Morgunblaðið - 19.11.2014, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Félagslyndir grasbítar Hestar eru félagsverur og vilja vera á beit með öðrum hrossum. Hér er hópur góðra vina í Laxnesi í Mosfellssveit þar sem rekin er ein af stærstu hestaleigum landsins.
Rax
Í orði segjast flestir
styðja frjálsa, heið-
arlega og sanngjarna
samkeppni. Á borði er
reyndin önnur. Þrátt
fyrir umfangsmikla
lagabálka og mann- og
fjárfrekar eftirlits-
stofnanir, til að
tryggja göfugt mark-
mið um samkeppni, er
víða pottur brotinn.
Stór hluti íslensks
samfélags er annaðhvort án sam-
keppni eða líður fyrir takmarkaða
samkeppni. Afleiðingarnar eru
hærra verð, verri þjónusta, lakari
vörur, fábreyttari valkostir og þar
með sóun á mannafla og fjármagni.
Með aðgerðum og/eða aðgerða-
leysi hefur hið opinbera hindrað
samkeppni. Fjölmörg lög gera
litlum sjálfstæðum atvinnurek-
endum eða hugmyndaríkum at-
hafnamönnum erfitt fyrir á markaði
í baráttu við öflugar fyrirtækja-
samsteypur. Flóknar reglugerðir
með íþyngjandi ákvæðum gera
þeim litlu enn erfiðara fyrir. Órétt-
læti sem aldrei hefur verið leiðrétt
er krabbamein í íslensku viðskipta-
lífi, hinir stórskuldugu fengu líf en
hófsamir atvinnurekendur sitja eft-
ir.
Gefist upp
Verst er að ríki og sveitarfélög
leggja skipulega steina í götur
einkaframtaksins, allt frá verslun
til sorphirðu, frá ferðaþjónustu til
fjölmiðlunar, frá heilbrigðisþjón-
ustu til menntunar. Engan skal
undra að einstaklingar gefist upp
gagnvart ofurafli (og á stundum of-
beldi) opinberra aðila.
Steinar Berg Ísleifsson hefur
byggt upp glæsilega ferðaþjónustu
í Fossatúni í Borg-
arfirði á síðustu árum.
Árið 2005 opnaði hann
tjaldstæði sem mun
hafa verið fyrsta fimm
stjörnu tjaldstæði
landsins. En ranglát
samkeppni hefur sann-
fært frumkvöðulinn
um að rétt sé að hætta
að bjóða þessa þjón-
ustu.
Í viðtali við Skessu-
horn 12. nóvember síð-
astliðinn segir Steinar
Berg:
„Ákvörðunin snýst um þær sam-
keppnisaðstæður sem ríkja á
rekstri tjaldsvæða á Íslandi og
framtíðarhorfur. Það gilda tvenns
konar leikreglur: Annars vegar fyr-
ir einkaaðila sem þurfa að afla
tekna til að láta reksturinn ganga
upp og greiða sinn skatt af hagnaði.
Hins vegar fyrir ríkið og sveita-
félög, sem niðurgreiða rekstur sinn
með skattpeningum og öðrum íviln-
unum. Þessir opinberu aðilar eru
markaðsráðandi og halda mark-
aðinum sem lágvöruverðsmarkaði
t.d. með þátttöku í Útilegukortinu
og lágu gjaldi fyrir aðgengi og
þjónustu.“
Ójöfn og ranglát samkeppni
Því miður er Steinar Berg ekki
sá eini sem þarf að glíma við ójafna
og rangláta samkeppni frá hendi
hins opinbera. Reykjavíkurborg
hefur ítrekað reynt að knésetja
Gámaþjónustuna.
Fyrirtækið óskaði eftir leyfi til að
safna lífrænum úrgangi frá heim-
ilum í borginni en var neitað, jafn-
vel þótt Reykjavíkurborg sinni ekki
þessari þjónustu. Þetta var ekki í
fyrsta skipti sem Gámaþjónustan
hefur verið beitt ofbeldi.
Fyrir um sjö árum var Gáma-
þjónustan frumkvöðull í að safna
endurvinnanlegum úrgangi með því
að bjóða upp á endurvinnslutunn-
una. Sú þjónusta er virðisauka-
skattsskyld. En borgaryfirvöld sáu
ofsjónum yfir starfsemi einkafyr-
irtækisins. Í blaðagrein í desember
á liðnu ári sagði Elías Ólafsson,
stjórnarformaður Gámaþjónust-
unnar:
„Nokkrum misserum síðar hóf
Reykjavíkurborg að bjóða upp á
bláa tunnu fyrir pappír og fleira og
innheimti fyrir þjónustuna með
hækkuðum fasteignagjöldum og var
enginn virðisaukaskattur lagður á.
Gámaþjónustan benti yfirvöldum
samkeppnismála á þetta en ekkert
var aðhafst á þeim tíma.“
Elías benti á að árið 2012 hefði
almennt sorphirðugjald Reykjavík-
urborgar hækkað um 14% en þjón-
ustugjald fyrir blátunnu borgar-
innar verið lækkað um 12%. Þannig
hefðu borgaryfirvöld reynt að bola
einkafyrirtæki út af markaðinum.
Flestir láta sér fátt um finnast.
Ekkert heyrist í Neytendasamtök-
unum og yfirvöld samkeppnismála
láta lítið fyrir sér fara.
Ríkisrekin smásala
Steinar Berg og Elías eru í fjöl-
mennum félagskap sem þarf að
glíma við ójafna samkeppni frá hinu
opinbera. Íslenskir kaupmenn
standa höllum fæti gagnvart ríkis-
rekstri í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar. Þar hefur ríkinu tekist að ná
undir sig stórum hluta smá-
sölumarkaðarins ekki síst í snyrti-
vörum. Um þriðjungur smá-
söluverslunar með snyrtivörur á
Íslandi er í höndum ríkisins í gegn-
um Fríhöfnina, sem jafnframt hefur
skipulega veikt innlenda birgja
(innflytjendur) með því að stunda
eigin innflutning. Markaðsráðandi
staða ríkisins í snyrtivörum er ekki
vegna þess að stjórnendur Fríhafn-
arinnar séu snjallari og betri kaup-
menn en aðrir. Yfirburðir Fríhafn-
arinnar eru vegna „opinberrar
meðgjafar í formi skatt- og toll-
leysis sem getur numið allt að 40%
af vöruverði,“ líkt og kom fram í
grein Leifs Þorbergssonar, sér-
fræðings hjá Viðskiptaráði Íslands,
í Markaðinum fyrir skömmu.
Ríkið hefur ekki aðeins tryggt
sér forréttindi á sviði smásöluversl-
unar. Með sérstökum lögum hefur
ríkið komið í veg fyrir sanngjarna
samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Með
skattheimtu og nokkur þúsund
milljóna forgjöf hefur yfirburða-
staða Ríkisútvarpsins verið tryggð
gagnvart einkareknum fjölmiðlum,
sem margir hverjir berjast í bökk-
um. Krónískir erfiðleikar í rík-
isrekstri fjölmiðlunar skipta litlu.
Varðmenn ríkisrekstrar eru ein-
beittir í því að neyða skattgreið-
endur til að leggja aukna fjármuni
til ríkisfjölmiðlunar. Á sama tíma
er staða einkarekinna áskriftamiðla
skert enn frekar með því að hækka
virðisaukaskatt úr 7% í 12%.
Hvernig tekist verður á við
vanda Ríkisútvarpsins og stöðu
einkarekinna fjölmiðla er prófsteinn
á þingmenn stjórnarflokkanna.
Einkarekstur á undir högg að
sækja á fleiri sviðum en fjölmiðlun.
Komið í veg fyrir frumkvæði
Það er miður að ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks skuli ekki hafa tryggt
rekstur framsækins framhaldsskóla
sem bauð nemendum að ljúka stúd-
entsprófi á tveimur árum. Það hefði
t.d. verið hægt með því að innleiða
ávísanakerfi á framhaldskólastigi
sem um leið hefði stuðlað að bætt-
um fjárhag allra skóla óháð rekstr-
arformi. Þannig hefur ekki tekist
að yfirvinna fjandskap vinstri-
manna gagnvart einkaframtakinu í
rekstri skóla. Afleiðingin er minni
samkeppni og fábreyttari valkostir.
Kostnaðinn bera nemendur og að
lokum samfélagið allt.
Með svipuðum hætti og ungt fólk
þarf að sætta sig við fábreyttari
valmöguleika verða þeir sem þurfa
á þjónustu lækna að halda að gera
sér að góðu lakari þjónustu en
nauðsynlegt er. Þótt lög komi ekki í
veg fyrir að heimilislæknar stundi
sjálfstæða starfsemi hefur fjárveit-
ingavaldið og framkvæmd laga
komið í veg fyrir aukna og betri
þjónustu. Þess vegna eru þúsundir
án heimilislæknis og vel menntaðir
læknar eru neyddir til að gerast
opinberir starfsmenn, nema þeir
séu svo heppnir að fá starf hjá
tveimur einkareknum heilsugæslu-
stöðvum.
Þrátt fyrir góða reynslu af einka-
rekstri í menntakerfinu (s.s. Ísaks-
skóli, Hjallastefnan, Landakots-
skóli, Verslunarskólinn, Hraðbraut)
og af einkarekstri í heilbrigðiskerf-
inu (s.s. heilsugæslan Salahverfi,
sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar,
hjúkrunarheimili, SÁÁ, sérfræð-
ingar í endurhæfingu), virðist lítill
áhugi á að efla einkaframtakið og
það fremur gert tortryggilegt.
Engu skiptir að meiri ánægja er
með þjónustu einkaaðila en hins op-
inbera og það með minni tilkostnaði
fyrir skattgreiðendur.
Er nema von að komist sé að
þeirri niðurstöðu að eitthvað sé
verulega rotið í garði hins opinbera
– ríkis og sveitarfélaga.
Eftir Óla Björn
Kárason »Engan skal undra að
einstaklingar gefist
upp gagnvart ofurafli
(og á stundum ofbeldi)
opinberra aðila.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokks.
Það er eitthvað rotið í garði hins opinbera