Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ólafur Kr. Guðmundsson, varamað-
ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í um-
hverfis- og skipulagsráði Reykjavík-
ur, telur að núverandi meirihluti
borgarstjórnar
Reykjavíkur sé í
markvissri eyði-
leggingarstarf-
semi á sam-
göngukerfi
borgarinnar.
Hann segir að
Hjálmar Sveins-
son, formaður
umhverfis- og
skipulagsráðs,
hafi sagt ósatt
hér í Morgunblaðinu sl. laugardag,
þegar hann sagði að tillagan um
þrengingu Grensásvegar frá Miklu-
braut að Bústaðavegi til borgarráðs
væri bara fyrsta hugmynd sem síðan
ætti að nota til að hanna verkefnið
og setja svo í kynningu. Í gögnunum
komi berlega í ljós að þetta sé búið
að vera í vinnslu frá fyrri hluta árs
2012 þar sem þetta var lagt fram til
kynningar 7. júní 2012. Í þeim gögn-
um standi að þetta sé til kynningar,
en nú sé erindið til afgreiðslu.
Ólafur sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær: „Samkvæmt tillög-
unni á Grensásvegur áfram að vera
með 50 kílómetra hámarkshraða.
Það á að setja „strætókryppur“ á
tveimur stöðum á götunni beggja
vegna, við Heiðargerði og Breiða-
gerði. Ein þessara hindrana við
Heiðargerðið er í miðri beygjunni
fyrir þá sem eru á akreininni til
Miklubrautar og þá sem koma úr
Heiðargerði. Það verður mjög
hættulegt fyrir t.d. bifhjólamenn og
reyndar aðra og ég hef hvergi séð
slíkt gert. Það á aldrei að setja 15
kílómetra hraðahindranir í 50 km
götur. Það er yfirleitt bannað í Evr-
ópu og gerir ekkert annað en að ýta
þeirri litlu bílaumferð sem eftir
verður inn í 30 km göturnar. Það er
reynslan annars staðar, svo sem í
Grafarvogi, þar sem umferðin af
Strandveginum fluttist í Spöngina
þegar þetta var gert. Þar fyrir utan
mun mengun aukast, óþarfa sóun á
eldsneyti og gjaldeyri, auk
skemmda á bílum og strætisvögn-
um.“
Gatnamótin verði eyðilögð
Ólafur segir að verði þrengingin á
Grensásvegi samþykkt verði gatna-
mót Grensásvegar og Bústaðavegar
endanlega eyðilögð, með því að fjar-
lægja hægribeygjuvasa. Þá sé slysa-
sagan á þeim gatnamótum frá 2007
til áramóta 2014 eftirfarandi: 3 al-
varleg slys, 4 slys með litlum
meiðslum og 35 eignatjón. Allt hafi
þetta verið óhöpp á bílum, en ekkert
á óvörðum vegfaranda. (Sjá töflu um
slysasögu).
„Afkastageta götunnar mun
minnka um meira en helming við
þessar aðgerðir að mínu mati. Ég
get ekki betur séð en að þessi að-
gerð sé enn ein aðförin að notendum
fjölskyldubílsins,“ segir Ólafur og
bendir á að reynslan af Hofsvalla-
götu, Snorrabraut, Borgartúni,
Strandvegi og fleiri þrengingum hafi
sýnt, að við það færist umferðin á
aðrar götur í nágrenninu og þar með
í einhverjum tilfellum inn í íbúagöt-
ur með 30 kílómetra hámarkshraða.
Aðför að notendum
fjölskyldubílsins
Afköstin við þrengingu minnki a.m.k. um helming Ólafur
segir Grensásveg öruggan með tveimur akreinum í hvora átt
Ólafur Kr.
Guðmundsson
Slysasaga Grensásvegar 2007 - 2013
Öll slys á Grensásvegi
Gatnamót
Milli gatnamótanna
Samtals gatnamótin
Samtals milli gatnamóta
Samtals gatnamótin
Grensásvegur/Bústaðavegur
Grensásvegur/Miklabraut
Grensásvegur/Suðurlandsbraut
Bústaðavegur - Miklabraut
Miklabraut - Suðurlandsbraut
3
2
3
0
0
0,00%
0,00%
8
100,00%
0
0,00%
8
4
28
8
4
10
7,41%
18,52%
40
74,04%
14
25,93%
54
35
194
55
28
35
8,07%
10,09%
284
81,84%
63
18,16%
347
42
224
66
32
45
7,82%
11.00%
332
81,17%
77
18,83
409
alv.sl.
alv.sl.
Lítið sl.
Lítið sl.
Eignatj.
Eignatj.
Samtals
Samtals
Heimild: Samgöngustofa
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar
skorar á Reykjavíkurborg að endur-
skoða nú þegar samþykktir sínar um
Hlíðarendasvæðið með það að mark-
miði að byggðin og neyðarbraut
Reykjavíkurflugvallar eigi samleið.
Kemur þetta fram í bókun sem sam-
þykkt var á fundi bæjarstjórnar.
Umræða um málefni Reykjavíkur-
flugvallar fór fram í bæjarstjórn í
gær að frumkvæði Njáls Trausta
Friðbertssonar, bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins. Hann er áhugamað-
ur um samgöngur og er annar af
tveimur formönnum flugvallarsam-
takanna Hjartað í Vatnsmýri. Njáll
fór yfir málið og lagði fram tillögu að
bókun þar sem lýst er yfir áhyggjum
af framtíð flugvallarins vegna
áforma meirihluta borgarstjórnar
um byggingar í Vatnsmýri.
Fordæmi í Stokkhólmi
Í lok bókunarinnar kemur fram að
þar sem Reykjavíkurflugvöllur er
lífsnauðsynleg tenging landsbyggð-
arinnar við höfuðborg sína komi það
ekki á óvart að Alþingi láti málið til
sín taka, þegar sérhagsmunir gangi
fyrir almannahagsmunum. Fulltrúar
Samfylkingarinnar og Bjartrar
framtíðar í bæjarstjórn vildu þetta
ákvæði út og greiddu atkvæði á móti
bókuninni í heild þegar átta bæjar-
fulltrúar höfnuðu því.
Njáll Trausti lítur á þessa sam-
þykkt sem stuðning við inngrip Al-
þingis í skipulag flugvallarsvæðisins.
Bendir hann á að framsóknarmenn
hafi þegar flutt um það tillögu. Hann
nefnir sem fordæmi að sænska þing-
ið hafi gripið inn í málið þegar sveit-
arfélögin í Stokkhólmi hafi ætlað að
leggja niður Bromma-flugvöll sem
er miðsvæðis í höfuðborginni og
tryggt að gert verði ráð fyrir honum
til ársins 2038.
Styður inngrip
Alþingis í skipulag
Bæjarstjórn Akur-
eyrar hefur áhyggjur
af Vatnsmýrinni
Morgunblaðið/Ernir
Reykjavík Flugfarþegar ganga frá
borði á Reykjavíkurflugvelli.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Allar tuskur og vefnaðarvörur eru
inni í samningnum en sængur eru
það ekki,“ segir Elías Gíslason hjá
EG heildverslun en fyrirtækið ætl-
aði sér að nýta sér tollafríðindi í frí-
verslunarsamningi við Kína til þess
að flytja út æðardúnsængur til
landsins. „Þetta er alveg furðulegt
og ég skil ekki hvernig svona getur
komið upp. Ég hef sjálfur flutt inn
sængur frá Kína og borgað toll af
þeim og því gengur þetta að sjálf-
sögðu í báðar áttir,“ segir Elías.
Hann segist ekki hafa fengið skýr-
ingu á því hvers vegna málum sé svo
háttað, en þegar leitað var til utan-
ríkisráðuneytisins kom fram að ekki
hefði verið felldur niður tollur á æð-
ardún að beiðni kínverskra stjórn-
valda. Við samningagerðina voru
ekki felldir niður tollar á einstaka
vöruflokka. Þannig lögðu íslensk
stjórnvöld áherslu á að viðhalda
tollavernd á landbúnaðarvörum en
kínversk á iðnaðarvöru.
Vantar meiri samræmingu
Dæmi eru um að hnökrar hafi ver-
ið á innleiðingu samningsins. Þannig
njóta sumar fisktegundir ekki tolla-
fríðinda enn sem komið er þrátt fyr-
ir að tilgreint sé í samningnum að
svo eigi að vera, að sögn Guðmundar
Ingasonar, fiskútflytjanda hjá G.
Ingason. Ber þar að nefna tegundir
eins og eldislax, bleikju, regnboga-
silung, humar og langlúru. „Það
vantar meiri samræmingu á milli
embættismanna, Matvælastofnunar,
utanríkisráðuneytisins og tollsins.
Það eru allir af vilja gerðir að gera
hlutina betri en það hefur vantað
upp á betri útfærslu á samningnum.
Það er ekki nóg að þetta sé tilgreint í
samningnum heldur þarf viðskipta-
fulltrúi í sendiráðinu í Kína einnig að
samþykkja tegundirnar og það hef-
ur hann ekki ennþá gert,“ segir Guð-
mundur. Hann telur að skýra þurfi
betur hvaða vörur það eru sem njóta
fríðinda í samningnum. Að öðrum
kosti sé hætta á því að fyrirtæki
lendi í því að vara stoppi í Kína og að
hana þurfi að flytja að nýju til Ís-
lands.
Morgunblaðið/Kristinn
Æðarfugl Æðardúnn frá Íslandi nýtur ekki tollfríðinda í Kína.
Dúnsængur njóta
ekki tollfríðinda
Fríverslunarsamningur
» Æðardúnn nýtur ekki tolla-
fríðinda, að beiðni kínverskra
yfirvalda.
» Íslendingar lögðu áherslu á
að vernda landbúnaðarvörur
en Kínverjar á iðnaðarvörur.
Vantar upp á betri útfærslu
samningsins, að sögn útflytj-
anda.