Morgunblaðið - 19.11.2014, Page 6

Morgunblaðið - 19.11.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að því að hefja uppbygg- ingu fyrsta áfanga nýrrar Voga- byggðar í Reykjavík á næsta ári ef áætlanir ganga eftir. Samkvæmt til- lögum sem nú liggja fyrir hjá skipu- lagsyfirvöldum gætu orðið allt að 1.120 íbúðir í hverfinu. Sam- kvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins úr fasteignageir- anum má ætla að framkvæmda- kostnaður verði yfir hundrað milljarðar króna og er þá talinn með kostnaður við uppbyggingu innviða, t.d. gatna, skóla, torga og fráveitu. Fram kemur í greinargerð með deiliskipulagi að Vogabyggð sé nafn á svæði sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og frárein Miklubrautar að Sæbraut. Svæðið hefur verið nýtt sem atvinnu- svæði en í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er það skilgreint sem þró- unarsvæði og landnotkun breytt í miðsvæði og íbúðarbyggð. Á þróunarsvæði Vogabyggðar er áformuð uppbygging atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Byggja þarf nýjar götur Hönnun hverfisins er á lokastigi og eru hér birtar nýjar myndir af byggðinni eins og hún mun að öllum líkindum líta út. Hömlur, dótturfélag Landsbankans, eiga byggingarlóðir í fyrirhugaðri byggð og hafa stýrt verkefninu í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar. Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Hömlum, segir næsta skref í málinu að fram- kvæmdin fari í kynningu. „Borgarkerfið er að skoða vissa þætti. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur fjallað um verk- efnið og var þessum áformum mjög vel tekið. Borgin hefur mikinn hug á að fylgja þessu eftir. Þetta hangir svolítið á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar. Það þarf m.a. að byggja upp nýjar götur og endurnýja inn- viði.“ Spurður hvort margir hafi sýnt áhuga á að koma að uppbyggingu hverfisins segir Hannes Frímann þá ákvörðun hafa verið tekna að ljúka öllum undirbúningi áður en leitað yrði tilboða í lóðir. „Við höfum áform um að hefja sölu á lóðum á næsta ári og gerum ráð fyrir að þær verði fljótt byggingar- hæfar. Við skuldbundum okkur til að klára deiliskipulagið fyrst með borg- inni. Þarna verða miklar breytingar á lóðum og lóðamörkum. Huga þarf að því hvernig hverfið snýr að sólu. Breytingarnar eru margvíslegar og það þarf að vinna þær í sátt við hags- munaaðila, nágranna og fleiri,“ segir Hannes Frímann sem áætlar að upp- bygging Vogabyggðar taki sex til átta ár. Raunhæft sé að fyrstu íbúð- irnar komi í sölu 2016. Spurður um kostnað við uppbygg- inguna segir Hannes Frímann að verið sé að leggja mat á það. Um sé að ræða verulegar upphæðir. Hollenskir arkitektar Hannes Frímann segir hverfið marka tímamót í sögu borgarinnar. „Það eru farnar nýjar leiðir í þessu hverfi. Horft er til mjög margra þátta. Gerðar hafa verið umhverf- isskýrslur og almennt verið lögð mjög mikil vinna í alla hönnunar- vinnu,“ segir Hannes Frímann og bendir á að ásamt arkitektastofunni Tröð hafi hollensku arkitektastof- urnar Jaakko van’t Spijker og Felixx komið að hönnun hverfisins. Urðu þessar stofur hlutskarpastar eftir hönnunarsamkeppni sem haldin var í upphafi árs um skipulag svæð- isins. „Hollendingarnir hafa mikla reynslu af þröngu byggðamynstri. Við nýttum okkur það til hins ýtrasta og svo kom Tröð með þessi íslensku einkenni og hefðir. Það var reynt að skrúfa hverfið ekki upp í verði heldur hafa umfangið skynsamlegt.“ Hannes Frímann segir að lauslega megi áætla að 5-10% íbúðanna, eða 50-100 íbúðir, verði lúxusíbúðir í dýr- ari kantinum, og ekki lægra hlutfall félagslegar íbúðir. „Þetta verða íbúðir af þeirri stærð sem rætt er um að þörf sé fyrir á markaðnum. Stærstur hluti íbúð- anna verður smærri íbúðir en miðað hefur verið við að meðalíbúðarstærð verði u.þ.b. 110 fermetrar. Hverfið verður fjölskylduvænt. Reykjavík- urborg hyggst byggja safnskóla fyrir hverfið. Við höfum sýnt því áhuga að fá blandaðan eigendahóp. Ef félög eins og Búseti hafa áhuga væri það hið besta mál,“ segir hann. Borgarhluti hannaður upp á nýtt  Áformað er að hefja uppbyggingu nýrrar Vogabyggðar á næsta ári  Byggt upp í þremur áföngum  Um 1.120 íbúðir verða í hverfinu  Byggist upp á sex til átta árum  Hollensk og íslensk hönnun Samkeppni Úrslit hönnunarsamkeppni voru ljós 23. janúar sl. Byggðin verður þriggja til fimm hæða. Grænt Áhersla er lögð á almenningsrými fyrir íbúa og notendur svæðisins. Áform Geymslu- og iðnaðarhúsnæði mun víkja fyrir íbúðum og ýmiss konar þjónustu. Tölvuteikningar/Teiknistofan Tröð/arkitektastofurnar/Jaakko van ’t Spijker/Felixx Nýtt hverfi á grónu svæði Efst á myndinni má sjá fyrsta áfanga Vogabyggðar. Annar áfangi er til suðurs af hon- um. Sá þriðji suður af öðrum áfanga. Eins og teikningin ber með sér er hönnun alls hverfisins ekki lokið. Þétt byggð við sjóinn Þegar efnt var til hönnunarsamkeppni var lögð áhersla á þétta byggð og fjölbreytta blöndu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Vistvænar áherslur koma fram í hönnun. Hannes Frímann Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.