Morgunblaðið - 19.11.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.11.2014, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Elsku afi Nonni. Takk kærlega fyrir allar þær stundir sem þú hefur gefið okkur og minningarnar sem við eigum um þig. Ég man þegar ég var lítill að þú varst alltaf að kenna okkur bræðrunum alla heimsins hluti. Þú lagðir alltaf mikið upp úr því að kenna okkur góðan grunn sem við gætum svo byggt á í framtíð- inni. Einu sinni þegar þú varst svo duglegur að vinna í sumarbú- staðnum okkar og ég spurði hvort ég mætti fara einn út á bátinn þá vildirðu leyfa mér það en með einu skilyrði, að ég gæti bjargað mér. Við fórum svo í æfingar á björgunarvestinu og kennslu á bátinn. Þú leyfðir mér að fara út í kalda vatnið til þess að ég vissi hverju ég mætti búast við. Þú bast stutt band í bátinn svo ég gæti æft að róa og róa, og ég hamaðist á bátnum en fór ekki metra. Þannig kenndirðu mér og bræðrum mín- um í öllu og öðluðumst við sjálfs- traust til allra verka í lífinu. Þú sagðir mér einu sinni að brjóta eldspýtu. Ég gerði það og Jón William Magnússon ✝ Jón WilliamMagnússon fæddist á Ólafsfirði 16. desember 1940. Hann lést 7. nóv- ember 2014. Útför Jóns Willi- ams fór fram frá Keflavíkurkirkju 18. september 2014. spurði svo af hverju. Þá sagðirðu mér að brjóta allar eldspýt- urnar sem væru eft- ir í pakkanum sam- an. Ég reyndi það og náði því ekki. Þá sagðirðu við mig: „Samúel mundu það að sem einstaklingar erum við bara ákveðið sterk en ef við stöndum saman þá getum við allt.“ Þessi orð mun ég alltaf muna afi minn og hafa í huga við fjölskylduna og lífið. Ég var tíu ára þegar þú sagðir mér þetta í garðinum heima hjá þér og við vorum að slá blettinn. Þú kenndir mér einnig að hugsa vel um aðra og skilja ekki neinn útundan. Það var allt jafnt hjá þér, hvort sem það var í verknaði eða hugsun. Seinustu orðin þín til mín voru að vera góð- ur faðir og eiginmaður. Ég lofa þér því að ég hafði bestu fyrir- myndina til þess að vera góður eiginmaður og faðir og mun ég hafa hana nálægt mér alltaf þegar ég el upp mín börn. Þú varst alltaf stoltur af mér og ég verð alltaf stoltur af þér. Þitt barnabarn, Samúel Albert William Ólafsson. Elsku hjartans afi Nonni okk- ar. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Orð geta ekki lýst því hversu mikilvægur þú varst okkur og verður alla tíð. Þú varst svo mikill gleðigjafi, góður og traustur maður. Það er enginn eins og þú. Við munum sakna þín. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn, faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Við munum alltaf elska þig. Þín barnabörn, Unnur María og Guðríður Emma Steinþórsdætur „Já, ert þetta þú? Æ ég þekki þig aldrei, þú hefur svo alþjóðlega rödd.“ Þannig var mér oftast svarað þegar ég hringdi í Jón William. Hann var pabbi minnar bestu vinkonu, Gullu, Magga, Steina og Davíðs. Alveg frá fyrstu kynnum mínum við fjölskylduna tóku þau hjónin Unnur Ingunn og Jón William okkur, vinum barnanna þeirra, opnum örmum. Gestrisni þeirra var innileg og maður var alltaf velkomin. Þau hjónin voru einstaklega góð hvort við annað og þegar Unnur veiktist var Jón henni við hlið alla tíð með sinni einstöku þolinmæði og nær- gætni. Ég fylgdist með þegar Hótel Keflavík var í uppbyggingu. Þar var aldrei slegið af. Hugmyndirn- ar og framkvæmdagleðin stór- kostleg og allir fjölskyldumeðlim- irnir voru með. Seinna, þegar ég vann á Hótel Keflavík, kynntist ég stórfjölskyldunni betur og sá að samspil og samheldni getur gert kraftaverk. Jón William var jafnvígur bæði í Ofnasmiðjunni og hótelinu. Hann sat þó sjaldnast við skrif- borðið þótt hann væri fram- kvæmdastjóri, hann var frekar fyrir það að vinna „alvöruvinnu“ eins og það var stundum kallað, án þess að gera lítið úr annarri vinnu. Jón William var einstak- lega mikill húmoristi, ef tækifæri gafst þá var hann notaður til hins ýtrasta. Ég man hvernig hann náði að stríða starfsfólkinu sem kom á sínar fyrstu vaktir á hótelið og vissi náttúrlega ekkert hver Jón William var. Og hann fékk oft hina sem voru með honum í leik- inn. Ofnasmiðja Suðurnesja færði sig um set yfir í hús sem var kall- að Litla Milljón. Þetta nafn hélst áfram og heyrðist þetta nafn „Litla Milljón“ oft á mínu heimili. Eldri strákurinn minn, Bjarni, var mjög oft með afastrákunum hans Jóns, Samúel, Jakob og Sigga, sonum Gullu. Jón William var svo yndislegur að leyfa honum að fara með í ævintýraferðirnar sem hann fór í með barnabörnin sín og þær gleymast aldrei. Bjarni sagði eftir eina ferðina hvað það hefði verið gaman að vera í æv- intýraferð með Jóni Milljón. Hann átti það oft til að rugla þess- um tveimur nöfnum saman, Willi- am og Milljón. Þegar við vorum einhvern tímann að gantast með þetta og létum Jón William vita sagði hann eftirfarandi við Bjarna, sem honum þótti svo vænt um. „Þú skalt bara nota afi Nonni eins og hinir krakkarnir.“ Nú er komið að kveðjustund sem er erfið, en það er líka ynd- islegt að vita að við eigum eftir að hittast á himnum þegar Jesús kemur aftur að sækja okkur til sín. Þetta var Jón William fullviss um. „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ (Jóh.14; 1-3) Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir) Elsku Gulla mín, Maggi, Steini, Davíð og fjölskyldur. Innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Megi góður Guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk og kraft á erf- iðum tímum. Ollý. Ekki grunaði okkur í vor að við þyrftum að kveðja Jón William svo fljótt sem raun varð á, hrifinn burt eftir nokkurra mánaða veik- indi. Ég kynntist Jóni fyrir um 40 árum og strax myndaðist góð vin- átta sem átti eftir að haldast allt til enda. Hann var með eindæm- um úrræðagóður og greiðvikinn, vildi allt fyrir mann gera. Skódinn fékk yfirhalningu í fínpússuðum bílskúrnum hans, ósjaldan fengu vinir og kunningjar lánaðan flutn- ingabílinn, ekki var vandamál að fá undirskrift hans lánaða, og svo mætti áfram telja. Þau hjónin, en Unnur Ingunn lést fyrir fjórum árum, voru svo samhent við að hjálpa og styðja þá sem leituðu til þeirra. Að koma á heimili þeirra var alltaf einskær ánægja, allt svo fínt og þrifalegt, alltaf léttleiki og gestrisni í fyrirrúmi. Þeir sem kynntust Jóni fóru ekki varhluta af góðlátlegri glettni hans og stríðni. Hægt væri að skrifa bók einungis um þá hlið hans. Fólk var oft dálitla stund að átta sig á að hann væri að grínast. Einn viðmælenda sló hann út af laginu í sumar, eftir að hann var orðinn veikur, með orðunum: „Það var tekið úr mér annað hvert nýra.“ Er hann vaknaði einn síð- asta morguninn sló hann vaktkon- una út af laginu um stund með orðunum: „Ekki bjóst ég við að vakna lifandi.“ Aðrir munu fjalla um elju hans, innsæi og yfirsýn. En eitt stendur algerlega upp úr í mínum huga, það var hvernig hann tókst á við veikindi sín í sumar og haust. Því- líkt æðruleysi, dugnaður, trúar- vissa, hlýja! Og hann sá til þess þegar hann vissi að stutt væri eft- ir að tala skipulega við allt sitt fólk og kveðja það hinstu kveðju og sagði eitthvað fallegt við hvert og eitt. Hann átti fallegt dauðastríð – vegna þess að hann var svo æðru- laus og sterkur, jákvæður og gef- andi, svo vongóður og glaður í „hinni sælu von“ trúarinnar. Mikill er missir fjölskyldunnar. Mikill er missir vina hans. En minningin um Jón er svo falleg og sterk, sérstaklega eftir síðustu vikurnar, að hún verður sem græðandi smyrsl þeim sem mest sakna hans. Með sanni má segja að hann sjálfur hafi veitt ástvinum sínum mestu áfallahjálpina. Guð gefi ykkur öllum, ættingj- um og ástvinum Jóns, huggun og styrk. Ég er þakklátur fyrir vin- áttu og samveru þessa einstaka manns. Einar Valgeir Arason. Hér kveð ég langtíma góðvin minn, trúbróður og nafna, Jón William Magnússon. Hann var mikill mannkostamaður og góðum gáfum gæddur. Víðsýnn, vinfast- ur, kærleiksríkur, söngelskur og trúaður. Hótfyndinn og hrókur alls fagnaðar á mannfundum svo af bar. Glæsimenni að vallarsýn og fríður. Hann var stórhuga í orði og verki. Það vitna best minn- isvarðarnir tveir sem hann lét eft- ir sig, Ofnasmiðja Suðurnesja og Hótel Keflavík – hvort tveggja farsæl og vel látin fyrirtæki. Flestir munu kannast við orð- smíðina hans: „Hitinn kemur að sunnan.“ Það get ég staðfest því að „Ofnasmiðja Suðurnesja“ býr bæði í húsinu mínu og sumarbú- staðnum og veitir góðan hita. En auk þessa hita var annað varma- streymi í gangi – með mínu orða- lagi: „Ylurinn streymir að innan – innan frá honum.“ Hann var algjört ofurmenni, örfáa ég slíka kenni. Minningin mun lifa og ljóma, ljúfri vafinn tign og sóma. Hróður hans um langan aldur óma. Elskulega fjölskyda, meðtakið hjartanlegustu samúð mína og fjölskyldu minnar. Stefnum til endurfundanna á hæðum. Guð blessi ykkur. Jón Hjörleifur Jónsson. Mikill og tryggur vinur okkar Jón William Magnússon frá Ólafs- firði er fallinn frá fyrir aldur fram. Við systkinin viljum minnast hans með örfáum orðum. Við fædd- umst öll nánast á sömu torfunni í Horninu í Ólafsfirði, eins og byggðin þar var oftast nefnd á þeim tíma. Mæður okkar voru nánar vinkonur og sú vinsemd hélst óslitin og sterk milli kyn- slóða. Jón William og Unnur Steinþórsdóttir, kona hans, voru nánast eins og úr fjölskyldu okk- ar, viðstödd í stórafmælum sem og öðrum fjölskylduviðburðum og Unnur lét okkur eftir ófáar ynd- islegar ljósmyndir bæði frá þeim atburðum og heimsóknum á Hornbrekkuveg 1 þar sem við ól- umst upp og foreldrar okkar bjuggu. Það spillti ekki að mamma og pabbi hétu Unnur og Jón. Óspart var því nöfnum Unn- ar og Jóns Williams haldið á lofti við ýmis tækifæri eins og þau væru tvífarar húsráðenda á Horn- brekkuveginum. Jón William upplifði í æsku lífs- baráttu þar sem afkoma heimilis- ins hvíldi lengst af á sjóróðrum og afla föður á litlum trillubáti hans við afar erfiðar aðstæður en jafn- framt naut hann gnægðar af alúð og umhyggju. Það varð honum meiri fjársjóður en silfurskeið í munni. Á unga aldri gekk Jón til starfa sem tengdust sjónum eins og títt var um þá sem ólust upp í sjávarþorpum. Hann var ósérhlíf- inn og gekk í öll störf með dugnaði og eftirfylgni og ávallt var létt- leikinn með í för. Minnumst við margra góðra stunda frá þeim tíma. Athafnaþrá hans kom snemma í ljós. Skemmst er frá því að segja að hann gerðist umsvifa- mikill athafnamaður í Keflavík eftir að hann lauk iðnnámi. Þar má nefna að hann stofnaði og rak um langt árabil Ofnasmiðju Suð- urnesja og Hótel Keflavík ásamt fjölskyldu sinni. Hann geislaði af góðvild og dugnaði, en kímnin og glettnin var honum eins konar lífsmáti, sem sérstök ánægja var að. Hann kunni svo sannarlega að segja bráðsmellnar sögur, oft af sér sjálfum. Engu var líkara en að hann hefði erft þann eiginleika frá föður sínum. Móðir okkar var ein af þeim sem beittu línu fyrir trillu- bát pabba hans, Þránd, en Magn- ús skar síld í beitu fyrir fólkið sem beitti línuna og sagði svo skemmtilegar sögur að mamma hló stundum hjartanlega löngu síðar þegar hún minntist þeirra. Jón var mikill gæfumaður í einkalífi. Unnur kona hans var einstaklega hlý og gefandi kona. Þau voru afskaplega samrýnd og samhent og áttu saman sterka trú á Guð. Fyrir þeim var hann skap- ari alheimsins og sonur hans frelsari, ávallt vakandi yfir velferð okkar í gleði og sorg, en fráleitt að tilvera okkar hafi orðið til fyrir endalausa röð tilviljana. Unnur stríddi síðustu árin við erfiðan sjúkdóm sem dró hana til dauða fyrir fjórum árum. Auðfundið var að Jón saknaði hennar sárt en naut huggunar í trúarstyrk sín- um. Nú hefur hann kvatt þetta jarðlíf sáttur við Guð og menn. Við þökkum Jóni William trausta vináttu, einstaklega hlý- lega og hressilega samfylgd og sendum börnum hans og Unnar, Magnúsi, Steinþóri, Guðlaugu Helgu og Davíð, og aðstandend- um öllum innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Jóns Williams Magnússonar. Lárus, Guðrún og Þórleifur. Allt í einu er of seint að heim- sækja vini því þeir eru farnir burt í bili. Allt í einu er skarð höggvið í góða vinahópinn, sem var ekki endilega alltaf að hittast en þegar samverustundir áttu sér stað var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Ég get ekki talað um Jón okkar án þess að minnast um leið lífsförunautar hans sem kvaddi 6. september 2010. Bæði kveðja þau á þeim tíma árs þegar blóm og gróður leggjast í vetrardvala að- eins til að minna okkur á að sá sem öllu ræður vekur allt til nýs lífs að vetri loknum. Ég var svo heppin að kynnast þeim Jóni og Unni þegar ég hóf göngu mína með Jesú Kristi árið 1988. Ég verð ætíð ríkari af þeim kynnum. Þegar Unnur dó sagði ég að vin- kona mín væri sofnuð og það var fullkomlega í samræmi við trú þeirra Jóns. Að dauðinn væri „svefn“ sem við hvíldum í án þess að hafa áhyggjur eða vita neitt um það sem gerist meðal eftirlifenda en mundum vakna af þegar Jesús Kristur, frelsarinn okkar, snýr aftur og vekur upp dána og end- urskapar til eilífs, óforgengilegs lífs þar sem ekki finnst lengur sorg og dauði sem aðskilur ást- vini. Trú þeirra og lífsmáti voru dýrmæt fyrirmynd. Heimili þeirra ætíð fullt af sönnum kær- leik og hlýju. Ég hef alltaf talið barnabörnin hans Jóns meðal heimsins heppnustu barna að eiga slíkan afa, sem alltaf var til staðar til að leiða og fræða, hlæja og grínast, verða barn með börnum í leik og gáska. Trú Jóns á Guð var heil og sterk og gaf honum reisn og æðruleysi þegar veikindi rændu hann þrótti og heilsu. Rétt eins og Unnur hélt hann áfram með þeim krafti sem honum var gefinn dag hvern, brosti sínu blíðasta og kvartaði helst ekki. Hvað er hægt að biðja um meira í einum jarð- neskum föður en að vaxa upp við skilyrðislausa ást og trausta fyr- irmynd, byggða á sannri Guðs trú? Börnin hans, barnabörn og barnabarnabörn kveðja nú besta afa í heimi, líkt og þau kvöddu bestu ömmu í heimi fyrir fjórum árum. Eftir lifa óteljandi sólskins- minningar sem styrkja og gefa fyrirmynd og fyrirheit um endur- fundi. Ég hlakka til að verja gleði- stundum með þeim þegar við vöknum til nýs lífs með endur- komu Jesú. Við hjónin viljum votta ástvinum Jóns og Unnar okkar dýpstu samúð um leið og ég þakka fyrir að hafa átt þau að sem systkini í Kristi. Þórdís Malmquist. Við hryggilegt andlát kærs vin- ar, Jóns Williams Magnússonar, reikar hugurinn ósjálfrátt áratugi aftur í tímann. Við áttum svo margar ógleymanlegar samveru- stundir með honum og Unni eig- inkonu hans, sem lést fyrir fjórum árum. Okkur grunaði ekki að hverju stefndi, þegar við hittum hann, glaðan og reifan, á sjó- mannadaginn norður í Ólafsfirði og svo heima í Krossholti síðla sumars. Þá var hann að jafna sig eftir uppskurð. Næst þegar við heyrðum í honum á „Skype“ með- an við dvöldum erlendis var hann kominn á sjúkrahús. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Svo skelfi- lega hratt náði krabbameinið yf- irhöndinni. Öll þessi ár hittumst við nær Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSBJÖRG FRÍÐA LÁRUSDÓTTIR frá Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 13. nóvember. Útför hennar fer fram frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 13.00. . Lárus Hjartarson, Ólöf Hjartardóttir, Rósar Aðalsteinsson, Ólafur Már Hjartarson, Jóhanna Sigríður Hjartardóttir, Bragi Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ÁSKELL GUNNAR EINARSSON bóndi, Eiðum, Eiðaþinghá, lést á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar síðastliðinn laugardag. Hann verður kvaddur í Egilsstaðakirkju 22. nóvember kl. 14.00. . Anna Kristín Magnúsdóttir, Magnús, Dagný, Freyja, Alda, tengdabörn, barnabörn og systkini. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA IÐUNN BJÖRNSDÓTTIR, Ytra-Hóli 2, Eyjafjarðarsveit, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð laugardaginn 15. nóvember. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks á Grenihlíð fyrir frábæra umönnun. Hreiðar Kristinn Sigfússon, Hrefna Hreiðarsdóttir, Ólafur Helgi Theodórsson, Sigurlína Hreiðarsdóttir, Magnús Oddsson, Sigfús Hreiðarsson, Fanney Harðardóttir, Frosti Hreiðarsson Hreiðar Hreiðarsson, Heiða Hrönn Theodórsdóttir, Bára Hreiðarsdóttir, John Miller, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.