Morgunblaðið - 19.11.2014, Side 20

Morgunblaðið - 19.11.2014, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Miðvikudagstilboð – á völdum postulínsborðbúnaði, glösum og hnífapörum Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af borðbúnaði Ætla mætti, að þegar hafi nóg verið ritað um ráðagerðir um raf- stöðvar í Þjórsá og víð- ar á Suðurlandi á ár- unum fyrir „ófriðinn mikla“ og fram til 1927. Samt bætir minn- ingabók Sturlu Frið- rikssonar náttúrufræð- ings, Náttúrubarn (Háskólaútgáfan), þar við mikilvægu efni. Sturla hefur þar gögn föður síns og Sturlu föð- urbróður, Sturlubræðra, að styðjast við. Þeir bræður voru öflugastir þeirra, sem undirbjuggu af ráðdeild nýtingu Þjórsár til áburðarfram- leiðslu, með fyrstu rafstöðina við Urr- iðafoss ásamt verksmiðju. Þá gátu menn ekki leitt rafmagn langar leiðir. Drög að virkjun Þjórsár voru komin svo langt, að viðir í bryggju í Skerja- firði voru komnir á staðinn, skammt frá Nauthólsvík. Þaðan átti að vera járnbraut austur að Þjórsá til að flytja áburðinn frá Urriðafossi. Höfn í Skerjafirði var ekki í samkeppni við höfn í Reykjavík, hún hafði nefnilega sama hlutverk og höfn í Straumsvík fyrir álverið þar. Bryggjuviðirnir, sem voru geymdir í skúr í Skerjafirði, voru, þegar ekki varð af neinu við Þjórsá, notaðir í þakbita og glugga- karma Sturluhalla á Laufásvegi og jafnvel í borðstofuhúsgögn, í stóla, borð og skápa þar, eðalviður, sér- staklega vaxborinn og feitur. Í sambandi við kaup Sturlubræðra á virkjunarréttindum í Þjórsá og víð- ar á Suðurlandi segir Sturla frá Gull- fossmálinu, sem Sigríður í Brattholti varð fræg af. Sturlubræður höfðu eignast leiguréttindi á Gullfossi. Þeir undirbjuggu aldrei virkjun þar og hættu að gjalda leiguna 1928 og misstu þannig réttindin. Minningabók Sturlu, sem endar, þegar hann er 24 ára, geymir margt um þjóðlífið, þótt hann haldi sig við ævi sína og sinnar ættar. Ættmenn föður hans, Jón háyfirdómari, synir hans og dætur, og ættmenn móður, afkomendur Guðnýjar skáldkonu, sem kenndi sig við Klömbur, fá þar veigamikla kafla. Frá- sagnir af athöfnum Sturlubræðra lýsa ráð- settum frumkvöðlum í Reykjavík. Síðan kemur að bernsku og æsku Sturlu. Hann lýsir glögglega leikjum barna, sem nú eru að mestu horfnir. Síðan segir frá dvöl á Laxfossi í Borgarfirði, þar sem foreldrar hans héldu til á sumrin. Því er lýst hvernig stangveiði Ís- lendinga hófst þar og Sturla varð veiðimaður. Hann menntar sig þar sjálfur sem barn til að verða nátt- úrufræðingur. Hann lýsir gróðri og dýralífi á Laxfossi og í grennd. Það er nokkuð rækileg heimild um nátt- úrufar við búskaparlag í kringum 1930. Heimilishögum þessa efnafólks, sem foreldrar hans voru, er lýst og ýmsu heimilisfólki. Líf þess er gott, en hófsamt, fiskur yfirleitt á borðum virka daga, en hann keyptu þeir Sturlubræður á daglegri göngu um bæinn. Lýsingin á Friðriki Jónssyni kaupmanni er glögg. Friðrik var orð- inn roskinn, þegar hann gekk í hjóna- band og eignaðist börnin, Sturlu og Sigþrúði. Sturla var sextán ára, þegar faðir hans féll frá. Sögu Sturlu lýkur þegar hann að loknu almennu há- skólanámi tekur að sér að sinna eign- um Sturlubræðra, en systir hans hafði gifst til Svíþjóðar. Þetta átti upphaflega ekki að verða ritdómur, heldur aðeins ritfregn til að vekja athygli á frásögnum af atburð- um, sem teljast til Íslandssögunnar. Fjögurra síðna efnisyfirlit segir, að efnið er margháttað, og það auðveld- ar efnisleit. Drög að orku- frekri iðju Eftir Björn S. Stefánsson » Sturla Friðriksson lýsir rækilegum undirbúningi föður síns og föðurbróður, Sturlu- bræðra, að orkufrekri iðju í Árnessýslu. Björn S. Stefánsson Höfundur er dr. scient. Í grein minni 24. október sl. færði ég rök fyrir því að lífláts- dómurinn yfir Stein- unni Sveinsdóttur hafi verið í litlu eða engu samhengi við alvar- leika þeirra brota sem hún játaði á sig. Einn- ig lýsti ég þeirri skoð- un minni að játningar hennar hafi verið fram komnar gegnum mjög vafasamar yfirheyrsluaðferðir, og því varla marktækar. Einhver kynni að spyrja hvort greinarhöfundur hafi af því ein- hverja hagsmuni að setja fram þessar niðurstöður. Svarið er ein- falt, ég hef engin ættar- eða hags- munatengsl við Steinunni eða af- komendur hennar, hef aðeins skoðað mál hennar og púslað saman heimildum. Í þessari grein er vikið að þeirri óblíðu meðferð sem Steinunn heitin fékk af samtíma sínum, því heim- ildir geta margra atriða sem vert er að skoða. Steinunn Sveinsdóttir var fyrst og fremst húsmóðir á mannmörgu heimili og margra barna móðir þeg- ar voveiflegir atburðir dundu á heimili hennar á Sjöundá. Auk fimm barna þeirra hjóna voru a.m.k. þrjú börn í fjölskyldu sambýlisfólksins, en tvíbýli var á bænum, og húsa- kynni nokkuð þröng. Steinunn fæddist árið 1769 og var uppeldisdóttir prófastsins í Sauð- lauksdal. Hún var af dágóðum ætt- um bænda og var dugmikil og myndarleg sem unglingur. Hún var vel menntuð á mælikvarða síns tíma, góðum gáfum gædd og var til þess tekið hve myndarleg hún var varðandi klæðnað og umhirðu fjöl- skyldunnar. Í Sauðlauksdal var menning í há- vegum höfð, þar hafði setið skömmu áður Björn prestur Halldórsson, sem kenndi fólki að rækta kart- öflur. Steinunn kynntist þarna menningu sem var langtum nútíma- legri en almenningur þekkti til, og þegar hún flytur í Saurbæj- arsókn á Rauðasandi (að Sjöundá) með fjöl- skyldu sinni virðist ekki laust við að hún hafi orðið fyrir barðinu á öfund og fálæti. Samtímaheimidir geta þess að Steinunn hafi gengið í augu karlmanna, sakir þess hve hún var mynd- arleg og vel til höfð. Þegar hún svo verður uppvís að því að leggja lag sitt við giftan mann, og var sjálf gift og margra barna móðir, er dómstóll almannarómsins fljótur að skipa henni í flokk þeirra sem sniðganga þyrfti, hún einangr- ast með sín vandamál. Kveikjan að ógæfu Steinunnar er eins og hún lýsir sjálf við yf- irheyrslu „tilfinningar gagnvart öðrum en eiginmanni sínum“, hún hafði sem sé lifað í hamingjusnauðu hjónabandi og hafði séð drauma sína þverra. Steinunn var stolt kona og hún undi ekki þeim þrönga stakk sem konum var skorinn á þessum tíma. Hún virðist hafa lent í sjálfheldu sinna eigin tilfinninga og úrræða- leysis, þetta sýnist mér hún hafa leyst með því að einbeita sér að því að sjá börnum sínum sem bestan farborða og láta hitt slarka. Öll börn hennar komust til manns og segir það sína sögu um dugnað hennar sem móðir við knöpp kjör. Eitthvað var talað um skilnað og einnig beið fólkið á Sjöundá eftir húsvitjun prófasts, sem aldrei varð af, og voru það klár embættisafglöp samkvæmt þágildandi verkferlum prestanna. Einnig leitaði eiginkona Bjarna á Sjöundá til hreppstjórans, sem bjó í Keflavík, og sagði honum frá vandræðum Söundárfólksins, en hann sinnti málinu ekki. Kannski fannst prófastinum, sem var fósturfaðir Steinunnar, óþægi- legt að blanda sér í mál hennar, það segir og sína sögu að hann sendi að- stoðarprest sinn til að kíkja á málin á Sjöundá. Þessi aðstoðarprestur hafði átt í einhverjum vandræðum með starf sitt og þurfti að sanna sig. Hann er fenginn til að yf- irheyra hin grunuðu um hin meintu voðaverk á Sjöundá, eftir hvarf eig- inmanns Steinunnar og eftir andlát eiginkonu hins bóndans á bænum. Hreppstjórarnir létu allt saman af- skiptalaust, þótt þeim hefði mátt vera ljóst að grípa þyrfti til að- gerða. Þetta er dapurlegur kafli í þessu öllu saman og virðast játningar sak- borninganna, sérstaklaega Stein- unnar, hafa verið oftúlkaðar og alls ekki farið með þær samkvæmt reglum um sálusorgarviðtöl milli presta og sakborninga. Tíðarandinn, sem virðist hafa verið Steinunni mjög í óhag; svo og óþörf harka, virðist hafa valdið því að atburðarásin fór fljótlega úr öllu samhengi. Heimili og fjölskylda er leyst upp, bróðir Steinunnar er skikkaður í að lesa henni dauða- dóminn, sem er fráleit ákvörðun, og svo var Steinunni ekki hlíft sem neinu nam, þótt auðsætt væri að hún væri barnshafandi. Þarna komum við að atriði sem er mikilvægt að hafa í huga. Maður Steinunnar hvarf síðla vetrar, en þessi meðganga hennar hins vegar síðar tilkomin, sennilega hafist um sumar. Steinunn var þá orðin ekkja, og því tæplega um hjúskaparbrot að ræða. Samband Steinunnar við hinn gifta nágranna sinn, sem nú einnig var ekkjumaður orðinn, var altalað. Þau þá og ákærð fyrir að hafa myrt maka sína, sem hentaði almanna- rómi ágætlega til að fullkomna tragedíurnar á Sjöundá á þann hátt. Ljóst virðist að einhverjir voveif- legir atburðir hafi átt sér stað á Sjöundá, en játningar Steinunnar og Bjarna, en svo hét bóndinn á hinni hálflendunni, voru samt og eru mjög óljósar, og lítt marktækar. Í næstu og síðustu grein minni mun ég fjalla um ömurleg ævilok Steinunnar og þá baráttu sem háð hefur verið til veita minningu henn- ar einhverja virðingu. Í minningu Steinunnar húsfreyju á Sjöundá Eftir Skírni Garðarsson » Samtími Steinunnar á Sjöundá var ekki til í að meta jákvæðu hliðarnar á þessari hæfi- leikakonu, slúður og öf- und mótuðu því afstöðu fólks til hennar. Skírnir Garðarsson Höfundur er prestur. Ég átti leið framhjá Ráðhúsi Reykjavíkur um hádegisbilið sem ekki er í frásögur færandi. Við norð- urhlið hússins er tilbúin tjörn og stóðu þar nokkrir erlendir ferða- menn, voru að benda á tjörnina, hlæja og taka myndir. Forvitni mín var vakin en er ég leit ofan í vatnið mátti sjá hvað vakti athygli útlend- inganna. Tjörnin er botnfull af dag- blöðum og pappírsrusli og svo trónir þar plastkeila frá einhverjum vega- verktökum. Þetta er svo yfirmáta sóðalegt og það við opinbera bygg- ingu að ég forðaði mér hið snarasta. Eru þeir sem þarna starfa og koma daglega til vinnu algerlega blindir? Get ekki annað en komið þessu á framfæri ef það skyldi vekja ein- hverja þarna. Borgari, sem man borgina sína betri. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Eru starfsmenn, borgar- ráðsmenn, allir blindir? Ráðhúsið Tjörnin er oft full af drasli. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.