Morgunblaðið - 19.11.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 19.11.2014, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 vikulega í kirkjunni í Keflavík, fórum í ferðalög saman með vina- hópi eða áttum löng og góð samtöl símleiðis, þegar lengra varð á milli. Það var alltaf líf og fjör í kringum Jón William. Hann hafði einstaklega létta lund, var vin- margur, hrókur alls fagnaðar í vinahópi og sagði skemmtilega frá. Eftirminnilegust allra sameig- inlegra ferða okkar var þegar Unnur og Jón komu í heimsókn til okkar í Kaupmannahöfn á sínum tíma og við fórum akandi og sigl- andi yfir til Noregs. Þessa ferð bar oft á góma á endurfundum okkar. Jón kryddaði þá um- ræðuna með smástríðni, sem þó var alltaf græskulaus. Honum fannst eftirtektarverðast að Reynir, sem ók bílnum, skyldi sýna hvað hann var vinstrisinnað- ur með því að taka aldrei hægri beygju alla ferðina. Hann sagði líka við einn vina okkar, þegar þeir komu út úr göngunum Ólafsfjarðarmegin og ekkert sást í bæinn fyrir þoku: „Hefurðu nokkurn tíma séð fal- legri þoku?“ Það fór enginn í grafgötur með það, að hann unni fæðingarbæ sínum, Ólafsfirði, heitt, þótt hann klæddi hug sinn í þennan búning. Þegar eitt af yngri barnabörn- um okkar hitti Jón í fyrsta sinn spurði hann: „Hvað heitir þú?“ Sagðist sjálfur heita „Heimsins besti Jón.“ Hann var aldrei neitt annað í hennar huga eftir það. Svona var Jón, alltaf með glettni og smástríðni á hraðbergi en var hreinn og beinn og sannur vinur vina sinna. Hann var mikill fjölskyldumaður og „sá ekki sól- ina“ fyrir barnabörnunum sínum enda elskur að öllum börnum og þau að honum. Þegar minningarnar hrannast upp við andlát Jóns er það samt vinátta hans og Unnar og fjöl- skyldna þeirra sem hæst ber í huga okkar. Þar hefur aldrei bor- ið skugga á. Við kveðjum einstakan vin með virðingu og þökk og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hans og ætt- ingja í sorg þeirra. Blessuð sé minning Jóns Willi- ams Magnússonar. Helga og Reynir. Jón William Magnússon, son- ur, bróðir, eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi og í raun svo miklu meira en það. Það er sem betur fer ekki oft sem ég hef þurft að kveðja ástvin, en það er því miður óumflýjanlegt. „Gleður þig að kynnast mér“ var það fyrsta sem Jón sagði við mig. Ég hef þekkt Jón í rúm 10 ár eða allt frá því að ég kynntist unn- ustu minni, Lilju Karen Stein- þórsdóttur, en Jón er afi hennar. Við fyrstu kynni mín af honum tók ég strax eftir því að þarna væri á ferð mikill prakkari og húmoristi en umfram allt virkilega góður og gjafmildur maður sem tók yfir- leitt hamingju annarra fram yfir sína eigin. Jón var drífandi og duglegur og þeir sem þekkja til hans vita að hann var alltaf á fleygiferð, ávallt í einhverjum framkvæmdum. Ef Jón var ekki með hendurnar fastar í einhverju verkefni við Hótel Keflavík, sum- arbústaðinn við Meðalfellsvatn eða á æskuslóðunum í Ólafsfirði var hann að hjálpa einhverjum öðrum við að framkvæma eitthvað og laga, því alltaf átti hann til lausnir. Veikindi Jóns komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og það er magnað að hugsa til þess að fyrir einungis þremur mánuðum var hann á fullu að vinna við flísa- lagnir í húsinu sínu á Ólafsfirði og það á sínu 74. aldursári. Jón var úrræðagóður og sniðugur og ótrúlegt að hugsa til þess hve oft hann náði að koma manni á óvart með hugsjónum sínum. Hann reyndi alltaf að hugsa eins langt fram í tímann með verkin og hann gat. Það var aðdáunarvert að sjá hann á sjúkrabeði sínum, vinnandi náið með tengdaföður mínum, Steinþóri, að biðja stöð- ugt um að fá stöðuuppfærslu á framkvæmdunum við Ólafsfjörð. Jón sat hugsi yfir myndunum sem Steini bar undir hann og rýndi hann verkin til gagns og gamans. En þannig var hann Jón, alltaf að vinna og sjá hvað mætti betur fara. Elsku Jón, það er erfitt að rita sína hinstu kveðju til einhvers sem hefur snert líf manns jafn- mikið og þú gerðir. Það voru for- réttindi að fá að kynnast þér, það verður skrítið að heyra ekki aftur í þér eða finna nærveru þína, hún var svo hlý. Við sjáumst síðar, elsku vinur. Elsku Steini, Hildur og fjöl- skylda. Ég votta ykkur samúð mína. Megi lífsgleði og kraftur Jóns ávallt verða ykkur að leið- arljósi í lífinu. Með miklum söknuði. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Viggó Helgi Viggósson. Kær vinur okkar hjóna Jón William hefur nú kvatt. Ég hitti Jón fyrst fyrir rúmum þrjátíu árum á skrifstofu Ofna- smiðjunnar í Keflavík. Þessi fyrstu kynni okkar urðu svo að áratuga vinskap sem aldrei bar skugga á. Árið 2000 fórum við hjónin ásamt Unni og Jóni til Mexíkó til að fagna 60 ára afmæli þeirra beggja, Jóns og Sigurðar, og þar gerðum við okkur margt til skemmtunar. Unnur féll frá eftir erfið veikindi í september 2010 en Jón var hennar stoð og stytta í veikindunum allt til endaloka. Eftir lát Unnar keypti Jón sér bát sem hann hafði mikið yndi af. Þegar farfuglarnir komu til lands- ins fór Jón með bátinn sinn, Unni Ingunni, til Ólafsfjarðar á æsku- slóðirnar og stundaði þar sjósókn um sumarið. Hann bjó þar í húsi fjölskyldunnar, Háagerði. Þar leið honum vel meðal vinna sinna og kunningja en þar dvaldi hann oft sumarlangt og naut hverrar stundar. Þegar farfuglarnir héldu til ókunnra landa kom Jón til baka með bátinn sinn til Keflavíkur og haustið gekk í garð. Ekki má gleyma Perlu, hundinum hans, sem hann fékk frá einu barna- barninu sínu. Þessi hundur var honum mikils virði en er nú allur. Þá átti hann líka sínar sælustu- ndir í bústað fjölskyldunnar í Lindinni við Meðalfellsvatn. Við hjónin fórum ásamt Jóni í tvær ógleymanlegar ferðir til Te- nerife, fyrst 2012 og síðan aftur 2013 og ætlunin var að fara í þá þriðju á komandi ári en af því verður ekki. En þessar tvær ferðir voru ein- staklega skemmtilegar, fjör allan daginn þar sem ýmislegt var brallað og hlegið daginn út og inn, á sundlaugarbakkanum, í skemmtisölum hótelsins og við matarborðið en hópur góðra fé- laga sat alltaf saman við sama borðið og alltaf með sömu þjón- ustustúlkuna. Ekki má gleyma ferðum þeirra tveggja Jóns og Sigurðar þar sem Jón kynnti þá sem feðga en í þeim ferðum bröll- uðu þeir margt saman. En hvað ég sakna þessa mikla gleðigjafa og ég er svo innilega sammála Nóbelsverðlaunaskáldinu mikla Márquez þegar hann sagði að það óréttlátasta í þessum heimi væri dauðinn. Hann reiddi hátt til höggs í þetta skiptið. Banalega Jóns var ekki löng en ströng og eftir situr hnípin fjölskylda sem er ekki enn búin að átta sig á að elskulegur faðir, afi og tengdafað- ir sé allur. Jón var trúaður maður, sannur aðventisti en þau hjónin létu skírast inn í þann söfnuð fyrir mörgum árum. Við fráfall hans verður söfnuðurinn fátækari þeg- ar hann missir svo góðan safnað- arbróður. Jón var góður fjöl- skyldufaðir frábær afi, gegnumgóður maður og ávallt léttur í lund, það leið öllum vel í návist hans. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Missir fjölskyldunnar er mikill, hann var kletturinn sem hélt fjöl- skyldunni saman. Tengdasonur okkar, hann Steinþór, missir ekki einungis föður sinn heldur líka sinn besta vin og samstarfsmann. Við hjónin kveðjum Jón vin okkar með söknuði og eftirsjá. Við sendum ykkur, börnum hans, tengdabörnum og barna- börnum og öðrum ættingjum, innilegar samúðarkveðjur. Friður sé með hinum látna. Guðríður Helgadóttir. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epíkúros) Hugurinn leitar aftur til ársins 1947 þegar við vorum að hefja skólagöngu í gamla barnaskólan- um í Ólafsfirði. Litlir krakkar að byrja alvöru lífsins. Þarna mynd- uðust vináttubönd sem aldrei hafa rofnað. Og nú hefur einn úr hópn- um kvatt okkur, ljóshærði hrokk- inkollurinn sem alltaf var svo glaður og kátur, hann Jón William sem okkur þótti svo vænt um. Hann er sá fimmti úr hópnum okkar sem kveður. Jón var lang- duglegastur að halda hópnum okkar saman. Við eigum góðar minningar um öll mótin sem við áttum í Ólafsfirði. Það þurfti marga undirbúningsfundi fyrir hvert mót. Það þurfti að undirbúa skemmtiatriði og ýmislegt fleira. Það var kannski ekki endilega nauðsynlegt að halda alla þessa undirbúningsfundi, það var bara alltaf svo gaman hjá okkur. Það verður okkur ógleymanlegt þegar Jón William bauð öllum árgang- inum okkar ásamt mökum til helgardvalar á Hótel Keflavík. Tilefnið var að halda upp á 70 ára afmælin okkar. Og þvílík dásemd- arhelgi, með óvissuferð, mat og drykk og skemmtun. En það dýr- mætasta af öllu góðu var að vera saman, rifja upp endurminningar, segja sögur, hlæja saman, já bara að vera saman. Það var líka oft hist á Ólafsfirði og jafnvel farið á sjó með Jóni. Síðastliðið vor héld- um við upp á 60 ára fermingaraf- mælið okkar á æskustöðvunum. Þar eyddum við saman nokkrum yndislegum dögum sem er dýr- mætt að minnast nú. Mikið eigum við eftir að sakna okkar kæra vin- ar. Um leið og við þökkum Jóni William fyrir samfylgdina og vin- áttuna viljum við einnig minnast eiginkonu hans, Unnar Ingunnar Steinþórsdóttur, sem lést fyrir fjórum árum. Blessuð sé minning þeirra beggja. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við börnum Jóns og Unnar og fjölskyldum þeirra. Fyrir hönd árgangs 1940 frá Ólafsfirði, Egill Sigvaldason, Grímur Grímsson, Kristín B. Sigurbjörnsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar ✝ Ágústa Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 20. mars 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. nóv- ember 2014. Ágústa var dótt- ir hjónanna Sig- urðar Marteins- sonar leigubílstjóra og Jónu Sig- urveigar Vilborgar Jónsdóttur ljósmóður. Systkini Ágústu eru Elsie Sigurð- ardóttir, f. 1936, og Guðni Kristinn Sig- urðsson, f. 1938. Ágústa giftist 26. júlí 1946 Knúti Ragnarssyni, f. 18. júlí 1925, d. 26. apr- íl 1986. Þau eign- uðust fimm börn, afkomendur þeirra eru nú 40. Útför Ágústu fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 19. nóvember 2014, kl. 13. Mig langar að minnast fyrr- verandi tengdamóður minnar, Ágústu. Margs er að minnast. Hún var tengdamóðir mín í níu ár og mér þótti afskaplega vænt um hana og er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og þennan tíma sem við áttum með henni. Hún tók mér opnum örm- um þegar ég kynntist yngsta syni hennar og hún var einstak- lega góð við Guðmund Frey. Og svo þegar við Einar eignuðumst Heklu Mist saman þá sýndi hún henni mikla ástúð og hún sýndi börnunum alltaf mikinn áhuga og ástúð. Hún tók ávallt vel á móti okk- ur og reiddi fram kaffi og með- læti af myndugleik, fyrst þegar við komum í heimsókn í Espi- gerðið og síðan í Hólabergið þar sem hún bjó síðustu árin. Hún las mikið og var ávallt á púls- inum í þjóðmálum og það var gaman að ræða við hana. Þá prjónaði hún listavel og gaf iðulega barnabörnunum fallegar hannyrðir sem hún hafði gert. Henni var margt til lista lagt, hún var orðin fær málari bæði á striga og postulín. Hún var alla tíð mjög skörp í hugsun og fylgdist vel með hvað var á döf- inni, þó að líkamlegu hliðinni hafi hrakað með árunum. Ágústa var börnunum ávallt góð amma, sýndi þeim væntum- þykju og athygli. Hennar verður sárt saknað en hún mun lifa áfram í góðri og fallegri minn- ingu hjá okkur. Sorgin leggur sína skugga á sumra hugi, þung og hljóð Gott er að mega gleðja og hugga gefa í lífsins hjálparsjóð. (Jóhanna Kristjánsdóttir.) Ég votta Einari og systkinum hans, fjölskyldum þeirra og ætt- ingjum og vinum mína innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi þau. Megi Ágústa hvíla í friði. Björk Guðmundsdóttir. Ágústa Sigurðardóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR SIGURBJARTSDÓTTUR, Hraunvangi 1, áður Þrastahrauni 8. Þökkum starfsfólki Heimahlynningar og líknardeildar LSH, Kópavogi, einstaka umönnun og hlýju. . Ingólfur Halldór Ámundason, Aldís Ingvarsdóttir, Björn Sveinsson, Helga Ingólfsdóttir, Alesandr Stoljarov, Eygló Ingólfsdóttir, Karl Magnús Karlsson, Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, Kristján V. Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT ÞORFINNSDÓTTIR frá Raufarhöfn, lést á Droplaugarstöðum 10. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Einar Magnússon, Edda Bára Guðbjartsdóttir, Ingólfur Jóhannesson, Grímur Atlason, Bergljót Nikulásdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR HAFSTEINN PÉTURSSON, Gnípuheiði 3, Kópavogi, lést á Endurhæfingardeild Landakotsspítala að kveldi miðvikudagsins 5. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Kolbrún Linda Haraldsdóttir, Kristján H. Guðmundsson, Jón Hafsteinn Haraldsson, Jónas Hafsteinsson, Ólafía Karlsdóttir, Hafdís Nína Hafsteinsdóttir, Sævar Sigurðsson, Sigurður Hafsteinsson, Agla E. Hendriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR GÍSLI KARLSSON, fyrrv. íþróttafulltrúi ríkisins, lést miðvikudaginn 12. nóvember. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 15.00. . Svanfríður María Guðjónsdóttir, Ásta María Reynisdóttir, Guðjón Karl Reynisson, Lilja Birna Arnórsdóttir, Svanfríður Birna Pétursdóttir, Helena Guðjónsdóttir, Arnór Örn Guðjónsson, Kristján Karl Guðjónsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, UNNAR JÓN KRISTJÁNSSON, Kambahrauni 26, lést sunnudaginn 9. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði. Guðný Einarsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Kristján Óðinn Unnarsson, Birgitta Dröfn Sölvadóttir, Unnur Sylvía Unnarsdóttir, Unnar Logi Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.