Morgunblaðið - 19.11.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.11.2014, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ráðamenn í Ísrael hótuðu í gær hefndum eftir að tveir Palestínu- menn frá Austur-Jerúsalem, dul- búnir sem strangtrúaðir gyðingar og vopnaðir hnífum, kjötexi og byssu, fóru um morguninn í Kehill- at Bnei Torah, bænahús gyðinga í vesturhluta borgarinnar, og myrtu þar fjóra karlmenn og særðu átta. Öryggisverðir skutu báða árásar- mennina til bana. Mahmoud Abbas, forseti Pal- stínumanna, sagðist í yfirlýsingu í gær fordæma árásina á bænahúsið og „öll dráp á óbreyttum borgurum, hver sem þau fremur“. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísr- aels, sagði Hamas-samtökin á Gaza og Abbas hafa ýtt undir hryðjuverk með yfirlýsingum sínum að undan- förnu. „Þetta er bein afleiðing hvatninga Hamas og Abu Mazen (Abbas), hvatninga sem alþjóðasam- félagið hundsar með óábyrgum hætti,“ sagði Netanyahu. Hann sagði að gripið yrði til „harkalegra“ andsvara en útskýrði þau orð ekki frekar. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópusam- bandinu hvöttu í gær bæði Ísraela og Palestínumenn til að sýna still- ingu. Gömul vinstrisamtök er nefnast Alþýðufylkingin til frelsunar Pal- estínu, PLFP, gengust í gær við tilræðinu. Ha- mas-menn fögn- uðu ákaft árás- inni og hvöttu til þess að fleiri yrðu gerðar. Árásin hefði ver- ið svar við meintu morði á palestínskum strætóstjóra sem fannst nýlega hengdur í vagni sínum í Jerúsalem. Ísraelska lögreglan segir að mað- urinn hafi fyrirfarið sér en Palest- ínumenn hafna því. Fái að biðja á Musterishæðinni Mikil spenna og blóðug átök hafa verið síðustu mánuði í Jerúsalem vegna deilna um aðgang að Must- erishæðinni sem múslímar kalla Haram al-Sharif. Þar er ein þekkt- asta moska íslams, al-Aqsa og að- eins múslímar mega biðjast fyrir á hæðinni. Gestir hafa þó leyfi til að koma þangað. Strangtrúaðir gyðingar hafa kraf- ist þess að reglum verði breytt og þeir fái leyfi til að biðjast fyrir á hæðinni þar sem hið fræga musteri Salómons var á sínum tíma. Hæðin er helgasti staður gyðingatrúarinn- ar. Blóðbað í bænahúsinu  Netanyahu hótar hefndum eftir mannskætt tilræði í Jerúsalem AFP Felldir Öryggisverðir og réttarfarssérfræðingar við lík vígamannanna tveggja í Jerúsalem í gær. Hamas-menn fögnuðu árásinni ákaft. Benjamin Netanyahu Stjórnvöld í Kól- umbíu hafa slitið í bili friðar- viðræðum við marxista- samtökin Farc, sem hafa áratug- um saman barist við stjórn- arhermenn. Ástæðan er að nýlega var hers- höfðingjanum Ruben Dario Alzate og tveimur öðrum mönnum rænt í grennd við borgina Quibdo og við- urkenndi Farc í gær að hafa verið að verki. Óvíst er um framhald friðar- viðræðna sem staðið hafa í tvö ár. Átökin í Kólumbíu hófust fyrir um hálfri öld, þúsundir manna hafa fallið. Varnarmálaráðherra Kólumbíu, Juan Carlos Pinzon, stýrir nú að sögn blaðsins Guardian leitinni að mönnunum þremur. Forseti lands- ins, Juan Manuel Santos, sagði í sjónvarpsávarpi á mánudag að friðarviðræðunum, sem hafa farið fram í Havana á Kúbu, yrði hætt þangað til gíslarnir fengju frelsi. „Ég krefst þess að Farc sýni friðarvilja ekki einvörðungu með orðum heldur einnig gjörðum,“ sagði Santos. Talsmenn Farc sögð- ust í fyrstu ekki vita neitt um afdrif gíslanna þriggja. Samtökin hafa lengi fjármagnað sig með því að ræna fólki og heimta lausnargjöld, einnig hafa þau stundað eitur- lyfjasölu og fleiri glæpi. Þau réðu lengi yfir allstóru, afskekktu svæði en hafa orðið fyrir miklum áföllum síðustu árin. Friðarviðræðum við Farc slitið í bili eftir ný mannrán Juan Manuel Santos KÓLUMBÍA Bandaríska blaðið Wall Street Journal segir að evrópska könn- unarfarið Philae hafi fundið sam- eindir lífrænna efna á yfirborði halastjörnunnar 67P/Churyumov- Gerasimenko. Slíkar sameindir hafa í sér kolefnisatóm. Blaðið seg- ist hafa þessar upplýsingar frá þýskri vísindastofnun er kemur að evrópsku áætluninni. Mannlausa geimfarið Rosetta, sem bar Philae, er nú rétt hjá hala- stjörnunni í um 500 milljón km fjar- lægð frá jörðu. 13. nóvember varð Philae fyrsti manngerði hluturinn til að lenda á halastjörnu. Efni í halastjörnum eru einhver þau elstu sem fyrirfinnast og rannsóknin gæti varpað ljósi á tilurð alheims- ins. Búist var við því að kolefnis- sameindir fyndust en einnig er von- ast til að finna ákveðnar amínó- sýrur, byggingarefni allra prótína á jörðinni. kjon@mbl.is Kolefnissameindir fundust á hala- stjörnunni ROSETTU-ÁÆTLUNIN Kristján Jónsson kjon@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst láta endurskoða stefnu stjórnvalda gagnvart ránum á bandarískum borgurum utanlands. Leyniþjónustumenn vestra kanna nú hver aðkoma hryðjuverka- manna af vestrænum uppruna hafi verið í máli hjálparstarfsmannsins Peters Kassig sem Íslamska ríkið, IS, lét hálshöggva fyrir skömmu. Endurskoðunin mun m.a. beinast að því að kanna aðkomu fjöl- skyldna gíslanna. Ein þeirra, ætt- ingjar Steven Sotloffs, safnaði fé til að borga IS lausnargjald en fékk að vita hjá embættismönnum í Washington að það væri laga- brot að borga. Ráðamenn margra Evrópu- ríkja eru taldir hafa oftar en einu sinni greitt mannræningjum IS og annarra íslamista lausn- argjald þótt ekki fari það hátt. En bandarísk stjórnvöld hafa ávallt hafnað að greiða fé fyrir gísla sem erlend hryðjuverkasamtök taka eða semja við slíka aðila um þessi mál. Rökin eru augljós: að með því að borga sé óbeint verið að hvetja íslamista til frekari gíslatöku. Endurskoða stefnuna varðandi gíslatöku  Stjórn Obama bregst við mannránum og morðum á gíslum Foreldrar vilja fyrirgefa » Peter Kassig var þriðji Bandaríkjamaðurinn sem IS hefur látið hálshöggva. Hinir voru James Foley og Steven Sotloff. Kassig var 26 ára gam- all, hafði gerst múslími og kall- aði sig Abdul-Rahman. » Foreldrar Kassig segjast biðja um frið fyrir fjölmiðlum meðan þau gráti og syrgi son sinn. Þau ætli sjálf að reyna að fyrirgefa morðingjunum ódæð- ið og vilji græða sárin. Peter Kassig Tveir menn eru nú í haldi í Kína sakaðir um að hafa sleppt yfir þús- und músum lausum í litlu þorpi í Guangdong-héraði. Þrír að auki flúðu af vettvangi. Reynt er nú að eitra fyrir dýrin sem yfirvöld óttast að geti breitt út sjúkdóma. Óljóst er hvert markmiðið var með tiltækinu. En í blaðinu Apple Daily í Hong Kong er sagt að um „friðþægingaraðgerð“ hafi verið að ræða til að aðstoða gamlan ættingja við að ná aftur heilsu. kjon@mbl.is Nagdýr Fallegar mýs geta verið skaðvaldar og borið sjúkdóma. Þúsund mýs fengu frelsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.