Morgunblaðið - 19.11.2014, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
-Viðhaldsfríir
gluggar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Villidýr á verði
tiger.is · facebook.com/tigericeland
Gamaldags app
Notaðu hendurnar
Svona leit iPad út í gamla daga. Með honum getur þú ofið lítil
hringlaga eða ferköntuð teppi sem þú getur notað í hinum raun-
verulega heimi. Vefstóll og nál, þræði og garni. 1.500 kr.
Sendum í póstkröfu.
Sími 528 8200.
Kastljósþáttum í rík-
issjónvarpinu er ætlað
að vera upplýsandi efni
fyrir almenning og eru
það oft. Stundum finnst
mér þó að þáttastjórn-
endurnir séu varla
starfi sínu vaxnir og er
það einkum áberandi
þegar stjórnmálamenn
eiga í hlut. Það sem ég á
við er að í dagskrá er
kynntur þáttur sem auglýstur er
sem viðtalsþáttur, við t.d. tiltekinn
forystumann í stjórnmálum og um-
ræðuefnið tekið fram. Þetta er allt
gott og blessað og maður bíður
spenntur eftir sjónvarpsviðtalinu.
Spyrjandinn og gesturinn setjast við
borð og spyrjandinn býður gestinn
velkominn en þar með er formlegu
ferli háttvísinnar lokið. Spyrjandinn
fer í einhverslags árásarham, hann
ýfist allur upp eins og reiður fress og
ræðst á viðmælanda í anda þess sem
maður sér stundum gerast í glæpa-
myndum sem sýndar eru á sömu
stöð þar sem lögreglan er látin
kreista upp úr sakamanni játningu.
Viðmælandinn er tekinn í þriðju
gráðu yfirheyrslu og
spyrjandinn virðist
gefa sér strax að hann
eigi þarna í höggi við
„mafíósa“ sem segi
ekki satt orð viljandi
og hann skuli sko sýna
þjóðinni hvernig farið
sé að því að fá svona
dela til að meðganga
meintar lygar og slótt-
ugheit. Stjórn-
málamaðurinn sem
mættur er í þáttinn til
að útskýra þýðing-
armikið mál er neyddur í vörn,
spyrjandinn eins og „heggur fram
klónum“ með því að bera fram sömu
spurninguna aftur og aftur og þykist
aldrei fá svör. Svo hart er stundum
gengið fram að gesturinn hlýtur á
köflum að upplifa sig sem sakamann.
Þegar þáttastjórnanda tekst best
upp þá er sama upp á hverju viðmæl-
andi hans bryddar, stjórnandi þátt-
arins drepur það allt í fæðingunni
með framígaspri og einkum virðist
það fara í taugarnar á stjórnanda
þegar gesturinn vogar sér að reyna
jákvæða umræðu um málin. Þegar
hér er komið sögu í þættinum reynir
á málfarssnilld viðmælandans og
þjálfaða greiningu í hlustun áheyr-
andans hvort eitthvað bitastætt
kemur út úr þættinum eða ekki. Því
engu er líkara en stjórnandi þátt-
arins reyni allt sem hann getur til að
eyðileggja þáttinn og maður fær það
jafnvel á tilfinninguna að hann sé í
einhverslags innanhússsamkeppni
og segi eftir „viðtalið“ við félaga sína
„Sástu hvernig ég tók hann?“
Nema hvað, að lokinni yfirheyrslu
takast söguhetjurnar í hendur,
stjórnandinn þakkar gestinum hlý-
lega fyrir komuna, gesturinn kveður
þáttinn reynslunni ríkari og áheyr-
andinn reynir að halda einhverju
bitastæðu eftir fyrir sig.
Ég kalla svona þætti ekki viðtöl, í
viðtalsþáttum gerir fyrirspyrjand-
inn sig eins ósýnilegan og hann get-
ur og lítur á það sem hlutverk sitt að
viðmælandinn komi sínu máli á
framfæri á eins óþvingaðan hátt og
hægt er. Stjórnandinn á að leitast
við að skapa þægilegt andrúmsloft í
þættinum og að mínu viti færi best á
því að þáttastjórnandinn upplifði sig
sem einn af áhorfendum þáttarins en
ekki eins og hólmgöngumann í bar-
daga við gest sinn.
Í þessari grein er ég eingöngu að
fjalla um þætti þar sem tvær persón-
ur eru ríkjandi, stjórnandi (spyrj-
andi) og viðmælandi. Áhorfandinn
væntir þess að þátturinn höfði til sín
og eyru hans bíða eftir því sem gest-
ur þáttarins hefur fram að færa. Ef
stjórnandinn kemur í veg fyrir að já-
kvæð viðhorf fái athygli í umræðunni
og leitar sífellt eftir því neikvæða
gefur það áhorfandanum ranga
mynd af málinu. Hvort sem það er
nú ásetningur eða ekki að slíta sjón-
varpsþætti þar sem andi ákæru hef-
ur litað umræðuna þá er það víst að
„leikstýrð“ neikvæðni er niðurrifsafl
á meðan jákvæð umræða byggir
upp.
„Málæðinu fylgja yfirsjónir, en sá
breytir hyggilega, sem hefur taum á
tungu sinni.“ (OK 10: 19.)
Ég bið íslenskri þjóð Guðs friðar.
Sástu hvernig ég tók hann?
Eftir Ársæl
Þórðarson » Stjórnmálamaðurinn
sem mættur er í
þáttinn til að útskýra
þýðingarmikið mál er
neyddur í vörn.
Ársæll Þórðarson
Höfundur er húsasmiður.
Fimmtán borð hjá FEBR
Mánudaginn 17. nóvember var
spilaður tvímenningur á 15 borðum
hjá bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S:
Jón Hákon Jónss. – Örn Ingólfsson 403
Hallgrímur Jónss. – Örn Isebarn 359
Hrafnhildur Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 356
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 327
A/V:
Ólafur B. Theodórss. – Ágúst Helgason 364
Gunnar Jónss. – Guðbjörn Axelsson 356
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 353
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 349
Spilað er í Síðumúla 37.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Ég er algerlega
sammála þingmanni
Framsóknarflokks-
ins, Frosta Sig-
urjónssyni, þar sem
hann lýsir yfir mikl-
um efasemdum um
matarskattinn svo-
kallaða og einnig
hafa komið fram
miklar efasemdir hjá
formanni þingflokks-
ins, Sigrúnu Magnúsdóttur.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins
sunnudaginn 16. nóvember sl. tek-
ur svo af allan vafa þegar höf-
undur þess kemst að því að rík-
isstjórnin ætli að keyra í gegn
matarskatt á lægst launaða fólkið
í landinu og síðan segir svo: „Eini
ávinningurinn, sem hægt er hugs-
anlega að sjá af því er að fá hrós
bak við luktar dyr frá ótryggum
embættismönnum fyrir að hafa
einfaldað virðisaukaskattskerfið
með því að fækka skattþrepum
þess úr tveimur í tvö. Í stað þess
að hætta við ruglið eru boðaðar
dularfullar „mótvægisaðgerðir“,
sem eru svo sannarlega ekki upp-
skrift að því að „einfalda kerfið“.
Svo mörg voru þau orð og ansi
sterklega til orða tekið og ekki að
furða. Afnám vörugjalds er sjálf-
sagt allra góðra gjalda vert en það
leitar ósjálfrátt á hugann hverjir
hagnast mest á því. Þeir, sem hafa
lítið á milli handanna og berjast
við peningabudduna frá degi til
dags eru ekki að kaupa rándýr
tæki eins og ísskápa, þvottavélar
og þurrkara heldur kaupa það not-
að því oft á tíðum er það hægt og
sjálfur keypti ég til dæmis flottan
ísskáp á 25 þúsund krónur. Þetta
fólk skiptir heldur ekki um parket
hjá sér einu sinni á ári ef þá er
nokkurt parket á þeirra gólfum.
Það eru til ótalmargar leiðir til að
afla peninga í ríkiskassann, t.d. að
setja aftur á sykurskattinn, auð-
mannaskatturinn, skattur á ferða-
þjónustuna (gistingin) og auðvitað
að drífa í því að ná í aðilana í
skattaskjólunum en þar virðist
fjármálaráðherra vera að draga
lappirnar. Og að lokum ganga þær
sögur, sem ég veit ekkert um
hvort eru sannar, að
matvöruverslunin
leggi á 25,5% virð-
isaukaskatt en skili
bara 7%. Á ýmsan
hátt er hægt að
smeygja sér framhjá
lögum og reglum en
það er náttúrlega al-
gjört skilyrði að af-
nema allar und-
anþágur. Svo væri það
auðvitað mikil hjálp í
því fyrir eldra fólk,
öryrkja og alla þá, sem mikil lyfja-
kaup íþyngja, að lyf verði í allra
lægsta virðisaukaskattsþrepi.
Þessum orðum mínum vil ég ljúka
með því að benda á það aftur að
það eru til margar leiðir til að ná í
peninga, en fyrst og fremst hugsið
um fólkið, sem hefur lítið á milli
handanna, það eru alltof margir í
þessu landi sem berjast í bökkum.
Það er tómt mál að tala um ein-
hverjar mótvægisaðgerðir, sem
svo bara er til að flækja málin og
auka á ruglið. Engan matarskatt,
Framsókn.
Trúi því ekki að
Framsókn styðji
matarskattinn
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms
» Það eru til svo marg-
ar leiðir til að ná í
peninga inn í ríkiskass-
ann. Opnið bara augun.
Höfundur er framkvæmdastjóri.