánari upplýsingar má finna á www.facebook.com/- heartstonethemovie. Leitað að ungum leikurum í kvikmynd Guðmundar Arnar, Hjartastein Guðmundur A. Guðmundsson Söngskemmtunin Töfrar Tom Jon- es verður frumsýnd í Austurbæ í kvöld kl. 20. Á henni verða fluttir allir helstu smellir hins heims- kunna söngvara Toms Jones, af söngvurum og hljómsveit, lög á borð við „Delilah“, „Sex Bomb“, „It’s Not Unusual“, „What’s New Pussycat“, „You’ll Never Walk Alone“, „Green Green Grass of Home“ og „You Can Leave Your Hat On“. Matthías Matthíasson, Friðrik Ómar, Jógvan Hansen, Erna Hrönn og Margrét Eir syngja lög- in við undirleik hljómsveitar en hana skipa trompetleikararnir Ív- ar Guðmundsson og Ari Bragi Kárason, básúnuleikarinn Bergur Þórisson, saxófónleikarinn Steinar Sigurðarson, bassaleikarinn Ró- bert Þórhallsson, píanóleikarinn Stefán Örn Gunnlaugsson, tromm- arinn Benedikt Brynleifsson, Diddi Guðnason sem leikur á pákur og slagverk og gítarleikarinn Krist- ján Grétarsson. Yesmine Olsson sér um dansa sýningarinnar. Ljósmynd/Gassi Fjör Af þessari mynd að dæma verður mikið fjör á Töfrum Tom Jones í kvöld. Helstu slagarar Jones fluttir í Austurbæ BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal -H.S., MBL POWERSÝNING KL. 10:10 Töff, naglhörð og dúndurskemmtileg hefndarmynd sem ætti alls ekki að valda hasarunnendum vonbrigðum. -T.V. - Bíóvefurinn.is Hörku spennumynd Keanu Reeves Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 L L L JOHN WICK Sýnd kl. 5:50-8-10:10 (power) GRAFIR OG BEIN Sýnd kl. 6 - 8 BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 3:45-5:50-8-10:10 FURY Sýnd kl. 10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 1:45 - 3:50 KASSATRÖLLIN 3D Sýnd kl. 1:40 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 1:40 - 3:45 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.