Morgunblaðið - 19.11.2014, Qupperneq 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Í dag bregður Café Lingua Borgar-
bókasafns sér í kaffihús Tjarnarbíós,
Tjarnargötu 12 í Reykjavík. Þar verða
kynntar væntanlegar og útkomnar
bækur frá íslensk-portúgalska forlag-
inu Sagarana. Lesið verður úr þremur
útkomnum bókum, „10.01 nótt“ eftir
Ölmu Mjöll Ólafsdóttur, „Þar sem
sprengjurnar féllu“ eftir Örn H.
Bjarnason og „Maðurinn sem hvarf“
eftir Sigurstein Másson. Einnig verð-
ur lesið úr væntanlegum bókum bæði
á frummáli og í íslenskri þýðingu.
Það eru bækurnar „Vindurinn sem
var ekki“ eftir danska verðlaunahöf-
undinn Josefine Klougart og „Sumar-
frí, aftur“ eftir argentínska höfund-
inn Alejandro V. Di Marzio og les
höfundur sjálfur upp á frummálinu.
Hamingjustundin hefst kl. 17.30 og
er í umsjón Bókmenntaborgarinnar.
Ókeypis og allir velkomnir.
Argentínski höfundurinn Alejandro V. Di Marzio mætir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sigursteinn Hann ætlar að lesa upp úr bók sinni Maðurinn sem hvarf.
Hamingjustund á Cafe Lingua
Hinn 13. nóvember var haldin fyrsta
Íslandsmeistarakeppnin í matar-
handverki og fór hún fram í Norræna
húsinu. Alls voru 110 vörur kynntar
og keppnisflokkarnir átta. Keppendur
voru frá öllum Norðurlöndum. Sam-
hliða keppninni sem Matís og Ný nor-
ræn matvæli II standa að, var haldin
ráðstefna þar sem hægt var að fræð-
ast um hvernig matarframleiðsla úr
héraði hefur verið markaðssett í ná-
grannalöndunum. Íslenskar vörur
unnu til nokkurra verðlauna í keppn-
inni og má þar til dæmis nefna Klett
frá Sjónarskeri sem er þurrkrydd-
aður, saltaður og reyktur lærvöðvi.
Hann hlaut gullverðlaun í flokki kjöt-
afurða. Í flokki fiskafurða voru silfur
og bronsverðlaun veitt fyrir makríl-
paté og heitreyktan makríl frá Sól-
skeri. Urta Islandica fékk silfur-
verðlaun fyrir nýsköpun í matar-
handverki fyrir Sprett, orku- og
úthaldsjurtate fyrir íþrótta- og fjall-
göngufólk. Nánari upplýsingar um úr-
slitin eru á www.matis.is.
Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Keppni Keppt var í matarhandverki.
Súrdeigsbakstur, makríll,
mjólkurafurðir og margt fleiraYnni ég þér
yfirleitt
yxu þykkri sneiðar
um bein mín
og safar byltust í hvítu leðri
bei bí
en hér er
frost um nætur
snautt af draumum
Dýrmæddir klárarnir í gerðinu
Morgunblaðið/Golli
Ljóðskáld Sigurbjörgu finnst mjög skemmtilegt að glíma við orð og búa til ný orð, getur gleymt sér í því.
kemur fyrir í ljóðabókinni, það er
orðið marpíur. „Ég vaknaði með
þetta orð án þess að vita hvaðan það
kom, og það er svo skýrt og gegn-
sætt að ég gat notað það.“
Líkt og að horfa í bergvegg
Ef hægt er að tala um rauðan
þráð í þessari bók, þá er hann á ein-
hvern
hátt lík-
amlegur, enda kem-
ur skinnið í bókartitlinum oft
fyrir. „Þessi ljóð fjalla m.a. um það
hvernig fólki líður í eigin skinni,
hvernig það er að vera manneskja.
Snerting er grunnþáttur í samlífi og
samskiptum og þá snertir fólk húð.
Þau fjalla líka um allskonar innri og
ytri veruleika. En líka um ýmislegt
fleira sem fellur undir orðið skinn, til
dæmis handrit á kálfskinni. Ég er
líka að leika mér með tímann, fremst
í bókinni er ég með tilvitnun í Hall-
grím Pétursson sem varð 400 ára á
þessu ári, þar segir: „Innvortis er
samt hljótt …“ Brotið á bókar-
kápunni vísar að sumu
leyti í Birtingstímann og
grunnlitirnir á kápunni
kallast á við það sem Miró
og fleiri málarar voru að
gera á sinni tíð. Mig langaði
að ná utan um ýmislegt, en
samt hafa þetta leik og sirkus
– ekki fyrirsjáanlegt.“
Um myndskreytingu bók-
arinnar sá Birta Fróðadóttir og
Sigurbjörg er ánægð með
hversu myndirnar hennar eru
opnar fyrir túlkun. „Úr þeim sér
fólk margt misjafnt, sumir sjá
hest, manneskju, loftmynd borgar-
skipulags, sníðablöð, nánast hvað
sem er. Að horfa á þessar myndir er
líkt og að horfa í bergvegg, þú sérð
alltaf eitthvað nýtt.“
Um þessar mundir fer
örmyndahátíðin Ör-
varpið fram öðru sinni
á netinu á slóðinni
www.ruv.is/orvarpid í
samstarfi við Rúv, Bíó
Paradís og Nýherja.
Eru allir áhugasamir
um kvikmyndalist
hvattir til að taka upp
myndavélina og gera
örmynd og senda inn,
eða senda Örvarpinu
örmyndir sem eru þeg-
ar tilbúnar. Örvarpið er
fyrsta og eina kvik-
myndahátíðin af þess-
ari gerð á Íslandi og er
ákveðið svar við vax-
andi þróun í kvik-
myndalist og tækni-
væðingu.
Hugmyndasmiðir og
framkvæmdastjórar
örmyndahátíðarinnar
Örvarpið eru þær Dóra
og Harpa, en þær eru
afar glaðar með að
hafa í haust fengið styrk frá Kvik-
myndasjóði Íslands sem gerði þeim
kleift að halda áfram með hátíðina,
en þetta er í annað sinn sem hún fer
fram. Á örmyndahátíðinni er valin ein
mynd í hverri viku til birtingar á
ruv.is/orvarpid. Í vor verður svo hald-
in örmyndahátíð í Bíó Paradís þar
sem allar þessar myndir verða sýndar
ásamt öðrum sérstaklega völdum af
valnefnd. Það er því um að gera fyrir
fólk á öllum aldri að nýta sér þetta
tækifæri til að fá útrás fyrir sköp-
unarraftinn. Valnefndina skipa Guð-
mundur Arnar kvikmyndaleikstjóri og
Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og
umsjónarmaður síðdegisútvarps á
Rás 2.
Nú er lag að senda inn örmyndir á Örmyndahátíðina
Dóra og Harpa Hugmyndasmiðir góðir.
Í hverri viku er valin örmynd til
birtingar á vef Ríkisútvarpsins
Hádegismóum 4, 110 Reykjavík | Sími 547 0000 | premis.is
Er tölvukerfið þitt
komið í aðgerð?
•Traustur rekstur
tölvukerfa
• Örugg hýsing gagna
•Vandað
verkbókhaldskerfi
• Sérsniðnar
forritunarlausnir